Heiðin jól og menningarlegt niðurrif kristinnar trúar

Gunnar Jóhannesson guðfræðingur skrifar um trú, lífsskoðanir og samfélag.

Auglýsing

Ýmsir láta fyr­ir­ferð­ina í krist­inni trú og kirkju á þessum tíma árs­ins fara fyrir brjóstið á sér. Í því sam­hengi er ekki óal­gengt að vera minntur á það af gagn­rýnendum og óvild­ar­mönnum krist­innar trúar að jól séu heiðin hátíð sem eigi sér að öllu eða miklu leyti heiðnar rætur og hafi í núver­andi mynd lítið með kristna trú að gera.

Hvort það eigi að fela í sér gagn­rýni á kristna trú, eða rýra gildi krist­inna jóla - að ekki sé talað um sann­leiks­gildi krist­innar trúar - hef ég þó aldrei almenni­lega skil­ið. 

Enda vand­séð hvernig svo ætti að vera.

Auglýsing

Vissu­lega umgengst fólk jólin með ólíkum hætti í dag og mis­jafnt er hversu stóran sess kristin trú fær í jóla­hald­inu.

Þótt hið sér­kristna inn­tak jól­anna (mey­f­æð­ing­in) eigi sér ekki heið­inn bak­grunn er rétt að hátíð­ar­höld á þessum tíma árs (í seinni hluta des­em­ber) eiga sér sögu sem nær aftur fyrir tíma krist­innar trúar og kirkju. Í því sam­hengi er t.d. bent á vetr­ar­sól­stöðu­há­tíð norð­ur­-­evr­ópu­búa og sól­ar­há­tíð Róm­verja til heið­urs sól­ar­guð­inum og/eða guðs­ins Sa­t­úrn­us. 

Það er einnig rétt að eitt og annað sem fyrrum tengd­ist vetr­ar­sól­stöðu­há­tíð norð­ur­-­evr­ópu­búa lifir áfram í hefðum sem tengj­ast jól­unum eins og við þekkjum þau í dag. 

Og hvað með það?! 

Að hvaða leyti rýrir það gildi krist­inna jóla?

Þýðir það að Jesús fædd­ist ekki í Bet­lehem? Fædd­ist hann kannski aldrei eftir allt sam­an? 

Rýrir þetta yfir­leitt með ein­hverjum hætti gildi krist­innar trú­ar, eða áreið­an­leika frá­sagna guð­spjall­anna um líf, dauða og upp­risu Jesú? 

Að sjálf­sögðu ekki!

Annað hefur ekk­ert með hitt að gera.

Jafn­vel þótt kristin sam­fé­lög hefðu aldrei komið á fót hátíð þar sem fæð­ingar Jesú var minnst hefði það í engu breytt um gildi krist­innar trúar almennt.

Aðal­at­riðið er ekki hvenær kristið fólk ákvað að rétt væri að minn­ast fæð­ingar Jesú, og hvort sá dagur sem fyrir val­inu varð var hinn rétti fæð­ing­ar­dagur (sem hann er nær örugg­lega ekki), eða hvort sá dagur hafi áður tengst heið­inni trú­ar­há­tíð. 

Það sem máli skiptir er inni­hald hátíð­ar­innar sem slíkr­ar. 

Orð á borð við jól hefur vissu­lega ­skírskot­un til ólíkra menn­ing­ar­heima á ólíkum tíma. En það er ekki nóg að horfa í orðið eitt. Hafa verður í huga inn­tak orðs­ins í ólíku sam­hengi. 

Þegar kristin trú tók að breið­ast út og festa sig í sessi í Róm­ar­ríki voru þar fyrir ýmsar fram­andi trú­ar­hefðir og trú­ar­hætt­ir. Úr því varð til visst sam­spil þar sem kristin trú lag­aði sig að fram­andi hefð­um. 

Á sama tíma og aðrir fögn­uðu af öðrum ástæðum tók kristið fólk að minn­ast hold­tekju Guðs sonar og komu hans inn í þennan heim. 

Og það er ekki að undra að kristið fólk tók að fagna og minn­ast fæð­ingar frels­ar­ans á þeim tíma árs­ins sem raun ber vitni.

Í hugum krist­ins fólks er Jesús „ljósið sem skín í myrkrin­u“, eins og segir í Jóhann­es­ar­guð­spjalli. „Hið sanna ljós, sem upp­lýsir hvern mann, kom nú í heim­inn.“ (Jóh 1.9)

Í tákn­rænum skiln­ingi var því afar við­eig­andi að fagna komu Jesú á þessum tíma árs­ins, rétt um það leyti sem sólin er lægst á lofti og dag­inn fer aftur að lengja og birta yfir heimi.

Og eftir því sem kristin trú og kristnar trú­ar­hefðir festu sig í sessi fjar­aði óhjá­kvæmi­lega undan öðrum átrún­aði og trú­ar­hefðum í róm­verska heims­veld­inu. 

Ef til vill er gagn­rýnin einmitt fólgin í því.

Í hinum meinta menn­ing­ar­lega ágangi krist­innar trúar á kostnað ann­arra hefða og trú­ar­hug­mynda.

Ýmsir eru þeirrar skoð­unar í dag og líta á kristna trú sem óvin fjöl­menn­ingar og fjöl­hyggju, sem ryðja þurfi úr vegi svo að ólíkar hefðir fái að blómstra hlið við hlið.

Veru­leik­inn er þó sá að kristin trú, ólíkt t.d. ver­ald­ar­hyggj­unni og þeirri ein­stak­lings­hyggju sem henni fylgir, á mun auð­veld­ara með að laga sig að og taka til­lit til ólíkra menn­ing­ar­hefða en flestar aðrar lífs­skoð­an­ir. 

Ólíkt trú­ar­brögðum á borð við íslam, hindúisma og búdd­is­ma, er kristin trú ekki land­fræði­lega afmörkuð við þann stað í heim­inum sem hún rekur upp­runa sinn til. 

Upp­haf­lega var kristin trú að miklu leyti sér­trú­ar­söfn­uður gyð­inga með mið­stöð í Jer­úsal­em. Síðar meir breidd­ist hún út á meðal heið­ingja hins helleníska heims með mið­jarð­ar­hafs­svæðið allt sem mið­stöð. Þar á eftir tóku ­Evr­ópu­bú­ar við krist­inni trú, þar á meðal hinir svoköll­uðu bar­barar Norð­ur­-­Evr­ópu. Kristin trú varð ráð­andi í Vest­ur­-­Evr­ópu og þar á eftir í Norð­ur­-Am­er­íku. Í dag er flest kristið fólk að finna í Afr­íku, Suð­ur­-Am­er­íku og Asíu. 

Og áður en langt um líður mun mið­stöð krist­innar trúar að öllum lík­indum vera að finna á suð­ur- og aust­ur­hveli jarð­ar.

Útbreiðsla krist­innar trúar í Afr­íku og Kína und­an­farna ára­tugi, svo dæmi sé tek­ið, á sér ekki sögu­lega hlið­stæðu. 

Um alda­mótin 1900 er áætlað að kristið fólk í Afr­íku hafi verið um 9 millj­ónir tals­ins. Árið 2000 var fjöldi krist­ins fólks í álf­unni um 400 millj­ónir og fer því hratt fjölg­andi. Í komm­ún­ista­rík­inu Kína, sem opin­ber­lega er guð­laust ríki, hefur kristnu fólki fjölgað gríð­ar­lega á meðal allra þjóð­fé­lags­hópa, og gera áætl­anir ráð fyrir því að innan 30 ára muni kristið fólk telja um þriðj­ung af kín­versku þjóð­inni sem telur um 1.5 millj­arð manna.

Hvernig stendur á þess­ari gríð­ar­legu útbreiðslu krist­innar trúar og fjölgun krist­ins fólks á meðal ólíkra þjóða og menn­ing­ar­heima?

Svarið er menn­ing­ar­leg aðlög­un­ar­hæfni krist­innar trú­ar.

Vissu­lega er að finna grund­vallandi játn­ingu og boð­skap í krist­inni trú sem sam­einar ólík kristin sam­fé­lög og kirkj­ur. En krist­inni trú hefur alltaf fylgt mikið svig­rúm og frjáls­ræði þegar kemur að formi og tján­ingu trú­ar­innar og inni­halds henn­ar. 

Þetta kemur glöggt í ljós þegar litið er til þeirra ólíku mynda sem tján­ing krist­innar trúar hefur tekið á sig á ólíkum stöðum í heim­in­um.

Eins og sagn­fræð­ing­ur­inn Andrew Walls minnir rétti­lega á hefur menn­ing­ar­leg fjöl­breytni alltaf verið grund­vallandi hluti af krist­inni trú. 

Í 15. kafla post­ula­sög­unnar er sagt frá fundi post­ul­anna í Jer­úsalem og þeirri nið­ur­stöðu sem þeir sam­mælt­ust um, að heiðnu fólki sem tók kristna trú væri ekki skylt að ganga um leið gyð­ing­legri menn­ingu á hönd, og gefa þar með eigin menn­ingu upp á bát­inn. Þvert á móti þurfti það að finna sína eigin leið og for­sendur til að vera hell­inistískt kristið fólk, og finna krist­inni trú­ar­tján­ingu sinni far­veg innan eigin hefðar og menn­ing­ar.

Með öðrum orðum er ekki til ein­hver ein, eins­leit kristin menn­ing (á borð við íslamska menn­ing­u), sem er ein­kenn­andi og lýsandi fyrir öll kristin sam­fé­lög og kirkj­ur.

Kristin trú er ekki trú sem lætur sig stað­bundna menn­ingu engu varða og leit­ast við að útrýma henni. Þvert á móti hefur kristin trú tekið á sig fjöl­breytt­ari menn­ing­ar­lega mynd en nokkur önnur trú­ar­brögð.

Ef hinn svo­kall­aði heiðni bak­grunnur jól­anna ber vitni um eitt­hvað er það einmitt hversu mót­tæki­leg og opin kristin trú hefur verið fyrir öðrum og ólíkum hefðum og átt auð­velt með að laga sig að þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar