Tekist á um 8% raforku Landsvirkjunar

Miklir almannahagsmunir eru í húfi þegar kemur að samningum Landsvirkjunar við Elkem.

Auglýsing

Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig Lands­virkjun sá nýverið ástæðu til þess að minna á það hversu mik­il­vægt það er fyrir arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins að ná góðu verði í end­ur­nýj­uðum raf­orku­samn­ingum við stór­iðju hér. Í þeim skrifum virð­ist Lands­virkjun vera að vísa til við­ræðn­anna við Elkem.

Nú er ein­ungis rúmt ár í að gild­andi raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og járn­blendi­verk­smiðju Elkem í Hval­firði rennur út. Ennþá er ósamið um áfram­hald­andi við­skipti fyr­ir­tækj­anna og það þó svo við­ræður þar um hafi nú að öllum lík­indum staðið yfir í nokkur ár!

Orku­samn­ingur fyr­ir­tækj­anna rennur út 2019. Hann nemur um 8% allrar raf­orku­sölu Lands­virkj­un­ar, en skilar fyr­ir­tæk­inu ein­ungis um 5% af tekjum þess. Sem merkir að raf­orku­verðið sem Elkem greiðir er miklu lægra en með­al­verðið sem Lands­virkjun fær fyrir ork­una frá við­skipta­vinum sín­um.  Það er því fyr­ir­séð að Lands­virkjun vill að þarna hækki raf­orku­verðið mjög veru­lega.

Auglýsing

Tek­ist á um auð­lindaarð­inn

Álíta verður lík­leg­ast að samn­ingur um áfram­hald­andi raf­orku­við­skipti fyr­ir­tækj­anna náist brátt, enda hlýtur það að vera hagur þeirra beggja. Samn­inga­við­ræð­urnar hafa þó dreg­ist mjög á lang­inn. Elkem stefnir eðli­lega að nið­ur­stöðu um sem lægst verð og reynir þá sjálf­sagt m.a. að beita því að ann­ars muni járn­blendi­verk­smiðjan jafn­vel loka. Lands­virkjun stefnir aftur á móti senni­lega að því að raf­orku­verðið tvö­fald­ist eða rúm­lega það.

Besta nið­ur­staðan kynni þó að vera sú að nýr samn­ingur feli í sér sann­gjarna hóf­lega hækkun á raf­orku­verð­inu og að um leið verði samið um aukin við­skipti fyr­ir­tækj­anna. Svo sem með því að hluti af sól­ar­kís­il­vinnslu Elkem erlendis flytj­ist til Íslands. Í ljósi skelfi­lega mis­heppn­aðs kís­il­verk­efnis United Sil­icon og erf­ið­leika við fjár­mögnun á kís­il­verk­efni Thorsil, virð­ist ekki veita af því að fá hingað alvöru fyr­ir­tæki í þeirri grein.

Hver svo sem nið­ur­staðan verður í samn­ingum Lands­virkj­unar og Elkem, þá er aug­ljóst að þarna hefur gengið hægt að ná sam­an. Enn og aftur er tek­ist á um hvert arð­ur­inn af virkj­unum Lands­virkj­unar eigi að renna; til stór­iðj­unnar í formi lágs raf­orku­verðs eða að arð­semi Lands­virkj­unar auk­ist vegna hærra verðs fyrir fram­leiðslu­af­urðir fyr­ir­tæk­is­ins.

Stefna Lands­virkj­unar er að stór­auka arð­greiðslu­getu fyr­ir­tæk­is­ins

Und­an­farin miss­eri hefur tals­vert verið rætt og ritað um þá miklu aukn­ingu sem fyr­ir­séð er á arð­greiðslum Lands­virkj­unar á kom­andi árum. Grein­ar­höf­undur kom inn á þetta í nýlegri grein hér á Kjarn­anum , þar sem ályktað var að árið 2020 gætu arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins numið um 17 millj­örðum króna og árið 2021 yrði árleg arð­greiðslu­geta Lands­virkj­unar mögu­lega farin að nálg­ast 20 millj­arða króna.

Með hlið­sjón af þessu má vekja athygli á því að á nýlegum haust­fundi Lands­virkj­unar kom einmitt fram í erindi for­stjór­ans, Harðar Arn­ar­son­ar, að sam­an­lagðar arð­greiðslur Lands­virkj­unar árin 2020-2026 gætu numið um 110 millj­örðum króna. Sem rímar vel við það sem rakið var í áður­nefndri grein á Kjarn­anum.

Til að slík arð­greiðslu­geta verði að veru­leika þarf þó margt að ganga upp; þ.á m. að Lands­virkjun nái því sem best fram sem hún álítur eðli­lega hækkun á raf­orku­verð­inu til Elkem. Lík­legt er að þar stefni orku­fyr­ir­tækið að því að fá sam­tals a.m.k. 4 millj­arða króna fyrir þær u.þ.b. 1.100 GWst af raf­magni sem Elkem kaupir árlega. Í dag er járn­blendi­verk­smiðjan ein­ungis að greiða nálægt 2 millj­örðum króna fyrir þessa orku. Hafa ber í huga að inni í þessum tölum er ekki bara sjálft raf­orku­verð­ið, heldur einnig kostn­aður vegna flutn­ings orkunnar til verk­smiðj­unnar (sá hluti rennur til Lands­nets).

Lands­virkjun sér ástæðu til að minna á nýlega end­ur­samn­inga

Fyrr í þessum mán­uði birt­ist athygl­is­verð grein eftir for­stjóra Lands­virkj­unar á vef Við­skipta­blaðs­insÍ umræddri grein á vef Við­skipta­blaðs­ins víkur for­stjór­inn að því að end­ur­samn­ingar við núver­andi við­skipta­vini Lands­virkj­unar hafi stað­fest sam­keppn­is­hæfni Íslands og að Lands­virkjun bjóði sam­keppn­is­hæf kjör. Þarna er for­stjór­inn ber­sýni­lega bæði að minna á nið­ur­stöð­una í end­ur­samn­ingum vegna álvers­ins í Straums­vík og að í nýlegum samn­inga­við­ræðum Lands­virkj­unar við Norð­urál varð nið­ur­staðan sú að tengja orku­verðið við raf­orku­verð á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum (líkt og nánar hefur verið lýst í umfjöllun um álit Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA á samn­ingnum).

Í umræddri grein er sem sagt, af hálfu Lands­virkj­un­ar, mjög ákveðið minnt á mik­il­vægi þess að í end­ur­nýj­uðum raf­orku­samn­ingum við stór­iðju hér sé ekki í boði að semja um lægra raf­orku­verð en á helstu sam­keppn­is­mörk­uð­um. Og Lands­virkjun er vel að merkja ekki að end­ur­semja núna við neitt annað stór­iðju­fyr­ir­tæki en járn­blendi­verk­smiðj­una og ekki aðrir stór­iðju­samn­ingar sem koma til end­ur­skoð­unar hjá fyr­ir­tæk­inu fyrr en eftir nokkuð mörg ár. Því er freist­andi að álykta sem svo að til­efni umræddra skrifa for­stjór­ans sé að árétta það að Elkem geti ekki búist við að fá nýjan samn­ing nema að raf­orku­verðið hækki mikið frá því sem er í gamla samn­ingn­um.

Stór­iðjan fái ekki lægra orku­verð en í Nor­egi eða Kanada

Und­an­farið hefur Elkem verið að greiða lægsta raf­orku­verðið af öllum stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum hér. For­stjóri Lands­virkj­unar hefur áður bent á að gild­andi samn­ingur við Elkem sé „barn síns tíma“ og þar með gefið til kynna að mikil verð­hækkun sé eðli­leg. Þá bendir for­stjór­inn líka á mik­il­vægi þess að íslenska þjóðin „fái notið ávinn­ings­ins af starfi Lands­virkj­un­ar“, svo og að það skipti eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, „ís­lensku þjóð­ina“, miklu máli að arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins hækki.

Þá er einnig tekið fram af hálfu for­stjór­ans að við end­ur­samn­inga (og nýja samn­inga) hafi verið „samið um sam­bæri­legt verð og býðst á helstu sam­keppn­is­mörk­uð­um, s.s. í Nor­egi og Kana­da“. Loks segir for­stjór­inn hreint út að í dag sé „engin ástæða til þess að raf­orku­verð sé lægra á Íslandi en á þessum mörk­uð­u­m“. Þetta er mjög skýr yfir­lýs­ing og hún er varla sett fram af til­efn­is­lausu. Af hálfu Elkem er senni­lega verið að pressa á það að Lands­virkjun bjóði fyr­ir­tæk­inu raf­orku á umtals­vert lægra verði en það sem ger­ist á umræddum mörk­uð­um.

Spenna í við­ræð­un­um?

Lík­leg­ast er að járn­blendi­verk­smiðj­unni bjóð­ist af hálfu Lands­virkj­unar svipuð verð­teng­ing líkt og samið var um vegna Norð­ur­áls, þ.e.a.s. raf­orku­verð í nágrenni við það sem er hverju sinni á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum NordPool­Spot. Þar með yrði raf­orku­verðið ásamt flutn­ings­kostn­aði til Elkem að öllum lík­indum í nágrenni við 35 USD/MWst. Sem er u.þ.b. tvö­falt það sem Elkem hefur verið að greiða Lands­virkjun und­an­far­ið. Verðið yrði þó að sjálf­sögðu síbreyti­legt rétt eins og ger­ist á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um.

Það má vel vera að grein­ar­höf­undur sé hér að lesa full mikið út úr skrifum for­stjóra Lands­virkj­un­ar. En þarna hefur greini­lega gengið illa að ná saman og freist­andi að ætla að þessar yfir­stand­andi samn­inga­við­ræður fyr­ir­tækj­anna séu ein helsta ástæða þess að for­stjór­inn álítur mik­il­vægt að minna nú opin­ber­lega á það hver við­mið­unin um raf­orku­verð eigi að vera í end­ur­samn­ingum hér.

Kannski er yfir­stjórn Landsvikj­unar orðin nokkuð þreytt á tregðu Elkem að fall­ast á það verð sem Lands­virkjun býð­ur. Því miður fyrir Elkem er það ekki sér­lega spenn­andi kostur að orku­verð til fyr­ir­tæk­is­ins tvö­fald­ist yfir nótt. Og virð­ist sem þarna sé uppi veru­leg spenna.

Samn­ings­staða Lands­virkj­unar er sterk

Járn­blendi­verk­smiðjan fram­leiðir kís­il­járn og upp á síðkastið hefur verðið á þeirri afurð hjarnað nokkuð við. Slíkar lauf­léttar verð­sveiflur hafa að vísu senni­lega ekki mikil áhrif á samn­ings­stöðu fyr­ir­tækj­anna. En verð­hækk­unin und­an­farið gerir það alla vega ekki létt­ara fyrir Elkem að tala raf­orku­verðið nið­ur. Þar að auki er járn­blendi­verk­smiðjan alger­lega háð því að fá raf­magn til starf­semi sinnar frá Lands­virkj­un. Ekk­ert annað orku­fyr­ir­tæki hér gæti þar fyllt í skarð­ið.  Samn­ings­staða Lands­virkj­unar gagn­vart Elkem er því mjög sterk.

Lands­virkjun leggur áherslu á stað­festu

Ef járn­blendi­verk­smiðjan hættir starf­semi yrði árlegt tekju­tap Lands­virkj­unar um tveir millj­arðar króna miðað við núver­andi orku­samn­ing. Það væri vissu­lega slæmt af missa af þeim tekj­um, enda er þetta nálægt því sem verið hefur árleg arð­greiðsla Lands­virkj­unar til eig­anda síns und­an­farin ár. Slíkt tekju­tap yrði þó ekki högg af því tagi sem Lands­virkjun ætti erfitt með að þola og fyr­ir­tækið yrði senni­lega búið að finna nýja kaup­endur að orkunni innan fárra ára.

Á móti mætti kannski segja að ekki skipti öllu máli þó verð­hækkun til Elkem yrði eitt­hvað minni en það sem Lands­virkjun hefur stefnt að, enda ekki um að ræða einn af allra stærstu orku­kaup­endum Lands­virkj­un­ar. En fyr­ir­tækið er greini­lega með­vitað um mik­il­vægi þess að sýna stað­festu og að ekki sé ástæða til að semja um lægra raf­orku­verð við Elkem en ger­ist t.a.m. í Evr­ópu. Í þessu sam­bandi skiptir máli að ekk­ert mjög mörg ár eru í að orku­verðið í gríð­ar­stórum samn­ingi Lands­virkj­unar vegna álvers­ins í Straums­vík kemur til end­ur­mats (það ger­ist 2024). Því þarf ekki að koma á óvart að Lands­virkjun álíti til­efni til að minna á mik­il­vægi og nauð­syn þess að sýna stað­festu.

Lausnin mætti verða fram­leiðslu­aukn­ing hjá Elkem

Ennþá er þarna ósamið. Og sá sem þetta skrifar von­ast enn til þess, sem áður hefur verið bent á, að lausnin geti orðið sú að samn­ings­að­ilar komi sér saman um að Elkem styrki starf­semi sína hér á landi. Og flytji þá eftir atvikum hluta af starf­semi sinni í Nor­egi til Íslands. Það væri efa­lítið far­sælasta nið­ur­stað­an.

Hér í lokin má svo sjá gróft yfir­lit um tekju­skipt­ingu Lands­virkj­unar vegna rekstr­ar­árs­ins 2016. Við­skipta­vinum grein­ar­höf­undar bjóð­ast nákvæm­ari nið­ur­stöður af grein­ingum um þessa tekju­skipt­ingu, auk þess sem senn verður í boði grein­ing vegna rekstr­ar­árs­ins 2017.

Hér má sjá yfirlit yfir tekjur Landsvirkjunr af raforkusölu. Mynd: Askja Energy.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og MBA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar