Auglýsing

Það gera kannski ekki allir sér grein fyrir því að aðskiln­aður hvítra og svartra var ekki bann­aður með lögum í Banda­ríkj­unum fyrr en 1964. Það þýðir að þegar for­eldrar mínir fædd­ust mátti enn mis­muna svörtum Banda­ríkja­mönnum og tryggja hvítum löndum þeirra gæði umfram aðra kyn­þætti. Vegna þess að þeir voru hvít­ir.

Í aðdrag­anda þess að mann­rétt­inda­lögin (e. Civil Rights Act) tóku gildi í Banda­ríkj­unum var hart tek­ist á. And­stæð­ingar afnáms aðskiln­aðar börð­ust þar hat­ramm­lega gegn mann­rétt­inda­hreyf­ing­unni. Meðal ann­ars undir fánum Ku Klux Klan, sam­taka sem trúa á yfir­burði hvíta kyn­þátt­ar­ins, eru á móti bættum mann­rétt­indum minni­hluta­hópa og fylgj­andi aðskiln­aði kyn­þátta með lögum og regl­um. Liðs­menn Ku Klux Klan drápu fjölda svartra (meðal ann­ars börn), mann­rétt­inda­fröm­uði og stund­uðu skil­greinda hryðju­verka­starf­semi á þessum árum.

Það er því skilj­an­legt þegar Banda­ríkja­menn skynja aukin upp­gang sam­taka kyn­þátta­hat­ara, aðskiln­að­ar­sinna og þjóð­ern­isöfga­manna líkt og þeirra sem hóp­uð­ust til Charlotteville um helg­ina til að bera kynd­la, halda á lofti kyn­þátta­hyggju og mót­mæla því að stytta af Robert E. Lee, hers­höfð­ingja Suð­ur­ríkj­anna í Þræla­stríð­inu, sem barð­ist gegn afnámi þræla­halds í stríð­inu verði fjar­lægð.

Kyn­þátta­hat­arar tengja við boð­skap Trump

Þess vegna mót­mælti fjöldi fólks, meðal ann­ars íbúar Charlotteville, því að kyn­þátta­hat­arar væru að koma til borg­ar­innar til að dreifa hatri sínu og for­dóm­um. Reiðir hvítir karlar (þetta eru að lang­mestu leyti karl­ar) með kyndla minntu enda óþægi­lega mikið á þá tíma sem þjóðin upp­lifði á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Og hún von­aði að væri að baki.

Auglýsing
Það sem vekur líka óhug er að þessi sjón­ar­mið telja sig nú vera komin með tengsl við meg­in­straum banda­rískra stjórn­mála, og að barist sé fyrir þeim á hæstu stöðum í banda­rísku stjórn­kerfi. Einn þeirra sem tók þátt í göngu kyn­þátta­hat­ar­anna á laug­ar­dag var David Duke, fyrr­ver­andi leið­togi Ku Klux Klan. Hann sagði í við­tali við NBC á meðan að á göng­unni stóð að inn­blástur við­burð­ar­ins væri Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. Gangan myndi hjálpa til við að upp­fylla von­ina sem Trump færði banda­rísku þjóð­inni. Um þátta­skil væri að ræða í þeirri bar­áttu sem hans líkir hefðu háð ára­tugum sam­an. Einn fræg­asti og þekkt­asti kyn­þátta­hat­ari Banda­ríkj­anna sagði því mjög skýrt að ástæðan fyrir því að þessi hópur væri að hitt­ast til að breiða út hatur væri Don­ald Trump. „Við erum ákveðin í að taka landið okkar til baka, við ætlum að efna lof­orð Don­ald Trump. Það er það sem við trúum á og þess vegna kusum við Don­ald Trump, vegna þess að hann sagð­ist ætla að end­ur­heimta landið okk­ar.“

Það hefur varla farið fram­hjá neinum hvað gerð­ist síð­an. Kyn­þátta­hat­ari keyrði bif­reið sinni inn í hóp fólks sem varð til þess að ein kona lést og fjöldi manns slas­að­ist.

Neitar að for­dæma hvítan hryðju­verka­mann sér­tækt

Don­ald Trump hefur neitað að for­dæma árás­ina sér­tækt. Þ.e. hann hefur ekki viljað for­dæma þá hópa sem stóðu að atburð­inum í Charlotteville og mað­ur­inn sem framdi ódæðið til­heyr­ir. Hópa sem trúa á yfir­burði hvíta manns­ins og dásama nas­isma og aðskiln­að­ar­stefnu. For­set­inn hefur heldur ekki kallað atburð­inn hryðju­verk, þrátt fyrir að hafa ekki hikað við að gera slíkt þegar islamskir hryðju­verka­menn hafa beitt sömu aðferðum til að fremja sín voða­verk. T.d. í London fyrr á þessu ári. Nið­ur­lag stöðu­upp­færslu hans á Twitter um atburð­inn var þetta: „Virg­ina. So sad!“.

Trump birti þess í stað yfir­lýs­ingu þar sem hann for­dæmdi voða­verk almennt. Hann dró engan sér­stakan til ábyrgar og vitn­aði ekki til voða­verks­ins sem hryðju­verks. Og þrátt fyrir mik­inn opin­beran þrýst­ing, ekki síst innan úr Repúblikana­flokknum, þá hefur hann ekki gert það þegar þessi orð eru skrif­uð.

Það á ekki að koma á óvart. Trump hefur áður vikið sér undan því að afneita áður­nefndum David Duke þegar hann lýsti yfir stuðn­ingi við for­set­ann í kosn­inga­bar­átt­unni í fyrra. Helstu áherslu­mál Trump eru líka með kyn­þátta­hyggju-und­ir­tóni. Hann rak kosn­inga­bar­áttu sína á gíf­ur­yrðum um að byggja vegg til að halda Mexík­óum frá Banda­ríkj­un­um. Um að herða þyrfti landamæra­eft­ir­lit og banna múslimum að koma til Banda­ríkj­anna, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Og til að und­ir­strika þessar áherslur hefur hann ráðið þjóð­ern­is­sinna sem aðhyll­ast kyn­þátta­hyggju – menn eins og Steve Bannon og Stephen Miller – sem ráð­gjafa til að koma að stefnu­mótun lyk­il­mála í rík­is­stjórn hans.

Trump hefur spilað mjög á rasíska strengi til að afla sér fylgis á meðal þeirra hópa sem eru mót­tæki­legir fyrir þeirri tón­list. Það er að minnsta kosti túlkun kyn­þátt­ar­hat­ara á borð við Duke, og þá sem stóðu að göng­unni í Charlotteville, að í slag­orði Trump, „Make Amer­ica Great Again“, felist aukin upp­gangur hvítra Banda­ríkja­manna á kostnað ann­arra þjóð­fé­lags­hópa. Og Trump hefur ekk­ert gert til að leið­rétta þessa skoð­un.

Það má vel vera að Don­ald Trump sé fyrst og síð­ast sjálf­hverfur reiður gam­all maður sem vill fyrst og síð­ast sigra í öllum orustum lífs­ins. Að hann hafi í raun engar hug­sjón­ir, enga stefnu og taki ákvarð­anir til að reyna að höfða til þeirra sem geti hjálpað honum að ná því mark­miði að líta vel út. En það fríar hann ekki af ábyrgð á þeim sem hann vald­efl­ir.

Það liggur fyrir hvernig for­seti Trump er

Í þessu sam­hengi var athygl­is­vert að hlusta á Guð­laug Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra Íslands í Helg­ar­út­gáf­unni á Rás 2 í gær. Þar lagði ráð­herr­ann sig fram við að gagn­rýna ekk­ert sem Don­ald Trump hefur gert. Hann karp­aði við þátt­ar­stjórn­anda um að Barack Obama hefði í reynd mælst óvin­sæl­asti for­seti allra tíma. Sem er reyndar rangt. Sam­kvæmt mæl­ingum FiveT­hir­tyEight á skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið á stuðn­ingi og óánægju með síð­ustu 13 for­seta Banda­ríkj­anna kemur í ljós að Obama var aldrei með jafn lít­inn stuðn­ing og Trump mælist með, og náði aldrei því að meiri en helm­ingur þjóð­ar­innar væri óánægt með störf hans. Sam­kvæmt mæl­ingum FiveT­hir­tyEight segj­ast 56,5 pró­sent Banda­ríkja­manna vera óánægðir með störf Trump eftir rúm­lega 200 daga í starfi, og ein­ungis 37,6 pró­sent segj­ast ánægðir með hann.

Guð­laugur Þór sagði í við­tal­inu að Trump hefði bara verið í starfi í um 200 daga. „Það á alveg eftir að koma í ljós hvernig for­seti hann mun verða. Og hvernig stjórnin hans mun verða í fram­tíð­inn­i.“

Það er nokkuð auð­velt að hafna þeirri stað­hæf­ingu með rökum að óvissa ríki um hvernig for­seti Trump verði. For­seti sem hefur gert grín að fötl­uð­um, sýnt konum van­virð­ingu og hefur reynt að hafa lífs­við­ur­værið af þús­undum trans­fólks með því að reyna að banna þeim að gegna her­þjón­ustu í gegnum stöðu­upp­færslu á Twitter. For­seti sem ræðst af ofsa gegn fjöl­miðlum fyrir að segja réttar fréttir byggðar á stað­reynd­um, sem hefur reynt að banna múslimum að koma til Banda­ríkj­anna, vill byggja vegg til að halda ákveðnum þjóð­ernum frá land­inu og er að beita sér fyrir því að jákvæð mis­munum verði afnumin í háskólum svo að hvítum verði ekki „mis­mun­að“. For­seti sem rak for­stjóra FBI vegna þess að hann var óánægður með rann­sókn á sjálfum sér og ýjaði að kjarn­norku­vopna­árás á Norður Kóreu ef landið hætti ekki að hóta Banda­ríkj­un­um. Svo fátt eitt sé nefnt.

Það liggur því að minnsta kosti ansi margt fyrir um hvernig for­seti Don­ald Trump hefur verið hingað til. Hann er for­seti sem vill skerða grund­vall­ar­mann­rétt­indi fjöl­margra sam­fé­lags­hópa. Hann er for­seti sem hikar ekki við að að ráð­ast sér­tækt að ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um, löndum eða trú­ar­hópum ef það þjónar til­gangi hans. Sem for­dæmdi til dæmis versl­un­ar­keðj­una Nord­strom fyrir að hætta að selja föt frá fyr­ir­tæki dóttur hans. Sem réðst gegn for­eldrum sem misstu barnið sitt í stríði, vegna þess að þeir komu fram á sam­komu á vegum Demókra­ta­flokks­ins. Sem réðst að leikkon­unni Rosie ODonn­ell fyrir að vera í yfir­vigt. En hann er ekki for­seti sem getur for­dæmt hvíta kyn­þátt­ar­hat­ara með kynd­la, jafn­vel eftir að þeir fremja hryðju­verk.

Það er því erfitt að skilja hvernig íslenski utan­rík­is­ráð­herrann, eftir að hafa varið Trump og sagt að hann þurfi tíma, gat sagt síðar í sama við­tali að til þeirra landa þar sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi væru ekki virt þyrftum við „auð­vitað að gefa þau skila­boð og kynna hversu mik­il­vægt það er. Því að allir jarð­ar­búar eiga það skilið að búa við mann­rétt­ind­i.“

Það hlýtur þá að gilda um öll lönd nema Banda­rík­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari