Lýðræðið á hrakhólum

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skrifar um skipan dómara og hvernig eigi að verja lýðræðið.

Auglýsing

Talið er að í ríkjum þar sem sami stjórn­mála­flokk­ur­inn hefur verið við völd lang­tímum saman og því til­nefnt flesta eða alla dóm­ara lands­ins hafi dóm­stól­arnir til­hneig­ingu til að vera hallir undir vald­haf­ana. Singapúr hefur verið nefnt sem dæmi um slíkar aðstæð­ur.

Meðal ein­kenna lýð­ræð­is­ríkja eru skýr skil milli lög­gjaf­ar­valds, fram­kvæmda­valds og dóms­valds. Þessum skilum er ætlað að koma í veg fyrir að mikið vald safn­ist á fáar hendur og tryggja jafn­framt að vald­þætt­irnir tempri hvern ann­an. Minnt er á hið alkunna að vald spillir og mikið vald gjör­spill­ir.

Vald­hafar sem hall­ast að ófrjáls­lyndu stjórn­ar­fari grípa iðu­lega til þess að hafa afskipti af dóm­stólum í landi sínu með ýmsum hætti. Þeir breyta t.d. lögum um dóm­stól­ana og svipta þá sjálf­stæði sínu eða þeir losa sig við dóm­ara, sem þeir telja óþarf­lega sjálf­stæða og fram­sækna. Dóm­ara sem líta á dóm­stól­ana sem síð­asta vígi borg­ar­anna og sem brjóst­vörn stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nýj­ustu dæmin um slíka afskipti vald­haf­anna af dóm­stól­unum eru frá Pól­landi, Ung­verja­landi og Rúm­en­íu. Í þessum löndum hafa vald­haf­arnir grafið undan  rétt­ar­rík­inu og lýð­ræð­inu, ekki síst með því að gera skilin milli vald­þátt­anna þriggja sem óskýr­ust.

Auglýsing

Hér á landi hafa risið deilur um skipun dóm­ara Í hinn nýja Lands­rétt, einkum vegna þess að dóms­mála­ráð­herra undi ekki nið­ur­stöðum lög­skip­aðrar nefndar um hverjir 15 umsækj­enda um dóm­ara­stöð­urnar væru hæf­ast­ir. Gerði ráð­herr­ann nokkrar breyt­ing­ar, sem Alþingi sam­þykkti.  Með­ferð ráð­herra á mál­inu var borin undir Hæsta­rétt, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að máls­með­ferð ráð­herra hefði verið and­stæð ákvæðum stjórn­sýslu­laga. Síðan sagði í dómi rétt­ar­ins, að þá leiði af sjálfu sér að ann­marki var á með­ferð Alþingis á til­lögu dóms­mála­ráð­herra þar sem ekki var bætt úr ann­mörkum á máls­með­ferð ráð­herra þegar málið kom til atkvæða­greiðslu á Alþingi. Þarna varð því alger sam­runi fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. Alþingi brást skyldum sínum með alvar­legum hætti. Það gætti ekki að eft­ir­lits­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­inu. Alþingi tempraði ekki vald fram­kvæmda­valds­ins heldur studdi ólög­mætar ákvarð­anir þess þrátt fyrir að Alþingi hafi verið varað við. Alþingi var því ekki í góðri trú um lög­mæti þess sem það sam­þykkti.

Óhjá­kvæmi­legt er að lands­menn velti því fyrir sér hvort þeir sem fara með fram­kvæmda­vald og lög­gjaf­ar­vald í land­inu hygg­ist hverfa frá lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og virða rétt­ar­rík­is­hug­mynd­ina að vettugi. Ætla þeir sem með völdin fara að taka Pól­land, Ung­verja­land og Rúm­eníu sér til fyr­ir­mynd­ar?

Hvað er til varn­ar? Hvernig getur fólk­ið, sem vald­haf­arnir sækja vald sitt til, beitt full­veldi sínu og varið lýð­ræðið í land­inu? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að skrið­þungi and­frjáls­lyndra stjórn­ar­hátta aukist?

Svarið er aðeins eitt. Ný stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins samin og sam­þykkt af fólk­inu þar sem  m.a. þrí­skipt­ing vald­þátt­anna er skýr, þar sem fólkið getur þvingað fram þjóð­ar­at­kvæði og átt frum­væði að ákvörð­unum á Alþingi. Nýja stjórn­ar­skráin frá 2011 er til þess fallin að vernda lýð­ræðið í land­inu og jafn­vel efla það. Gall­inn er sá að stjórn­mála­flokk­arnir líta svo á að þeir séu eig­endur stjórn­ar­skrár­innar og þeir eigi sjálfir að ákveða hvaða vald fólkið felur þeim og hvaða tak­mörk­unum það vald þeirra sæt­ir. Verk­efnið er því það að ná vald­inu til að setja land­inu stjórn­ar­skrá úr höndum stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi og koma því í réttar hend­ur, í hendur hinnar full­valda þjóð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar