Hafnaði lögbanni á Stundina

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað staðfestingu á lögbanni Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafn­aði því að stað­festa lög­bann sem sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu setti á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar upp úr gögnum innan úr þrota­bús Glitn­is. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp dóm þess efnis rétt í þessu.

Sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík féllst þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn á lög­banns­kröfu þrota­bús­ins, Glitnis HoldCo gegn frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar og Reykja­vik Media, sem er í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­son­ar, með þeim afleið­ingum að bann var sett á frétta­flutn­ing­inn upp úr gögn­un­um, en meðal þess sem finna má í gögn­unum eru upp­lýs­ingar um einka­mál­efni veru­legar fjölda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is. Á meðal þess sem fjallað hefur verið um ítar­lega eru fjár­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Glitnir HoldCo taldi að upp­lýs­ing­arnar væru bundnar banka­leynd.

Kjarn­inn rifj­aði upp for­sögu máls­ins fyrr í dag sem lesa má hér.

Auglýsing

Í for­sendum dóms hér­að­dóms segir meðal ann­ars að Stundin hafi með umfjöllun sinni um mál­efni þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bjarna Bene­dikts­sonar og ann­arra ekki gengið nær einka­lífi þeirra sem um ræddi en óhjá­kvæmi­legt hafi verið í opin­berri umræðu í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi um mál­efni sem varðar almenn­ing og að nægar ástæður hafi þar af leið­andi verið fyrir hendi sem rétt­lættu birt­ingu þess­ara skrifa. Engu breyti þar um hvernig gögnin komust í hendur þeirra né heldur að í þeim séu upp­lýs­ingar sem und­ir­orpnar séu banka­leynd.

Í dómnum segir orð­rétt um þetta: „Ljóst er að umfjöllun um við­skipta­leg umsvif þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og ann­arra, þar sem meðal ann­ars var vikið að áhættu­sömum fjár­fest­ingum sem ekki skil­uðu til­ætl­uðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjöl­miðla um afleið­ingar útlána­stefnu íslenskra við­skipta­banka og áhættu­sækni íslenskra fjár­festa, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. [...] getur skerð­ing á frelsi fjöl­miðla til að fjalla um slík mál­efni ekki talist nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Gildir þá einu þótt umfjöll­unin byggi á gögnum sem und­ir­orpin eru trún­aði og að birtar hafi verið upp­lýs­ingar sem gangi nærri frið­helgi einka­lífs til­greindra ein­stak­linga. Hvað varðar umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., um mál­efni ann­arra ein­stak­linga en þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þá eru umræddir ein­stak­lingar ýmist tengdir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fjöl­skyldu­böndum eða gegnum við­skipti, auk þess sem þeir höfðu á þeim tíma sem umfjöll­unin tók til tengsl við Glitni hf. Er það mat dóms­ins að umfjöllun um mál­efni þeirra hafi verið svo sam­ofin frétta­efn­inu í held að ekki verði greint á milli [...]. Þá verða ekki dregnar þær álykt­anir af umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., að ætl­unin sé að fjalla um mál­efni handa­hófs­kenndra ein­stak­linga sem ekki eigi erindi til almenn­ings.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Agnes Joy
Einungis ein íslensk kvikmynd kemst á lista yfir 20 tekjuhæstu myndir síðasta árs
Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68 prósent frá árinu á undan.
Kjarninn 17. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Þetta átti ekki að geta gerst – aftur
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent