Elítan vill fara sitt höfrungahlaup

Kjararáð hefur hækkað elítuna hjá ríkinu um tugi prósenta í launum að undanförnu. Áhrifin eru alvarleg á yfirspenntan vinnumarkað.

Auglýsing

Kjara­ráð birti í dag ákvörðun sína um að hækka laun bisk­ups um 21 pró­sent og færa honum millj­óna ein­greiðslu núna um ára­mótin vegna aft­ur­virkni ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Ákvörð­unin er í sam­ræmi við höfr­unga­hlaups­á­kvarð­anir kjara­ráðs að und­an­förnu, en allt frá því á kjör­dag í fyrra, þegar ráðið hækk­aði laun ráða­manna um tugi pró­senta í einu stökki, þá hefur þró­unin verið sú, að hækka ein­staka stjórn­endur hjá rík­inu um tugi pró­senta. 

Í laga­text­anum um ráðið segir að við ákvörðun launa­kjara sam­kvæmt 4. gr. lag­anna skuli sér­stak­lega ­gæta sam­ræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá rík­inu sem greidd eru á grund­velli kjara­samn­inga ann­ars vegar og ákvarð­ana kjara­ráðs sam­kvæmt 3. gr. hins veg­ar. Þá skuli kjara­ráð ætíð taka til­lit til­ al­mennrar þró­unar kjara­mála á vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Ákvarð­anir ráðs­ins að und­an­förnu, þar sem laun hafa hækkað um tugi pró­sent hjá elítu lands­ins hjá rík­inu, hafa skilj­an­lega valdið miklum erf­ið­leikum í kjara­við­ræð­u­m. 

Allir sem að þeim koma hafa mót­mælt ákvörð­unum kjara­ráðs harð­lega, sem eðli­legt er. Það hefur ASÍ gert, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og einnig ein­staka stétt­ar­fé­lög fólks­ins á gólf­inu og hjá ein­staka fag­stéttum líka. Allan hring­inn eru ákvarð­anir ráðs­ins for­dæmdar og þær sagðar grafa undan rök­ræðum og sátt á vinnu­mark­aði.

Launa­kostn­aður er meg­in­þung­inn í rekstri, bæði hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækj­um. Ákvarð­anir um hækkun hjá þeim stéttum sem eru efst í lag­inu - ekki síst hjá rík­inu, þar sem sam­eig­in­legir sjóðir standa undir rekstr­inum - eru við­kvæmar að þessu leyti, þar sem aug­ljós­lega er litið til þeirra þegar kemur að hlut­falls­legri launa­þró­un.

Eini aðil­inn sem til­heyrir elít­unni, sem sýnt hefur ábyrgð í verki, er Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands. Hann mat stöð­una rétt eftir kjör­dag í fyrra, og afsal­aði sér inni­stæðu­lausri hækkun kjara­ráðs. Þingið og ráða­menn gerðu það ekki, og gáfu þannig tón­inn fyrir það sem koma skal á vinnu­mark­að­i. 

Elítan vill fara sitt höfr­unga­hlaup, en ætl­ast til þess að annað fólk, sem t.d. starfar ekki með neina rík­is­á­byrgð að baki sér, fái miklu minni hækk­un. Samt er það fólkið sem ber uppi verð­mæta­sköpun í land­inu, ekki síst núna eftir að ferða­þjón­ustan hefur gjör­breytt hag­kerf­inu. Þetta eru vond skila­boð fyrir heild­ina, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Meg­in­þorri fólks, held ég að sé óhætt að segja, sér hversu glóru­lausar ákvarð­anir kjara­ráðs hafa ver­ið, og áttar sig líka á því, að þetta snýst um það að fámennur sér­hags­muna­hópur stjórn­enda hjá rík­inu - elítu­hópur opin­berra starfs­manna - fái meira en aðrir hóp­ar. 

Von­andi er þetta aðeins bundið við þá sem sitja í ráð­inu núna - sem hætta von­andi sem allra fyrst, sér­stak­lega for­mað­ur­inn Jónas Þór Guð­munds­son, Sjálf­stæð­is­maður úr Hafn­ar­firði - en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þessi hroka­fulla afstaða kjara­ráðs - og elít­unnar sem sam­þykkir þær - sé komin til að vera. Það þýðir að mikil skil verða á milli elít­unnar og almenn­ings, sem aldrei kann góðri lukku að stýra í sam­fé­lög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari