Trúir þú á skapara!

Gunnar Jóhannesson segir að það sem geri kristna guðstrú svo trúverðuga sé einmitt hversu trúverðuga mynd hún dragi upp af lífinu og tilverunni og upplifun okkar af henni.

Auglýsing

Áhuga­vert var að rekast á fyr­ir­sögn á vef­síðu Iceland Mag­azine þess efnis að „0,0% fólks undir 25 ára trúir því að Guð skap­aði heim­inn.“

Með öðrum orð­um eng­inn!

Fyr­ir­sögnin er að vísu ekki alveg ný heldur er um að ræða tveggja ára gamla umfjöllun um könnun sem gerð var að beiðni Sið­mennt­ar, félags sið­rænna húman­ista á Íslandi, á lífs­skoð­unum og trú Íslend­inga.

Auglýsing

Þótt ekki sé um splunku­nýja könnun er þetta áhuga­vert og þess virði að rýna svo­lítið í.

Í þriðju spurn­ingu könn­un­ar­innar var spurt: „Hvernig heldur þú að heim­ur­inn hafi orðið til?“

Svar­mögu­leik­arnir sem boðið var upp á voru eft­ir­tald­ir:

  1. Heim­ur­inn varð til í Mikla­hvelli!

  2. Guð skap­aði heim­inn!

  3. Veit ekki - Hef ekki skoð­un!

  4. Ann­að!

Fram kemur að 62% svar­enda telur heim­inn hafa orðið til í Mikla­hvelli. Ein­ungis 18% telur að Guð hafi skapað heim­inn.

Þetta er athygl­is­vert í ljósi þess að sam­kvæmt svörum við annarri spurn­ingu könn­un­ar­inn­ar, þar sem spurt er um trú­araf­stöðu, játa rétt um 70% svar­enda kristna trú.

Án þess að draga sér­stakar álykt­anir út frá þessum tölum er áhuga­vert að velta upp þeirri spurn­ingu hvort líta þurfi á kenn­ing­una um Mikla­hvell og trúna á Guð sem skap­ara heims­ins sem and­stæð­ur.

Með öðrum orðum hvort annað svarið úti­loki hitt?

Kenn­ingin um Mikli­hvell er sú við­tekna vís­inda­kenn­ing að alheim­ur­inn hafi ekki alltaf verið til, eins og guð­leys­ingjar héldu löngum fram, heldur hafi orðið til á til­greindu augna­bliki í for­tíð­inni.

Með öðrum orðum er hug­takið Mikli­hvellur notað um þann atburð sem mark­aði upp­haf alls tíma, rúms, efnis og orku.

Og öll vís­inda­leg rök hníga að því að alheim­ur­inn eigi sér upp­haf.

Árið 2003 tók­st stær­fræð­ingnum Ar­vind Borde og eðl­is­fræð­ing­unum Alan Guth og Alex­and­er Vilenkin að sanna að sér­hver alheimur sem hefur verið að þenj­ast út getur ekki átt sér eilífa for­tíð heldur hljóti að vera tak­mark­aður í tíma og rúmi (þ.e. eiga sér upp­haf).

Vissu­lega hafa komið fram kenn­ingar í gegnum tíð­ina sem ganga út frá því að alheim­ur­inn sé eilíf­ur. En þær hafa ekki stað­ist tím­ans tönn og vís­inda­lega rýni og athug­an­ir.

Í því sam­hengi eru nýleg ummæli Vilenk­ins á ráð­stefnu sem haldin var í til­efni af 70 ára afmæl­is Stephen Hawk­ings lýsandi.

Á ráð­stefn­unni flutti Vilenkin er­indi sjá þar sem hann reif­aði þau heims­fræði­líkön sem lögð hafa verið fram í gegnum tíð­ina og færði rök fyrir því að „allt bendi til þess að alheim­ur­inn eigi sér upp­haf“.

Þetta er umhugs­un­ar­vert.

Að mati Vilenkin vega rökin fyrir upp­hafi alheims­ins ekki þyngra en rökin með eilífum alheimi. Nei, öll rök­in, að hans mati, benda til þess að alheim­ur­inn eigi sér upp­haf.

Hið sama kemur fram í afar áhuga­verðri og nýlegri grein á vef­síðu For­bes eftir eðl­is- og stjörnu­fræð­ing­inn Ethan Siegel.

Í grein­inni sem heitir „Mikli­hvellur stað­festur enn á ný, nú af fyrstu atómum alheims­ins“ fjall­ar Siegel um mæl­ingar á magni léttra frum­efna á upp­haf­smín­útum alheims­ins.

Sam­kvæmt kenn­ing­unni um Mikla­hvell mun til­tekið og nákvæmt magn þess­ara frum­efna hafa orðið til á fyrstu mín­út­unum eftir Mikla­hvell.

Og nú hafa nýleg­ar athugn­anir og mæl­ing­ingar á þessum frum­efnum stað­fest að magnið er einmitt það sem kenn­ingin um Mikla­hvell segir fyrir um.

Nið­ur­lags­orð Siegel eru eft­ir­tekta­verð:

„Það sem kenn­ingin segir að greina megi þremur til fjórum mín­útum eftir Mikla­hvell, og það sem athug­anir nú mörgum millj­örðum árum síðar sýna, fellur svo ótrú­lega vel saman að það verður aðeins skilið sem mögnuð stað­fest­ing á þess­ari sig­ur­sæl­ustu kenn­ingu um alheim­inn sem fram hefur kom­ið. Mikli­hvellur útskýrir svo mik­inn fjölda fyr­ir­bæra, allt frá smæstu efn­is­eindum alheims­ins til víð­fem­ustu stærða hans, að engin önnur til­gáta kemst þar nærri. Ef þú vilt skipta kenn­ing­unni um Mikla­hvell út verður þú að útskýra gríð­ar­legan fjölda ólíkra athug­ana, allt frá bak­grunns­geislun alheims­ins og útþennslu til fyrstu atóma hans. Aðeins Mikla­hvells­kenn­ingin gerir grein fyrir öllu þrennu, og nú með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr.“

En í ljósi þess að alheim­ur­inn á sér upp­haf, að hann er ekki eilífur heldur varð til, hljótum við að að spyrja þeirrar spurn­ingar sem óhjá­kvæmi­legt er að að spyrja:

Hvers vegna?!

Hvers vegna varð alheim­ur­inn til? Hvað orsak­aði til­urð hans?

Ekki varð hann til úr engu án nokk­urrar ástæð­u?!

Nei, alheim­ur­inn hlýtur að eiga sér orsök, rétt eins og allt annað sem verður til og á sér upp­haf.

Hin klass­íska heim­speki­lega rök­semd­ar­færsla er jafn gild í dag og áður - en er þeim mun eft­ir­tekt­ar­verð­ari og áhrifa­rík­ari í ljósi nútíma­vís­inda:

  1. Allt sem verður til á sér orsök.

  2. Alheim­ur­inn varð til.

  3. Alheim­ur­inn á sér orsök.

Og eðli máls­ins sam­kvæmt getur sú orsök ekki verið hluti af alheim­inum sjálf­um.

Hún hlýtur að vera handan tíma, rúms, efnis og orku og alls hins nátt­úru­lega veru­leika sem við erum hluti af - enda ástæða þess að sá veru­leiki varð til.

Hún er því í réttum skiln­ingi yfir­nátt­úru­leg, eilíf, rým­is­laus, óefn­is­leg, óbreyt­an­leg og svo ótrú­lega máttug að hún gat skapað alheim­inn úr bók­staf­lega engu.

Og færa má rök fyrir því að þessi orsök sé per­sónu­leg og búi yfir vilja þar sem hún ákvað á til­greindu augna­bliki að skapa alheim­inn.

Hvað sem slík orsök er kölluð er síður en svo óvið­eig­andi að kalla hana Guð.

Raunar er það býsna skyn­sam­legt.

Ummæli breska eðl­is­fræð­ings­ins Arth­ur Edd­ingtons eru athygl­is­verð í þessu sam­hengi.

Að hans mati felur „upp­haf alheims­ins ... í sér slíka erf­ið­leika að þeir eru óyf­ir­stíg­an­legir nema við séum til­búin að líta á það sem hrein­lega yfir­nátt­úru­leg­t.“

Og undir það hafa margir vís­inda­menn tek­ið.

Margir vís­inda­menn trúa á til­vist Guðs, þ.e. skap­ara, einmitt vegna þess sem vís­indi hafa leitt í ljós, m.a. um upp­haf og eðli alheims­ins.

Raunin er því sú að í stað þess að grafa undan bibl­íu­legri sköp­un­ar­trú skýtur kenn­ingin um Mikla­hvell mjög svo sterkum vís­inda­legum stoðum undir þá skyn­sam­legu sann­fær­ingu krist­ins fólks frá upp­hafi að „Í upp­hafi skap­aði Guð him­inn og jörð [þ.e. alheim­inn]“ (1Mós 1.1).

Þegar spurt er um til­urð heims­ins og boðið ann­ars vegar upp á Guð sem orsök og Mikla­hvell hins vegar þá úti­lokar annað svarið því síður en svo hitt.

En hvers vegna gera þá sumir jafn skarpan grein­ar­mun á guð­legri sköpun og Mikla­hvelli, eins og áður­nefnd könnun ber vitni um?

Ef til vill er það vegna sköp­un­ar­frá­sögu Bibl­í­unn­ar. Mikli­hvellur kemur þar hvergi beint við sögu svo sem von er.

Sköp­un­ar­frá­saga Bibl­í­unnar er marg­slungin frá­saga sem of sjaldan er lesin á eigin for­sendum og í við­eig­andi sam­hengi.

Þegar það er gert kemur í ljós að þar er ekki um til­raun að ræða til að útskýra til­urð alheims­ins í vís­inda­legum skiln­ingi í nútíma­merk­ingu þess orðs.

Mark­mið sköp­un­ar­frá­sög­unnar er umfram allt að bera fram með hætti þess tíma sem hún var rituð á þá játn­ingu að Guð er skap­ar­inn, og að miðla þeirri sann­fær­ingu að ástæða þess að alheim­ur­inn er til er sú að Guð ákvað að skapa hann.

Hér er því alls ekki um and­stæður að ræða, hvað þá mót­sögn.

En þegar litið er svo á að Mikli­hvellur grafi undan krist­inni sköp­un­ar­trú þá liggur vafa­lítið að baki því hið alltof al­genga og mis­skilda við­horf að trú og vís­indi séu and­stæð­ur, og að vís­indi eða vís­inda­leg þekk­ing úti­loki með ein­hverjum hætti guðs­trú og hafi jafn­vel afsannað til­vist Guðs.

Að valið standi á milli vís­inda og trú­ar­innar á Guð.

En að stilla fólki upp við vegg og biðja það að velja á milli vís­inda (Mikla­hvells) og Guðs (sköp­un­ar) er lík­ast því að sýna manni Ford T bíl og biðja hann að velja á milli tveggja mögu­legra útskýr­inga á til­urð bíls­ins.

Önnur útskýr­ingin eru nátt­úru­lög­mál­in, lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar, vél­fræð­inn­ar, afl­fræð­inn­ar o.s.frv.

Hin útskýr­ingin er Hen­ry Ford sjálf­ur, mað­ur­inn sem hugs­aði upp og hann­aði Ford T bíl­inn.

Það sjá allir að slíkir afar­kostir eru frá­leitir því hér er um tvær jafn­gildar útskýr­ingar að ræða enda þótt ólíkar séu.

Báðar eru nauð­syn­legar og rétt­ar.

Við þurfum aug­ljós­lega hvort tveggja í senn vís­inda­lega útskýr­ingu á bílnum með til­liti til eðl­is­fræði­legra lög­mála og per­sónu­lega útskýr­ingu með til­liti til orsaka­valds.

Þetta má sjá í marg­vís­legu sam­hengi.

Við getum tekið annað dæmi og spurt ein­faldrar spurn­inga á borð við Hvers vegna sýður vatn­ið?

Þess­ari spurn­ingu mætti svara í löngu og ítar­legu máli með því að gefa vís­inda­lega útskýr­ingu á suð­u vatns­ins.

Í því sam­hengi mætti gera grein fyrir varma­leið­ingu frá einum hlut til ann­ars og hvernig varma­orka flyst frá hell­unni yfir í pott­inn með vatn­inu, og hvernig aukin hiti vatns­ins eykur hreyfi­orku vatns­sam­eind­anna sem gerir það að verkum að hluti vatns­ins fer úr vökva­ham yfir í gas­ham.

Svar á þessum nótum væri fylli­lega rétt og við­eig­andi.

En að segja: Vatnið sýður vegna þess að mér lang­aði í te, er einnig fylli­lega rétt og jafn­gilt svar.

Önnur útskýr­ingin er vís­inda­leg í eðli sínu, hin er per­sónu­leg og vísar til orsaka­valds.

Og hér er alls ekki um and­stæðar útskýr­ingar að ræða sem úti­loka hvor aðra.

Þvert á móti gefur hin per­sónu­lega útskýr­ing fyllri og dýpri skýr­ingu á því sem á sér stað og hrinti af stað þeirri ­at­burða­r­ás ­sem leiddi til suðu vatns­ins.

Það sama á við um alheim­inn og spurn­ing­una um til­urð hans.

Vís­indin rann­saka heim­inn. Þau skoða úr hverju hann er gerð­ur, hvers eðlis hann er og hvernig hann virk­ar.

Þegar vísað er til Guðs ann­ars vegar og vís­inda hins vegar til að útskýra al­heim­inn er ein­fald­lega um að ræða útskýr­ingar af ólíkum toga – sem þó er gjarnan ruglað sam­an.

Þegar alheim­ur­inn er útskýrður með því að vísa til Guðs sem orsaka­valds er um að ræða út­skýr­ing­u af öðrum toga en hina vís­inda­legu útskýr­ingu. Þær eru hins vegar ekki, eins við höfum seð, í mót­sögn eða rekast hvor á aðra.

Hen­ry Ford keppir ekki við lög­mál eðl­is­fræð­innar sem útskýr­ing á Ford T bíl frekar en Guð keppir við vís­indi þegar kemur að því að útskýra alheim­inn.

Það væri enn frem­ur frá­leitt að halda því fram að í ljósi þess að við getum útskýrt með vís­inda­legum hætti hvern­ig Ford T bíll virkar að draga megi þá ályktun að Hen­ry Ford hafi aldrei verið til.

Í raun er það svo að eftir því sem við skiljum alheim­inn betur verður auð­veld­ara að dásama hug­vits­semi Guðs sem á bak við hann er.

Það sem gerir kristna guðs­trú svo trú­verð­uga er einmitt hversu trú­verð­uga mynd hún dregur upp af líf­inu og til­ver­unni og upp­lifun okkar af henni.

Í því sam­hengi kom­st C.SLewis afar vel að orð­i: „Ég trúi á krist­in­dóm­inn eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp. Ekki vegna þess að ég sé hana, heldur af því að hennar vegna sé ég allt ann­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar