Leiguþý og hreppsómagar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, skorar á húsnæðismálaráðherra að grípa tafarlaust í taumana á húsnæðismarkaði.

Auglýsing

Að búa við stöðugan ótta um að missa þakið yfir höf­uð­ið, heim­il­ið, örygg­ið. Að finna aldrei lang­tíma­leigu. Að ótt­ast að verða sagt upp leig­unni eftir bara ár. Að þurfa að skipta um skóla fyrir börnin eða eyða smá­skömmt­uðum frí­tím­anum í strætó örþreytt börn vegna þess að ekk­ert hús­næði finnst þar sem áður var búið. Að velja að ferð­ast klukku­tímum saman á milli sveit­ar­fé­laga til að börnin geti haldið áfram að vera með vinum sínum í sama skóla eða þurfa að byrja upp á nýtt í aðlögun og öllu sem því fylg­ir. Að verða sér­fræð­ingur í að mæla út full­komna kassa undir búslóð­ina. Að þvæl­ast með hús­gögn sem lið­ast í sundur vegna stöðugra flutn­inga. Að ótt­ast að lenda á göt­unni með börnin vegna þess að það finnst ekk­ert hús­næði í borg­inni, bæn­um, þorp­inu. Fjár­hags­skell­ur­inn þegar flytja skal. Það kostar hell­ing að flytj­ast á milli heim­ila og það rofna ræt­ur. Það rofna tengsl.

Að þora ekki að biðja um stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu til að geta fest ræt­ur, vegna þess að nýjasta mann­vonskan sem fátækt fólk þarf að berj­ast gegn eru hót­anir um barna­vernd­ar­yf­ir­völd taki börnin frá for­eldri og setji í fóstur ef það finnur ekki hús­næði. Hvers konar barna­vernd er það?

Auglýsing

Svona aðför að fólki sem er að reyna sitt besta í ómögu­legum aðstæðum er óþol­andi og þarf að taka fyrir strax áður en þetta þykir eðli­leg lausn. Þau yfir­völd sem láta sér detta í hug að slík aðför að grund­vallar­ör­yggi barna og fjöl­skyldna þeirra sé lausn eru hrein­lega ekki hæf til að sinna sínum emb­ætt­um. Slík yfir­völd eiga frekar að þrýsta á hina valda­meiri til að koma með nauð­syn­legar lang­tíma úrbætur í stað þess að ráð­ast að öryggi þeirra sem þau eiga að vernda.

Ef það eru slíkar glufur í kerf­inu að fólk á ekki í nein hús að venda þá hlýtur það að kalla á taf­ar­lausar aðgerð­ir. Ég skora á ráð­herra félags- og hús­næð­is­mála að stíga strax inn í þessa atburða­rás og koma með lang­tíma­lausnir á hús­næð­is­vanda þeim sem æðir áfram stjórn­laust inn í sjálf­skap­ar­víti sem leiðir af sér stjórn­valds­að­gerðir sem eru ekki bara á jaðri mann­rétt­inda­brota heldur eru með sanni gróf brot á mann­rétt­indum þeirra sem við sem sam­fé­lag eigum að standa vörð um.

Höf­undur er þing­maður Pírata

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar