Auglýsing

Í dag féll dómur í stað­fest­ing­ar­máli Glitnis Holdco, eign­­ar­halds­­­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir Glitnis banka, gegn Stund­inni og Reykja­vík Media. Glitnir höfð­aði málið og vildi fá stað­fest lög­bann á umfjöllun miðl­anna sem byggir á gögnum sem lekið var frá hinum gjald­þrota banka og hann telur að séu varin með banka­leynd.

Hér­aðs­dómur hafn­aði þess­ari kröfu með aug­ljósum rök­um: umfjöllun um við­skipta­leg umsvif Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og ann­arra sem honum tengj­ast eru „þáttur í umfjöllun fjöl­miðla um afleið­ingar útlána­­stefnu íslenskra við­­skipta­­banka og áhætt­u­­sækni íslenskra fjár­­­festa, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór.“ Skerð­ing á frelsi fjöl­miðla til að fjalla um slík mál getur „ekki talist nauð­­syn­­leg í lýð­ræð­is­­þjóð­­fé­lag­i.“

Engu máli skiptir þótt þau gögn sem umfjöll­unin byggi á séu trún­að­ar­gögn.

Auglýsing

Nið­ur­staðan er stór­sigur fyrir lýð­ræðið á Íslandi. Og rétt íslensks almenn­ings til að fá að vita.

Fjöl­miðla­frelsi tekið tíma­bundið úr sam­bandi

Það breytir því þó ekki að lög­banns­málið er smán­ar­blett­ur. Í lög­banns­beiðn­inni sem sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík sam­þykkti 16. októ­ber 2017 sagði að erfitt væri að „mæla það tjón á ímynd og orð­­spori gerð­­ar­beið­anda sem af hátt­­semi gerð­­ar­þola hlýst. Af þeim sökum leiðir ólög­­mæt hátt­­semi gerð­­ar­þola til skerð­ingar á rétt­indum gerð­­ar­beið­anda þannig að ekki verði úr bætt síð­­­ar.“

Glitnir Holdco hef­ur, sam­kvæmt frétt í Mark­aðnum í vik­unni, selt nán­ast allar eignir og dag­legum rekstri félags­ins var hætt um liðin mán­að­ar­mót. Lög­bannið var því sett á til að verja gjald­þrota banka, sem hafði umfangs­mikil nei­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif á Íslandi með athæfi sínu fyrir hrun, frá frekara tjóni á ímynd og orð­spori sínu, þrátt fyrir að dag­legri starf­semi hans hafi nú verið hætt.

Á grund­velli þess­ara raka hefur nú ekki ríkt fjöl­miðla­frelsi á Íslandi í 110 daga.

Lög­bann á lög­legar fréttir

Umfjöllun Stund­ar­innar var um Bjarna Bene­dikts­son, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Hann er nú fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra. Frétt­irnar átta sem Stundin birti áður en að lög­bannið var sett voru um að Bjarni hafi selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dag­ana fyrir banka­hrun og að þær eignir hafi verið 50 millj­­óna króna virði. Í des­em­ber 2016 hafði Bjarni verið spurður út í eign sína í Sjóði 9 og hvort hann hefði selt. Þá svar­aði hann því til að hann hefði ekki átt neitt sem skipti máli í sjóðn­­­­­um.

Í umfjöllun Stund­­­ar­innar var fjallað um tveggja millj­­­arða króna kúlu­lán sem eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag Bjarna og náinna fjöl­­­skyld­u­­­með­­­lima hans fengu til að kaupa allt hlutafé í N1, stærsta elds­­neyt­is­­sala lands­ins, 50 milljón króna kúlu­lána­skuld hans sem var færð yfir á skuld­­­sett eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag Bjarna sem var síðan slitið og um að vitn­is­­­burður Bjarna í Vafn­ings­­­mál­inu svo­­­kall­aða stang­ist á við þau gögn sem Stund­in hafði undir hönd­um.

Þá hefur Stundin einnig greint frá því að gögnin sem mið­ill­inn hafi undir höndum sýni að Bjarni hafi verið virkur þátt­tak­andi í við­­­skiptum aflands­­­fé­lags­ins Falson. Í þeim gögnum kemur líka skýrt fram að félagið var skráð á Seychelles-eyj­­um. Bjarni sagði vorið 2016 að hann hefði ekki vitað að félagið var skráð á þeim stað. Áður hafði hann sagt í við­tali við Kast­­ljós að hann hefði hvorki átt eignir né átt við­­skipti í skatta­­skjól­­um.

Umfjöll­unin sem lög­bannið var sett á fjall­aði því um sam­­spil stjórn­­­mála og við­­skipta. Um fyr­ir­greiðslu sem sumum býðst í banka­kerf­inu en öðrum ekki. Um að ýmis­legt sem Bjarni Bene­dikts­son sagði opin­ber­lega stang­ist á við það sem fram kemur í umræddum gögn­um. Á þessa umfjöll­un, sem er lög­leg, byggði á gögnum og á erindi við almenn­ing, var sett lög­bann. Sýslu­maður ákvað að um þetta mætti ekki fjalla. Nú er ljóst að sú ákvörðun var ekki lög­leg.

Kjarn­inn fjall­aði líka um gögnin

Nokkrum dögum eftir að lög­bannið var sett á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media þá birti Kjarn­inn frétta­skýr­ingu sem byggði á gögnum innan úr Glitni sem voru merkt trún­að­ar­mál. Um er að ræða sama gagna­leka og umfjöllun Stund­ar­innar um Bjarna Bene­dikts­son byggði á.

Í þeirri frétta­skýr­ingu var m.a. greint frá því í fyrsta skipti að hópur stjórn­­enda og starfs­­manna Glitn­is, sem hafði vit­­neskju um það að stjórn­­­ar­­for­­maður hans var að fara á fund Seðla­­bank­ans 25. sept­­em­ber 2008 til að óska eftir fyr­ir­greiðslu þar sem Glitnir átti ekki fyrir gjald­daga láns sem var fram und­an, hefðu selt eignir sínar í pen­inga­­mark­aðs­­sjóðnum Sjóði 9 dag­anna 24-26. sept­­em­ber 2008.

Þar er líka greint frá því að félög tengd Baugs­­fjöl­­skyld­unni, sem var ráð­andi eig­andi í Glitni, hefði inn­­­leyst sam­tals 766 millj­­ónir króna úr sjóðnum 25-26. sept­­em­ber. Í gögn­unum kemur fram að Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, höfuð þeirrar fjöl­­skyldu, hafi verið beinn þátt­tak­andi í öllu ferl­inu í kringum ofan­­greindan fund með Seðla­­bank­an­­um.

Á þessu tíma­bili lá ekk­ert fyrir um að Glitnir væri að falla. Banka­­stjóri bank­ans kom þvert á móti tví­­­vegis fram í fjöl­mið­l­um, dag­anna 21. og 22. sept­­em­ber 2008 og sagði að bank­inn væri traust­­ur. Á sama tíma var hann reyndar að láta milli­­­færa hund­ruð millj­­ónir króna, sem hann hafði tekið út úr Glitni, inn á banka­­reikn­ing í Bret­landi.

Þeir aðilar sem fram­­kvæmdu ofan­­greinda fjár­­­magns­­flutn­inga, og björg­uðu þar með eigin fjár­­munum frá því að rýrna, Og þeir bjuggu yfir upp­­lýs­ingum sem almenn­ingur hafði sann­­ar­­lega ekki á þessum tíma.

Fjöl­margir Íslend­ing­­ar, sem unnu ekki í banka né áttu slík­­an, en áttu í sama sjóði töp­uðu pen­ing­­um. Þeir höfðu ekki sömu upp­­lýs­ingar og stjórn­­end­­urn­ir, starfs­­menn­irnir og eig­end­­urnir sem færðu sína pen­inga í öruggt skjól.

Líkt og flestir vita var síðan til­­kynnt um þjóð­nýt­ingu Glitnis 29. sept­­em­ber, neyð­­ar­lög­sett þann 6. októ­ber og Glitnir var síðan tek­inn yfir af Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu 7. októ­ber 2008.

Bara lög­bann á umfjöllun um Bjarna

Lög­maður Glitnis brást við birt­ingu frétta­skýr­ing­ar­innar með því að senda bréf á Kjarn­ann. Í bréf­inu sagði lög­mað­ur­inn að umbjóð­andi hans teldi birt­ingu frétta­­skýr­ing­­ar­innar vera ólög­­mæta og brjóta í bága við þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði laga um fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki. Óheim­ilt væri að birta gögn eða upp­lýs­ingar úr gögn­unum sem Kjarn­inn byggði frétta­skýr­ing­una á. Lög­mað­ur­inn óskaði eftir því að Kjarn­inn veiti „Í fyrsta lagi upp­­lýs­ingar um hvort frek­­ari birt­ing úr umræddum gögnum sé fyr­ir­hug­uð. Hér átt við allar fréttir sem byggja á upp­­lýs­ingum og/eða gögnum frá Glitni eða úr kerfum þess.[...] Í öðru lagi er þess farið á leit við Kjarn­ann að ef frek­­ari birt­ing úr fram­an­­greindum gögnum er fyr­ir­huguð að umbjóð­anda okk­­ar, Glitni, verði til­­kynnt fyrir fram með tveggja sól­­­ar­hringa fyr­ir­vara að slík birt­ing standi til.“

Kjarn­inn hafn­aði þessum kröf­um, enda eru þær fjar­stæðu­kennd­ar. Lög­mann­inum var gert það ljóst að upp­lýs­ingar um  hvort, og þá hvaða, við­­bót­­ar­fréttir eða frétta­­skýr­ingar yrðu skrif­aðar upp úr þeim gögnum tengdum Glitni sem Kjarn­inn hefur undir höndum eru, og verða áfram, ein­ungis á vit­orði rit­­stjórnar Kjarn­ans. Þetta væru rit­­skoð­un­­ar­til­­burðir sem ættu ekk­ert erindi í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi. Glitnir væri með þessu að reyna að taka sér rit­­stjórn­­­vald yfir frjálsum og óháðum fjöl­miðli.

Glitnir gerði ekk­ert frekar í mál­inu. Glitnir reyndi ekki að fá sett lög­bann á umfjöllun Kjarn­ans þótt að hún byggði á sömu gögnum og umfjöllun Stund­ar­inn­ar, Reykja­vík Media og breska stór­blaðs­ins The Guar­di­an, sem greindi einnig frá mál­inu.

Það gerði Glitnir heldur ekki þegar bæði miðlar 365 og RÚV fjöll­uðu um fjár­mál hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem er að finna í sömu gögn­um, í des­em­ber 2016.

Lög­bannskrafa var bara sett fram gegn þeim miðlum sem fjöll­uðu um fjár­mál og við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Af hverju hefur ekki komið fram. Bjarni sjálfur fór ekki fram á þetta lög­bann og hefur sagt opin­ber­lega að hann sé mót­fall­inn því. Raunar má halda því fram að lög­bannið skaði hann póli­tískt meira en frek­ari frétta­flutn­ingur hefði gert.

Alvar­leg­asta árásin á fjöl­miðla­frelsið

Ímyndum okkur eft­ir­far­andi aðstæð­ur: Lög­bann hefur verið lagt á umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um fjár­mál for­manns Vinstri grænna, sem er líka for­sæt­is­ráð­herra. Umfjöll­unin byggir á gögnum frá föllnum banka og sýnir að ýmis­legt sem for­mað­ur­inn hefur sagt í opin­berri umræðu um við­skipti sín og fjár­mál stang­ast á við þær upp­lýs­ingar sem koma fram í gögn­un­um. Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem hefur verið virkur í flokks­starfi Vinstri grænna, sam­þykkti lög­banns­beiðn­ina og féllst á að Morg­un­blað­inu yrði meinað að skrifa frek­ari fréttir upp úr gögn­un­um.

Lög­bannið hafði þau áhrif að Morg­un­blaðið gat ekki haldið áfram umfjöllun sinni í aðdrag­anda kosn­inga, sem haldnar voru tveimur vikum eftir að það var sam­þykkt. Málið rataði á end­anum fyrir dóm­stóla. Í þrjá og hálfan mánuð mátti fjöl­mið­ill ekki fjalla um mál sem hann taldi frétt­næmt, byggði á stað­reyndum og átti fullt erindi við almenn­ing.

Myndi þessi staða, ef fjöl­mið­ill­inn sem flutti fréttir upp úr Glitn­is-­gögnum væri Morg­un­blaðið og sá sem frétt­irnar fjöll­uðu um væri vinstri­mað­ur, breyta ein­hverju um hversu alvar­legt það er að beita þögg­un­ar­til­burðum á fjöl­miðla? Nei, það myndi ekki gera það.

Hlut­verk fjöl­miðla er að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings sem eiga erindi við hann. Það skiptir ekki máli hvað fjöl­mið­ill­inn heitir eða hvert and­lag frétt­anna er. Les­endur geta gert athuga­semdir við fram­setn­ingu frétta, val á nálgun í umfjöll­un, mynd­ræna fram­setn­ingu og annað sem truflar þá við umfjöll­un­ina. Og þá valið hvort þeir treysti við­kom­andi miðli eða ekki til að sinna því hlut­verki sem hann seg­ist sinna. Án fjöl­miðla þá eru ger­end­urnir einir eftir til að útskýra hvað átti sér stað. Það getur ekki verið eft­ir­sókn­ar­vert sam­fé­lag.

Lög­bannið á Stund­ina og Reykja­vík Media er alvar­leg­asta aðför að fjöl­miðla­frelsi sem framin hefur verið á Íslandi. Fjöl­miðla­frelsið var tekið úr sam­bandi í 110 daga í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna 2017.

Öllum sem er umhugað um frjálsa lýð­ræð­is­lega umræðu, eru and­snúnir rit­skoðun og trúa á tján­ing­ar­frelsið hljóta að vera þeirrar skoð­un­ar.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann og frjálsa fjöl­miðlun hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari