Hugleiðingar um fagn

Magnús Hrafn Magnússon lögmaður fer yfir hvort maður út í bæ geti fengið skráðan einkarétt á orðinu Húh! og geti gert athugasemdir við notkun annarra á því.

Auglýsing

Mér er ljúft og skylt að gera takt­fasta til­raun til að leggja orð í belg um það hvernig stendur á þess­ari frétt. Þrumu­hljóð sem íslenskir fót­bolta­á­han­gendur fengu lánað frá Skotlandi, sam­ein­aði þjóð­ina, sigr­aði heim­inn og næstum allir landar mínir hafa fram­kallað  stundum til­neyddir og út um allt. Hvernig getur ,,maður út í bæ“ fengið skráðan einka­rétt hjá rík­is­stofnun (Einka­leyfa­stofu) á orð­inu Húh! fyrir til­teknar vörur og þjón­ustu og gert athuga­semdir við notkun ann­arra á því? Þetta eru eðli­legar vanga­velt­ur.

Ein­stak­lingar og lög­að­ilar geta lagt inn vöru­merkjaum­sóknir hjá Einka­leyfa­stofu. Vöru­merki getur verið orð, orð- og mynd, lit­ur, þrí­vídd­ar­mynd o.fl. Til dæmis er mögu­legt að sækja um skrán­ingu á hljóði hjá Einka­leyfa­stofu. Eig­andi vöru­merk­is­ins Húh! hefði þannig getað lagt inn umsókn um skrán­ingu á hljóð­merki. Einka­leyfa­stofan hefði þá metið skil­yrði skrán­ingar enda hlut­verk Einka­leyfa­stofu að meta skil­yrði vöru­merkja­laga þegar sótt er um skrán­ingu á vöru­merki. Rann­sókn fer því fram á öllum umsóknum sem stofn­un­inni ber­ast.

Til dæmis synjar Einka­leyfa­stofan umsóknum um skrán­ingu ef vöru­merki er of líkt öðru vöru­merki sem þegar er skráð fyrir söm­u/­svip­aðar vörur eða þjón­ustu þannig að hætta geti skap­ast á rugl­ingi. Að sama skapi ber Einka­leyfa­stofu að synja merki skrán­ingar ef um er að ræða ,,tákn eða orða­sam­bönd sem telj­ast algeng í við­skiptum eða notuð eru í dag­legu máli“ sbr. orða­lag 1. mgr. 13. gr. vöru­merkja­laga. Ef vöru­merki skortir sér­kenni fyrir þá vöru/­þjón­ustu sem um ræð­ir, eins og matur fyrir mat­vöru sbr. dæmi sem nefnt er hér af starfs­manni Einka­leyfa­stofu, ber einnig að synja um skrán­ingu. Umsóknin sem hér er fjallað um var lögð inn þann 7. júlí 2016 og sam­þykkt af Einka­leyfa­stofu eftir rann­sókn þann 15. októ­ber 2016. Þá var hún birt  í ELS tíð­indum. Eftir birt­ingu er mögu­legt að and­mæla skrán­ingum í tvo mán­uði. Eng­inn and­mælti skrán­ingu á vöru­merk­inu Húh!

Auglýsing

Þegar umsóknin var lögð inn, þann 7. júlí 2016, voru 15 dagar frá því að und­ir­rit­aður stóð með eitt­hvað í aug­anu, takt­klapp­andi og húh-andi sig sig hásan í bláa haf­inu miðju á Ólymp­íu­leik­vang­inum í París í kjöl­far sig­ur­marks Arn­órs Ingva Trausta­sonar á 94. mín­útu gegn Aust­ur­ríki í und­an­riðli Evr­ópu­keppn­innar í fót­bolta. Augna­blik sem Guð­mundur Bene­dikts­son gerði heims­frægt ásamt vík­inga­klapp­inu sem fylgdi. Jafn­vel fræg­ara en Björk og lund­inn. Tíu dögum áður en umsóknin var lögð inn vann Ísland Eng­lend­inga 2-1 í Nice í 16. liða úrslitum keppn­inn­ar. Aftur komst Guð­mundur á heims­flug asamt vík­inga­klapp­inu sem fylgdi (og þessum gaur). Þremur dögum fyrir umsókn­ar­dag lauk ævin­týr­inu á Ólymp­íu­leik­vang­inum í París með leik gegn Frökk­um. Enn á ný runnu tár eftir að liðið hafði tapað 5-2, þegar Íslend­ingar á vell­inum létu fagnið óma eitt skipti enn. Kveðju­at­höfn eftir ógleym­an­legar vik­ur. Tveimur dögum fyrir umsókn­ar­dag stóðu tugir þús­unda á Arn­ar­hóli og  fagnið náði eyrum heims­ins enn á ný. Það hefur  fylgt okkur síðan sem ein­hvers­konar sam­ein­ing­ar­tákn þannig að sumum þykir nóg kom­ið.  

Engu að síður var þessi gjörn­ingur á til­finn­inga­legum hápunkti þegar Íslend­ingur ákvað að sækja um skrán­ingu á orð­merk­inu Húh! Það má halda því fram að Íslend­ingar hafi  síðan þá, allir sem einn, tengt fagnið fræga við stór­kost­lega frammi­stöðu íslenska lands­liðs­ins.

Færa má fyrir því rök að á umsókn­ar­degi hafi fagnið verið „tákn eða orða­sam­band sem notað er í dag­legu máli“ í skiln­ingi 13. gr. vöru­merkja­laga. Þá hefði Einka­leyfa­stofan átt að synja skrán­ingu á fagn­inu að fyrra bragði en eftir stendur spurn­ing um það hvernig þessu fagni verði best lýst. Ef til vill verður því aðeins lýst sem hljóði sbr. það sem segir hér á undan um hljóð­merki. Deilan sem nú er til umfjöll­unar varðar hins­vegar skráð orð­merki og það sjálf­stætt úrlausn­ar­efni hvort að orð­merkið Húh! teng­ist þessu fagni í huga neyt­enda og þar með í  skiln­ingi vöru­merkja­laga.

Önnur spurn­ing er hins vegar hvort að notkun á bók­stöf­unum ásamt upp­hrópun­ar­merki í tal­bólu sem er stað­sett fyrir ofan fræga teikn­aða fígúru Hug­leiks feli í sér brot á vöru­merkja­rétti eig­anda orð­merk­is­ins Húh! Ef Hug­leikur leggur inn umsókn um skrán­ingu á mynd­inni  eins og hún birt­ist á boln­um, væri það verk­efni Einka­leyfa­stofu að taka afstöðu til slíkrar umsókn­ar.

Í öllu falli liggur fyrir að fagnið snertir strengi í þjóð­arsál­inni og sög­unni er ekki lok­ið. Umræðan virð­ist hafa leitt til þess að ný umsókn hefur verið lögð inn frá þriðja aðila fyrir vöru­merkið HÚH og einnig hefur eig­andi orð­merk­is­ins dregið í land með sínar kröf­ur. Þá hefur KSÍ blandað sér í málið. Einka­leyfa­stofan mun því þurfa að taka afstöðu til ýmissa atriða þessu tengt. Hugs­an­lega áður en Ísland vinnur Argent­ínu í Moskvu þann 16. júní næst­kom­andi.

Höf­undur er lög­maður sem heitir ekki Magnús Magnús Magn­ús­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar