Hversu skynsamleg er skynsemin?

Gunnar Jóhannesson guðfræðingur segir að þegar kemur að því að útskýra hvers vegna alheimurinn sé skiljanlegur og hvers vegna við höfum aðgengi að honum í gegnum hugsun okkar og vit, þá eigi kristin guðstrú skynsamlegra svar en guðleysið.

Auglýsing

Hversu áreið­an­leg er hugsun okk­ar? Er hún trausts­ins verð? Hvað með skyn­sem­ina? Er hún jafn skyn­sam­leg og af er lát­ið?

Slíkar spurn­ingar hljóma ef til vill kjána­lega.

Ýmsir af mínum ágætu guð­lausu vinum – þó alls ekki allir – líta svo á að það að vera krist­innar trúar í dag er í besta falli aum afsökun fyrir þá sem ekki nenna að hugsa og nota sína heil­brigðu skyn­semi. Raunin er sú, segja þessir ágætu guð­leys­ingjar, að trú er í mót­sögn við vís­inda­lega og skyn­sam­lega hugs­un.

Auglýsing

Ólíkt guð­leys­inu sjáðu!

Guð­leysi og vís­inda­leg og skyn­sam­leg hugsun falla nefni­lega saman eins og hanski og hönd. Raunar er um eitt og hið sama að ræða. Svo þar sem vís­inda­leg og heil­brigð hugsun ræður ferð hlýtur nið­ur­staðan óhjá­kvæmi­lega að vera á guð­lausum nótum - og lífs­skoð­unin þar með líka. Ef þú sum sé fellst ekki á guð­leysið þá hefur þú gefið alla hugsun og skyn­semi upp á bát­inn.

Eða svo er sagt.

Hér er rétt að staldra við og spyrja okkar ágæta guð­lausa vin áhuga­verðrar spurn­ing­ar:

Hvað er hugs­un? Hvað er skyn­semi? - Það er að segja ef við göngum út frá for­sendum guð­leys­is­ins.

Guð­leysi er jú í eðli sínu smætt­andi. Sam­kvæmt því verður að útskýra allt neðan frá, út frá hinu smáa. Á for­sendum efn­is­legs og nátt­úru­legs ferlis af einum toga eða öðr­um. Önnur útskýr­ing er ekki í boði. Allt á sér, og getur ekki annað en átt sér, nátt­úru­legar orsak­ir. Það er jú skil­grein­ingin á nátt­úru­hyggju. Veru­leik­inn er ekki annað en efni sem lýtur blindum lög­málum nátt­úr­unn­ar.

Og það á auð­vitað líka við um hugsun okk­ar. Hún er ekki und­an­skilin smætt­ar­hyggj­unni. Hugsun er ekki fólgin í öðru en tauga­boðum í heil­anum okk­ar. Í raf­boðum sem skjót­ast frá einum stað til ann­ars. Í raun er eng­inn munur á huga okkar og heila. Um er að ræða eitt og það sama.

Það minnir á vís­inda­mann­inn – sem jafn­framt var sann­færður guð­leys­ingi – sem spurður var hvað hann not­aði þegar hann stund­aði vís­indi.

– Hug­ann, sagði hann.

– Og hvað er hann, var hann spurður til­baka.

Vís­inda­mað­ur­inn velkt­ist ekki í vafa um þá rök­legu nið­ur­stöðu sem leiddi af hans guð­lausu lífs­skoð­un.

Tja, sagði hann, hugur minn er það sama og heil­inn í mér.

– Og hvað er heil­inn?

Tja, hann er til­vilj­un­ar­kennd afurð blinds og hugs­un­ar­lauss nátt­úru­legs ferlis án nokk­urs til­gangs eða merk­ing­ar.

– Jæja, sagði hinn. Af hverju treyst­irðu þá á hugsun þína? Hvers vegna trúir þú nokkru sem hún segir þér?

Já, það er góð spurn­ing.

Ef tölvan þín (eða far­sím­inn þinn) væri ekk­ert annað en til­vilj­un­ar­kennd afurð blinds og hugs­un­ar­lauss nátt­úru­legs ferlis án nokk­urs til­gangs og merk­ing­ar, mundir þú nota hana eða treysta á það sem hún segði þér?

Þegar allt kemur til alls er þetta spurn­ing­in! Hver er áreið­an­leiki hugs­unar okkar og skyn­semi?

Hafa vits­muna­legir eig­in­leikar okkar sann­leik­ann yfir­leitt að leið­ar­ljósi? - Nei! Ekki sam­kvæmt okkar ágæta vini guð­leys­ingj­an­um. Og út frá guð­lausu sjón­ar­horni hefur hann fylli­lega rétt fyrir sér. Það sem rekur þró­un­ina áfram, sam­kvæmt guð­leys­inu, og hefur fram­leitt meðal ann­ars vit okkar og hugs­un, hefur ekk­ert með sann­leika að gera heldur fyrst og síð­ast aðlögun og afkomu.

Hvaða þýð­ingu hefur það?

Jú, eins og efna­fræð­ing­ur­inn J. Haldane minnti á fyrir all­löngu síð­an, ef hugsun mín er ekki fólgin í öðru en atómum á hreyf­ingu í heil­anum á mér – kerfi sem er afleið­ing blinds nátt­úru­legs ferlis – af hverju ætti ég að trúa eða treysta nokkru sem hún segir mér, þar á meðal því að heil­inn í mér sam­an­standi af atóm­um?

Já, hvers vegna? Og hvaða ástæðu hef ég þá til að trúa því og treysta að guð­leysi eða nátt­úru­hyggja sé sönn?

Mér sýn­ist svarið nokkuð aug­ljóst, þótt ég þyk­ist vita að minn ágæti vinur guð­leys­ing­inn sé mér ekki sam­mála.

En burt­séð frá því get ég ekki annað en velt vöngum yfir því hvers vegna honum finnst skyn­sam­legt að gang­ast við því sem grefur undan og gerir að engu þá skyn­semi sem hann þó gerir til­kall til í krafti guð­leysis síns.

Það er eins og saga undan sjálfum sér grein­ina sem maður situr á.

Ef það er rétt, eins og Ric­hard Dawk­ins og allir hinir nátt­úru­hyggju­sinn­arnir halda fram, að við erum ekk­ert annað en afleið­ing blinds og hugs­un­ar­lauss nátt­úr­legs ferl­is, þá hafa þeir gefið okkur góða ástæðu til að efast um áreið­an­leika vits­muna okkar og hugs­un­ar.

Og þá höfum við góða ástæðu til að efast um allt sem hugsun okkar og vit vilja telja okkur trú um – og þar á meðal er guð­leysið sjálft, trú­ar­játn­ing nátt­úru­hyggj­unn­ar!

Það er því ekki að sjá að Guð eða guðs­trú sé í mót­sögn við skyn­sam­lega hugsun heldur þvert á móti guð­leys­ið.

Það þykir mér merki­legt!

Það er ekki bara að höndin virð­ist alltof lítil fyrir hanskann, heldur virð­ist vanta sjálfan hansk­ann.

Þetta hefur að sjálf­sögðu ekk­ert að gera með getu okkar til að hugsa. Minn ágæti vinur guð­leys­ing­inn getur vita­skuld hugsað og notað sína heil­brigðu skyn­semi á sama hátt og ég. Og það gerir hann oft og iðul­lega á mun dýpri og afkasta­meiri hátt en ég. Það yrði í öllu falli efni í annan og alltof langan pistil ef ég ætl­aði að tíunda öll þau skipti sem ég hef hlaupið á undan sjálfum mér í hugs­un­ar­leysi.

Nei, málið snýst um það að án Guðs er ekki að finna neinn grund­völl fyrir hugsun okkar og skyn­semi (burt­séð frá því hvað við ann­ars hugsun og hvernig við notum skyn­sem­ina).

En ef horft er út frá sjón­ar­hóli krist­innar trúar lítur myndin allt öðru­vísi út. Kristin trú minnir okkur á að á undan öllu öðru var ekki ekk­ert, ekki dautt og skiln­ings­vana efni, eða vilja­laust blint afl.

Nei, í upp­hafi var Orð­ið! ν ρχ ν λόγος … eins og segir í upp­hafi Jóhann­es­ar­guð­spjalls.

Logos! Hugs­un, skyn­semi, vit og vilji.

Þegar kemur að því að útskýra hvers vegna alheim­ur­inn er skilj­an­legur og hvers vegna við höfum aðgengi að honum á áreið­an­legan hátt í gegnum hugsun okkar og vit (að minnsta kosti að hluta til), þá á kristin guðs­trú skyn­sam­legra svar en guð­leys­ið. Ástæðan er að hvort tveggja, alheim­ur­inn og hugsun okk­ar, er af sömu rót runnið þegar allt kemur til alls.

Hvort tveggja er afleið­ing hugs­unar og vits, skap­andi orðs Guðs!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar