#höfumhátt

Lilja Magnúsdóttir, móðir barns sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi, fjallar um reiðina sem veitir kraft.

Auglýsing

Hún var bara sextán ára þegar hún kom heim til mín, mömmu sinn­ar, og sagði: mamma ég þarf aðeins að tala við þig, eina.

Hún var föl og alvar­leg, það var ang­ist í aug­unum og ég hélt í fyrstu að hún væri búin að koma sér í ein­hver vand­ræði.

En annað kom á dag­inn og eftir þetta sam­tal varð lífið aldrei samt.

Hún var sext­án, hann orð­inn afi, kom­inn fast að sjö­tugu, emb­ætt­is­maður í bún­ing, vernd­ari, yfir­vald, æðri öðr­um.

Honum fannst hún fal­leg, hafði haft orð á að hann vildi svo oft óska þess að hann væri orð­inn yngri. Til hvers? Hvað hefði honum langað að gera við hana sem yngri mað­ur?

Hann vildi að hún kæmi heim til hans. Hann vildi gera hana að betri mann­eskju. Hvernig þá?

En það varð sem betur fer ekk­ert af því, enda engu við að bæta. Barnið var til fyr­ir­mynd­ar, stund­aði sitt nám, lífs­glöð og söng­elsk að eðl­is­fari.

Hvað gerir barn? Það treystir þeim full­orðnu, sem eru í þeirri stöðu að eiga að vernda og hlúa að.
Áreitið hafði byrjað þegar hún var á fjórt­ánda ári. Stunur í eyra hér og þar, káf, ein­kenni­legar athuga­semdir um hana sem kyn­veru. Hún, sem var þá aðeins þrettán ára en hann kom­inn vel yfir sex­tugt.

Hvað gerir barn? Það treystir þeim full­orðnu, sem eru í þeirri stöðu að eiga að vernda og hlúa að.

En í ungum huga býr samt efi og svo vissan um að svona hegðun og talsmáti sé ekki eðli­legur og loks þegar ákveðnum punkti er náð og áreitið orðið lík­am­legt, dregur sextán ára gam­alt barn móður sína inn í her­bergi og segir henni alla sög­una.

En hvað ger­ist svo? Það fara allar sveitir af stað, móð­ir, fað­ir, nefndir og ráð. Emb­ætt­is­manni er stefnt fyrir dóm, loks­ins. Eftir mjög svo grýtta leið fyrir sextán ára barn. Sam­ræmd próf eru ónýt vegna and­legs álags, göt­urnar í litla bænum eru ekki lengur örugg­ar. Emb­ætt­is­mað­ur­inn hefur unnið heima­vinn­una sína, hann safnar í her­inn sinn, jábræðrum og systrum sem segja hann ekki geta haft gerst sekur um slíkt athæfi og hann er ásak­aður um. Menn og konur banka á dyr í húsum bæj­ar­ins með stuðn­ings­lista honum til heið­urs, líka í hús barns­ins þar sem móð­irin er beðin um að skrifa nafn sitt.

Sextán ára barn er borið ofur­liði af ókunn­ugu fólki sem trúir henni ekki. Hún er lituð ljótum lit­um. Sam­fé­lag í litlum bæ er til­búið að fórna sál­ar­tetri og heiðri barns vegna emb­ætt­is­manns sem það í raun þekkir ekki nema að litlu leyti. Þrátt fyrir þetta allt er barnið stað­fast í sinni frá­sögn og móðir og dóttir sam­mála um að svona athæfi eigi ekki að líð­ast og vilja því ekki láta kyrrt liggja. Ef ekki hennar vegna þá þeirra vegna sem á eftir koma. Vin­slit verða, barnið og móð­irin þurfa að byrgja á þeim bitra kaleik að ekki eru allir vinir í raun. Við­töl eru boð­uð, lög­reglan, barna­hús, hér­aðs­dómur og svo vitna­leiðsl­ur.

Auglýsing


Dómur kemur saman í hér­aði, síðar í hæsta­rétti, emb­ætt­is­maður er sýkn­að­ur, barnið fær þó þann vitn­is­burð að hafa verið trú­verð­ugt í vitn­is­burði sín­um, sann­anir hafi bara ekki reynst næg­ar.

Þetta er fín lína. Við viljum ekki dæma fólk án sann­anna en þó sann­anir séu af skornum skammti þá þýðir það ekki alltaf að ein­stak­lingur sé sak­laus. Sak­laus uns sekt er sönnuð á ekki alltaf við.

Sannað þótti þó að emb­ætt­is­mað­ur­inn braut allar þær siða­reglur sem til voru í hans starfi. Hann áreitti stúlkur á ung­lings­aldri, ekki eina og ekki tvær heldur miklu fleiri. Það þótti því við hæfi að færa hann til í starfi. Það var ekki hægt að svipta hann emb­ætt­is­rétt­indum sínum né titli því starfs­samn­ingur emb­ætt­is­manna er æðri siða­regl­um. Sér­stak­lega ef emb­ætt­is­mað­ur­inn er orð­inn gam­all með gamlan starfs­samn­ing. Samn­ingur emb­ætt­is­manns­ins vóg þyngra en sál­ar­tetur barna sem reyndu allt sem þær gátu til að standa á sínu, fórn­uðu heilsu sinni, námi, tóm­stund­um, vin­um, til að sækja fram rétt­læti, sem svo brást þegar upp var stað­ið. En svona fór. Lög eru lög og reglur regl­ur. Sam­fé­lagið í litlum bæ bregst barni, sem verður þess vart að upp­lifun þess er að engu gerð. Orð­spor barns­ins, sem aldrei hafði snert á áfengi eða tóbaki var litað auri.

Hva..., emb­ætt­is­menn mega nú vera kven­samir eins og aðr­ir, var þetta nokkuð til að tala um?
Var hún ekki alltaf drukkin að þvæl­ast um allar triss­ur? Í stuttu pilsi? Hva..., emb­ætt­is­menn mega nú vera kven­samir eins og aðr­ir, var þetta nokkuð til að tala um? Gat hún ekki bara sagt kall­inum að fara í rass­gat? Hvað var hún ann­ars alltaf að þvæl­ast í kringum hann? Þetta bara getur ekki hafa átt sér stað, hann sem alltaf er svo næs og almenni­legur við hana ömmu. Enda var hann sýkn­að­ur, gleymum þessu bara...

En vondir menn eru víða, í öllum sam­fé­lögum og öllum stétt­um. Og vondir menn geta líka gert góða hluti. Gleymum því þó ekki að þeir eru ekk­ert betri menn fyrir vik­ið! Ég vona svo inni­lega að ekk­ert af þessu fólki, sem hróp­aði hæst honum til handa, þurfi að ganga í gegnum það með sínum börn­um, sem ég gekk í gegnum með minni dótt­ur.

Ég er búin að vera móðir sem hefur þurft að horfa upp á emb­ætt­is­mann hafa betur í sam­fé­lag­inu. En innst inni veit ég að hann er ræf­ill og aum­ingi. Barnið mitt er hetja, hún gerði það sem hún gat, gerði allt rétt. Og þó það hafi ekki dugað í dóms­sal, þá alla­vega stopp­aði það aðgengi emb­ætt­is­manns­ins að fleiri stúlku­börn­um. Og það gerði hana að sterk­ari mann­eskju, mig að sterk­ari móð­ur. Núna eru liðin næstum tíu ár. Móð­ir­in, ég, bíður þess að emb­ætt­is­mað­ur­inn detti niður dauð­ur. Því fyrr verður dóttirin ekki frjáls til að ganga um götur síns gamla bæjar óhrædd. Emb­ætt­is­mað­ur­inn hefur margoft stoppað móð­ur­ina út á götu, komið að máli við hana á hennar gamla vinnu­stað og spurt hana um barn­ið, hvernig hún hafi það, hvort hún sé ekki hress. Móð­irin er ekki sam­ræðu­fús og hefur einu sinni látið það eftir sér að hrækja framan í hann. Ég, móð­ir­in, kem aldrei til með að sleppa tökum á reið­inni í garð þessa manns. Reiðin er rétt­lát og hún gerir mig öfl­uga. Ég veit nákvæm­lega hvað ég get, hvað ég geri og hvers ég er megnug ef slíkt kemur aftur upp í minni fjöl­skyldu. Ég veit líka upp á hár hvað mín dóttir gerir ef hennar börn lenda í vondum mönn­um.

Ég, móð­ir­in, kem aldrei til með að sleppa tökum á reið­inni í garð þessa manns. Reiðin er rétt­lát og hún gerir mig öfl­uga.
Þegar að börnin koma til okk­ar, þá verðum við að hlusta. Þegar barn nágrann­ans, vinnu­fé­lag­ans, barn ein­hvers segir frá, þá verðum við að hlusta og taka mark á, leyfa barn­inu að njóta vafans. Ef barn er áreitt af ein­stak­lingi þá skiptir engu ein­asta máli þó sá ein­stak­lingur hafi gefið okkur gull og græna skóga, við eigum að hlusta og taka afstöðu MEÐ barn­inu! Og aldrei nokkurn tíma gleyma því sem gert er á barns­ins hlut. Maður sem brýtur gegn barni og fær dóm fyrir er ekki búinn að bæta fyrir brot sitt með því að öðl­ast sam­fé­lags­legt sam­þykki á bættri hegð­un. Það er ekki hægt að þurrka út gjörðir fólks þó ein­hver ákveð­inn tími sé lið­inn, það er gert sem er gert og við verðum öll að lifa með okkar gjörð­um.

Ég finn til með börnum sem hafa þurft að kyngja órétt­læt­inu sem fellst í ónægum sönn­unum og upp­reist æru saka­manna. Ég finn til með mæðrum og feðrum allra barna sem hafa verið órétti beitt. Sam­fé­lagið okkar má aldrei taka afstöðu gegn börn­um, það er okkar að styðja þau og hjálpa þeim við að ná fram rétt­læti. Og það er algjör­lega óvið­un­andi að saka­menn sem hafa sví­virt börn geti gengið um götur með hreint borð.

#höf­um­hátt

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar