Síðustu daga hefur umræða sem tengist forsjármálum og konum verið á Rúv. Sérstök áhersla er lögð á forsjármál tengt innflytjendum og þeim tíma sem tekur að vinna í þeim málum. Í fréttunum er talað um hve langan tíma konur geti þurft að vera í Kvennathvarfinu vegna stöðu sinnar.
Rúv hefur birt nokkrar fréttir tengt ákveðnu máli. Fyrsta fréttin kom undir titlinum „Föst í kvennaathvarfinu í sjö mánuði“ en þar kom skoðun finnskrar konu fram um hve kerfið vinnur hægt á Íslandi. Hún talar um seinagang í kerfinu og að það sé illa skipulagt í samræmi við önnur lönd og benti á að annars staðar fengi hún bráðabirgðarúrskurð þar til forsjármálið myndi klárast. Þessi afstaða vakti upp spurningu hjá mér því hver er þá forsendan að hún sé í Kvennaathvarfinu, en ekki eins og aðrir í eigin eða leigu húsnæði? Ef hún fengi bráðabirgðaúrskurð má hún hvort eð er ekki fara úr landi með barnið.
Skýrt er tekið fram að meðan bráðabirgða úrskurður er í gildi er farbann á barnið og því hefði hún þurft að vera á landinu hefði hún fengið bráðarbrigðarforsjá. Því spyr ég, af hverju, af hverju talar hún um þennan úrskurð eins og hann hefði breytt því hvort hún hefði verið í Kvennaathvarfinu eður ei. Umræðan olli því að ég vildi grafa aðeins dýpra í málið og skoðaði aðrar fréttar sem bárust þessa daga og hafði samband við Rúv sem birti fréttina. Ég vildi vita hvernig þetta endaði á þeirra borði en lítið var um svör. „Hver hafði samband við ykkur út af málinu?“ og Rúv svarar: „við getum því miður ekki veitt slíkar upplýsingar.“
Í þriðju fréttinni stígur Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands fram og ýtir aftur undir málflutninginn að konur standi svo illa í forsjármálum séu þær eru af erlendu bergi brotnu. Þar vísar hún í að þær fái ekki túlk í gegnum sáttameðferð og því verði að vera til úrræði fyrir þær til að sleppa sáttameðferð. Margrét vill að til sé undanþága fyrir þær í þessum aðstæðum en ekki að tryggja þeim túlk svo þær þurfi að fara í gegnum það sama og allir aðrir! Þingmenn hafa upp til hópa talað um að styrkja þurfi sáttameðferð og að hún hafi skilað árangri en Margrét vill að það sé hægt að komast hjá því sértu útlendingur. Þessi regla er svo skýr í dag að það þarf í öllum tilvikum að reyna á sáttir áður en hægt sé að fara fyrir dóm. Það gengur svo langt að í dag er engin undanþága fyrir sáttameðferð en ef svo væri er þetta ekki helsta áherslu atriðið. Hvernig væri undanþága þegar börn hafa verið vistuð utan heimilis? Þegar annað foreldrið er sett í meðferð? Þegar foreldri reynir að svipta sig lífi? Nei það er ekki umræðan, heldur þegar konur treysti sér ekki til að fara og reyna að ná sátt fyrir barn að þá á að gefa undanþágu.
Ástæða þess að ég tók mig til og ákvað að skrifa greinin er í raun og veru mjög einföld. Ég er alveg sammála því að kerfið í kringum sáttameðferð virkar ekki. Það bregst of hægt við og í verstu tilvikunum þá er vitað að ekkert mun koma út úr sáttameðferð. Það er stór galli að ekki sé hægt að fá undanþágu frá henni til að flýta fyrir forsjármálum. Útlendingar er ekki hópurinn sem þarf mest á því að halda. Ef við ætlum að taka umræðu um forsjármál á það að vera á jafnréttisgrundvelli en ekki á þeim grundvelli að konur hafi það svo slæmt í forsjármálum, burtséð frá uppruna. Þegar við horfum til íslenskra dæma get ég bent á eitt sem hefur tekið rúmlega 3 ár að fá úrskurð frá Héraðsdómi um lögheimili barna og stór partur af þeim tíma liggur hjá sýslumanni. Í því tilviki tók 9 mánuði að fá sáttavottorð vegna þess hvernig ferlið hjá sýslumanni virkar. Það versta var þegar málið var opnað var vitað að ekki myndi nást sátt um lögheimilið. Margrét talaði um að konur af erlendum uppruna séu í verstu stöðunni en í flestum forsjármálum stendur faðirinn verr og þá sérstaklega þegar móðir fer með barn og tálmar umgengi. Því lengur sem hún heldur barni frá föður, því sterkari rök færir hún fyrir því að faðirinn tengist ekki barninu. Nú vil ég taka fram að auðvitað geta feður tálmað umgengi eins og mæður en samfélagið og stjórnsýslan tekur allt öðruvísi á þeim málum. Ég get komið með dæmi um hvernig faðir hefur setið undir samfélagslegum fordómum fyrir það eitt að vera faðir barnsins. Hann hefur þurft að svara fyrir sig á flestum stöðum, þar á meðal barnavernd, Landspítalanum, hjá sýslumanni og fyrir dómara án þess að hafa gert nokkuð rangt gagnvart barni. Hér kemur ein af mínum sögum.
Lokaorðin mín verða því:
Ef við ætlum að tala um forsjármál þá eru það börnin sem koma fyrst ekki foreldrar, ekki mæður né feður. Fyrst og fremst þarf að verja þau og þeirra réttindi og muna að ásökun er ekki það sama og vera sekur um eitthvað.