Elítan vill fara sitt höfrungahlaup

Kjararáð hefur hækkað elítuna hjá ríkinu um tugi prósenta í launum að undanförnu. Áhrifin eru alvarleg á yfirspenntan vinnumarkað.

Auglýsing

Kjara­ráð birti í dag ákvörðun sína um að hækka laun bisk­ups um 21 pró­sent og færa honum millj­óna ein­greiðslu núna um ára­mótin vegna aft­ur­virkni ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Ákvörð­unin er í sam­ræmi við höfr­unga­hlaups­á­kvarð­anir kjara­ráðs að und­an­förnu, en allt frá því á kjör­dag í fyrra, þegar ráðið hækk­aði laun ráða­manna um tugi pró­senta í einu stökki, þá hefur þró­unin verið sú, að hækka ein­staka stjórn­endur hjá rík­inu um tugi pró­senta. 

Í laga­text­anum um ráðið segir að við ákvörðun launa­kjara sam­kvæmt 4. gr. lag­anna skuli sér­stak­lega ­gæta sam­ræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá rík­inu sem greidd eru á grund­velli kjara­samn­inga ann­ars vegar og ákvarð­ana kjara­ráðs sam­kvæmt 3. gr. hins veg­ar. Þá skuli kjara­ráð ætíð taka til­lit til­ al­mennrar þró­unar kjara­mála á vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Ákvarð­anir ráðs­ins að und­an­förnu, þar sem laun hafa hækkað um tugi pró­sent hjá elítu lands­ins hjá rík­inu, hafa skilj­an­lega valdið miklum erf­ið­leikum í kjara­við­ræð­u­m. 

Allir sem að þeim koma hafa mót­mælt ákvörð­unum kjara­ráðs harð­lega, sem eðli­legt er. Það hefur ASÍ gert, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og einnig ein­staka stétt­ar­fé­lög fólks­ins á gólf­inu og hjá ein­staka fag­stéttum líka. Allan hring­inn eru ákvarð­anir ráðs­ins for­dæmdar og þær sagðar grafa undan rök­ræðum og sátt á vinnu­mark­aði.

Launa­kostn­aður er meg­in­þung­inn í rekstri, bæði hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækj­um. Ákvarð­anir um hækkun hjá þeim stéttum sem eru efst í lag­inu - ekki síst hjá rík­inu, þar sem sam­eig­in­legir sjóðir standa undir rekstr­inum - eru við­kvæmar að þessu leyti, þar sem aug­ljós­lega er litið til þeirra þegar kemur að hlut­falls­legri launa­þró­un.

Eini aðil­inn sem til­heyrir elít­unni, sem sýnt hefur ábyrgð í verki, er Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands. Hann mat stöð­una rétt eftir kjör­dag í fyrra, og afsal­aði sér inni­stæðu­lausri hækkun kjara­ráðs. Þingið og ráða­menn gerðu það ekki, og gáfu þannig tón­inn fyrir það sem koma skal á vinnu­mark­að­i. 

Elítan vill fara sitt höfr­unga­hlaup, en ætl­ast til þess að annað fólk, sem t.d. starfar ekki með neina rík­is­á­byrgð að baki sér, fái miklu minni hækk­un. Samt er það fólkið sem ber uppi verð­mæta­sköpun í land­inu, ekki síst núna eftir að ferða­þjón­ustan hefur gjör­breytt hag­kerf­inu. Þetta eru vond skila­boð fyrir heild­ina, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Meg­in­þorri fólks, held ég að sé óhætt að segja, sér hversu glóru­lausar ákvarð­anir kjara­ráðs hafa ver­ið, og áttar sig líka á því, að þetta snýst um það að fámennur sér­hags­muna­hópur stjórn­enda hjá rík­inu - elítu­hópur opin­berra starfs­manna - fái meira en aðrir hóp­ar. 

Von­andi er þetta aðeins bundið við þá sem sitja í ráð­inu núna - sem hætta von­andi sem allra fyrst, sér­stak­lega for­mað­ur­inn Jónas Þór Guð­munds­son, Sjálf­stæð­is­maður úr Hafn­ar­firði - en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þessi hroka­fulla afstaða kjara­ráðs - og elít­unnar sem sam­þykkir þær - sé komin til að vera. Það þýðir að mikil skil verða á milli elít­unnar og almenn­ings, sem aldrei kann góðri lukku að stýra í sam­fé­lög­um.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari