Stríðsglæpamaður dæmdur

Yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefur bæst í hóp dæmdra stríðsglæpamanna úr borgarastríðinu í gömlu Júgóslavíu.

Auglýsing

Bosn­íu-Serbinn Ratko Mla­dic hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem dæmdir hafa verið fyrir stríðs­glæpi og glæpi gegn mann­kyn­inu (crimes aga­inst human­ity) en það var stríðs­glæpa­dóm­stóll­inn í Haag sem felldi dóm sinn 22. Nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar með lauk rétt­ar­höldum sem staðið höfðu yfir í fjölda ára.

Mla­dic var þriggja stjörnu hers­höfð­ingi og með þeim virt­ustu í Alþýðu­her Júgóslavíu (JNA = Jugosla­venska nar­odna armija), sem á sínum tíma var einn stærsti her Evr­ópu. Júgóslavía var fjöl­þjóða­ríki, sem eftir seinni heims­styrj­öld var stjórnað með harðri hendi af komm­ún­ista­leið­tog­an­um, Josep Broz Tito, eða Tító mar­skálki, eins og hann var kall­að­ur.

Júgóslavía brotnar

Hann lést árið 1980 og frá þeim ­tíma­punkt­i ­fór að halla undan fæti í Júgóslavíu, þar sem Serbar voru stærsti þjóð­ern­is­hóp­ur­inn, en bæði Króat­ar, Sló­ven­ar, Makedón­ar, múslimar og fleiri voru hluti af land­inu. Í sinni loka­mynd sam­an­stóð Júgóslavía af sex lýð­veldum og tveim­ur ­sjálf­stjórn­ar­svæð­um.

Auglýsing

En þetta átti allt eftir að fara fjand­ans til í blóð­ugu borg­ara­stríði, sem stóð frá árunum 1991-1995, féllu og særð­ust hund­ruð þús­unda manna, það skap­aði gríð­ar­legt flótta­manna­vand­mál og inni­hélt bæði þjóð­ern­is­hreins­anir og kyn­ferð­is­glæpi sem vopn, í formi skipu­lagðra nauð­gana kvenna. Ekki má gleyma grimmi­legum fanga og þrælk­un­ar­búð­um, til dæmis í Omarska, en þær drógu upp á yfir­borðið hrylli­legar minn­ingar frá stöðum á borð við AuswitchSaschen­hausen og fleiri slík­um.  

Allar sættir mistók­ust

Fyrst lýð­veld­anna til að lýsa yfir sjálf­stæði og kljúfa sig frá Júgóslavíu var Sló­venía og þar hófst stutt 10 daga stríð, sem Serbar (þá Alþýðu­her­inn) töp­uðu, voru hraktir til baka frá Sló­ven­íu. Síðar fylgdu Króa­tía og Bosnía í kjöl­far­ið. Allar til­raunir til að halda Júgóslavíu saman höfðu farið út um þúfur og sættir mis­mun­andi sjón­ar­miða tók­ust ekki. Þegar Króa­tía lýsti yfir sjálf­stæði 1991 braust einnig út stríð þar og Serbar reyndu að halda rík­inu saman með her­valdi. En það var til­gangs­laust.

Þetta var versta og blóð­ug­asta stríð sem Evr­ópa hafði séð eftir lok seinni heims­styrj­aldar og í því birt­ust myrk­ustu myndir öfga­fullrar þjóð­ern­is­hyggju og þjóð­ern­is­remb­ings, sem og hrein­ræktuð mann­fyr­ir­litn­ing og hat­ur. For­dómar í sinni tær­ustu og mest skemm­andi mynd.

Bosnía tákn um umburð­ar­lyndi

Hvergi birt­ist þetta jafn skýrt og í bæn­um Srebr­en­ica í Bosníu sum­arið 1995, en þar bjuggu þá um 35.000 manns. Bosnía hafði lýst yfir sjálf­stæði vorið 1992 og þangað hafði stríðið færst  Í Bosníu bjuggu bæði Serbar(31%), Króat­ar(17%) og Múslimar, sem voru stærsti hóp­ur­inn, tæp 44% íbú­anna. Fram að sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Bosníu höfðu þessir hópar búið í sátt og sam­lyndi í hinni „fjöl­þjóð­legu“ Bosn­íu, sem var tákn­mynd um frið og umburð­ar­lyndi.

Sum­arið 1995 hafði her Bosn­íu-Serba farið mik­inn og „vann“ við það að ná landi af bæði Króötum og Múslim­um. Í byrjun júlí kom her þeirra til Srebr­en­ica, sem hafði verið lýstur vernd­ar­svæði undir vernd Sam­ein­uðu þjóð­anna, en þar voru hol­lenskir frið­ar­gæslu­lið­ar. Þeir komu hins­vegar engum vörnum við þegar hryll­ing­ur­inn byrj­aði og margir þeirra hlutu var­an­legan sál­rænan skaða af. Mikið gefur verið rætt um aðgerðir og meint aðgerð­ar­leysi SÞ, en út í þá sálma verður ekki farið hér.

Á mynd­bandi sem notað var í rétt­ar­höld­unum sést þeg­ar Mla­dic og liðs­menn hans koma til bæj­ar­ins. Með honum var ann­ar her­höfð­ingiRad­is­lav Krstic, sem árið 2001 var dæmdur fyrir stríðs­glæpi. Það tók bara mun lengri tíma að ná Mla­dic, það gerð­ist ekki fyrr en 2011, en hann fannst í felum hjá frænda sínum í Bosn­íu.

Á öðru mynd­bandi frá Srebr­en­ica sé­st Mla­dic tala við og sann­færa íbúa Srebr­en­ica um að ekk­ert muni koma fyrir þá og að allir geti verið örugg­ir.

8000 aftökur

Annað kom á dag­inn, því nán­ast strax og Bosn­íu-Serbar komu til bæj­ar­ins var haf­ist handa við að aðskilja alla karl­menn (frá ung­lings­aldri og nán­ast upp úr) frá öðrum íbú­um. Á næstu dögum voru um 8000 karl­menn og ungir drengir skipu­lega myrtir af her­sveit­um Bosn­íu-Serba í og við Srebr­en­ica. Þeim sem tókst að flýja upp í skóg­ana og hlíð­arnar við bæinn voru eltir uppi og myrt­ir. 

Ekki frá dögum Adolfs Hitlers höfðu menn gengið jafn skipu­lega til verka í fjöldamorðum á sak­lausum, almennum borg­urum í Evr­ópu. Til eru mynd­bönd sem sýna aftökur múslima í Srebr­en­ica en í þau verður ekki „krækt“ hér­. Hins veg­ar má benda á áhuga­verð mynd­bönd þar sem Mla­dic er að nið­ur­lægja full­trúa Sam­ein­uðu þjóð­anna og setja þeim úrslita­kost­i, hér og hér.

Fyrir þessa hrylli­legu glæpi hefur nú Ratko Mla­dic verið dæmdur til lífs­tíð­ar­fang­els­is. Rétt­læt­inu er full­nægt, það bæt­ir hins­vegar ekki fyrir glæpi hans og þús­undir aðstand­enda eiga enn um sárt að binda.

Þjóð­hetja með­al Serba

En í lýð­veldi Bosn­íu-Serba (Repu­blika Srpska) í Bosníu er útgáfan af sög­unni örðu­vísi; þar er til­vist fjöla­morð­anna af­neitað og í aug­um Bosn­íu-Serba (og fleiri Serba) er Mla­dic sönn þjóð­hetja.

Ratko Mla­dic bæt­ist þar með í nokkuð fjöl­mennan hóp serbneskra stríðs­glæpa­manna sem dæmdir hafa verið fyrir slíka glæpi og glæpi gegn mann­kyn­inu í borg­ara­stríð­inu í Júgóslavíu; Slobodan Milos­evic (fyrrum for­seti Serbíu, nú lát­inn), Radovan Kara­dzic (for­seti Bosn­íu-Serba, nú í fang­elsi), áður­nefnd­ur Krstic og Milan Babic (leið­togi með­al Króa­tíu-Serba, lést í fanga­klefa sínum árið 2006), svo nokkrir séu nefnd­ir. Hafi les­endur áhuga á að lesa um fleiri sem dæmdir hafa verið fyrir stríðs­glæpi (og af öðrum þjóð­ern­um/­þjóð­ar­brot­um) má sjá lista á Wikipedia hér.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði og skrif­aði BA-­rit­gerð sína „Hrun Júgóslavíu“ undir leið­sögn Dr. Jóns Orms Hall­dórs­sonar árið 1996.

-------------

Vert er að benda á BBC-­mynd­ina A Cry From the Grave sem gerir þessum hræði­legu atburðum skil. 

Afar vel gerð og áhuga­verð heim­ilda­mynd um sjálft stríðið er The Death of Yugosla­via, einnig frá BBC.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar