Lýðræðið á hrakhólum

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður skrifar um skipan dómara og hvernig eigi að verja lýðræðið.

Auglýsing

Talið er að í ríkjum þar sem sami stjórn­mála­flokk­ur­inn hefur verið við völd lang­tímum saman og því til­nefnt flesta eða alla dóm­ara lands­ins hafi dóm­stól­arnir til­hneig­ingu til að vera hallir undir vald­haf­ana. Singapúr hefur verið nefnt sem dæmi um slíkar aðstæð­ur.

Meðal ein­kenna lýð­ræð­is­ríkja eru skýr skil milli lög­gjaf­ar­valds, fram­kvæmda­valds og dóms­valds. Þessum skilum er ætlað að koma í veg fyrir að mikið vald safn­ist á fáar hendur og tryggja jafn­framt að vald­þætt­irnir tempri hvern ann­an. Minnt er á hið alkunna að vald spillir og mikið vald gjör­spill­ir.

Vald­hafar sem hall­ast að ófrjáls­lyndu stjórn­ar­fari grípa iðu­lega til þess að hafa afskipti af dóm­stólum í landi sínu með ýmsum hætti. Þeir breyta t.d. lögum um dóm­stól­ana og svipta þá sjálf­stæði sínu eða þeir losa sig við dóm­ara, sem þeir telja óþarf­lega sjálf­stæða og fram­sækna. Dóm­ara sem líta á dóm­stól­ana sem síð­asta vígi borg­ar­anna og sem brjóst­vörn stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nýj­ustu dæmin um slíka afskipti vald­haf­anna af dóm­stól­unum eru frá Pól­landi, Ung­verja­landi og Rúm­en­íu. Í þessum löndum hafa vald­haf­arnir grafið undan  rétt­ar­rík­inu og lýð­ræð­inu, ekki síst með því að gera skilin milli vald­þátt­anna þriggja sem óskýr­ust.

Auglýsing

Hér á landi hafa risið deilur um skipun dóm­ara Í hinn nýja Lands­rétt, einkum vegna þess að dóms­mála­ráð­herra undi ekki nið­ur­stöðum lög­skip­aðrar nefndar um hverjir 15 umsækj­enda um dóm­ara­stöð­urnar væru hæf­ast­ir. Gerði ráð­herr­ann nokkrar breyt­ing­ar, sem Alþingi sam­þykkti.  Með­ferð ráð­herra á mál­inu var borin undir Hæsta­rétt, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að máls­með­ferð ráð­herra hefði verið and­stæð ákvæðum stjórn­sýslu­laga. Síðan sagði í dómi rétt­ar­ins, að þá leiði af sjálfu sér að ann­marki var á með­ferð Alþingis á til­lögu dóms­mála­ráð­herra þar sem ekki var bætt úr ann­mörkum á máls­með­ferð ráð­herra þegar málið kom til atkvæða­greiðslu á Alþingi. Þarna varð því alger sam­runi fram­kvæmda­valds og lög­gjaf­ar­valds. Alþingi brást skyldum sínum með alvar­legum hætti. Það gætti ekki að eft­ir­lits­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­inu. Alþingi tempraði ekki vald fram­kvæmda­valds­ins heldur studdi ólög­mætar ákvarð­anir þess þrátt fyrir að Alþingi hafi verið varað við. Alþingi var því ekki í góðri trú um lög­mæti þess sem það sam­þykkti.

Óhjá­kvæmi­legt er að lands­menn velti því fyrir sér hvort þeir sem fara með fram­kvæmda­vald og lög­gjaf­ar­vald í land­inu hygg­ist hverfa frá lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og virða rétt­ar­rík­is­hug­mynd­ina að vettugi. Ætla þeir sem með völdin fara að taka Pól­land, Ung­verja­land og Rúm­eníu sér til fyr­ir­mynd­ar?

Hvað er til varn­ar? Hvernig getur fólk­ið, sem vald­haf­arnir sækja vald sitt til, beitt full­veldi sínu og varið lýð­ræðið í land­inu? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að skrið­þungi and­frjáls­lyndra stjórn­ar­hátta aukist?

Svarið er aðeins eitt. Ný stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins samin og sam­þykkt af fólk­inu þar sem  m.a. þrí­skipt­ing vald­þátt­anna er skýr, þar sem fólkið getur þvingað fram þjóð­ar­at­kvæði og átt frum­væði að ákvörð­unum á Alþingi. Nýja stjórn­ar­skráin frá 2011 er til þess fallin að vernda lýð­ræðið í land­inu og jafn­vel efla það. Gall­inn er sá að stjórn­mála­flokk­arnir líta svo á að þeir séu eig­endur stjórn­ar­skrár­innar og þeir eigi sjálfir að ákveða hvaða vald fólkið felur þeim og hvaða tak­mörk­unum það vald þeirra sæt­ir. Verk­efnið er því það að ná vald­inu til að setja land­inu stjórn­ar­skrá úr höndum stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi og koma því í réttar hend­ur, í hendur hinnar full­valda þjóð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar