Samið við Samtökin ‘78

Samningar Samtakanna ‘78 við Reykjavík og Hafnarfjörð gera samtökunum kleift að sinna margvíslegu hlutverki sínu gagnvart samfélaginu og er mikilvægur þáttur í áframhaldandi starfsemi þeirra.

Álfur og Daníel
Auglýsing

Á dög­unum gerðu Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök­in ‘78 með sér nýja fræðslu- og þjón­ustu­samn­inga sem tryggja Sam­tök­unum aukið fjár­magn til starf­semi sinnar og Reykja­vík­ur­borg aukna þjón­ustu. Nokkru áður höfðu Sam­tök­in ‘78 og Hafn­ar­fjarð­ar­bær und­ir­ritað end­ur­nýj­aðan sam­starfs­samn­ing. Sam­tökin geta því haldið áfram að bjóða þá fjöl­breyttu sér­fræði­þjón­ustu sem þau hafa byggt upp und­an­farin miss­eri. Hún felst m.a. í ráð­gjaf­ar­þjón­ustu, félags­mið­stöð fyrir hinsegin ung­menni og hinsegin fræðslu­starf­semi.

Fjór­falt fleiri ráð­gjafa­tímar

Ráð­gjafar Sam­tak­anna ‘78 eru hópur sér­fræð­inga á sviðum félags­ráð­gjaf­ar, sál­fræði og lög­fræði. Hóp­ur­inn býður hinsegin fólki, aðstand­endum þess og fag­fólki á ýmsum sviðum fag­lega ráð­gjöf við úrlausn per­sónu­legra mála er varða kyn­hneigð, kyn­vit­und, kynein­kenni og kyntján­ingu. Ráð­gjöfin nær einnig til sam­fé­lags­legra þátta t.d. varð­andi vinnu­mark­að, skóla, for­dóma o.þ.h. Til að mynda hefur fag­fólk innan lög­gæslu- og heil­brigð­is­geirans leitað ráð­gjafar um aðstæður hinsegin fólks og hvernig sé best að veita hinsegin fólki í við­kvæmri stöðu aðstoð. Til marks um það hversu mikil þörf er fyrir aðgengi­legri ráð­gjöf innan veggja Sam­tak­anna ‘78 má nefna að aðsókn í hana hefur rúm­lega fjór­fald­ast á síð­ustu þremur árum. Með samn­ingum Hafn­ar­fjarðar og Reykja­víkur er starfs­fólki og íbú­um sveit­ar­fé­lag­anna ­tryggður áfram­hald­andi aðgangur að ráð­gjöf­inni.

Hinsegin félags­mið­stöð fyrir ung­linga

Félags­mið­stöð fyrir hinsegin ung­menni er starf­rækt í hús­næði Sam­tak­anna ‘78 eitt kvöld í viku. Þar koma saman sjálf­boða­liðar og faglært fólk frá Félags­mið­stöð­inni Tjörn­inni og byggja upp skemmti­legt rými þar sem hinsegin ung­menni geta kynnst og varið tíma saman í örugg­ara umhverfi undir hand­leiðslu fag­fólks. Þar geta þau einnig talað við starfs­fólk í ein­rúmi. Und­an­farin ár hefur hóp­ur­inn sem sækir félags­mið­stöð­ina stækkað jafnt og þétt en í fyrra sóttu þrefalt fleiri ung­menni hana en árin áður. Þjón­ustu­samn­ingur Reykja­víkur tryggir að við félags­mið­stöð­ina starfi fag­menntað fólk á sviðum tóm­stunda- og félags­mála­fræði.

Auglýsing

Fræðslu­starf til starfs­fólks mik­il­vægt

Hinseg­in­fræðsla Sam­tak­anna ‘78 er tví­skipt. Fræðslu til kenn­ara á leik- og grunn­skóla­stigum veitir fræðslu­stýra Sam­tak­anna ‘78 og miðar sér­stak­lega að því að fræða kenn­ara um fjöl­breyti­leika hinseg­in­leik­ans, þ.e. kyn­vit­und­ar, kyn­hneigð­ar, kyntján­ingar og kynein­kenna, og hvernig megi styðja við börn sem stíga út fyrir hinn hefð­bundna ramma kyns og kyntján­ingar og börn úr fjöl­breyttum fjöl­skyld­um, en þessi hópur fer sí­stækk­andi. Þá er mark­miðið einnig að gera kenn­ara sjálf­bæra um að upp­fylla að­al­námskrá grunn­skóla en þar stend­ur: „Á öllum skóla­stigum á að fara fram menntun til jafn­réttis þar sem fjallað er um hvernig ofan­greindir þættir geta skapað mis­munun eða for­rétt­indi í lífi fólks‟. Þættir þessir ná m.a. til kyns og kyn­hneigð­ar. Kenn­arar þurfa þó oft utan­að­kom­andi aðstoð við þetta verk­efni enda er skortur á við­eig­andi kennslu­efni og fræðslu um þessi mál í kenn­ara­námi.

Virk jafn­ingja­fræðsla

Sam­hliða fræðslu til starfs­fólks bjóða Sam­tökin upp á hinsegin fræðslu til nem­enda í efstu bekkjum grunn­skóla. Sú fræðsla miðar að því að upp­fylla ofan­greint ákvæð­i að­al­námskrár í þeim til­fellum sem kenn­arar skól­ans, eða sveit­ar­fé­lög, óska aðstoð­ar. Kynnt er fyrir nem­endum hvern­ig hinseg­in­leik­inn birt­ist í dag­legu lífi og um fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. Þá eru gefin ráð um það hvernig megi tryggja að hinsegin fólki innan vina­hópa og bekkja líði vel og félags­mið­stöðin kynnt fyrir nem­end­um. Þessar heim­sóknir geta verið mjög dýr­mætar fyrir nem­endur sem eru að velta fyrir sér sinni kyn­hneigð eða kyn­vit­und. Fræðslan byggir á ára­langri hefð innan Sam­tak­anna ‘78 en er nú undir hand­leiðslu  fræðslu­stýru Sam­tak­anna ‘78. Með fjár­magni samn­inga Reykja­víkur og Hafn­ar­fjarðar verður til grund­völlur fyrir áfram­hald­andi starfi sér­fræði­mennt­aðs fólks við fræðslu Sam­tak­anna ‘78.

Aðeins tvö sveit­ar­fé­lög af 74

Við þökkum Reykja­vík­ur­borg og Hafn­ar­fjarð­arbæ sam­starfið á liðnum árum og hlökkum til að takast á við skyldur okkar næstu árin. Nú er þjón­ustan sem við bjóðum upp á tryggð til íbúa þess­ara sveit­ar­fé­laga og á sama tíma fáum við svig­rúm til að bæta og þróa þessa þjón­ustu. Um leið og Reykja­vík­ur­borg og Hafn­ar­fjarð­arbæ er þakkað þá viljum við hvetja önnur sveit­ar­fé­lög á land­inu að skoða hvernig hinsegin fræðslu og ráð­gjöf er háttað í sínu sveit­ar­fé­lagi. Sam­tök­in ‘78 eru reiðu­búin að aðstoða við þá vinnu.

Höf­undar eru rit­ari og fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ‘78.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar