Komdu fagnandi Sundabraut (Jón Gunnarsson, það er ekki eftir neinu að bíða!)

Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar um Sundabraut.

Auglýsing

Lagn­ing Sunda­brautar komst í hámæli á dög­unum þegar Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra tal­aði dig­ur­barka­lega um mögu­lega legu braut­ar­innar og kostnað vegna útfærsl­unn­ar. Ráð­herr­ann vill að Reyk­vík­ingar greiði að stórum hluta fyrir fram­kvæmd­ina vegna vilja borg­ar­yf­ir­valda að farin verði svokölluð ytri leið í stað innri leið­ar. Þetta segir Jón þrátt fyrir að starfs­hópur rík­is­ins hafi lagt til fyrir tveimur árum að við lagn­ingu Sunda­brautar verði áður­nefnd ytri leið farin líkt og borg­ar­stjórn og íbúar í Graf­ar­vogi og Voga­byggð hafa kallað eft­ir.

Talið er að um 27-35 þús­und bílar muni fara um Sunda­braut á hverjum sól­ar­hring og því er bygg­ing hennar mikið þjóð­þrifa­mál sem myndi hafa umtals­verð áhrif á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ekki síst um Miklu­braut, Vest­ur­lands­veg og í Graf­ar­vog. Það er afar brýnt að áform rík­is­ins skýrist og hvort um raun­veru­legan áhuga á verk­efn­inu sé að ræða. Nóg er komið af upp­hróp­un­um.

Lengi talað um Sunda­braut

Sunda­braut hefur verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­víkur í þrjá ára­tugi eða allt frá árinu 1984. Þá var Davíð Odds­son borg­ar­stjóri og ég sjálfur tveggja ára gam­all. Í tengslum við vega­á­ætlun rík­is­ins 1994-1995 hófst vinna við grein­ingu á mögu­legum val­kostum og legu Sunda­braut­ar. Síðan þá hafa verið gefnar út margar skýrslur m.a. um mis­mun­andi útfærsl­ur, umhverf­is­hrif og mögu­legan kostn­að. Hall­dór Blön­dal var sam­göngu­ráð­herra árið 1994 og allt til 1999. Síðan þá hafa sex aðrir gengt emb­ætti ráð­herra sam­göngu­mála.

Haustið 2005 til­kynnti rík­is­stjórn Hall­dórs Ásgríms­sonar að 43 millj­örðum af 66,7 millj­arða sölu­and­virði Sím­ans yrði varið til fram­kvæmda af ýmsu tagi fram til árs­ins 2012, þar af 8 millj­arðar sem áttu að renna til lagn­ingar Sunda­braut­ar. Ekk­ert varð af því og Síma­pen­ing­ur­inn hvarf.

­Síðan þá hefur Sunda­braut dúkkað reglu­lega upp í umræð­unni sem skilur lítið eftir sig og ein­kenn­ist á köflum af skot­grafa­hern­aði. Ráð­herrar sam­göngu­mála hafa komið hver á eftir öðrum og talað um nauð­syn þess að ráð­ast í þessa fram­kvæmd – nú síð­ast Jón Gunn­ars­son – en lítið hefur gerst á þessum 30 árum frá því að Sunda­braut kom fyrst fyrir í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Nið­ur­stöður starfs­hóps sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, skip­aði eru þó um margt áhuga­verð­ar.

Afstaða Reykja­vík­ur­borgar

Afstaða Reykja­vík­ur­borgar til legu 1. áfanga Sunda­brautar hefur legið fyrir í um ára­tug. Í byrjun árs 2008 sam­þykkti borg­ar­ráð ein­róma að ytri leiðin yrði farin og að Sunda­braut yrði lögð í göngum frá Gufu­nesi í Laug­ar­nes með eðli­legum fyr­ir­vara um nið­ur­stöðu umhverf­is­mats. Borg­ar­full­trú­arnir Vil­hjálmur Þ. Vil­hjálms­son, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, Björn Ingi Hrafns­son, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Björk Vil­helms­dótt­ir, Ólafur F. Magn­ús­son og Gísli Mart­einn Bald­urs­son sam­þykktu öll til­lögu þess efn­is.

Þverpóli­tísk sátt var um að fara þessa leið sem byggði meðal ann­ars á kröfu íbúa í Reykja­vík þar á meðal í Graf­ar­vogi og Voga­hverfi líkt og Gauti Krist­manns­son, stjórn­ar­maður í Íbúa­sam­tökum Laug­ar­dals, rakti í góðri grein hér á Kjarn­anum í síð­asta mán­uði.

Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur sem gildir til árs­ins 2030 og var sam­þykkt í borg­ar­stjórn í nóv­em­ber 2013 er þessi afstaða borg­ar­innar stað­fest og innri leið­inni hafn­að. Aðal­skipu­lagið var unnið í um sex ár í góðri sátt full­trúa þeirra flokka sem sæti áttu í borg­ar­stjórn á þessum árum. Vilji borg­ar­innar er að 1. áfangi Sunda­brautar verði lagður með því að þvera Klepps­vík milli Gufu­ness og Holta­garða á Laug­ar­nesi norðan Sæbraut­ar. Því er haldið opnu hvort um göng eða brú verði að ræða.

Auglýsing

Sunda­braut í einka­fram­kvæmd

Það er öllum ljóst að mikil þörf er fyrir fjár­fest­ingu í sam­göngu­innviðum sam­fé­lags­ins. Sterkir inn­viðir eru ein und­ir­staða hag­vaxtar og vel­ferð­ar. Fjár­fest­ing rík­is­ins í vega­fram­kvæmdum hefur dreg­ist saman á und­an­förnum árum og fyrir vikið eru vegir víða að grotna nið­ur. Á sama tíma hefur umferðin auk­ist veru­lega ekki síst vegna mik­illar fjölg­unar á komu ferða­manna til Íslands. Á und­an­förnum árum hafa einka­að­ilar líst yfir áhuga að halda utan um til­teknar fram­kæmd­ir, þar á meðal lagn­ingu Sunda­braut­ar. Fram­kvæmda­stjóri Inn­viða fjár­fest­inga slhf. sagði nýlega í við­tali við Frétta­blaðið að ríkið hafi ekki bol­magn til að sinna allri fjár­fest­inga­þörf í innvið­um. Áður var upp­lýst að einka­að­ilar hafi sýnt lagn­ingu Sunda­brautar áhuga. Stjórn­ar­for­maður fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Inn­viða sagði nýlega í Við­skipta­blað­inu upp­safn­aða fjár­fest­ing­ar­þörf á innviðum lands­ins nema 700 millj­örðum króna.

Í mars 2014 skip­aði Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og ráð­herra sam­göngu­mála, starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að kanna hvaða sam­göngu­mann­virki kæmu til álita fyrir aðkomu einka­að­ila annað hvort í formi einka­fram­kvæmdar eða í sam­vinnu einka­að­ila og hins opin­bera, svokölluð Public-Pri­vate-Partners­hip-verk­efni (PPP).

Í minn­is­blaði Vega­gerð­ar­innar sem starfs­hóp­ur­inn studd­ist við kemur fram að ef gengið er út frá þeim for­sendum að verk­efnin skuli vera arð­söm og veg­far­endur eigi kost á annarri gjald­frjálsri leið séu ekki mörg verk­efni sem koma til greina hér á landi í einka­fram­kvæmd.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er að auki vísað í sam­an­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar frá 2006 um mat á kostum og göllum einka­fram­kvæmdar við stækkun Hval­fjarð­ar­ganga og við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Þar segir að einka­fram­kvæmd geti verið hag­kvæm­ari kostur fyrir ríkið við til­teknar aðstæð­ur.

Ríkið sam­þykkir ytri leið­ina

Nið­ur­staðan er að fá verk­efni önnur en bygg­ing Sunda­brautar komi til greina þegar horft er til einka­fram­kvæmd­ar. Það sem stendur upp úr við lestur skýrsl­unnar er að þar felst ríkið á að farin verði ytri leiðin við bygg­ingu Sunda­brautar og þá leið sem mörkuð er í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Ekki eru settir neinir fyr­ir­varar við það upp­legg.

„Að mati starfs­hóps­ins er leið I sú leið sem kemur til greina við þverun Klepps­víkur en hún er mörkuð í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Starfs­hóp­ur­inn telur rétt að útboðs­rammi miði við bygg­ingu braut­ar­innar sem 2+2 vegar og hún verði byggð alla leið í einum áfanga. Þá telur starfs­hóp­ur­inn æski­legt að skoða brýr á öllum teng­ingum nema í Klepps­vík, þar sem ýmsar þver­anir koma til greina.“

Þessi afstaða skiptir miklu máli og ætti ef allt er eði­legt að flýta fyrir upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar.

Þá er lagt til að ef af fram­kvæmdum verði á for­sendum PPP fjár­mögn­unar verði það látið í verka­hring þess sem býður í verk­efnið að velja þver­un­ar­að­ferð ytri leið­ar­innar fremur en að skil­greina aðgerð­ina fyr­ir­fram. Þannig sé lík­leg­ast að hag­kvæm­asta leiðin verði fyrir val­inu með til­liti til bygg­ing­ar­kostn­aðar sem og við­halds- og rekstr­ar­kostn­að­ar.

Ráð­herra leggi fram útboðs­ramma

Nið­ur­stöður grein­ingar sem starfs­hóp­ur­inn lét vinna á fýsi­leika þess fyrir einka­að­ila að byggja og reka Sunda­braut benda til að ef Sunda­braut sé skoðuð heild­stætt sé vænt­an­lega hægt að fjár­magna braut­ina að fullu með veggjöld­um. Sé hins vegar ein­göngu ráð­ist í bygg­ingu fyrsta áfanga (þverun Elliða­ár­vogs) megi ætla að lík­legt sé að hið opin­bera þurfi að koma til móts við einka­að­ila með fjár­fram­lagi.

Lagt er til að sam­göngu­ráð­herra láti útbúa útboðs­ramma þar sem verk­efn­inu, bygg­ingu og rekstri Sunda­braut­ar, er lýst og settar eru fram leik­reglur um fjár­mögnun sem byggja á reynslu ann­arra þjóða. Þar þurfi að koma fram lýs­ing á skipu­lags­þáttum og teng­ingu ann­arra vega og um það atriði þurfa að hafa sam­ráð við Reykja­vík­ur­borg.

Ekki eftir neinu að bíða

Borg­ar­stjórn sam­þykkti sam­hjóða í mars síð­ast­liðnum að hefja við­ræður við inn­an­rík­is­ráðu­neytið um Sunda­braut. Mark­mið við­ræðn­anna felst í því að vinna að arð­sem­is­mati og kostn­að­ar­grein­ingu, ákvarða end­an­lega útfærslu og legu braut­ar­innar og tíma­setja fram­kvæmd­ina. Borgin er með öðrum orðum að kalla eftir sam­tali við ríkið um þessa mik­il­vægu fram­kvæmd.

Jón Gunn­ars­son, sam­göngu­ráð­herra, kaus hins vegar að efna til ófriðar við borg­ar­yf­ir­völd og færa sam­talið í skot­graf­irnar með því að heimta að innri leiðin verði farin því ann­ars þurfi borgin að greiða 10 þús­und millj­ónir fyrir bygg­ingu Sunda­braut­ar. Þetta gerði Jón þrátt fyrir að ríkið hafi í raun sam­þykkt fyrir tveimur árum að fara ytri leið­ina.

Það liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir Sunda­braut í sam­göngu­á­ætl­un, fjár­lögum eða 5 ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Upp­hlaup Jóns skýrist eflaust af því að hann vildi beina athygl­inni frá þessum stað­reynd­um. En hafi hann raun­veru­legan og ein­lægan áhuga á Sunda­braut þá er óþarfi að dvelja lengi við fyrri yfir­lýs­ingar hans og horfa þess í stað til fram­tíð­ar. Jóni er nefni­lega í lófa lagt að hefja und­ir­bún­ing nú þegar á grunni þeirra til­lagna sem legið hafa fyrir frá 2015. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar