HM borgirnar Moskva, Volgograd og Rostov í seinni heimsstyrjöldinni

HM borgir Ísland á HM í Rússlandi eru sögufrægar, ekki síst fyrir að vera miðpunktur átaka í Föðurlandsstríðinu mikla.

Auglýsing

Ég er enn að jafna mig á þeim frá­bæra og nán­ast ótrú­lega áfanga að karla­lands­lið Íslands skuli vera á leið­inni á HM. Ég við­ur­kenni að þegar ég var yngri þá bjóst ég ekki við að það myndi ger­ast á minni ævi. En við erum á leið­inni og keppnin verður haldin í Rúss­landi. Nú er búið að draga í riðla og ljóst er að Ísland mun keppa við þessi lands­lið í þessum borg­um:

Ísland - Argent­ína í Moskvu 16. júní.

Ísland - Nígería í Vol­gograd 22. júní.

Auglýsing

Ísland - Króa­tía í Rostov 26. júní.

Þetta eru allt sögu­frægar borgir og ekki síst úr seinni heims­styrj­öld­inni þar sem örlaga­ríkar orr­ustur voru háðar við hverja og eina eftir að Þjóð­verjar réð­ust inn í Sov­ét­ríkin þann 22. júní 1941 í Bar­barossa-að­gerð­inn. Þar sem margir Íslend­ingar mun fara á HM þá er ekki úr vegi að skoða aðeins þessa sögu enda gerir það ferða­lagið skemmti­legra að þekkja til þess­ara borga áður en þangað er far­ið.

Moskva

Var þá höf­uð­borg Sov­ét­ríkj­anna rétt eins og hún er höf­uð­borg Rúss­lands í dag. Borgin á sér langa sögu og fyrsti vísir að borg var á tólftu öld eftir Krist. Í inn­rás Þjó­verja þá var mark­mið þeirra að gjörsigra her­sveitir Sov­ét­ríkj­anna eða Rauða her­inn eins og hann kall­að­ist. Þjóð­verjar voru mjög sig­ur­reifir eftir að hafa unnið Pól­land, Dan­mörk, Nor­eg, Frakk­land, Júgóslavíu og Grikk­land. Þeir höfðu unnið hvern stór­sig­ur­inn á eftir öðrum og flestir í þeirra röðum töldu að Svo­v­ét­ríkin myndu falla fljótt. Hitler hafði meir að segja látið eftir sér að „Við þurfum aðeins að sparka niður hurð­inni og hið rotna hús mun hrynja.“

Það kom þó á dag­inn að Rauði her­inn var stærri en her­for­ingjum Þjóð­verja hafði órað fyrir og landið var líka marg­falt stærra en þau lönd sem þeir höfðu þegar lagt undir sig. Þegar komið var fram í ágúst þá voru engin upp­gjaf­ar­merki hjá Rússum og enn voru stórir herir ósigr­að­ir. Það var þá sem helstu for­ingjar og Hitler deildu um fram­hald­ið. Sumir her­for­ingj­anna vildu taka stefn­una á Moskvu en Hitler taldi mik­il­væg­ara að sigra stærstu heri sem Sov­ét­menn áttu við Kíev. Ákvörðun Hitlers varð ofan á og við tóku orr­ustur um Kíev sem lauk með enn einum sigri Þjóð­verja en nú var að nálg­ast októ­ber og haustregnin breyttu vegum í leðju og drullu og frek­ari sóknir voru ómögu­leg­ar. Rússar kalla þetta tíma­bil raputitsa sem þýðir veg­leysu­tíma­bil­ið.

 

(Kort úr bók­inni Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitrofanova sem sýnir vel sókn­ar­hraða Þjóð­verja. Í fyrstu komust þeir hratt yfir en stöðugt hægði á fram­gangi þeirra.)

Þann 7. nóv­em­ber hafði Stalín kall­aði til mik­illar her­sýnignar í Moskvu á afmæli októ­ber­bylt­ing­ar­inn­ar. Það var gert til að stappa stál­inu í íbú­anna og her­sveit­irnar fóru beint á víg­stöðv­arn­ar. Það var ekki fyrr en 15. nóv­em­ber að þýski her­inn gat hafið stór­sókn gegn Moskvu. Þrátt fyrir sam­fellda sig­ur­göngu þá var mjög gengið á þýska her­inn, rétt um þriðj­ungur far­ar­tækja voru enn öku­hæf og það hafði verið tals­vert mann­fall í her­sveit­un­um. Rússar höfðu notað tíman vel og byggt upp varnir og kall­aði til nýjar her­sveitir til að mæta þess­ari sókn.

Þegar fyrstu frostin komu þá gladdi það Þjóð­verj­anna því nú var jarð­veg­ur­inn aftur orðin nógu harður til að skrið­drekar kæmust áfram en sú gleði var skamm­vinn því við tók kald­asti vetur tutt­ug­ustu ald­ar­innar og Þjóð­verjar voru engan veg­inn í stakk búnir að mæta hon­um. Við það bætt­ist harð­andi mót­spyrna Rauða hers­ins og slæmt ástand þýska hers­ins. Þann 5. des­em­ber fyr­ir­skip­aði þýska her­ráðið að frek­ari sókn­ar­að­gerðum skyldi slegið á frest en þá voru þýskar her­sveitir komnar í aðeins 15 km fjar­lægð frá Moskvu. Þjóð­verjar gerðu ráð fyrir að Rússar væru í enn verri málum enda höfðu þeir fellt eða tekið til fanga allt að 6 millj­ónir her­manna Rauða hers­ins. En þar mis­reikn­uðu þeir sig hrapa­lega.

Þrátt fyrir mik­inn missi gegn sókn Þjóð­verja þá hafði Rússum tek­ist að byggja upp nýja heri og kalla til her­sveitir frá Asíu. Þær her­sveitir voru vígvanar eftir bar­daga við Jap­ani og þar að auki vel útbúnar til vetr­ar­hern­aðar og köll­uð­ust Síber­íu­her­sveit­irn­ar. Með þessar nýju sveitir þá sótti Rauði her­inn nú fram og náði að hrekja þýska her­inn 100 til 250 km frá Moskvu.

Það var ekki ljóst þá en þessi vetr­ar­sókn Sov­ét­manna mark­aði þátta­skil í stríð­inu. Í fyrsta sinn höfðu Þjóð­verjar farið hall­l­oka í átökum og voru nú komnir í lang­vinnt stríð við eitt af risa­veldum jarð­ar­inn­ar. Stríð sem þeir gátu ekki unn­ið.

Um tíma leit út fyrir að Moskva gætið fallið og margir hafa velt því fyrir sér hver örlögin hefðu verið hefði þýski her­inn beitt sér fyrst að Moskvu í stað Kíev. En sagan sýnir að Rússum tókst að verja Moskvu og eftir vetr­ar­sókn þeirra var borgin aldrei aftur í hættu. Eftir stríð þá var hún gerð að einni af hetju­borgum Sov­ét­ríkj­anna vegna mik­il­vægis varnar hennar í stríð­inu.

Í Moskvu eru margar sögu­frægar bygg­ingar og söfn sem vert er að skoða. Þið getið ímyndað ykkur her­menn­ina sem gegnu fram­hjá Kreml á leið á víg­stöðv­arnar hinn örlaga­ríka vet­ur. Njótið vel.

(Rúss­neskir her­menn á her­sýn­ingu við Kreml á leið á víg­stöðv­arn­ar.)

Vol­gograd  Sta­lín­grad

Vol­gograd hét Stalín­grad í seinni heims­styrj­öld­inni. Hún var þá nefnd eftir Stalín sjálfum og var fyr­ir­mynd­ar­borg Sov­ét­ríkj­anna. Þar átti ein fræg­asta orr­usta allra tíma sér stað, Orr­ustan um Stalín­grad.

Um vorið 1942 þá virt­ist allt ganga mönd­ul­veld­unum í hag. Þjóð­verjar höfðu lagt undir sig megnið af fasta­landi Evr­ópu, lagt undir sig Úkra­ínu, Hvíta-Rúss­land og stór svæði af vestur Rússalndi. Á sama tíma þá hafði Japönum tek­ist að leggja undir sig hálft Kyrra­haf­ið. Í Norður Afr­íku þá hafði Rommel tek­ist að hrökkva Bretum á flótta. Ekk­ert virt­ist geta stöðvað þessar stríðs­þjóð­ir. Eftir að hafa stöðvað vetr­ar­sókn Sov­ét­manna þá und­ir­bjuggu Þjóð­verjar nýja sókn. Fyrsta árið hafði veikt heri þeirra en þeir voru enn í ráð­andi stöðu. Þeir áttu þó enga mögu­leika á að sækja fram á öllu víg­stöðvum eins og árið áður og ákváðu að leggja áherslu á að ná undir sig olíu­svæðum Kákasus enda höfðu Þjóð­verjar mjög tak­markað aðgengi að bens­íni og olíu sem knýði þyrsta víg­vél þeirra áfram. Það er athygl­is­vert að Stalín­grad var ekki á meðal helstu mark­miða sum­ar­sókn­ar­inn­ar, heldur átti aðeins að sækja að bökkum Volgu til að verja sókn­ina að Kákasus.

Sóknin fór vel af stað en hinar miklu víð­áttur Rúss­lands voru erf­iðar yfir­ferðar og aðflutn­ingar vista, skot­færa og elds­neytis reynd­ust mjög erf­iðir og hægðu á sókn­inni. Þegar sjötti þýski her­inn kom að Stalín­grad þá stefndu þeir á að ná borg­inni en Rauði her­inn hafði haft tíma til að koma við vörn­um. Borgin varð fljótt lögð í rúst en í aðgerðum stríð­andi aðila varð borgin langt um mik­il­væg­ari en hern­að­ar­legt mik­il­vægi hennar sagði eitt og til um. Orr­ustan um borg­ina varð að tákn­rænum bar­daga fyrir stríðið allt. Rússar og Þjó­verjar sendu inn meiri og meiri her­afla en hvor­ugur gat unn­ið. Þar sem Þjóð­verjar áttu ekki næga her­menn þá urðu þeir að reiða sig meira og meira á banda­menn sína, Rúm­ena, Ítali og Ung­verja og fengu herir þess­ara landa það hlut­verk að halda uppi vör­unum til hliðar við Stalín­grad á meðan þýsku her­menn­irnir fengu það hlut­verk að ná borg­inni. Það leit líka útfyrir að Þjóð­verjar hefðu betur því í hverri sókn tókst þeim að leggja nýja hluta borg­ar­innar undir sig og í nóv­em­ber þá réðu þeir yfir næstum níu tíundu þess­arar borgar sem var orðin rústir ein­ar.

(Kort úr bók­inni Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitorfanova sem sýnir sókn Þjóð­verja 1942. Takið eftir að herir banda­manna þeirra, Rúm­ena, Ung­verja og Ítala eru um helm­ingur sókn­ar­hers­ins en Þjóð­verjar urðu að reiða sig á banda­menn sína til að bæta upp eigið mann­fall. Þessir herir voru þó illa útbúnir og máttu sín lít­ils gegn skrið­drekum Rússa.)

Frá því í sept­em­ber þá höfðu yfir­menn Rauða hers­ins hins­vegar mun metn­að­ar­fyllri ráða­gerð í huga. Þeir myndu senda inn í Stalín­grad rétt nóg af her­mönnum og her­gögnum til að forða henni frá falli til að draga Þjóð­verja í kostn­að­ar­samt þreyti­stríð. Á meðan þeir byggðu upp nýja sókn­ar­heri til vest­urs og suður við borg­ina. 19. nóv­em­ber réð­ust þeir fram í Úranus aðgerð­inni og á þremur dögum tókst þeim að umkringja Stalín­grad og loka inni um 300.000 her­menn Þjóð­verja í her­kví. Til­raunir Þjóð­verja til að opna leið til Stalín­grad brugð­ust og fljótt varð þeim stærri vandi á höndum þegar það elit útfyrir að allur her þeirra í Kákasus myndi líka lok­ast af. Þjóð­verjar ein­beittu sér að bjarga þeim sveitum og örlög Þjóð­verja og banda­manna þeirra við Stalín­grad voru ráð­in. Þegar þeir gáfust upp vrou aðeins um 90.000 her­menn enn á lífi og rétt um 5000 lifðu nógu lengi til að snú heim til Þýskalands.

Orr­ustan um Stalín­grad varð hinn tákræni vendi­punktur aust­ur­víg­stöðv­anna og heim­styrj­ald­ar­innar allr­ar. Eftir Stalín­grad myndu Þjóð­verjar ekki vinna aðra stór­sigra og fljótt tók við stöðugt und­an­hald sem end­aði með því að Rauði her­inn lagði undir sig Berlín. Tíma­ritið TIME valdi Stalín sem mann árs­ins 1942 og sagði að eftir þetta þá væri öruggt að banda­menn myndu fara með sig­ur. Það reynd­ist líka vera rétt.

Nafni borg­ar­innar var breytt í Vol­gograd árið 1961 þegar verið var að afmá ummerki Stalíns undir stjórn Nikita Krú­stjoff. Líkt og Moskva var Stalín­grad gerð að hetju­borg. Í dag má finna mörg minn­is­merki í borg­inni um þennan hild­ar­leik en þar má helst nefna minn­is­merkið við Mamayev Kurg­an. Þar stendur stærsta stytta Rúss­lands, Móð­ur­jörðin kallar á hæð og allt í kring eru minn­is­varðar um átök­in.

(Junkers Ju 87 betur þekkt sem Stúka flug­vélar á sveimi yfir Stalín­grad sem stendur við hlið Volg­u.)

Rostov-á-Don

Rostov-á-Don er mik­il­væg borg þar sem brýr liggja yfir stór­fljótið Don og var borgin lyk­ill að Kákasus svæð­inu. Þjóð­verjum tókst að ná henni tvisvar í seinni heims­styrj­öld­inni. Fyrst í Bar­barossa-inn­rásinni í nóv­em­ber 1941 en höfðu þá farið fram úr sér. Sov­ét­mönnum tókst að skip­leggja gagn­sókn og von Rund­stedt mar­skálkur fyr­ir­skip­aði und­an­hald. Hitler skip­aði honum að hætta við en Rund­stedt hlýddi því engu og var rek­inn. Von Raichenau sem tók við af honum sá að þetta var það eina rétta í stöð­unni og Sov­ét­menn náðu borg­inni aftur 2. des­em­ber.

Þjóð­verjar náðu svo borg­inni aftur í lok júlí 1942 í sókn sinni til Kákasus og komust þannig yfir Don á nýjan leik og héldu henni fram í Febr­úar 1943 þegar Sov­ét­menn náðu henni til­baka eftir sókn sína við Stalín­grad. Eftir að Þjóð­verjar náðu henni í júlí þá myrtu þeir 27.000 gyð­inga sem bjuggu þar.

Rostov-á-Don var þá og er enn í dag mik­il­væg sam­göngu­mið­stöð og tengir saman Svarta­haf­ið, Kaspía­haf, Eystra­salt­ið, Azov-haf og Hvíta­haf. Í borg­inni bú rúm­lega milljón íbú­ar. Ekki er mikið um minn­is­merki um seinni heims­styrj­öld­ina í borg­inni og er hún lág­stemmd­ari en hinar tvær.

(Brýrnar yfir Don fljót stór­skemmdar eftir orr­ust­unar um Rostov.)

Grein­ar­höf­undur er höf­undur bók­ar­innar Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitrofanova sem kemur út um jól­in. Bókin segir sögu aust­ur­víg­stöðv­anna í seinni heims­styrj­öld­inni. Þá segir hún einnig frá ævi Maríu Mitrofanovu sem fædd­ist 1925 í Smo­lensk og barð­ist í Rauða hernum í seinni heims­styrj­öld­inni en Rússar kalla það stríð Föð­ur­lands­stríðið mikla og það var hennar stríð. Í dag býr María í Breið­holt­inu eftir að hafa lifa við­burða­ríka ævi.Meira úr sama flokkiAðsendar greinar