Lýðræðið á hrakhólum

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skrifar um skipan dómara og hvernig eigi að verja lýðræðið.

Auglýsing

Talið er að í ríkjum þar sem sami stjórn­mála­flokk­ur­inn hefur verið við völd lang­tímum saman og því til­nefnt flesta eða alla dóm­ara lands­ins hafi dóm­stól­arnir til­hneig­ingu til að vera hallir undir vald­haf­ana. Singapúr hefur verið nefnt sem dæmi um slíkar aðstæð­ur.

Meðal ein­kenna lýð­ræð­is­ríkja eru skýr skil milli lög­gjaf­ar­valds, fram­kvæmda­valds og dóms­valds. Þessum skilum er ætlað að koma í veg fyrir að mikið vald safn­ist á fáar hendur og tryggja jafn­framt að vald­þætt­irnir tempri hvern ann­an. Minnt er á hið alkunna að vald spillir og mikið vald gjör­spill­ir.

Vald­hafar sem hall­ast að ófrjáls­lyndu stjórn­ar­fari grípa iðu­lega til þess að hafa afskipti af dóm­stólum í landi sínu með ýmsum hætti. Þeir breyta t.d. lögum um dóm­stól­ana og svipta þá sjálf­stæði sínu eða þeir losa sig við dóm­ara, sem þeir telja óþarf­lega sjálf­stæða og fram­sækna. Dóm­ara sem líta á dóm­stól­ana sem síð­asta vígi borg­ar­anna og sem brjóst­vörn stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nýj­ustu dæmin um slíka afskipti vald­haf­anna af dóm­stól­unum eru frá Pól­landi, Ung­verja­landi og Rúm­en­íu. Í þessum löndum hafa vald­haf­arnir grafið undan  rétt­ar­rík­inu og lýð­ræð­inu, ekki síst með því að gera skilin milli vald­þátt­anna þriggja sem óskýr­ust.

Auglýsing

Hér á landi hafa risið deilur um skipun dóm­ara Í hinn nýja Lands­rétt, einkum vegna þess að dóms­mála­ráð­herra undi ekki nið­ur­stöðum lög­skip­aðrar nefndar um hverjir 15 umsækj­enda um dóm­ara­stöð­urnar væru hæf­ast­ir. Gerði ráð­herr­ann nokkrar breyt­ing­ar, sem Alþingi sam­þykkti.  Með­ferð ráð­herra á mál­inu var borin undir Hæsta­rétt, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að máls­með­ferð ráð­herra hefði verið and­stæð ákvæðum stjórn­sýslu­laga. Síðan sagði í dómi rétt­ar­ins, að þá leiði af sjálfu sér að ann­marki var á með­ferð Alþingis á til­lögu dóms­mála­ráð­herra þar sem ekki var bætt úr ann­mörkum á máls­með­ferð ráð­herra þegar málið kom til atkvæða­greiðslu á Alþingi. Þarna varð því alger sam­runi fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. Alþingi brást skyldum sínum með alvar­legum hætti. Það gætti ekki að eft­ir­lits­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­inu. Alþingi tempraði ekki vald fram­kvæmda­valds­ins heldur studdi ólög­mætar ákvarð­anir þess þrátt fyrir að Alþingi hafi verið varað við. Alþingi var því ekki í góðri trú um lög­mæti þess sem það sam­þykkti.

Óhjá­kvæmi­legt er að lands­menn velti því fyrir sér hvort þeir sem fara með fram­kvæmda­vald og lög­gjaf­ar­vald í land­inu hygg­ist hverfa frá lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og virða rétt­ar­rík­is­hug­mynd­ina að vettugi. Ætla þeir sem með völdin fara að taka Pól­land, Ung­verja­land og Rúm­eníu sér til fyr­ir­mynd­ar?

Hvað er til varn­ar? Hvernig getur fólk­ið, sem vald­haf­arnir sækja vald sitt til, beitt full­veldi sínu og varið lýð­ræðið í land­inu? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að skrið­þungi and­frjáls­lyndra stjórn­ar­hátta aukist?

Svarið er aðeins eitt. Ný stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins samin og sam­þykkt af fólk­inu þar sem  m.a. þrí­skipt­ing vald­þátt­anna er skýr, þar sem fólkið getur þvingað fram þjóð­ar­at­kvæði og átt frum­væði að ákvörð­unum á Alþingi. Nýja stjórn­ar­skráin frá 2011 er til þess fallin að vernda lýð­ræðið í land­inu og jafn­vel efla það. Gall­inn er sá að stjórn­mála­flokk­arnir líta svo á að þeir séu eig­endur stjórn­ar­skrár­innar og þeir eigi sjálfir að ákveða hvaða vald fólkið felur þeim og hvaða tak­mörk­unum það vald þeirra sæt­ir. Verk­efnið er því það að ná vald­inu til að setja land­inu stjórn­ar­skrá úr höndum stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi og koma því í réttar hend­ur, í hendur hinnar full­valda þjóð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
Kjarninn 28. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar