Leiguþý og hreppsómagar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, skorar á húsnæðismálaráðherra að grípa tafarlaust í taumana á húsnæðismarkaði.

Auglýsing

Að búa við stöðugan ótta um að missa þakið yfir höf­uð­ið, heim­il­ið, örygg­ið. Að finna aldrei lang­tíma­leigu. Að ótt­ast að verða sagt upp leig­unni eftir bara ár. Að þurfa að skipta um skóla fyrir börnin eða eyða smá­skömmt­uðum frí­tím­anum í strætó örþreytt börn vegna þess að ekk­ert hús­næði finnst þar sem áður var búið. Að velja að ferð­ast klukku­tímum saman á milli sveit­ar­fé­laga til að börnin geti haldið áfram að vera með vinum sínum í sama skóla eða þurfa að byrja upp á nýtt í aðlögun og öllu sem því fylg­ir. Að verða sér­fræð­ingur í að mæla út full­komna kassa undir búslóð­ina. Að þvæl­ast með hús­gögn sem lið­ast í sundur vegna stöðugra flutn­inga. Að ótt­ast að lenda á göt­unni með börnin vegna þess að það finnst ekk­ert hús­næði í borg­inni, bæn­um, þorp­inu. Fjár­hags­skell­ur­inn þegar flytja skal. Það kostar hell­ing að flytj­ast á milli heim­ila og það rofna ræt­ur. Það rofna tengsl.

Að þora ekki að biðja um stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu til að geta fest ræt­ur, vegna þess að nýjasta mann­vonskan sem fátækt fólk þarf að berj­ast gegn eru hót­anir um barna­vernd­ar­yf­ir­völd taki börnin frá for­eldri og setji í fóstur ef það finnur ekki hús­næði. Hvers konar barna­vernd er það?

Auglýsing

Svona aðför að fólki sem er að reyna sitt besta í ómögu­legum aðstæðum er óþol­andi og þarf að taka fyrir strax áður en þetta þykir eðli­leg lausn. Þau yfir­völd sem láta sér detta í hug að slík aðför að grund­vallar­ör­yggi barna og fjöl­skyldna þeirra sé lausn eru hrein­lega ekki hæf til að sinna sínum emb­ætt­um. Slík yfir­völd eiga frekar að þrýsta á hina valda­meiri til að koma með nauð­syn­legar lang­tíma úrbætur í stað þess að ráð­ast að öryggi þeirra sem þau eiga að vernda.

Ef það eru slíkar glufur í kerf­inu að fólk á ekki í nein hús að venda þá hlýtur það að kalla á taf­ar­lausar aðgerð­ir. Ég skora á ráð­herra félags- og hús­næð­is­mála að stíga strax inn í þessa atburða­rás og koma með lang­tíma­lausnir á hús­næð­is­vanda þeim sem æðir áfram stjórn­laust inn í sjálf­skap­ar­víti sem leiðir af sér stjórn­valds­að­gerðir sem eru ekki bara á jaðri mann­rétt­inda­brota heldur eru með sanni gróf brot á mann­rétt­indum þeirra sem við sem sam­fé­lag eigum að standa vörð um.

Höf­undur er þing­maður Pírata

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar