Elítan vill fara sitt höfrungahlaup

Kjararáð hefur hækkað elítuna hjá ríkinu um tugi prósenta í launum að undanförnu. Áhrifin eru alvarleg á yfirspenntan vinnumarkað.

Auglýsing

Kjara­ráð birti í dag ákvörðun sína um að hækka laun bisk­ups um 21 pró­sent og færa honum millj­óna ein­greiðslu núna um ára­mótin vegna aft­ur­virkni ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Ákvörð­unin er í sam­ræmi við höfr­unga­hlaups­á­kvarð­anir kjara­ráðs að und­an­förnu, en allt frá því á kjör­dag í fyrra, þegar ráðið hækk­aði laun ráða­manna um tugi pró­senta í einu stökki, þá hefur þró­unin verið sú, að hækka ein­staka stjórn­endur hjá rík­inu um tugi pró­senta. 

Í laga­text­anum um ráðið segir að við ákvörðun launa­kjara sam­kvæmt 4. gr. lag­anna skuli sér­stak­lega ­gæta sam­ræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá rík­inu sem greidd eru á grund­velli kjara­samn­inga ann­ars vegar og ákvarð­ana kjara­ráðs sam­kvæmt 3. gr. hins veg­ar. Þá skuli kjara­ráð ætíð taka til­lit til­ al­mennrar þró­unar kjara­mála á vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Ákvarð­anir ráðs­ins að und­an­förnu, þar sem laun hafa hækkað um tugi pró­sent hjá elítu lands­ins hjá rík­inu, hafa skilj­an­lega valdið miklum erf­ið­leikum í kjara­við­ræð­u­m. 

Allir sem að þeim koma hafa mót­mælt ákvörð­unum kjara­ráðs harð­lega, sem eðli­legt er. Það hefur ASÍ gert, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og einnig ein­staka stétt­ar­fé­lög fólks­ins á gólf­inu og hjá ein­staka fag­stéttum líka. Allan hring­inn eru ákvarð­anir ráðs­ins for­dæmdar og þær sagðar grafa undan rök­ræðum og sátt á vinnu­mark­aði.

Launa­kostn­aður er meg­in­þung­inn í rekstri, bæði hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækj­um. Ákvarð­anir um hækkun hjá þeim stéttum sem eru efst í lag­inu - ekki síst hjá rík­inu, þar sem sam­eig­in­legir sjóðir standa undir rekstr­inum - eru við­kvæmar að þessu leyti, þar sem aug­ljós­lega er litið til þeirra þegar kemur að hlut­falls­legri launa­þró­un.

Eini aðil­inn sem til­heyrir elít­unni, sem sýnt hefur ábyrgð í verki, er Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands. Hann mat stöð­una rétt eftir kjör­dag í fyrra, og afsal­aði sér inni­stæðu­lausri hækkun kjara­ráðs. Þingið og ráða­menn gerðu það ekki, og gáfu þannig tón­inn fyrir það sem koma skal á vinnu­mark­að­i. 

Elítan vill fara sitt höfr­unga­hlaup, en ætl­ast til þess að annað fólk, sem t.d. starfar ekki með neina rík­is­á­byrgð að baki sér, fái miklu minni hækk­un. Samt er það fólkið sem ber uppi verð­mæta­sköpun í land­inu, ekki síst núna eftir að ferða­þjón­ustan hefur gjör­breytt hag­kerf­inu. Þetta eru vond skila­boð fyrir heild­ina, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Meg­in­þorri fólks, held ég að sé óhætt að segja, sér hversu glóru­lausar ákvarð­anir kjara­ráðs hafa ver­ið, og áttar sig líka á því, að þetta snýst um það að fámennur sér­hags­muna­hópur stjórn­enda hjá rík­inu - elítu­hópur opin­berra starfs­manna - fái meira en aðrir hóp­ar. 

Von­andi er þetta aðeins bundið við þá sem sitja í ráð­inu núna - sem hætta von­andi sem allra fyrst, sér­stak­lega for­mað­ur­inn Jónas Þór Guð­munds­son, Sjálf­stæð­is­maður úr Hafn­ar­firði - en það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þessi hroka­fulla afstaða kjara­ráðs - og elít­unnar sem sam­þykkir þær - sé komin til að vera. Það þýðir að mikil skil verða á milli elít­unnar og almenn­ings, sem aldrei kann góðri lukku að stýra í sam­fé­lög­um.

Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Kröfur í þrotabúi Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða
Í kringum 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélagsins Primera Air. Flugfélagið varð gjaldþrota á dögunum en forstjórinn og stærsti eigandinn hefur tekið yfir rekstur ferðaskrifstofunnar.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari