Hafnaði lögbanni á Stundina

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað staðfestingu á lögbanni Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafn­aði því að stað­festa lög­bann sem sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu setti á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar upp úr gögnum innan úr þrota­bús Glitn­is. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp dóm þess efnis rétt í þessu.

Sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík féllst þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn á lög­banns­kröfu þrota­bús­ins, Glitnis HoldCo gegn frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar og Reykja­vik Media, sem er í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­son­ar, með þeim afleið­ingum að bann var sett á frétta­flutn­ing­inn upp úr gögn­un­um, en meðal þess sem finna má í gögn­unum eru upp­lýs­ingar um einka­mál­efni veru­legar fjölda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is. Á meðal þess sem fjallað hefur verið um ítar­lega eru fjár­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Glitnir HoldCo taldi að upp­lýs­ing­arnar væru bundnar banka­leynd.

Kjarn­inn rifj­aði upp for­sögu máls­ins fyrr í dag sem lesa má hér.

Auglýsing

Í for­sendum dóms hér­að­dóms segir meðal ann­ars að Stundin hafi með umfjöllun sinni um mál­efni þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bjarna Bene­dikts­sonar og ann­arra ekki gengið nær einka­lífi þeirra sem um ræddi en óhjá­kvæmi­legt hafi verið í opin­berri umræðu í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi um mál­efni sem varðar almenn­ing og að nægar ástæður hafi þar af leið­andi verið fyrir hendi sem rétt­lættu birt­ingu þess­ara skrifa. Engu breyti þar um hvernig gögnin komust í hendur þeirra né heldur að í þeim séu upp­lýs­ingar sem und­ir­orpnar séu banka­leynd.

Í dómnum segir orð­rétt um þetta: „Ljóst er að umfjöllun um við­skipta­leg umsvif þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og ann­arra, þar sem meðal ann­ars var vikið að áhættu­sömum fjár­fest­ingum sem ekki skil­uðu til­ætl­uðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjöl­miðla um afleið­ingar útlána­stefnu íslenskra við­skipta­banka og áhættu­sækni íslenskra fjár­festa, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. [...] getur skerð­ing á frelsi fjöl­miðla til að fjalla um slík mál­efni ekki talist nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Gildir þá einu þótt umfjöll­unin byggi á gögnum sem und­ir­orpin eru trún­aði og að birtar hafi verið upp­lýs­ingar sem gangi nærri frið­helgi einka­lífs til­greindra ein­stak­linga. Hvað varðar umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., um mál­efni ann­arra ein­stak­linga en þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þá eru umræddir ein­stak­lingar ýmist tengdir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fjöl­skyldu­böndum eða gegnum við­skipti, auk þess sem þeir höfðu á þeim tíma sem umfjöll­unin tók til tengsl við Glitni hf. Er það mat dóms­ins að umfjöllun um mál­efni þeirra hafi verið svo sam­ofin frétta­efn­inu í held að ekki verði greint á milli [...]. Þá verða ekki dregnar þær álykt­anir af umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., að ætl­unin sé að fjalla um mál­efni handa­hófs­kenndra ein­stak­linga sem ekki eigi erindi til almenn­ings.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent