Að virkja góðborgara

Baldur Blöndal hvetur landsmenn til að kaupa flugelda af björgunarsveitunum til að fjármagna starfsemi þeirra í aðsendri grein.

Auglýsing

Björgunarsveitir landsins fengu enn eina ferðina að kynnast græðgi íslenskra tækifærissinna í aðdraganda áramótanna. Góðborgarar landsins fussa yfir þessum sníkjudýrum og reyna að vega á móti þessu með því að kaupa tvöfalt fleiri rakettur og lyklakippukalla. Einhverjir halda því fram að þessi þróun sé af hinu góða, meiri samkeppni á flugeldamarkaði mun hafa góð áhrif á verð og úrval, aðrir vilja meina að flugeldasala eigi að vera alfarið á vegum björgunarsveitanna. 

Samkeppnin í ár virtist harðari en áður og sérstaklega erfitt að flýja auglýsingarnar. Almennir flugeldasalar ítreka að markmið þeirra sé að veita neytandanum besta mögulega verðið og bjóðast jafnvel til að skutla flugeldunum út á land. Svo lofa þeir aukinheldur að gefa til góðgerðarmála, þvílíkir öðlingar! 

Auglýsingar Landsbjargar eru hins vegar í mun alvarlegri tón og minna mann á að þau séu alltaf tilbúin að bjarga þér þegar þú ert í vanda og að þau treysti á þinn stuðning. Stundum eru þær með kynningar á mannauði sínum og þá skýrir fertugur maður frá því að hann sé mikill fjölskyldumaður, hjartalæknir auk þess að vera alltaf tilbúinn að vakna klukkan 4 að morgni dags og drífa sig upp á jökul að finna týnda túrista. Sami maður er líka tilbúinn að standa í Kraft-galla við alla innganga Kringlunnar að selja þér lyklakippudrasl úr plasti á þúsundkall til að fjármagna þessa starfsemi. Starfsemi sem snýst um að bjarga þér þegar þú ert í vanda. Þetta eru líka öðlingar.

Auglýsing

Þjóðin þarf samt að gera upp á milli. Viltu veita þessum ótrúlega manni, sem er alltaf tilbúinn að hjálpa náunganum í neyð, nauðsynlega fjárhagsaðstoð sem mun örugglega borga sig næst þegar þú dettur í sprungu eða kaupa fleiri, ódýrari flugelda annarsstaðar? Svo kemur það alltaf til að einhver sem á vin í björgunarsveitinni segir manni að það sé skelfilegt að kaupa ekki flugelda hjá björgunarsveitinni því þær fá víst þorra fjármagns síns í gegnum flugeldasölu. En þá er vert að spyrja hvers vegna björgunarsveitirnar, sem vinna alvöru starf, séu að fjármagna starfsemi sína með því að selja kínverskt drasl. Þetta er þá alvöru, nauðsynleg, starfsemi fjármögnuð á einhverjum sektarkenndarforsendum og traust á meðvirkni Íslenskra góðborgara sem vilja hafa litla kraftgallaklædda kalla í vasanum á meðan þeir kveikja í kínversku púðri? 

Og nú stendur þessi gróðaleið líka á völtum fótum. Björgunarsveitirnar voru með gullegg: að virkja typpakeppni miðaldra góðborgara sem vilja sýna gestum sínum og nágrönnum hvað þeir tíma að eyða miklum pening í flugelda. Ef einhver spyr síðan hvaða vitleysa þetta sé er hægt að benda á hjartalækninn hugulsama. Hinn fullkomni glæpur. Hér sjá sniðugir braskarar tækifæri og grípa það með því að bjóða flugeldanna ódýrar og veita viðskiptavinum sínum naumt forskot í typpakeppninni á kostnað fílanþrófistahlunnar, sem skipti svosem ekki öllu máli áður. 

Þetta virðist hafa gengið vel miðað við þá flóru flugeldasala sem við sáum þessi áramót. Það er mjög skiljanlegt og reglan er oftast sú að sá sem býður vöru ódýrast selur mest. Það að þessi þróun bitni á slysavarnarfélögum er það fáránlega við þetta. Fjárhagsöflun þessara félaga minnir einhverja dystópíska satíru: „Plís kaupið kínverskt drasl af okkur nokkrum sinnum á ári og við munum vera til taks ef eitthvað mjög sérstakt gerist.“ Stór fyrirtæki að styrkja björgunarsveitina er álíka absúrd. „150 manna leitarlið í boði Vodafone og Brimborgar!“


Að því sögðu vona ég að sem fæstir hafi keypt flugelda og að það bitni ekki á störfum slysavarnarfélaga.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar