Lýðræðið á hrakhólum

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skrifar um skipan dómara og hvernig eigi að verja lýðræðið.

Auglýsing

Talið er að í ríkjum þar sem sami stjórnmálaflokkurinn hefur verið við völd langtímum saman og því tilnefnt flesta eða alla dómara landsins hafi dómstólarnir tilhneigingu til að vera hallir undir valdhafana. Singapúr hefur verið nefnt sem dæmi um slíkar aðstæður.

Meðal einkenna lýðræðisríkja eru skýr skil milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Þessum skilum er ætlað að koma í veg fyrir að mikið vald safnist á fáar hendur og tryggja jafnframt að valdþættirnir tempri hvern annan. Minnt er á hið alkunna að vald spillir og mikið vald gjörspillir.

Valdhafar sem hallast að ófrjálslyndu stjórnarfari grípa iðulega til þess að hafa afskipti af dómstólum í landi sínu með ýmsum hætti. Þeir breyta t.d. lögum um dómstólana og svipta þá sjálfstæði sínu eða þeir losa sig við dómara, sem þeir telja óþarflega sjálfstæða og framsækna. Dómara sem líta á dómstólana sem síðasta vígi borgaranna og sem brjóstvörn stjórnarskrárinnar. Nýjustu dæmin um slíka afskipti valdhafanna af dómstólunum eru frá Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Í þessum löndum hafa valdhafarnir grafið undan  réttarríkinu og lýðræðinu, ekki síst með því að gera skilin milli valdþáttanna þriggja sem óskýrust.

Auglýsing

Hér á landi hafa risið deilur um skipun dómara Í hinn nýja Landsrétt, einkum vegna þess að dómsmálaráðherra undi ekki niðurstöðum lögskipaðrar nefndar um hverjir 15 umsækjenda um dómarastöðurnar væru hæfastir. Gerði ráðherrann nokkrar breytingar, sem Alþingi samþykkti.  Meðferð ráðherra á málinu var borin undir Hæstarétt, sem komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð ráðherra hefði verið andstæð ákvæðum stjórnsýslulaga. Síðan sagði í dómi réttarins, að þá leiði af sjálfu sér að annmarki var á meðferð Alþingis á tillögu dómsmálaráðherra þar sem ekki var bætt úr annmörkum á málsmeðferð ráðherra þegar málið kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þarna varð því alger samruni framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Alþingi brást skyldum sínum með alvarlegum hætti. Það gætti ekki að eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu. Alþingi tempraði ekki vald framkvæmdavaldsins heldur studdi ólögmætar ákvarðanir þess þrátt fyrir að Alþingi hafi verið varað við. Alþingi var því ekki í góðri trú um lögmæti þess sem það samþykkti.

Óhjákvæmilegt er að landsmenn velti því fyrir sér hvort þeir sem fara með framkvæmdavald og löggjafarvald í landinu hyggist hverfa frá lýðræðislegum stjórnarháttum og virða réttarríkishugmyndina að vettugi. Ætla þeir sem með völdin fara að taka Pólland, Ungverjaland og Rúmeníu sér til fyrirmyndar?

Hvað er til varnar? Hvernig getur fólkið, sem valdhafarnir sækja vald sitt til, beitt fullveldi sínu og varið lýðræðið í landinu? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að skriðþungi andfrjálslyndra stjórnarhátta aukist?

Svarið er aðeins eitt. Ný stjórnarskrá lýðveldisins samin og samþykkt af fólkinu þar sem  m.a. þrískipting valdþáttanna er skýr, þar sem fólkið getur þvingað fram þjóðaratkvæði og átt frumvæði að ákvörðunum á Alþingi. Nýja stjórnarskráin frá 2011 er til þess fallin að vernda lýðræðið í landinu og jafnvel efla það. Gallinn er sá að stjórnmálaflokkarnir líta svo á að þeir séu eigendur stjórnarskrárinnar og þeir eigi sjálfir að ákveða hvaða vald fólkið felur þeim og hvaða takmörkunum það vald þeirra sætir. Verkefnið er því það að ná valdinu til að setja landinu stjórnarskrá úr höndum stjórnmálaflokkanna á Alþingi og koma því í réttar hendur, í hendur hinnar fullvalda þjóðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar