Leiguþý og hreppsómagar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, skorar á húsnæðismálaráðherra að grípa tafarlaust í taumana á húsnæðismarkaði.

Auglýsing

Að búa við stöðugan ótta um að missa þakið yfir höf­uð­ið, heim­il­ið, örygg­ið. Að finna aldrei lang­tíma­leigu. Að ótt­ast að verða sagt upp leig­unni eftir bara ár. Að þurfa að skipta um skóla fyrir börnin eða eyða smá­skömmt­uðum frí­tím­anum í strætó örþreytt börn vegna þess að ekk­ert hús­næði finnst þar sem áður var búið. Að velja að ferð­ast klukku­tímum saman á milli sveit­ar­fé­laga til að börnin geti haldið áfram að vera með vinum sínum í sama skóla eða þurfa að byrja upp á nýtt í aðlögun og öllu sem því fylg­ir. Að verða sér­fræð­ingur í að mæla út full­komna kassa undir búslóð­ina. Að þvæl­ast með hús­gögn sem lið­ast í sundur vegna stöðugra flutn­inga. Að ótt­ast að lenda á göt­unni með börnin vegna þess að það finnst ekk­ert hús­næði í borg­inni, bæn­um, þorp­inu. Fjár­hags­skell­ur­inn þegar flytja skal. Það kostar hell­ing að flytj­ast á milli heim­ila og það rofna ræt­ur. Það rofna tengsl.

Að þora ekki að biðja um stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu til að geta fest ræt­ur, vegna þess að nýjasta mann­vonskan sem fátækt fólk þarf að berj­ast gegn eru hót­anir um barna­vernd­ar­yf­ir­völd taki börnin frá for­eldri og setji í fóstur ef það finnur ekki hús­næði. Hvers konar barna­vernd er það?

Auglýsing

Svona aðför að fólki sem er að reyna sitt besta í ómögu­legum aðstæðum er óþol­andi og þarf að taka fyrir strax áður en þetta þykir eðli­leg lausn. Þau yfir­völd sem láta sér detta í hug að slík aðför að grund­vallar­ör­yggi barna og fjöl­skyldna þeirra sé lausn eru hrein­lega ekki hæf til að sinna sínum emb­ætt­um. Slík yfir­völd eiga frekar að þrýsta á hina valda­meiri til að koma með nauð­syn­legar lang­tíma úrbætur í stað þess að ráð­ast að öryggi þeirra sem þau eiga að vernda.

Ef það eru slíkar glufur í kerf­inu að fólk á ekki í nein hús að venda þá hlýtur það að kalla á taf­ar­lausar aðgerð­ir. Ég skora á ráð­herra félags- og hús­næð­is­mála að stíga strax inn í þessa atburða­rás og koma með lang­tíma­lausnir á hús­næð­is­vanda þeim sem æðir áfram stjórn­laust inn í sjálf­skap­ar­víti sem leiðir af sér stjórn­valds­að­gerðir sem eru ekki bara á jaðri mann­rétt­inda­brota heldur eru með sanni gróf brot á mann­rétt­indum þeirra sem við sem sam­fé­lag eigum að standa vörð um.

Höf­undur er þing­maður Pírata

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar