Flóttafjölskyldu í viðkvæmri stöðu var vísað úr landi

Fráfarandi formaður ungmennaráðs Barnaheilla skrifar um málefni flóttamanna, og hvernig Ísland kom nýlega fram við ungt fólk á flótta.

Auglýsing

Óléttri móð­ur, Sobo Answar Hasan, föð­ur, Nasr Mohammed Rahim, og 18 mán­aða syni þeirra, Leo, var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar í gær­morgun með nán­ast engum fyr­ir­vara. Umsókn þeirra um alþjóð­lega vernd á Íslandi var hafnað en þau komu fyrst til lands­ins 20. mars síð­ast­lið­inn eftir að hafa verið synjað um hæli í Þýska­landi.

Í gær­morgun voru þau send út í óviss­una. Þau vita ekk­ert hvað verður um fram­tíð sína, hvort þau fái að dvelja í Þýska­landi eða verði send aftur til Íraks eða Íran, því hjónin koma frá sitt­hvoru land­inu. Þeirra bíður dauða­refs­ing í Íran en þau hafa flúið ofsóknir af hálfu fjöl­skyldu­með­lima og þeim hefur verið hótað líf­láti. Vegna þess að Leo er fæddur á flótta í Evr­ópu, ótt­ast for­eldrar hans það einnig að hann verði grýttur til dauða í Íran þar sem fólk muni segja hann trú­lausan og krist­inn.

Þau flúðu ekki að ástæðu­lausu heima­land sitt og fóru til Þýska­lands. Það sama má segja um komu þeirra til Íslands. Hún var ekki að ástæðu­lausu. Þau voru í leit að betra lífi. Þeim líður vel hér og vilja bara lifa eðli­legu og áhyggju­lausu fjöl­skyldu­lífi. Að senda fjöl­skyld­una úr landi, þar sem þeirra bíður ofbeldi og jafn­vel dauði, er brot á mann­rétt­ind­um.

Auglýsing

Í stjórn­ar­skrá Íslands, barna­vernd­ar­lögum og Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að tryggja skuli börnum allt það sem vel­ferð þeirra krefst og að hags­munir þeirra skuli verða hafðir að leið­ar­ljósi við afgreiðslu allra mála sem þau varða.

Börn eiga rétt á að lifa og þroskast í öruggu umhverfi en það er að mínu mati greini­lega ekki Leo litla fyrir bestu að hafa verið sendur í burtu. Það er einnig brot á lögum að senda fólk þangað þar sem líf þeirra kann að vera í húfi. Það er óheim­ilt ,,...að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir,..., er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð...“ (ný útlend­inga­lög)

Í 3. kafla nýrra útlend­inga­laga seg­ir: 

III. kafli. Máls­með­ferð­ar­reglur í málum um alþjóð­lega vernd.

25. gr, 3. og 4. mgr - Varði mál sam­kvæmt þessum kafla barn skulu hags­munir þess hafðir að leið­ar­ljósi. Barni sem myndað getur eigin skoð­anir skal tryggður réttur til að tjá sig í máli sem það varðar og skal tekið til­lit til skoð­ana þess í sam­ræmi við aldur og þroska, sbr. 2. mgr. 10. gr. Við ákvörðun sem er háð mati stjórn­valds skal huga að öryggi barns, vel­ferð þess og félags­legum þroska og mögu­leika þess til að sam­ein­ast fjöl­skyldu sinni. Varði mál fylgd­ar­laust barn eða annan ein­stak­ling í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu skal reynt að tryggja að starfs­maður með við­eig­andi sér­þekk­ingu og reynslu vinni að mál­in­u.  

42. gr. Grund­vall­ar­reglan um bann við því að vísa fólki brott eða end­ur­senda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.

Ekki er heim­ilt sam­kvæmt lögum þessum að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svip­aðra aðstæðna og greinir í flótta­manna­hug­tak­inu er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð. Sama gildir um þá ein­stak­linga sem eru úti­lok­aðir frá rétt­ar­stöðu flótta­fólks skv. 40. gr. 

Ég og við í ung­menna­ráði Barna­heilla biðlum til íslenskra stjórn­valda og yfir­valda að hafa mann­rétt­indi barna og fólks ávallt í huga þegar ákvarð­anir eru teknar sem varða þau. Við viljum að flótta­fólki sé sýnd sama mannúð og öðr­um. Barn er barn, sama hvaðan það kem­ur, rétt eins og við erum öll mann­eskjur óháð upp­runa, kyni, menn­ingu o.s.frv.

Mann­rétt­indi ber að virða, enda ekki bara ein­hver orð á blaði.

Þessi grein er byggð á eft­ir­far­andi heim­ild­um:

Greinar og við­töl:

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/30/fjol­skyld­an_var_­flutt_­ur_land­i_i_morg­un/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/19/vilja_veita_­leo_vernd_a_is­landi/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/10/20/grat­bidja_um_a­d_fa_a­d_ver­a_her_a­fram/

Laga­bálkar:

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2016080.html

htt­p://www.­barnasattmali.is/­barnasattmal­inn/­barnasattmal­inn­heild­ar­text­i.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2002080.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/1944033.html

Höf­undur er frá­far­andi for­maður ung­menna­ráðs Barna­heilla og þátt­tak­andi í land­skeppni ungra vís­inda­manna, á vegum Háskóla Íslands, og Evr­ópu­keppni ungra vís­inda­manna.

Verk­efni Her­dís­ar, Staða flótta­barna á Íslandi, er rann­sókn­ar­skýrsla sem sýnir að brotið hefur verið á rétt­indum barna sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi, setur það skýrt fram hvaða rétt­indi gilda þegar börn sækja um alþjóð­lega vernd, geymir við­töl við sér­fræð­inga í þessum mála­flokki og annan fróð­leik, inn­lendan og erlend­an.

Vegg­spjaldið í við­hengi er afurð verk­efn­is­ins. Á því eru nokkrar reglur Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, settar fram á skýran og ein­faldan hátt, ætl­aðar börn­um, for­eldrum þeirra og þeim sam­tökum sem sjá um þeirra mál­efni, til að hafa í huga.

Réttindi barna á flótta, veggspjald.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar