Lýðræðið á hrakhólum

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skrifar um skipan dómara og hvernig eigi að verja lýðræðið.

Auglýsing

Talið er að í ríkjum þar sem sami stjórn­mála­flokk­ur­inn hefur verið við völd lang­tímum saman og því til­nefnt flesta eða alla dóm­ara lands­ins hafi dóm­stól­arnir til­hneig­ingu til að vera hallir undir vald­haf­ana. Singapúr hefur verið nefnt sem dæmi um slíkar aðstæð­ur.

Meðal ein­kenna lýð­ræð­is­ríkja eru skýr skil milli lög­gjaf­ar­valds, fram­kvæmda­valds og dóms­valds. Þessum skilum er ætlað að koma í veg fyrir að mikið vald safn­ist á fáar hendur og tryggja jafn­framt að vald­þætt­irnir tempri hvern ann­an. Minnt er á hið alkunna að vald spillir og mikið vald gjör­spill­ir.

Vald­hafar sem hall­ast að ófrjáls­lyndu stjórn­ar­fari grípa iðu­lega til þess að hafa afskipti af dóm­stólum í landi sínu með ýmsum hætti. Þeir breyta t.d. lögum um dóm­stól­ana og svipta þá sjálf­stæði sínu eða þeir losa sig við dóm­ara, sem þeir telja óþarf­lega sjálf­stæða og fram­sækna. Dóm­ara sem líta á dóm­stól­ana sem síð­asta vígi borg­ar­anna og sem brjóst­vörn stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nýj­ustu dæmin um slíka afskipti vald­haf­anna af dóm­stól­unum eru frá Pól­landi, Ung­verja­landi og Rúm­en­íu. Í þessum löndum hafa vald­haf­arnir grafið undan  rétt­ar­rík­inu og lýð­ræð­inu, ekki síst með því að gera skilin milli vald­þátt­anna þriggja sem óskýr­ust.

Auglýsing

Hér á landi hafa risið deilur um skipun dóm­ara Í hinn nýja Lands­rétt, einkum vegna þess að dóms­mála­ráð­herra undi ekki nið­ur­stöðum lög­skip­aðrar nefndar um hverjir 15 umsækj­enda um dóm­ara­stöð­urnar væru hæf­ast­ir. Gerði ráð­herr­ann nokkrar breyt­ing­ar, sem Alþingi sam­þykkti.  Með­ferð ráð­herra á mál­inu var borin undir Hæsta­rétt, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að máls­með­ferð ráð­herra hefði verið and­stæð ákvæðum stjórn­sýslu­laga. Síðan sagði í dómi rétt­ar­ins, að þá leiði af sjálfu sér að ann­marki var á með­ferð Alþingis á til­lögu dóms­mála­ráð­herra þar sem ekki var bætt úr ann­mörkum á máls­með­ferð ráð­herra þegar málið kom til atkvæða­greiðslu á Alþingi. Þarna varð því alger sam­runi fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. Alþingi brást skyldum sínum með alvar­legum hætti. Það gætti ekki að eft­ir­lits­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­inu. Alþingi tempraði ekki vald fram­kvæmda­valds­ins heldur studdi ólög­mætar ákvarð­anir þess þrátt fyrir að Alþingi hafi verið varað við. Alþingi var því ekki í góðri trú um lög­mæti þess sem það sam­þykkti.

Óhjá­kvæmi­legt er að lands­menn velti því fyrir sér hvort þeir sem fara með fram­kvæmda­vald og lög­gjaf­ar­vald í land­inu hygg­ist hverfa frá lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og virða rétt­ar­rík­is­hug­mynd­ina að vettugi. Ætla þeir sem með völdin fara að taka Pól­land, Ung­verja­land og Rúm­eníu sér til fyr­ir­mynd­ar?

Hvað er til varn­ar? Hvernig getur fólk­ið, sem vald­haf­arnir sækja vald sitt til, beitt full­veldi sínu og varið lýð­ræðið í land­inu? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að skrið­þungi and­frjáls­lyndra stjórn­ar­hátta aukist?

Svarið er aðeins eitt. Ný stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins samin og sam­þykkt af fólk­inu þar sem  m.a. þrí­skipt­ing vald­þátt­anna er skýr, þar sem fólkið getur þvingað fram þjóð­ar­at­kvæði og átt frum­væði að ákvörð­unum á Alþingi. Nýja stjórn­ar­skráin frá 2011 er til þess fallin að vernda lýð­ræðið í land­inu og jafn­vel efla það. Gall­inn er sá að stjórn­mála­flokk­arnir líta svo á að þeir séu eig­endur stjórn­ar­skrár­innar og þeir eigi sjálfir að ákveða hvaða vald fólkið felur þeim og hvaða tak­mörk­unum það vald þeirra sæt­ir. Verk­efnið er því það að ná vald­inu til að setja land­inu stjórn­ar­skrá úr höndum stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi og koma því í réttar hend­ur, í hendur hinnar full­valda þjóð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar