Leiguþý og hreppsómagar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, skorar á húsnæðismálaráðherra að grípa tafarlaust í taumana á húsnæðismarkaði.

Auglýsing

Að búa við stöðugan ótta um að missa þakið yfir höf­uð­ið, heim­il­ið, örygg­ið. Að finna aldrei lang­tíma­leigu. Að ótt­ast að verða sagt upp leig­unni eftir bara ár. Að þurfa að skipta um skóla fyrir börnin eða eyða smá­skömmt­uðum frí­tím­anum í strætó örþreytt börn vegna þess að ekk­ert hús­næði finnst þar sem áður var búið. Að velja að ferð­ast klukku­tímum saman á milli sveit­ar­fé­laga til að börnin geti haldið áfram að vera með vinum sínum í sama skóla eða þurfa að byrja upp á nýtt í aðlögun og öllu sem því fylg­ir. Að verða sér­fræð­ingur í að mæla út full­komna kassa undir búslóð­ina. Að þvæl­ast með hús­gögn sem lið­ast í sundur vegna stöðugra flutn­inga. Að ótt­ast að lenda á göt­unni með börnin vegna þess að það finnst ekk­ert hús­næði í borg­inni, bæn­um, þorp­inu. Fjár­hags­skell­ur­inn þegar flytja skal. Það kostar hell­ing að flytj­ast á milli heim­ila og það rofna ræt­ur. Það rofna tengsl.

Að þora ekki að biðja um stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu til að geta fest ræt­ur, vegna þess að nýjasta mann­vonskan sem fátækt fólk þarf að berj­ast gegn eru hót­anir um barna­vernd­ar­yf­ir­völd taki börnin frá for­eldri og setji í fóstur ef það finnur ekki hús­næði. Hvers konar barna­vernd er það?

Auglýsing

Svona aðför að fólki sem er að reyna sitt besta í ómögu­legum aðstæðum er óþol­andi og þarf að taka fyrir strax áður en þetta þykir eðli­leg lausn. Þau yfir­völd sem láta sér detta í hug að slík aðför að grund­vallar­ör­yggi barna og fjöl­skyldna þeirra sé lausn eru hrein­lega ekki hæf til að sinna sínum emb­ætt­um. Slík yfir­völd eiga frekar að þrýsta á hina valda­meiri til að koma með nauð­syn­legar lang­tíma úrbætur í stað þess að ráð­ast að öryggi þeirra sem þau eiga að vernda.

Ef það eru slíkar glufur í kerf­inu að fólk á ekki í nein hús að venda þá hlýtur það að kalla á taf­ar­lausar aðgerð­ir. Ég skora á ráð­herra félags- og hús­næð­is­mála að stíga strax inn í þessa atburða­rás og koma með lang­tíma­lausnir á hús­næð­is­vanda þeim sem æðir áfram stjórn­laust inn í sjálf­skap­ar­víti sem leiðir af sér stjórn­valds­að­gerðir sem eru ekki bara á jaðri mann­rétt­inda­brota heldur eru með sanni gróf brot á mann­rétt­indum þeirra sem við sem sam­fé­lag eigum að standa vörð um.

Höf­undur er þing­maður Pírata

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar