Hvað liggur á að fullorðnast?

Björg Árnadóttir hvetur til þess að ungt fólk búi lengur í foreldrahúsum í grein sem fjallar meðal annars um menntamál og hjól atvinnulífsins, ferðamál og framtíðina.

Auglýsing

Er það endi­lega nei­kvætt að ungt fólk búi lengur í for­eldra­húsum en áður? Með þess­ari spurn­ingu er ég alls ekki að gera lítið úr núver­andi hús­næð­is­vanda þjóð­ar­innar heldur aðeins að velta fyrir mér hvort ungu fólki á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni liggi lífið á að full­orðn­ast, ljúka námi og flytja að heim­an. 

Sjálf bý ég með upp­kominni dóttur og tengda­syni á fimm­tíu og tveimur fer­metrum undir súð. Það er frá­bært fyr­ir­komu­lag. Þau leigja ódýrt og ég fæ örlitlar auka­tekj­ur. Við skiptum með okkur heim­il­is­störfum og deilum dýrum tækjum sem óþarfi er að ég noti ein. Ég yng­ist í nær­veru þeirra og vona að þau þrosk­ist af umgengni við mig. Þrengslin skapa náin tengsl sem mér finnst for­rétt­indi að eiga við næstu kyn­slóð á snemm­full­orð­ins­árum henn­ar. 

Kunn­ingi minn einn er ekki jafn­sáttur við að hýsa enn ómegð sína. Hann notar gjarnan sam­lík­ingar úr dýra­rík­inu og segir að ungum hljóti að vera ákveðin mörk sett. Það sé gangur nátt­úr­unnar að for­eldrar hætti að bera mat í ung­viðið til að því lærist að standa á eigin fótum og fljúgi úr hreiðr­inu. Ég tek undir það en bendi hins vegar á að sam­fé­lög fólks og fugla séu ekki að fullu sam­bæri­leg. Fólk fyllir ekki hreiður sín af nýjum ungum árlega og þekkir yfir­leitt full­orðin afkvæmi sín, að minnsta kosti í sjón. Feg­urð mann­fé­lags­ins felst meðal ann­ars í því að kyn­slóð­irnar hverfa ekki hver annarri heldur halda alla tíð áfram að hafa áhrif á líf hinna. Ég tek þó undir með kunn­ingja mínum að æski­legt sé að hver kyn­slóð hefji hreið­ur­gerð þegar von er á fjölg­un. 

Auglýsing

Öllu skal afmarka stund

Ég fædd­ist inn í barn­mergð eft­ir­stríðs­ár­anna. Jafn­aldrar mínir fóru sumir að heiman um ferm­ingu, jafn­vel alfarn­ir. Aðrir voru komnir með eigin fjöl­skyldur á aldri sem við skil­greinum nú sem barns­ald­ur. Slíkt gætum við varla hugsað okkur í dag. Um tví­tugt voru flestir jafn­aldrar mínir byrj­aðir að búa enda gáfu ætt­ingjar okkar snemma upp alla von um að við gengjum út á sama hátt og þeir efuð­ust um frjó­semi okkar ef ekki kom bráð­lega barn und­ir. Mín kyn­slóð fjölg­aði sér á meðan hún mennt­aði sig. Mín kyn­slóð fjölg­aði sér og mennt­aði sig á meðan hún byggði sér hús. Þessi athafna­semi er svo sem ekk­ert leið­in­leg í minn­ing­unni en ekki óska ég börnum mínum þess að þurfa að lifa á slíkum hraða. Yngri kyn­slóðir hafa bless­un­ar­lega til­einkað sér siði nágranna­þjóð­anna sem afmarka öllu stund og láta sér­hvern hlut undir himn­inum hafa sinn tíma. 

Þegar ég stóð á tví­tugu var með­al­aldur íslenskra kvenna sjö­tíu og sjö ár. Ég skipu­lagði líf mitt með þær lífslíkur í huga en með hverju árinu sem ég hef lifað hefur ólifað líf mitt lengst. Nú býst ég allt eins við að verða ald­ar­gömul og börnin mín gætu hæg­lega orðið hund­rað og tutt­ugu. Hví skyldi þeirri kyn­slóð sparkað úr hreiðr­inu um tví­tugt? Hún er hvort sem er ekki að fara að fjölga sér að ráði fyrr en á fer­tugs-, ef ekki fimm­tugs­aldri. 

Fyrir hverja eru hús­in? 

Margir af minni kyn­slóð búa enn í stórum húsum með pláss fyrir fleiri en gamla sett­ið. Ung­viðið getur vel reynt væng­ina þótt það búi í for­eldra­húsum enda er víðar hægt að hefja sig til flugs. Hér vil ég taka það fram að ég veit að það geta ekki allir hýst börnin sín og auð­vitað finnst mér súrt að hvorki sé hægt að kaupa né leigja sér þak yfir höf­uðið á við­ráð­an­legu verði vegna þess að allar íbúðir eru fullar af túrist­um. En gætum við kannski séð skort á íbúðum sem vaxt­ar­verki nýrrar atvinnu­greinar og sætt okkur við hann um skeið? Þar sem ég hef ferð­ast í Asíu og Mið-Am­er­íku er heimagist­ing algengur gisti­máti. Mér skilst að stjórn­völd hvetji íbúa til að opna hús sín til að koma í veg fyrir að drauga­borgir auðra hót­el­bygg­inga standi sem minn­is­varði um ferða­manna­straum sem breytti um stefnu eins og virð­ist nátt­úru­lög­mál að ger­ist.

Nú þekki ég ekki vel hug­mynda- og hag­fræði heimagist­ingar í ólíkum heims­álfum né van­kanta fyr­ir­komu­lags­ins en mér hefur alltaf þótt ein­kenni­legt hvað þessi aðferð þjóð­ar­innar til að létta undir við upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unnar – þessi aðferð almenn­ings til tekju­öfl­unar og gjald­eyr­is­sköp­unar – er lít­ils virt. Reynsla mín er sú að fátt sé eins fræð­andi á ferða­lögum og að búa á heim­ilum ann­arra og ég geri fast­lega ráð fyrir að til­gangur fólks með ferða­lögum sé að fræð­ast og upp­ræta eigin for­dóma um fram­andi sam­fé­lög. 

Til hvers er mennt­un­in? 

En talandi um fræðslu og mennt­un, þar er ég á heima­velli. Ég hef lagt stund á hag­nýta fræði­grein sem heitir námskrár­fræði (curriculum stu­dies) og spannar allt skóla­starf, frá vali á töflutússi til ákvarð­ana stjórn­valda. Nýlega var hér tekin stór námskrár­á­kvörðun um að stytta fram­halds­skól­ann og einnig virð­ast stjórn­völd vilja skerða aðgang full­orð­inna að því skóla­stigi. Í ljósi þess hve þjóðin er að eld­ast finnst mér þessi stefna nokkuð skamm­sýn. Af hverju þarf fólk sem verður æva­gam­alt að útskrif­ast úr fram­halds­skóla átján ára? Hvað liggur ungu fólki á? Hvað liggur okkur á að láta það full­orðn­ast?

Framan af ævi stóð ég í þeirri trú að eini við­ur­kenndi veg­ur­inn til mennta lægi beinn og breiður um Haga­skóla Íslands og Mennta­skóla Íslands og lyki með emb­ætt­is­prófi úr Háskóla Íslands. Þetta væri grunn­stef mennt­unar og annað ómerki­leg til­brigði. En svo kynnt­ist ég mis­lægum gatna­mótum mennta­kerfa heims­ins. Ég hef í þrjá­tíu ár starfað við full­orð­ins­fræðslu, mennta­stigið sem end­ur­menntar fólk í takt við sífelldar breyt­ingar á þörfum ein­stak­linga og vinnu­mark­aðar en hvorki ein­stak­lingar né atvinnu­líf haga sér alltaf eins og opin­ber mennta- og atvinnu­stefna býð­ur. Segja má að það sé eitt af hlut­verkum full­orð­ins­fræðsl­unnar að leið­rétta ákvarð­anir sem fólk hefur tekið um náms­val sitt og ákvarð­anir sem yfir­völd hafa greypt í stein í aðal­námskrám og annarri reglu­setn­ingu um mennta­mál. 

Atvinnu­lífið er ég og þú

Bless­un­ar­lega eru náms­brautir ekki jafn­ein­stefnu­legar nú og þær voru þegar ég valdi mitt fyrsta nám. Í dag er í senn flókn­ara og ein­fald­ara að velja nám, flókn­ara af því að úrvalið er meira en auð­veld­ara af því að vel hefur tek­ist að opna blind­götur og gera fólki þannig kleift að skapa sam­fellu úr menntun sem aflað er á ýmsum ævi­skeiðum í ólíkum mennta­stofn­unum og jafn­vel utan þeirra. Ég held að það hljóti að vera þjóð­hags­lega hag­kvæmt að fólk sé sveigj­an­legt á vinnu­mark­aði og okkur bjóð­ist að mennta okkur eftir aðstæðum í hvikulum heimi. 

Æðri mátt­ar­völd greyptu ekki atvinnu­lífið í gullnar töflur í fornöld. Hjól atvinnu­lífs­ins er tví­hjól sem snýst ann­ars vegar um þarfir fólks­ins og hins vegar þekk­ingu þess. Annað hjólið snýst um það sem hvert og eitt okkar hefur að fram að færa í formi mennt­un­ar, reynslu og þekk­ingar en hitt um það sem okkur vantar í formi þjón­ustu og fram­leiðslu­vara. Þar á milli liggur drif­kerfi sem heldur hjólum atvinnu­lífs­ins gang­andi. 

Í árþús­undir hafa námskrár­kenn­ingar um til­gang og mark­mið mennt­unar verið smíð­að­ar. Sumar leggja höf­uð­á­herslu á menntun í þágu atvinnu­veg­anna á meðan aðrar telja ­meg­in­mark­mið ­mennt­unar vera að færa menn­ing­ar­auð frá kyn­slóð til kyn­slóð­ar. Enn aðrar segja að hlut­verk mennt­unar hljóti að vera að stuðla að auknum per­sónu­þroska ein­stak­ling­anna. Opin­ber mennta­stefna er oft­ast blanda þess­ara þátta. Mik­il­vægt hlýtur að telj­ast að skól­inn færi menn­ing­ar­verð­mæti milli kyn­slóða en einnig að mennta­kerfið tryggi að hæft fólk fáist til að sinna grunn­þörfum sam­fé­laga. Í mínum huga renna hins vegar saman þau mark­mið að mennta fólk fyrir atvinnu­lífið og að efla per­sónu­þroska ein­stak­ling­anna. Þetta er eitt og sama mark­miðið af því að atvinnu­lífið er ein­stak­ling­arn­ir. Mér finnst mik­il­væg­asta verk­efni mennta­kerf­is­ins vera að hjálpa hverjum og einum að finna sterkar hliðar sínar og styrkja þær enn fremur til að fólk geti staðið föstum fótum í einka­lífi, atvinnu­lífi og sam­lífi þjóð­ar. 

Vanda­málið 50+

Full­orð­ins­fræðsla er mik­il­vægt skóla­stig sem gerir fólki kleift að víkka sjón­deild­ar­hring­inn og byggja ofan á eldri mennt­un. Þrennt vakti athygli mína þegar ég kynn­ist full­orð­ins­fræðslu í öðrum lönd­um. Í fyrsta lagi það að kollegar mín­ir, sem vinna í vel upp­byggðu kerfi full­orð­ins­fræðslu á Norð­ur­lönd­um, hálf­öf­unda okkur af þeim mögu­leika að geta nýtt fram­halds­skól­ann fyrir full­orðna en þá ein­földu lausn opn­aði smæð sam­fé­lags­ins okk­ur. Í öðru lagi undrað­ist ég þá orku sem Evr­ópu­þjóðir leggja í aðstoð við fólk sem villst hefur af leið á mennta­braut­inni. Það opn­aði mér nýjar víddir að kynn­ast full­orð­ins­fræðsl­unni og því hvernig menntun er ævi­langur leið­angur með ótal útúr­dúrum og síbreyti­legum mark­mið­um. 

Það þriðja sem vakti athygli mína var að kynn­ast fjölda átaks­verk­efna sem unnin eru á meg­in­land­inu til að bæta stöðu mið­aldra fólks á vinnu­mark­aði. Ég ólst nefni­lega upp við að atvinnu­lífið væri einkum fyrir þá eldri. Nú er hið sama að ger­ast á Íslandi og ann­ars staðar í Evr­ópu, að það þrengir að fólki yfir fimm­tugu á vinnu­mark­aði. Hvað liggur á að pumpa inn nýjum árgöngum í atvinnu­lífið ef henda þarf út vel brúk­an­legu vinnu­afli á besta aldri? 

Er æsku­lýð­ur­inn lýð­ur? 

Í evr­ópskri mennta­sam­vinnu er ald­urs­hóp­ur­inn 18-40 ára skil­greindur sem youth, æsku­lýð­ur. Fólk tekur því mis­vel hér heima þegar ég minn­ist á að við ættum kannski að færa efri ald­urs­mörk æsku­ár­anna ofar í hugum okk­ar. Okkur finnst gjarnan að æsku­lýð­ur­inn eigi að ganga í gegnum sömu reynslu og við til að öðl­ast nokkurn þroska. Ég man að ég sagði oft við börnin mín að ég hefði sko verið farin að vinna í fiski fjórtán ára og gaf þannig í skyn að það væri þeirra sök að vinnu­mark­að­ur­inn þarfn­að­ist ekki lengur barna. Ég veit ekki af hverju ég var sífellt að nefna þetta vegna þess að ég hefði ekki sent þau í frysti­hús fjórtán ára fremur en ég hefði selt þau í barna­þrælkun og man­sal. 

Ungt fólk í dag er dásam­lega laust við að reyna að sýn­ast ráð­sett. Það er leit­andi og mátar sig við marg­vís­legt nám eða breiðir út væng­ina á nýskap­andi hátt á óþekktum slóð­um. Æsku­lýð­ur­inn ferð­ast um heim­inn í leit að not­hæfri heims­mynd á nýhöfnu árþús­undi og hefur kannski vet­ur­setu vinn­andi á kaffi­húsi í borg eins og Berlín á meðan berlínskur æsku­lýður reynir væng­ina á kaffi­húsum í öðrum álfum og fær að búa í for­eldra­húsum ein­hvers ann­ars á með­an. 

Ég hef hýst far­andæsku­lýð á meðan ung­arnir mínir unnu ann­ars stað­ar. Ég hef líka orðið þeirrar gæfu aðnjót­andi að fá nýlega að vinna á veit­inga­húsi. Ég sé því kaffi­hús heims­ins sem gróð­ur­reit fjöl­menn­ingar og skap­andi hugs­un­ar. Eitt sinn þegar ég skrif­aði um það á vegg­inn minn svar­aði kona og sagði að þetta væri ekki ver­öld sem hún vildi enda væri hún komin af harð­dug­legu verka­fólki. Ég varð að hryggja hana með þeim fréttum að hún hefði ekk­ert val, þessi heimur er hér. Unga fólkið sem hleypur tólf tíma vaktir á kaffi­húsi á milli þess sem það vinnur að sköpun sinni er einmitt harð­dug­legt verka­fólk. 

Blessuð fram­tíðin

Ungt fólk í dag býr sig undir aðra fram­tíð en við hin eldri gerð­um. Við héldum veislu sem unga fólkið þarf nú að taka til eft­ir. Vissu­lega skiljum við margt gott eftir okkur í formi upp­finn­inga og gjör­breyttra hug­mynda um jafn­rétti og mann­rétt­indi. Nýjar kyn­slóðir taka við því kefli en stóra verk­efni þeirra verður að skapa vinnu­markað sem gengur minna á auð­lindir jarð­ar. Ungt fólk virð­ist sem betur fer með­vitað um verð­mæti hins óefn­is­lega, um gildi hugs­ana og hug­mynda. Í fram­tíð­inni verða til fram­leiðslu­vörur sem þarfn­ast ekki efn­is­legrar útfærslu enda mun innra afl ein­stak­ling­anna knýja hjól atvinnu­lífs­ins. 

Skap­andi greinar eru alltaf skrefi á undan öðrum atvinnu­grein­um. Í list­inni hefur um árþús­unda skeið mátt finna vís­bend­ingar um hvað koma skal. Litlar sprænur sem eiga upp­tök sín í listum sam­ein­ast í þungri undir­öldu meg­in­straums­ins sem mótar sam­fé­lag­ið. Listir kenna útsjón­ar­semi og þess vegna eru skap­andi greinar hag­nýt­ar. Um þessi árþús­unda­mót horfum við á list­formin renna saman og leita aftur til upp­runans, til vís­ind­anna sem listin er sprottin úr. Við sjáum líka að öll sam­setn­ing mennt­unar er að breyt­ast. Bráðum verða sjálf­sagt gerðar kröfur um and­lega iðkun lækna­nema og eðli­legt mun þykja að spyrða saman heim­speki og verk­fræði í háskóla­gráðu.   

Gefum ungu fólki lausan taum­inn í leit sinni að nýjum lausnum í þágu okkar allra og skjótum yfir þau skjóls­húsi á með­an!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar