Hernaðurinn gegn Hafnartorgi

Breiðholt og Excel í miðborginni. Doktorsnemi í arkitektúrsögu skrifar um Hafnartorg.

Auglýsing

Egill Helga­son hefur verið að skrifa um hið svo­kall­aða „Hafn­ar­torg“ á blogg­inu sínu á Eyj­unni, sem er hannað af íslensku arki­tekta­stof­unni PKdM. Birt­ist fyrri færslan á fimmtu­dag­inn 16. 11., og má lesa hér, og sú seinni á sunnu­dags­morg­un, sjá hér. Þar hafa ýmsir lagt orð í belg, meðal ann­ars Andri Snær Magna­son, sem talar um „óskilj­an­lega metn­að­ar­lausar glugga­hlið­ar“ eins og „hvert annað Breið­holt.“ 

Egill slær þessum orðum upp, tals­vert breytt­um, sem fyr­ir­sögn fyrir seinni færsl­una, og vitnar í þeirri færslu líka í gamlan texta eftir Andra. Í þessum tveimur færslum eftir Egil og hinni stuttu athuga­semd Andra birt­ast tvær skoð­anir sem erfitt er að sam­ræma. Ann­ars vegar sú skoðun að bygg­ingar í mið­borg­inni eigi að vera hann­aðar af „ímynd­un­ar­afli og sköp­un­ar­gáfu,“ „skáld­skap og list­rænni sýn,“ í anda sjörnu­arki­tekt­úrs hol­lensku arki­tekta­stof­unnar MVR­DV, og hins vegar sú skoðun að arki­tektúr eigi að lúta „sam­ræmi og fag­ur­fræð­i,“ að hann eigi að falla inn í ein­hverja fyrir fram mót­aða mynd af því hvað fólk vill sækja í mið­borg­ina. Þessar skoð­anir má rekja til gam­al­gró­innar gagn­rýni póst­módern­ism­ans á módern­is­mann. Þessi gagn­rýni á bygg­ing­arnar úr tveimur áttum er ósann­gjörn, því þótt bygg­ingar PKdM séu ekki módernískar nema í mjög víðum skiln­ingi, þá gera arki­tekt­arnir ýmis­legt til að koma til móts við hana.

Það hefur verið vin­sælt að lasta módern­isma í arki­tektúr síðan ca. 1968, og er hægt að nefna þrjár áfanga. Fyrsti áfang­inn er útgáfa tveggja bóka, Comp­lex­ity and Contra­d­ict­ion in Architect­ure eftir Robert Vent­uri árið 1966 og óðs Venturis og Den­ise Scott-Brown til borg­ar­innar Las Vegas árið 1972, Learn­ing from Las Vegas. Annar áfang­inn í atlögu að módern­isma í arki­tektúr kom utan frá, frá áhuga­fólki eins og Jane Jac­obs sem sá að verið var að rífa heilu hverfi sögu­frægra borga til að aðlaga þær nútím­an­um. Þriðji áfang­inn er nið­ur­rif Pruitt Igoe félags­í­búð­anna í St. Louis í Banda­ríkj­un­um. Nið­ur­rif Pruitt Igoe mark­aði upp­haf endis félags­í­búða­kerf­is­ins í Banda­ríkj­un­um, en síðan bygg­ing­arnar voru rifnar hefur kerfið verið mark­visst bútað í sund­ur.

Auglýsing

Egill vitnar óbeint í alla þessa áfanga í nýlegum athuga­semdum sínum um Hafn­ar­torg. Í fyrsta lagi má tengja gagn­rýni hans á form bygg­ing­anna við gagn­rýni póst­módern­ist­anna á módernísk form. Sam­kvæmt þessum popúl­ísku við­horfum er módern­ismi í arki­tektúr óað­gengi­legur fyrir hinn almenna Íslend­ing sem hefur alist upp við kvist­glugga og hallandi þök. Þessum ímynd­aða Íslend­ingi finnst arki­tektúr módern­ist­anna kaldur og ekki í „mann­eskju­legum skala.“ Vent­uri og Scott-Brown vildu velta arki­tekt­úrnum af háborg sinni niður til fólks­ins, þar sem hann myndi tala tungu­máli sem allir skilja. Póst­módern­ist­arnir smætt­uðu þar með arki­tekt­úr­inn niður í tungu­mál, sem átti ekki lengur að takast á við þau sam­fé­lags­legu vanda­mál sem módern­ism­inn tók upp óstinnt á öðrum og þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar. Enda er ekki skrítið að arki­tekt­arnir hafa síðan á þessum tíma verið í vasa mark­aðsafla, þótt sumir vilji reyndar stundum kenna til­komu for­rits­ins Excel til skjal­anna (no pun intended).

Svar arki­tekta á átt­unda og níunda ára­tugnum voru tvenns kon­ar, og hefur þessu oft verið lýst í rök­ræð­unni á milli hinna „gráu“ og hinna „hvítu“ á átt­unda ára­tugnum í Banda­ríkj­un­um. Hinir gráu, (Vent­uri og Scott-Brown, Bob Stern, Charles Moore) vitn­uðu í gömul form, og léku sér með tákn­myndir for­tíð­ar­inn­ar. Þeir störf­uðu þannig beint inn í and­rúms­loft gagn­rýn­innar á nið­ur­rif gam­alla húsa, og verður hug­myndum þeirra gerð betur skil hér að neð­an. Hinir hvítu (arki­tektar eins og Peter Eisen­man, Ric­hard Meier, John Hejduk, Charles Guat­h­mey og Mich­ael Gra­ves, sem síðar varð reyndar ansi grár) gerðu öfugt—þeir vitn­uðu gagn­rýnið í form módern­ist­anna, sér­stak­lega Le Cor­busi­ers, og skrum­skældu þau í þeim til­gangi að vinna með arki­tektúr sem tungu­mál á nýjan og áhuga­verðan hátt. Þannig varð krafan um að arki­tektúr end­ur­spegl­aði sam­fé­lags­gerð­ina úrelt, og eftir þetta hafa arki­tektar annað hvort lifað í for­tíð­inni eða leit­ast eftir að ganga hver fram af öðrum með áhuga­verðum form­um. Þetta var upp­hafið að stjörnu­kerf­inu, enda eru Rem Kool­haas, Zaha Hadid, Daniel Liebeskind, og á eftir þeim MVRDV og BIG, afkom­endur og oft bók­staf­lega nem­endur „hvítu“ arki­tekt­anna.

Í öðru lagi er það sem ég nefndi gagn­rýn­ina á arki­tekt­úr­inn utan frá, í formi vernd­unar gam­alla bygg­inga og búsetu­forma og hinn mann­eskju­lega skala, en þessi gagn­rýni er náin þeirri sem kemur á und­an. Árið 1963 var Penn­syl­vania Station í New York rif­in, og var það einn við­burða, ásamt Fen­eyj­ar­sátt­mál­anum 1964 sem varð í höndum áhuga­manna og eins og Jane Jac­obs upp­hafið að hús­vernd­ar­stefnu á Vest­ur­lönd­um, og þar með heim­inum öll­um. Ísland tók að sjálf­sögðu virkan þátt í þessu, sbr. stofnun Torfu­sam­tak­anna árið 1972, verndun og upp­gerð Grjóta­þorps­ins. Eins og við sáum áðan, þá ein­skorð­aði þessi stefna sig ekki við hús­vernd, heldur komu fram arki­tektar sem sér­hæfðu síg í að teikna bygg­ingar sem líkt­ust gömlum bygg­ing­um. Þetta leiddi af sér New Urban­ism, sem er náskylt Urban Village hreyf­ing­unni sem Prince Charles og fleiri hafa hampað í Bret­landi. Hug­mynd Andra Snæs frá 2009, sem Egill vitnar til í seinni færslu sinni, er í þessum anda. Hér er nið­ur­rif gam­alla bygg­inga harmað, sér­tak­lega ef það sem kemur í stað­inn er módern­iskt í útliti. Mið­borgin er ekki gam­alt sjáv­ar­þorp, nema þá í abstrakt fag­ur­fræði­legum skiln­ingi. Mið­borgin sem ég ólst upp í nálægð við var með gam­alt og ljótt tívolí á hafn­ar­bakk­anum á sumr­in, grafitti á Slippnum , sjó­menn í ver­búð­um, veikt fólk sem hímdi í illa lykt­andi strætómið­stöðv­um. Hvernig væri ein­fald­lega að vinna með hana? Er ekki mið­borgin sem Andri tal­aði um fyrir tíu árum „virtu­al“ mið­borg, hönnuð fyrir sam­skipta­miðl­ana og deili­hag­kerf­ið, fyrir það sem fólk heldur að ferða­menn vilji sjá?

Í þriðja lagi er gagn­rýnin á módernískar félags­í­búðir end­ur­ómuð í athuga­semd Andra Snæs þar sem hann talar um að glugga­setn­ingin við Tryggva­götu sé metn­að­ar­laus eins og „hvert annað Breið­holt.“ Þessi dómur Andra gæti verið sær­andi á marga vegu, en ég vona að það sé minn mis­skiln­ing­ur. Í fyrsta lagi eru eflaust margir sem eiga góðar minn­ingar frá Breið­holti, og bera hlý­hug til þess­ara blokka þrátt fyrir að þær kunni að koma ein­hverjum sem aldrei hefur búið þar ansi fram­and­lega fyrir sjón­ir. Í öðru lagi er ósann­gjarnt að kalla þessar blokkir metn­að­ar­laus­ar, því ef það er eitt­hvað eitt lýs­ing­ar­orð sem nær yfir heilt hverfi, þá er það ekki „metn­að­ar­laust.“ Það er búið að skrifa margt áhuga­vert og halda sýn­ingar um þessa miklu til­raun sem Breið­holtið var. Við sjáum á íslenskum rapp­mynd­böndum síð­ustu ára að í þessum hverfum er líka feg­urð sem ungt fólk skil­ur, fólk sem hefur ekki áhuga á tuggum póst­módern­ism­ans um fag­ur­fræði­legt sam­ræmi, anda stað­ar, mann­eskju­legan skala, o. s. frv.

En gefum okkur að Andri meini ein­fald­lega að „Breið­holtstíll“ sé jafn­vel góður síð­módern­is­mi, en að bygg­ingar PKdM séu aftur á móti metn­að­ar­laus útgáfa af þeim stíl. Það er þá aðeins gagn­rýni á til­lögu PKdM, og mun ég ein­skorða mig við hana það sem eftir er. Hvernig væri þá að gera það sama og Egill stingur uppá að við gerum með MVR­DV, slá inn „PK­dM.is“ inn í vafrann, og skoða til­lög­una (og jafn­vel, ef tími gefst, skoða aðrar bygg­ingar sem PKdM hafa teiknað síð­ustu tutt­ugu árin) eins og teikni­stofan kynnir hana, í stað þess að skoða myndir teknar af honum sjálf­um, e.t.v. á far­síma, af hálf­kláruðum bygg­ingum í myrkri?

Við sæjum þá til dæmis að stofan hefur fylgt stefnu Reykja­vík­ur­borgar að brjóta stærri bygg­ing­ar­kroppa í minni bygg­ing­ar­ein­ingar, til að auka á sjón­rænan fjöl­breyti­leika sem borgin telur hæfa þessu svæði (enda er það örugg­lega í deiliskipu­lagi og hefur stofan því lítið val). Þessi fjöl­breyti­leiki er síðan auk­inn með því að setja mis­mun­andi efni á bygg­ing­arn­ar. Það má segja að þetta sé mála­miðlun hjá stof­unni, sem neitar að til­einka sér bók­staf póst­módern­ist­anna, hvorki þeirra gráu, með sín ská­þök, kvist­glugga, og aðrar mæm­ingar á því sem fyrir er á staðn­um, né hinna hvítu, for­feðra stjörnu­kerf­is­ins, með sitt „ímynd­un­arafl“ og sína „sköp­un­ar­gáfu.“ Stofan neitar að ímynd­un­ar­afl og sköp­un­ar­gáfa felist í formunum sjálfum og heldur sér innan þess ramma sem aðstæður og fyr­ir­mæli leyfa. Við sæjum líka að stofan hefur skapað versl­un­ar­rými á jarð­hæð og göngu­götu þar sem bygg­ing­arnar ganga þétt að göt­unni, svipað og þær gera á Laug­ar­veg­in­um, sem ljær til­lög­unni þann „mann­eskju­lega skala“ sem íslenskir Ghelistar og Jane Jac­obínar eru alltaf að leita að. Að lokum verð ég að gera smá grín að mínum gamla vinnu­veit­anda og minn­ast á tré­lita­mynd­irnar á heima­síð­unni. Ef það er eitt­hvað sem póst­módern­ist­arnir elskuðu, sér­stak­lega þeir gráu, þá eru það svona tré­lita­mynd­ir, með nýjum bygg­ingum teikn­uðum inn í með sömu kæru­leys­is­legu lín­unni, til að láta allt saman líta út fyrir að vera aðeins laus­legra og mein­leys­is­legra. En kannski hugs­uðu PKdM einmitt: „Gott og vel, gefum þeim nokkrar hlýjar, sætar og kósí tré­lita­myndir ef það er það sem þau vilja.“

Höf­undur er arki­tekt, dokt­or­snemi í arki­tekt­úr­sögu við Col­umbia háskóla í New York og með­limur hljóm­sveit­ar­innar Sveittir ganga­verð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar