HM borgirnar Moskva, Volgograd og Rostov í seinni heimsstyrjöldinni

HM borgir Ísland á HM í Rússlandi eru sögufrægar, ekki síst fyrir að vera miðpunktur átaka í Föðurlandsstríðinu mikla.

Auglýsing

Ég er enn að jafna mig á þeim frá­bæra og nán­ast ótrú­lega áfanga að karla­lands­lið Íslands skuli vera á leið­inni á HM. Ég við­ur­kenni að þegar ég var yngri þá bjóst ég ekki við að það myndi ger­ast á minni ævi. En við erum á leið­inni og keppnin verður haldin í Rúss­landi. Nú er búið að draga í riðla og ljóst er að Ísland mun keppa við þessi lands­lið í þessum borg­um:

Ísland - Argent­ína í Moskvu 16. júní.

Ísland - Nígería í Vol­gograd 22. júní.

Auglýsing

Ísland - Króa­tía í Rostov 26. júní.

Þetta eru allt sögu­frægar borgir og ekki síst úr seinni heims­styrj­öld­inni þar sem örlaga­ríkar orr­ustur voru háðar við hverja og eina eftir að Þjóð­verjar réð­ust inn í Sov­ét­ríkin þann 22. júní 1941 í Bar­barossa-að­gerð­inn. Þar sem margir Íslend­ingar mun fara á HM þá er ekki úr vegi að skoða aðeins þessa sögu enda gerir það ferða­lagið skemmti­legra að þekkja til þess­ara borga áður en þangað er far­ið.

Moskva

Var þá höf­uð­borg Sov­ét­ríkj­anna rétt eins og hún er höf­uð­borg Rúss­lands í dag. Borgin á sér langa sögu og fyrsti vísir að borg var á tólftu öld eftir Krist. Í inn­rás Þjó­verja þá var mark­mið þeirra að gjörsigra her­sveitir Sov­ét­ríkj­anna eða Rauða her­inn eins og hann kall­að­ist. Þjóð­verjar voru mjög sig­ur­reifir eftir að hafa unnið Pól­land, Dan­mörk, Nor­eg, Frakk­land, Júgóslavíu og Grikk­land. Þeir höfðu unnið hvern stór­sig­ur­inn á eftir öðrum og flestir í þeirra röðum töldu að Svo­v­ét­ríkin myndu falla fljótt. Hitler hafði meir að segja látið eftir sér að „Við þurfum aðeins að sparka niður hurð­inni og hið rotna hús mun hrynja.“

Það kom þó á dag­inn að Rauði her­inn var stærri en her­for­ingjum Þjóð­verja hafði órað fyrir og landið var líka marg­falt stærra en þau lönd sem þeir höfðu þegar lagt undir sig. Þegar komið var fram í ágúst þá voru engin upp­gjaf­ar­merki hjá Rússum og enn voru stórir herir ósigr­að­ir. Það var þá sem helstu for­ingjar og Hitler deildu um fram­hald­ið. Sumir her­for­ingj­anna vildu taka stefn­una á Moskvu en Hitler taldi mik­il­væg­ara að sigra stærstu heri sem Sov­ét­menn áttu við Kíev. Ákvörðun Hitlers varð ofan á og við tóku orr­ustur um Kíev sem lauk með enn einum sigri Þjóð­verja en nú var að nálg­ast októ­ber og haustregnin breyttu vegum í leðju og drullu og frek­ari sóknir voru ómögu­leg­ar. Rússar kalla þetta tíma­bil raputitsa sem þýðir veg­leysu­tíma­bil­ið.

 

(Kort úr bók­inni Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitrofanova sem sýnir vel sókn­ar­hraða Þjóð­verja. Í fyrstu komust þeir hratt yfir en stöðugt hægði á fram­gangi þeirra.)

Þann 7. nóv­em­ber hafði Stalín kall­aði til mik­illar her­sýnignar í Moskvu á afmæli októ­ber­bylt­ing­ar­inn­ar. Það var gert til að stappa stál­inu í íbú­anna og her­sveit­irnar fóru beint á víg­stöðv­arn­ar. Það var ekki fyrr en 15. nóv­em­ber að þýski her­inn gat hafið stór­sókn gegn Moskvu. Þrátt fyrir sam­fellda sig­ur­göngu þá var mjög gengið á þýska her­inn, rétt um þriðj­ungur far­ar­tækja voru enn öku­hæf og það hafði verið tals­vert mann­fall í her­sveit­un­um. Rússar höfðu notað tíman vel og byggt upp varnir og kall­aði til nýjar her­sveitir til að mæta þess­ari sókn.

Þegar fyrstu frostin komu þá gladdi það Þjóð­verj­anna því nú var jarð­veg­ur­inn aftur orðin nógu harður til að skrið­drekar kæmust áfram en sú gleði var skamm­vinn því við tók kald­asti vetur tutt­ug­ustu ald­ar­innar og Þjóð­verjar voru engan veg­inn í stakk búnir að mæta hon­um. Við það bætt­ist harð­andi mót­spyrna Rauða hers­ins og slæmt ástand þýska hers­ins. Þann 5. des­em­ber fyr­ir­skip­aði þýska her­ráðið að frek­ari sókn­ar­að­gerðum skyldi slegið á frest en þá voru þýskar her­sveitir komnar í aðeins 15 km fjar­lægð frá Moskvu. Þjóð­verjar gerðu ráð fyrir að Rússar væru í enn verri málum enda höfðu þeir fellt eða tekið til fanga allt að 6 millj­ónir her­manna Rauða hers­ins. En þar mis­reikn­uðu þeir sig hrapa­lega.

Þrátt fyrir mik­inn missi gegn sókn Þjóð­verja þá hafði Rússum tek­ist að byggja upp nýja heri og kalla til her­sveitir frá Asíu. Þær her­sveitir voru vígvanar eftir bar­daga við Jap­ani og þar að auki vel útbúnar til vetr­ar­hern­aðar og köll­uð­ust Síber­íu­her­sveit­irn­ar. Með þessar nýju sveitir þá sótti Rauði her­inn nú fram og náði að hrekja þýska her­inn 100 til 250 km frá Moskvu.

Það var ekki ljóst þá en þessi vetr­ar­sókn Sov­ét­manna mark­aði þátta­skil í stríð­inu. Í fyrsta sinn höfðu Þjóð­verjar farið hall­l­oka í átökum og voru nú komnir í lang­vinnt stríð við eitt af risa­veldum jarð­ar­inn­ar. Stríð sem þeir gátu ekki unn­ið.

Um tíma leit út fyrir að Moskva gætið fallið og margir hafa velt því fyrir sér hver örlögin hefðu verið hefði þýski her­inn beitt sér fyrst að Moskvu í stað Kíev. En sagan sýnir að Rússum tókst að verja Moskvu og eftir vetr­ar­sókn þeirra var borgin aldrei aftur í hættu. Eftir stríð þá var hún gerð að einni af hetju­borgum Sov­ét­ríkj­anna vegna mik­il­vægis varnar hennar í stríð­inu.

Í Moskvu eru margar sögu­frægar bygg­ingar og söfn sem vert er að skoða. Þið getið ímyndað ykkur her­menn­ina sem gegnu fram­hjá Kreml á leið á víg­stöðv­arnar hinn örlaga­ríka vet­ur. Njótið vel.

(Rúss­neskir her­menn á her­sýn­ingu við Kreml á leið á víg­stöðv­arn­ar.)

Vol­gograd  Sta­lín­grad

Vol­gograd hét Stalín­grad í seinni heims­styrj­öld­inni. Hún var þá nefnd eftir Stalín sjálfum og var fyr­ir­mynd­ar­borg Sov­ét­ríkj­anna. Þar átti ein fræg­asta orr­usta allra tíma sér stað, Orr­ustan um Stalín­grad.

Um vorið 1942 þá virt­ist allt ganga mönd­ul­veld­unum í hag. Þjóð­verjar höfðu lagt undir sig megnið af fasta­landi Evr­ópu, lagt undir sig Úkra­ínu, Hvíta-Rúss­land og stór svæði af vestur Rússalndi. Á sama tíma þá hafði Japönum tek­ist að leggja undir sig hálft Kyrra­haf­ið. Í Norður Afr­íku þá hafði Rommel tek­ist að hrökkva Bretum á flótta. Ekk­ert virt­ist geta stöðvað þessar stríðs­þjóð­ir. Eftir að hafa stöðvað vetr­ar­sókn Sov­ét­manna þá und­ir­bjuggu Þjóð­verjar nýja sókn. Fyrsta árið hafði veikt heri þeirra en þeir voru enn í ráð­andi stöðu. Þeir áttu þó enga mögu­leika á að sækja fram á öllu víg­stöðvum eins og árið áður og ákváðu að leggja áherslu á að ná undir sig olíu­svæðum Kákasus enda höfðu Þjóð­verjar mjög tak­markað aðgengi að bens­íni og olíu sem knýði þyrsta víg­vél þeirra áfram. Það er athygl­is­vert að Stalín­grad var ekki á meðal helstu mark­miða sum­ar­sókn­ar­inn­ar, heldur átti aðeins að sækja að bökkum Volgu til að verja sókn­ina að Kákasus.

Sóknin fór vel af stað en hinar miklu víð­áttur Rúss­lands voru erf­iðar yfir­ferðar og aðflutn­ingar vista, skot­færa og elds­neytis reynd­ust mjög erf­iðir og hægðu á sókn­inni. Þegar sjötti þýski her­inn kom að Stalín­grad þá stefndu þeir á að ná borg­inni en Rauði her­inn hafði haft tíma til að koma við vörn­um. Borgin varð fljótt lögð í rúst en í aðgerðum stríð­andi aðila varð borgin langt um mik­il­væg­ari en hern­að­ar­legt mik­il­vægi hennar sagði eitt og til um. Orr­ustan um borg­ina varð að tákn­rænum bar­daga fyrir stríðið allt. Rússar og Þjó­verjar sendu inn meiri og meiri her­afla en hvor­ugur gat unn­ið. Þar sem Þjóð­verjar áttu ekki næga her­menn þá urðu þeir að reiða sig meira og meira á banda­menn sína, Rúm­ena, Ítali og Ung­verja og fengu herir þess­ara landa það hlut­verk að halda uppi vör­unum til hliðar við Stalín­grad á meðan þýsku her­menn­irnir fengu það hlut­verk að ná borg­inni. Það leit líka útfyrir að Þjóð­verjar hefðu betur því í hverri sókn tókst þeim að leggja nýja hluta borg­ar­innar undir sig og í nóv­em­ber þá réðu þeir yfir næstum níu tíundu þess­arar borgar sem var orðin rústir ein­ar.

(Kort úr bók­inni Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitorfanova sem sýnir sókn Þjóð­verja 1942. Takið eftir að herir banda­manna þeirra, Rúm­ena, Ung­verja og Ítala eru um helm­ingur sókn­ar­hers­ins en Þjóð­verjar urðu að reiða sig á banda­menn sína til að bæta upp eigið mann­fall. Þessir herir voru þó illa útbúnir og máttu sín lít­ils gegn skrið­drekum Rússa.)

Frá því í sept­em­ber þá höfðu yfir­menn Rauða hers­ins hins­vegar mun metn­að­ar­fyllri ráða­gerð í huga. Þeir myndu senda inn í Stalín­grad rétt nóg af her­mönnum og her­gögnum til að forða henni frá falli til að draga Þjóð­verja í kostn­að­ar­samt þreyti­stríð. Á meðan þeir byggðu upp nýja sókn­ar­heri til vest­urs og suður við borg­ina. 19. nóv­em­ber réð­ust þeir fram í Úranus aðgerð­inni og á þremur dögum tókst þeim að umkringja Stalín­grad og loka inni um 300.000 her­menn Þjóð­verja í her­kví. Til­raunir Þjóð­verja til að opna leið til Stalín­grad brugð­ust og fljótt varð þeim stærri vandi á höndum þegar það elit útfyrir að allur her þeirra í Kákasus myndi líka lok­ast af. Þjóð­verjar ein­beittu sér að bjarga þeim sveitum og örlög Þjóð­verja og banda­manna þeirra við Stalín­grad voru ráð­in. Þegar þeir gáfust upp vrou aðeins um 90.000 her­menn enn á lífi og rétt um 5000 lifðu nógu lengi til að snú heim til Þýskalands.

Orr­ustan um Stalín­grad varð hinn tákræni vendi­punktur aust­ur­víg­stöðv­anna og heim­styrj­ald­ar­innar allr­ar. Eftir Stalín­grad myndu Þjóð­verjar ekki vinna aðra stór­sigra og fljótt tók við stöðugt und­an­hald sem end­aði með því að Rauði her­inn lagði undir sig Berlín. Tíma­ritið TIME valdi Stalín sem mann árs­ins 1942 og sagði að eftir þetta þá væri öruggt að banda­menn myndu fara með sig­ur. Það reynd­ist líka vera rétt.

Nafni borg­ar­innar var breytt í Vol­gograd árið 1961 þegar verið var að afmá ummerki Stalíns undir stjórn Nikita Krú­stjoff. Líkt og Moskva var Stalín­grad gerð að hetju­borg. Í dag má finna mörg minn­is­merki í borg­inni um þennan hild­ar­leik en þar má helst nefna minn­is­merkið við Mamayev Kurg­an. Þar stendur stærsta stytta Rúss­lands, Móð­ur­jörðin kallar á hæð og allt í kring eru minn­is­varðar um átök­in.

(Junkers Ju 87 betur þekkt sem Stúka flug­vélar á sveimi yfir Stalín­grad sem stendur við hlið Volg­u.)

Rostov-á-Don

Rostov-á-Don er mik­il­væg borg þar sem brýr liggja yfir stór­fljótið Don og var borgin lyk­ill að Kákasus svæð­inu. Þjóð­verjum tókst að ná henni tvisvar í seinni heims­styrj­öld­inni. Fyrst í Bar­barossa-inn­rásinni í nóv­em­ber 1941 en höfðu þá farið fram úr sér. Sov­ét­mönnum tókst að skip­leggja gagn­sókn og von Rund­stedt mar­skálkur fyr­ir­skip­aði und­an­hald. Hitler skip­aði honum að hætta við en Rund­stedt hlýddi því engu og var rek­inn. Von Raichenau sem tók við af honum sá að þetta var það eina rétta í stöð­unni og Sov­ét­menn náðu borg­inni aftur 2. des­em­ber.

Þjóð­verjar náðu svo borg­inni aftur í lok júlí 1942 í sókn sinni til Kákasus og komust þannig yfir Don á nýjan leik og héldu henni fram í Febr­úar 1943 þegar Sov­ét­menn náðu henni til­baka eftir sókn sína við Stalín­grad. Eftir að Þjóð­verjar náðu henni í júlí þá myrtu þeir 27.000 gyð­inga sem bjuggu þar.

Rostov-á-Don var þá og er enn í dag mik­il­væg sam­göngu­mið­stöð og tengir saman Svarta­haf­ið, Kaspía­haf, Eystra­salt­ið, Azov-haf og Hvíta­haf. Í borg­inni bú rúm­lega milljón íbú­ar. Ekki er mikið um minn­is­merki um seinni heims­styrj­öld­ina í borg­inni og er hún lág­stemmd­ari en hinar tvær.

(Brýrnar yfir Don fljót stór­skemmdar eftir orr­ust­unar um Rostov.)

Grein­ar­höf­undur er höf­undur bók­ar­innar Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitrofanova sem kemur út um jól­in. Bókin segir sögu aust­ur­víg­stöðv­anna í seinni heims­styrj­öld­inni. Þá segir hún einnig frá ævi Maríu Mitrofanovu sem fædd­ist 1925 í Smo­lensk og barð­ist í Rauða hernum í seinni heims­styrj­öld­inni en Rússar kalla það stríð Föð­ur­lands­stríðið mikla og það var hennar stríð. Í dag býr María í Breið­holt­inu eftir að hafa lifa við­burða­ríka ævi.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar