Hafnaði lögbanni á Stundina

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað staðfestingu á lögbanni Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafn­aði því að stað­festa lög­bann sem sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu setti á frétta­flutn­ing Stund­ar­innar upp úr gögnum innan úr þrota­bús Glitn­is. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp dóm þess efnis rétt í þessu.

Sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík féllst þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn á lög­banns­kröfu þrota­bús­ins, Glitnis HoldCo gegn frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar og Reykja­vik Media, sem er í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­son­ar, með þeim afleið­ingum að bann var sett á frétta­flutn­ing­inn upp úr gögn­un­um, en meðal þess sem finna má í gögn­unum eru upp­lýs­ingar um einka­mál­efni veru­legar fjölda fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is. Á meðal þess sem fjallað hefur verið um ítar­lega eru fjár­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Glitnir HoldCo taldi að upp­lýs­ing­arnar væru bundnar banka­leynd.

Kjarn­inn rifj­aði upp for­sögu máls­ins fyrr í dag sem lesa má hér.

Auglýsing

Í for­sendum dóms hér­að­dóms segir meðal ann­ars að Stundin hafi með umfjöllun sinni um mál­efni þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bjarna Bene­dikts­sonar og ann­arra ekki gengið nær einka­lífi þeirra sem um ræddi en óhjá­kvæmi­legt hafi verið í opin­berri umræðu í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi um mál­efni sem varðar almenn­ing og að nægar ástæður hafi þar af leið­andi verið fyrir hendi sem rétt­lættu birt­ingu þess­ara skrifa. Engu breyti þar um hvernig gögnin komust í hendur þeirra né heldur að í þeim séu upp­lýs­ingar sem und­ir­orpnar séu banka­leynd.

Í dómnum segir orð­rétt um þetta: „Ljóst er að umfjöllun um við­skipta­leg umsvif þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og ann­arra, þar sem meðal ann­ars var vikið að áhættu­sömum fjár­fest­ingum sem ekki skil­uðu til­ætl­uðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjöl­miðla um afleið­ingar útlána­stefnu íslenskra við­skipta­banka og áhættu­sækni íslenskra fjár­festa, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. [...] getur skerð­ing á frelsi fjöl­miðla til að fjalla um slík mál­efni ekki talist nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Gildir þá einu þótt umfjöll­unin byggi á gögnum sem und­ir­orpin eru trún­aði og að birtar hafi verið upp­lýs­ingar sem gangi nærri frið­helgi einka­lífs til­greindra ein­stak­linga. Hvað varðar umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., um mál­efni ann­arra ein­stak­linga en þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þá eru umræddir ein­stak­lingar ýmist tengdir þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fjöl­skyldu­böndum eða gegnum við­skipti, auk þess sem þeir höfðu á þeim tíma sem umfjöll­unin tók til tengsl við Glitni hf. Er það mat dóms­ins að umfjöllun um mál­efni þeirra hafi verið svo sam­ofin frétta­efn­inu í held að ekki verði greint á milli [...]. Þá verða ekki dregnar þær álykt­anir af umfjöllun stefnda, Útgáfu­fé­lags Stund­ar­innar ehf., að ætl­unin sé að fjalla um mál­efni handa­hófs­kenndra ein­stak­linga sem ekki eigi erindi til almenn­ings.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent