Afköst í byggingariðnaði

Benedikt Sigurðarson segir að viðlagasjóður húsnæðismála gæti byggt 10.000 hagkvæmar íbúðir fyrir almenna neytendur á árunum 2018 til 2022 án þess að sprengja vinnumarkaðinn og án þess að verðfella íbúðamarkaðinn.

Auglýsing

Ævar Rafn Haf­þórs­son hefur gert grein­ingu á bygg­ing­ar­kostn­aði íbúða hér á land­i. ­Með sam­an­burði á vinnu­liðum sam­bæri­legra íbúða kemur í ljós að ógn­væn­legur munur er milli afkast í íslenska bygg­ing­ar­geir­anum miðað við þann norska. ­Samt vinna fjölda­margir íslenskir iðn­að­ar­menn í Nor­egi í lengri tíma þannig að vinnu­brögð og verk­lag ætti að hafa “smitast” á milli.

Ef það þarf kannski 40-50% fleiri vinnu­stundir til að byggja eina íbúð á Íslandi heldur en í Nor­egi þá er eitt­hvað gríð­ar­lega mikið að. ­Reyndur iðn­meist­ari sem unnið hefur í Nor­egi segir mér að eft­ir­lit á bygg­ing­ar­stað og umsjón bygg­ing­ar­svæða sé almennt tals­vert skipu­lagð­ara í Nor­egi heldur en hann hafði áður van­ist hér heima. ­Sér­fræð­ingur á íslenskri verk­fræði­stofu sem hefur reynslu af bygg­ing­ar­stjórn og eft­ir­liti á bygg­ing­ar­stað í báðum löndum full­yrðir að það sé him­inn og haf á milli þess hversu nýt­ing á virkum og “seldum vinnu­tíma” sé miklu betri í Nor­egi en hér­lend­is.

Á grund­velli þess­ara ­upp­lýs­ingar er rök­rétt að álykta að mikil þörf sé á að stór­bæta verk­skipu­lag og gæða­eft­ir­lit á bygg­ing­ar­stað hér á landi.

Auglýsing

Það mundi verða allra hagur að ná bættir nýt­ingu vinnu­tíma og þar með bók­staf­lega tæki­færi til að lækka bygg­ing­ar­kostn­að­inn - og um leið ætti slíkt að geta aukið gæði vinn­unnar þar sem færri kæmu að hverjum ein­stökum verk­þætti.

Ef við nálg­umst sömu afköst í vinnu­tíma þá ætti ekki að vera óraun­sætt miðað við mat Ævars Rafns að auka afköstin í grein­inni um 25-30% - með sama mann­skap.

Annað sem Ævar Rafn fjallar um í nýjum pistil á Kjarn­anum er einmitt á þeirri spýt­unni; - að afköst í bygg­ing­ar­iðn­aði með hefð­bundnum og óbreyttum aðferðum við “stað­steypu og mód­el­smíði fjöl­býl­is­húsa” Þá séu ekki nægi­lega margir iðn­að­ar­menn til staðar þannig að unnt verði að fram­leiða íbúðir og vinna niður þann skort sem er að valda verð­bólunni.

Lík­lega er þetta alger­lega rétt hjá hon­um; það eru ann­ars vegar of slök afköst í grein­inni per vinnu­stund auk þess eru bók­staf­lega of fáir iðn­að­ar­menn til staðar og hins vegar þá eru hefð­bundnar aðferðir við bygg­ing­ar, efn­is­notkun og tækni í mód­el­smíðum íbúð­ar­húsa sem leiða til þess að það er nán­ast eng­inn ávinn­ingur feng­inn með hag­kvæmni í hönn­un, stöðlun bygg­ing­ar­hluta og þá rað­smíði og magninn­kaup­um.

Und­ir­rit­aður hefur bent á að til að auka afköst í bygg­ing­ar­iðn­aði – án þess að valda óeðli­legu álagi á vinnu­mark­að­inn og dömpa gæðum – þá sé rétta leiðin að leggja upp sam­eig­in­leg verk­efni neyt­enda­fé­laga, sveit­ar­fé­laga og rík­is­valds­ins um útfærslu á hag­kvæmri hönnun og fara í rað­smíði og magninn­kaup hús­ein­ing í sam­starfi við burð­uga erlenda fram­leið­end­ur.

Er þá ekki einmitt rétti tím­inn til þess að nýta reynsl­una frá því þegar Við­laga­sjóður byggði 500 íbúðir yfir­ Vest­mann­ey­inga árin 1973-1974 – nán­ast ein­göngu með inn­flutn­ingi ein­inga­húsa? Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur hönnun heils­árs­húsa og fram­leiðslu fleygt fram - og tækni og efni batnað – þannig að verð og gæði ein­inga­húsa hefur lík­lega aldrei verið betra.

Grein­ingar Ævars Rafns styðja með góðum rök­um;

  • Að afköst bygg­ing­ar­iðn­aðar á vinnu­stund er langt undir því sem er í Nor­egi
  • Að geta bygg­ing­ar­geirans til að auka fram­boð íbúða með óbreyttum aðferðum stað­byggðra mód­el­í­búða er tak­markað

Þess vegna þurfum við breyta um aðferðir og taka upp nýja nálg­un;

  1. Leggja þarf upp stærri sam­flot íbúða­fé­laga neyt­enda og opin­berra aðila um hag­kvæma hönn­un, stöðlun lausna, rað­smíði og magninn­kaup á hús­ein­ingum og bygg­ing­ar­efnum
  2. Stór­bæta þarf nýt­ingu á vinnu­tíma í bygg­ing­ar­iðn­aði og beita til þess bæði nýrri tækni og gæða­eft­ir­liti
  3. Skila þarf ávinn­ingi beint til neyt­enda; með umtals­vert lægra verði prfm.
  4. Aukin fram­leiðsla og styttri bygg­ing­ar­tími með rað­smíð­i/­magn­kaupum ein­inga­húsa – flýtir fyrir Því að jafn­vægi skap­ist á fram­boði og eft­ir­spurn og með því leitar mark­aðs­verðið nær bygg­ing­ar­kostn­að­in­um.

Þessi breyt­ing getur ekki átt sér stað með mark­vissum hætti nema með því að neyt­enda­væða bygg­ingar og rekst­ur ­í­búð­ar­hús­næð­is að nýju. ­Fé­lög neyt­enda(hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög/­sjálfs­eign­ar­fé­lög NFP) og ein­stak­lingar sem byggja yfir sig sjálfir verð­skulda að fá for­gang að lóðum á “sann­virði” – sem aldrei væri meira en helm­ingur af því sem fjár­festar og verk­takar mundu borga fyrir lóð­irn­ar.

Mik­il­vægar umbætur á hús­næð­is­mark­aði hafa sl. 100 ár náðst fram með virkri bar­áttu laun­þega og aðhaldi að stjórn­mála­mönn­um. Neyt­endur verða sjálfir því að setja press­una á sína fram­línu í sveit­ar­stjórnum og í rík­is­stjórn – og ekki síst á for­ystu­fólk í stétt­ar­fé­lög­um.   Það gengur auð­vitað ekki að for­ystu­fólk laun­þega gangi erinda fjár­magns­eig­enda og sé í liði með and­stæðum hags­munum undir því ­yf­ir­skin­i að þannig verði líf­eyr­is­sjóð­unum helst borg­ið.  (Og ekki dugir SALEK til þess með stór­hækk­uðum iðgjöldum heldur er nú lagt af stað með frestun á líf­eyr­i­s­töku til 70 ára ald­ur­s.)

Allir vita að verð­bólan á íbúða­mark­aði er ósjálf­bær og tjúnuð upp af braski og spá­kaup­mennsku. Leigu­mark­að­ur­inn er okur – og svo ótraustur að þar vill eng­inn þurfa að ver­a. Verð­hækk­anir á nýjum íbúðum á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru farnar að teygja fer­metra­verðið jafn­vel 100-200 þús­und krónur umfram raun­veru­legan bygg­ing­ar­kostnað

Sé nýleg mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar (októ­ber 2017) og grein­ing Vinnu­mála­stofn­unar skoð­aðar má leiða að því líkur að íbúa­fjölgun verði veru­leg og var­an­leg - m.a. með inn­flutn­ingi á vinnu­afli til heils­árs­starfa.

Stór hluti af nýju erlendu vinnu­afli býr ekki í var­an­legum íbúðum - heldur í óleyf­is­bú­setu og óskil­greindum bráða­birgða­lausnum í ofsetnum og ófull­nægj­andi íbúð­um.

Það verður því að marg­falda bygg­ingar - til að vinna niður skort­inn.

Það þarf aug­ljós­lega að inn­leiða hér­lendis þró­aðar aðferðir með rað­smíði, stöðlun og for­smíði ein­inga.

Það þarf að lækka fjár­magns­kostn­að­inn - og stytta bygg­ing­ar­tím­ann

Það þarf að skapa neyt­endum hag­kvæman leigu­markað og búsetu­rétt­ar­markað í sam­vinnu­fé­lögum - sem menn geta nýtt sem milli­þrep inn á kaup­enda­mark­að­inn - en búið við öryggi eins lengi og þeir kjós­a. Til þess þarf rík­is­vald­ið/AL­þingi að tryggja hag­kvæma fjár­mögnun og for­gang að lóð­um.

Fyr­ir­myndir eru til í nágranna­löndum eins og Sví­þjóð og Þýska­land­i/Aust­ur­ríki og víðar -þar sem leigu­mark­aður er undir stýr­ingu og römmum sem þjóna neyt­endum – og þar sem eru heil­brigð starfs­skil­yrði fyrir neyt­enda­rek­inn íbúða­markað í almanna­þágu.  

Lærum af nágrönnum okkar - - og flytjum inn hag­kvæmar lausnir í allra þágu.

Við­laga­sjóður til íbúða­bygg­inga 2018-2022 er mál­ið; - í sam­starfi neyt­enda og sveit­ar­fé­laga með þró­un­ar­stuðn­ingi frá Alþingi. Byggjum allt að 10000 hag­kvæmar íbúðir í slíkri umgjörð á skömmum tíma og skilum til almenn­ings á raun­virði.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Búfesti hsf og sam­vinnu­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar