ÞULA þjóðsögur - umhverfi - land - almenn skynsemi

Opið bréfs(áhyggju)efni til ráðamanna lands og þjóðar frá umhyggjusömum Íslendingi.

Auglýsing

Já ef steinar og jörð gætu tal­að, sagt frá­…hver kann­ast ekki við þessa fögru texta­smíð Magn­úsar Þórs, Ást við fyrstu sýn, oftar en ekki í flutn­ingi Páls Ósk­ars. 

Tungu­mál eru lyk­ill heims­ins líkt og okkar fyr­ir­myndar Vig­dís Finn­boga­dóttir leggur áherslu á sem vel­gjörða­sendi­herra Sam­ein­uðu þjóð­anna í tungu­mál­um. Sjálfs­mynd okkar sem þjóð á sér rætur í móð­ur­mál­inu og orðin og smíði þeirra mót­ast af umhverf­inu, nátt­úru­öfl­un­um, fóst­ur­jörð okk­ar. Jörðin getur því miður ekki talað til okkar með orðum en hvað hindrar okkur í að skynja ásýnd hennar og tala hennar máli?

Gest­risni fjall­kon­unnar

Ísland er ungt land í jarð­sögu­legum skiln­ingi, hálf­gerður ung­lingur og fóst­ur­lands­ins Freyja frekar en eld­gamla Ísa­fold. Tán­ings­árin eru líkt og við flest öll könn­umst við tíma­mót sem einkennast af miklum sveifl­um, við­kvæmni og breyt­ing­um. Barns­lík­am­inn er að taka á sig mynd full­orð­ins ein­stak­lings og því fylgja ­vaxt­ar­kipp­ir (jarð­skjálft­ar, fleka­skil, jarð­sig), ýmsar hálfstálp­aðar afmynd­an­ir, útbrot og bólur (eld­gos, hver­ir, sprung­ur, gígarað­ir, þver­brota­belti, hraun­breið­ur). Lík­ams­hit­inn og geðið sveifl­ast til að takast á við breyt­ing­arnar og þar sem við erum að tala um fjall­kon­una Ísland þá lætur „þessi tími mán­að­ar­ins” á sér kræla (vetr­ar- og vor­flóð í ám, lægð yfir land­inu, norð­ur­ljós, hvera­svæði, jök­ul­hlaup). 

Auglýsing

Æska og æsku­ljómi er eft­ir­sótt sölu­vara á öllum sviðum mark­aðar og við höfum skamm­laust aug­lýst Ísland sem ein­staka eyju unga að aldri og enn í mót­un. Hingað fáum við sívax­andi straum af for­vitnum ferða­mönnum til að upp­lifa ein­stakt umhverfi. 

Okkar hlut­verk er að hlúa að þessu landi sem við fengum í arf, skila því í betra ástandi til næstu kyn­slóða en þegar við tókum við. Erum við að gera góða hluti þar? Sitt sýn­ist hverjum um hvort land­ið, þjóðin og allur sam­fé­lags­ramm­inn voru (og séu) undir það búin að taka vel á móti því­líkri aukn­ingu á fótsporum á eyj­unni. Eftir umtals­verða fjölgun ferða­manna síð­ustu ár erum við búin að brjóta milljón múr­inn og gangi spá Íslands­banka eftir um fjölda ferða­manna þetta ár erum við að tala um sjö­faldan íbúa­fjölda. Ísland stefnir með hrað­byri upp list­ann yfir þau lönd sem ein­kenn­ast frekar af ferða­mönnum en íbú­um.

Fjölgun gesta þýðir því miður fjölgun dap­ur­legra atburða; bíl­velta, drukkn­un, ofkæl­ing, bruni, bein­brot, týndur ferða­mað­ur, utan­vega­akstur og svo mætti lengi telja…alltof fáir kunna að umgang­ast landið og umhverf­ið. Hversu langt á að ganga áður en fjöldi ferða­manna nær þol­mörkum lands, eða erum við nú þegar þar? Erum við að valda óaft­ur­kræfum áhrifum á umhverfi okkar og ferða­þjón­ustu? Hvar er virð­ing­in? Er skamm­vinn, jafn­vel sið­blind, ver­tíð­ar­hugs­unin um að græða gull farin að yfir­gnæfa þá skyn­semi að hlúa þarf að auð­lind­inni til að hún gefi áfram af sér­…til okkar og næstu kyn­slóða líka?

Okkur rennur blóðið til skyld­unnar og íslenska bergvatns­ins, að gyrða í brók, vinna og fram­kvæma til úrlausna Íslandi, Íslend­ingum og ferða­mönnum til hags­bóta. 

ÞULA - lif­andi kerfi

Okkur vantar þul­ur. ÞULA er ein­stak­lingur sem kann á þjóð­sög­urn­ar, umhverf­ið, landið og býr yfir almennri  skyn­semi. Sömu­leiðis hefur orðið þula skemmti­lega skírskotun í eitt af mögu­legu fornu heitum Íslands, Thule.

Eflaust hafa flestir heyrt orðið þula (og þá er ég ekki bara að meina þær brosmildu sem sáust á skjánum lengi vel).  Þulur skiptu sköpum við varð­veislu tungu­máls­ins og eru hluti af okkar kveð­skapar sögu. Þær höfðu mikið afþrey­ing­ar- og skemmt­ana­gildi og undir kveð­skapnum gátu áhlýð­endur gefið ímynd­un­ar­afl­inu lausan taum­inn. 

Hvernig væri að end­ur­vekja þessa ævaforn­u frá­sagn­ar­list okkar á þá leið að gefa hug­mynda­flugi ferða­manna byr undir báða vængi? Þeim fylgdi ÞULA með lit­ríkar frá­sagnir og þjóð­sögur sam­ofnar nátt­úr­unni.

ÞULA er almennur lyk­ill ferða­manns að landi og þjóð allt frá því hann kemur til lands­ins og þar til hann flýgur af landi brott. Ef við slettum aðeins með ensk­unni þá er ÞULA „fun” (for­vörn - upp­lifun - nátt­úru­vernd): afþrey­ing ferða­manns­ins en um leið þeirra fylgd um land­ið. 

ÞULA sér til þess að opna skiln­ing­ar­vit ferða­manns fyrir ein­stakri upp­lifun af nátt­úru lands­ins og að hann læri að bera virð­ingu fyrir nátt­úru­öfl­unum líkt og okkur Íslend­ingum er inn­prentað með móð­ur­mjólk­inni. Það er ekki af ástæðu­lausu sem tungu­mál okkar og þjóð­sögur eru ríkar af veð­ur- og nátt­úru­afla skírskot­unum því líf okkar er sam­ofið umbrotum hinnar ein­stöku eyju okk­ar. Þetta er nauð­syn­legt að skili sér til ferða­manna.

ÞULA - leið­sögu­mað­ur?

Við erum með haf­sjó af leið­sögu­mönn­um, hvað gerir ÞULU frá­brugðna þeim? 

Vissu­lega er ÞULA leið­sögn en ég vona að fyrst þú ert hingað komin í bréf­inu að þá sé eitt­hvað við þessar vanga­veltur sem sé áhuga­vert, öðru­vísi eða í það minnsta vekji þig til umhugs­unar um nýja nálgun í leið­sögn. 

Vissu­lega er margt að krauma í ferða­iðn­að­inum og lofs­vert finnst mér fram­tak sem hvetur ferða­menn til ábyrgrar ferða­mennsku (e. The Icelandic Pledge). Þetta er skref fram á við en ég vil sjá fleiri skref. 

ÞULA væri kerfi á vegum rík­is­ins eða sam­eig­in­legt átak ferða­iðn­að­ar­ins undir sam­þykkt rík­is­stjórnar sem gætti ferða­manna á meðan dvöl stend­ur. Sam­hliða því  þurfum við að stýra flæði ferða­manna til lands­ins. 

Íslend­ingar verða að móta stefnu í ferða­þjón­ustu (ein­kunn­ar­orð: ein­stök upp­lifun og gæði) og aðgangs­stýr­andi kerfi líkt og ýmis lönd og þjóð­garðar víðs vegar um heim­inn beita fyrir sér er lausn sem við ættum að skoða. Dæmi: BhutanYell­ow­stone og aðeins nær, Bláa lón­ið. 

Fyrsta skrefið væri raf­ræn ferða­heim­ild, til dæmis líkt og ferða­menn þurfa að afla sér þegar þeir ætla til Banda­ríkj­anna (ESTA). Með raf­rænni skrán­ingu ein­stak­linga og hópa áður en þeir koma til lands­ins væri hægt að öðl­ast skýr­ari mynd af dreif­ingu fjölda ferða­manna yfir árið og jafn­vel greina þörf fyrir hvers konar upp­lýs­ingar og aðhald ferða­menn­irnir þyrftu að fá (óvanir úti­vist en til í að prófa, þaul­vanir göngugarpar en fyrsta heim­sókn til Íslands, sér­legir áhuga­menn um íslenska tón­list, nor­ræna goða­fræði, hreint vatn eða jarð­fræði. List­inn er enda­laus). Gjald­taka fyrir raf­ræna ferða­heim­ild kæmi til móts við rekstur á kerf­inu, sé hagn­aður myndi hann renna í sjóð ætl­aðan við­haldi og upp­bygg­ingu á þeim svæðum sem sæta mestri aðsókn ferða­manna eða láta á sjá vegna ágangs.

Hag­kvæmnin af raf­rænni ferða­heim­ild er að mínu mati að þannig mætti stýra og dreifa fjölda ferða­manna yfir árið í sam­ræmi við ástand gróð­urs eða ann­arra þátta sem láta á sjá við mikla ásókn. Nátt­úra og umhverfi Íslands er til­tölu­lega enn óspillt og eft­ir­sókn­ar­verð upp­lif­unar auð­lind fyrir okkur sem þjóð og ferða­mann­inn, og þannig viljum við hafa það ekki satt?

ÞULA yrði sam­ofin raf­rænu ferða­heim­ild­inni, allir sem ætla sér að ferð­ast til lands­ins njóti lið­sinnis ÞULU. Það er hin draum­kennda stefna sem ætti að koma í veg fyrir eða í það minnsta minnka tölu­vert þann kostnað og tjón sem hlýst af: rangri notkun ferða­manna á sam­göngu­tækj­um, illa útbúnum og/eða - upp­lýstum ferða­mönnum í vonsku­veðri á vegum eða utan alfara­leiða..og svo mætti lengi telja. ÞULA er með þeim allan ­tím­ann. Kostn­að­ar­samt? Eflaust, en betra en fórn manns­lífa sem mögu­lega mætti bjarga og þurrausin nátt­úra fokin út í veður og vind.

En hvað með þá sem eru að koma í heim­sókn til ætt­ingja og vina, brott­fluttir Íslend­ingar og þeir sem ætla sér bara í helg­ar­dvöl í höf­uð­borg­inni? Raf­ræna ferða­heim­ildin myndi skera úr um hverjir þyrftu á ÞULU að halda við kom­una til lands­ins. Slíkir ein­stak­lingar eða hópar myndu auð­kenn­ast í umsókn­ar­ferl­inu um raf­ræna ferða­heim­ild  út frá sínu íslenska vega­bréfs­núm­eri og/eða þegar þeir gera grein fyrir tengilið eða ábyrgð­ar­manni hér­lend­is. Dæmi um slíkt væri ætt­ingi eða vinur búsettur hér­lendis sem stendur til að heim­sækja eða tengiliður á gisti­stað (mót­töku­stjóri á hót­eli eða ann­ar). Þessir tengiliðir þurfa að stað­festa upp­lýs­ingar ferða­manns og ábyrgj­ast ferðir hans t.d. hjá sýslu­mann­i,. Ein­hvers konar ígildi kvitt­unar fyrir því að ferða­maður þarf ekki fylgd ÞULU.

Í mínum huga skiptir það ekki höf­uð­máli á hvaða formi ÞULA verð­ur, smá­forrit (app) frekar en ein­stak­ling­ur. Svo fram­ar­lega sem lausn sé fram­kvæmd með þessa hug­mynd eða aðra að leið­ar­ljósi. Von­andi skap­ast kröftug og áhuga­verð umræða og jafn­vel enn betra: athafna í verki. Minn draumur er þó að ÞULA verði hvort tveggja í senn, lif­andi smá­forrit og sömu­leiðis ein­stak­lingar í hverjum lands­hluta, bæj­ar­fé­lagi, sjáv­ar­plássi og ein­staka bújörð sem taki á móti ferða­mönnum sem sækja land okkar heim. Býr ÞULA í þér?

Dæmi um ÞULU

Ferða­mað­ur: ég vil sjá hver­ina „up close and per­sonal”, næ örugg­lega geð­veikri mynd þarna.

ÞULA: mynd­iru st­inga hend­inni ofan í heitt köku­form í ofn­inum bara af því þig langar í köku? Hversu mikið viltu leggja á þig fyrir fína mynd, því hún gæti skilið eftir ör á þér og jörð­inni (koma inn þjóð­sögu af Gunnu ill­vígu aft­ur­göng­unni og séra Eiríki sem lokk­aði hana ofan í hver á Reykja­nesi þar sem hún situr enn, Gunnu­hver) Ég mæli með því að þið takið mynd­ina héð­an, notið aðdrátt­ar­lins­una frekar en að fara nær. Jörðin umhverfis hver­ina getur verið laus í sér og þið óvart runnið til eða stigið í gegnum og við viljum ekki að þið brennið ykk­ur, eða raskið hvera­mynd­unum sem taka óra­tíma að mynd­ast.

Ferða­mað­ur: ég vil stökkva út á ísjak­ann í lón­inu þarna! eða Hva, megum við ekki fara nær sjónum en þetta? Af hverju er fjöru­borðið girt af, hvað getur verið hættu­legt við smá salt­vatn?

ÞULA: Hversu heill­andi finnst þér að stinga hausnum í þvotta­vél á fullum snún­ingi? (koma inn þjóð­sögu um nyk­ur, vatna­hest­ana sem heilla fólk sem hættir sér nærri vatns­borði. Dregur það með sér í kaf) Vissir þú að ísjak­arnir eru á sífelldri hreyf­ingu og eiga það til að bylta sér þegar minnst var­ir? Þetta er ekki bíó­mynd eða „yolo” dæmi, þetta myndi heita að hætta lífi sínu. Njóttu þess að horfa á þessi nátt­úru­fyr­ir­brigði úr fjar­lægð og svo förum við í fjör­una fyrir neðan og athugum hvort við getum ekki fundið ísjaka brot þar sem þú getur stokkið á. 

Sömu­leiðis er smá salt­vatn ekki rétt heiti á Atl­ants­haf­inu og hinum sterku úthafs­straumum sem umlykja Ísland. Öld­urnar hrifsa til sín og þó það virð­ist sem þær komi alltaf aftur að landi þá er ekk­ert segir að straum­ur­inn skili þér að landi og upp á yfir­borð­ið. 

Ferða­mað­ur: hey, við getum stytt okkur leið hér yfir þennan sand í stað þess að aka alla þessa veg­slóða­flækju!

ÞULA: eigum við ekki bara að njóta líð­andi stund­ar, eða liggur þér lífið á? Sleppir þú ­sem sag­t ­for­leik líka? (koma inn sögu af álfa­drottn­ingu sem geysar um sandana og fangar til sín ferða­menn sem vill­ast af leið) Vegir eru til þess að aka eftir þeim, utan vega akstur er bann­aður með lögum á Íslandi. Við viljum ekki skilja eftir neitt nema minn­ing­ar, þannig að við búum ekki til slóð í sand­inn og nátt­úr­una! 

Höf­undur er B.Sc. í nátt­úru- og umhverf­is­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar