Páskar - exodus - mannréttindi - lausn úr viðjum

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina skrifar um páskahátíðina, baráttu fyrir mannréttindum og trúverðugleika Þjóðkirkjunnar.

Auglýsing

Exodus þemað er bak­grunnur hinnar gyð­ing-kristnu páska­há­tíð­ar. Varla er hægt að skilja merk­ingu páska­há­tíðar krist­inna manna án þess að þekkja hinn hebr­esk-­gyð­ing­lega bak­grunn.  Það er ein­stakt að fá að upp­lifa þessar tvær systur trú­ar­hefðir halda hvor sína páska­há­tíð­ina í Land­inu Helga, svo til á sama tíma. Móse leiddi þjóð sína, stolta af sínum umskornu svein­börn­um, brott úr þræl­dómi í Egypta­landi. Leiðin lá um Rauða­haf­ið. Stór dramat­ísk helgi­sögn ann­arar Móse­bókar í gamla Testa­mennt­inu greinir frá því hvernig Móse rétti út staf­inn svo að sjálft hafið opn­að­ist og fólkið gekk yfir.  En hinir kúg­andi Egyptar fór­ust er þeir reyndu að veita eft­ir­för og hafið lok­að­ist á ný. Fjöldi kvik­mynda hefur verið gerður um þetta þema, þús­und bækur rit­aðar um eða vísa til, vitna í eða fá að láni frá.

Hinir kúg­uðu fengu frelsi á ný. Hinir und­ir­ok­uðu fengu lausn undan þrú­andi oki kúg­ar­ans. Páska­há­tíðin er hátíð óvæntrar lífs­vonar og mann­rétt­inda. Hún boðar öll­um, óháð trú­ar­brögð­um, lit­ar­hætti, þjóð­erni, eða aldri, hvar sem þeir eru, lausn úr viðj­um. Það geta verið börn fljót­andi á Mið­jarð­ar­haf­inu eða í Sýr­landi eða Jemen undir stöð­ugu og djöf­ul­legu sprengjuregni Sauda, þar sem íslenskt fyr­ir­tæki með leyfi okkar rík­is­stjórnar flutti Saudunum vopnin pent og auð­mjúk­lega í hendur og fengu góða Saudi - greiðlu fyr­ir.

Þræla­hald Banda­ríkj­anna  - Sr.Martin Lúther King

Exodus þemað með Móse gamla í far­ar­broddi átti sinn þátt í því að efla von um frelsi og lausn undan þræl­dóms oki, meðal svartra þræla í suð­ur­fylkjum Banda­ríkj­anna á seinni hluta 19. ald­ar­inn­ar. Fjöldi neg­arsálma og blu­se-slag­ara vitna þar um.

Auglýsing

Og á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar átti exodus þemað sinn þátt í því að hrinda mann­rétt­inda­hreyf­ingu svartra af stað í Banda­ríkj­unum undir for­svari sr. Martin Lúther King. Fjöldi vel þekktra gospel söng­texta vitna þar um.

Apartheid Suð­ur­-Afr­íku

Í Suð­ur­-Afr­íku átti exodus þemað drjúgan þátt afnámi aðskiln­að­ar­stefn­unnar alræmdu.  Það eru for­rétt­indi að hafa á síð­asta ári fengið að heim­sækja fang­elsið þar sem Mand­ela dvaldi á Robin eyju og vitja þeirra staða sem honum voru mik­il­vægir en ferða­menn fá almennt ekki að heim­sækja. Mand­ela var ekki kirkj­unnar maður en hann leiddi exodus veg­ferð sinnar þjóðar úr þrúg­andi fjötrum yfir í raun­veru­legt frelsi.  Hann var sem Móse er klauf Rauða­hafið og virt­ist geta gengið ósnertur í gegnum þykka fang­els­is­veggi er hann sagði „Þegar ég loks gekk út um hlið fang­els­is­ins sem myndi veita mér enda­legt frelsi eftir 27 ára inni­lokun og fanga­vist – þá sá ég að ef ég skildi ekki eftir bit­ur­leika minn og hat­ur, að þá yrði ég enn fjötr­aður mað­ur, í fang­elsi hug­ans áfram hald­and­i“.

Þvert á trú­ar­brögð - Tutu, Dalaí Lama, Mand­ela og Gandhi

Á meðan Nel­son Mand­ela var í fang­elsi barð­ist hinn kristni Desmond Tutu erki­biskup utan fang­els­is­múr­anna gegn aðskiln­að­ar­stefnu stjórn­valda með exodus þemað að leið­ar­ljósi og leiddi m.a. áhrifa­miklar mót­mæla­göngur út frá St. George Dóm­kirkj­unni í Höfða­borg og fjöl­miðlar heims­ins greindu frá. Tutu erki­biskup og búddíski trú­ar­leið­tog­inn Dalaí Lama sem hefur um ára­bil verið helsti tals­maður Tíbeta í bar­áttu þeirra við ofríki kín­verska heims­veld­is­ins eru miklir vin­ir.  Þeir hafa í raun brotið blað í sam­skiptum stóru trú­ar­hefð­anna búdd­isma og kristni með gagn­kvæmri við­ur­kenn­ingu og sam­teng­ingu trú­ar­hefð­anna.

Hindúinn frið­elsk­andi Mahatma Gandhi póli­tískur leið­togi Ind­verja er fór fyrir frið­sam­legri sjálf­stæð­is­hreyf­ingu Ind­lands, starf­aði einnig í Suð­ur­-Afr­íku árin 1893-1914. Gandhi lagði vissan grunn að þeirri mann­rétt­inda­bar­áttu sem Mand­ela og Tutu voru síðar svo öfl­ugir í, enda var Gandhi fyr­ir­mynd þeirra beggja.  Allir þessir heims­ku­nnu leið­togar ólíkra trú­ar­bragða og sögu­legu mik­il­menni sem hér eru nefnd hafa unnið með afger­andi hætti að fram­gangi mann­rétt­inda með frið­sam­legum hætti.

Exodus – boð­skap­ur­inn um óvænta von í þreng­ingum er óháður trú­ar­brögðum og kyn­þátt­u­m  

Allt frá upp­hafi hefur Frí­kirkjan við tjörn­ina verið helguð mann­rétt­inda­bar­áttu. Slíkt er frekar óvenju­legt meðal trú­fé­laga.  Því miður er auð­velt að finna ótal sögu­leg dæmi um hið gagn­stæða. Kirkju­stofn­anir hafa oft hindrað lífs­skoð­ana, trúar og tján­ing­ar­frelsi millj­óna manna, karla sem kvenna.  Það er sér­lega eft­ir­tekt­ar­vert að strax á upp­hafs­árum skyldu konur njóta sömu rétt­inda í söfn­uð­inum og karl­ar. Í þá daga höfðu konur aldrei haft kosn­ing­ar­rétt á Íslandi. Og konur höfðu ekki rétt til skóla­göngu hvað þá til æðri mennt­unar á við karla.  Innan safn­að­ar­ins var því að finna helstu meg­in­reglur lýð­ræðis og jafn­ræðis og því ljóst að þarna fann fólkið vilja sínum far­veg og fann rödd sína í sam­fé­lag­inu – hugs­an­lega í fyrsta sinn á Íslandi.

Frí­kirkjan og lausn úr viðjum

Sr. Ólafur Ólafs­son var annar prestur Frí­kirkj­unnar í Reykja­vík og auk þess alþing­is­mað­ur.  Hann lagði ríka áherslu á rétt­indi alþýð­unnar til skóla­göngu sem og rétt­indi kvenna bæði til mennta sem og að konur fengju kosn­ing­ar­rétt til jafns á við karla. En margir töldu þá bæði óraun­hæft og ókristi­legt að ala á slíkum von­um.  Þegar í lok nítj­ándu aldar rit­aði sr. Ólafur „Það á að koma og kemur ein­hvern tíma sá tími, að konur sitja hér á þing­manna­bekkjum og taka þátt í lög­gjöf lands og þjóð­ar, að konur sitja í dóm­ara­sæt­um, boða guðs­orð, gegna lækna­störf­um, kenna við skóla og rækja hver önnur störf, sem karl­menn­irnir nú hafa einka­rétt til að hafa með hönd­um...Það kemur að því ein­hvern tíma, að þetta sem nú þykja öfgar, mun þykja í alla staði eðli­leg­t.“ 

Það sem þá tald­ist öfgar þykir nú í alla staði eðli­legt. Það sem  þá tald­ist óraunsæ draum­sýn er nú hluti af okkar hvers­dags­veru­leika.  Það sem áður var talið ganga í ber­högg við Guðs vilja og skikkan skap­ar­ans og rót­grónar hefð­ir, telst nú kristi­legt og alveg aldeilis sjálf­sagt.  Þegar konur fengu loks kosn­ing­ar­rétt á Íslandi árið 1915 þakk­aði Bríet Bjarn­héð­ins­dóttir sr. Ólafi Ólafs­syni Frí­kirkju­presti sér­stak­lega hans mikla braut­ryðj­anda starf og vinnu í þágu kven­rétt­inda hreyf­ing­ar­inn­ar.

Lausn úr viðjum trú­ar­bragða

Nú á páskum árið 2018 býr Frí­kirkjan við Tjörn­ina við þrúg­andi drottnun millj­arða rík­is­trú­ar­stofn­un­ar/­þjóð­kirkj­unnar sem reynir að þagga niður þessa arf­leifð Frí­kirkj­unn­ar. Sú stof­unun virð­ist með fram­göngu sinni und­an­farin ár vera að éta upp allan trú­verð­ug­leika gyð­ing - krist­innar trú­ar­hefðar og þar með exodus þem­ans í okkar sam­fé­lagi.   

En exodus þemað eins og Nel­son Mand­ela sýndi með því að ganga gegnum þétta fang­els­is­vegg­ina á Robin eyju; leit­ast við að frelsa okkur frá okkar eigin dimmu veggjum okkar eigin kassa­lög­uðu tak­markanna.  Það er hinn bylt­ing­ar­kenndi boð­skap­ur. Frels­un, frá skamm­sýni okk­ar, okkar eigin kvíða og ótta. Við eigum að vona, dreyma og þrá, langt, langt umfram það sem við höfum hingað til getað eða þorað að vona!  Í því felst exodus fagn­að­ar­er­ind­ið.

Karp um kirkjur og trú­fé­lög er nið­ur­drep­andi.  Hér á landi fjölgar þeim sem skrá sig utan allra trú­fé­laga.  Kannske Jesú myndi gera það líka ef hann gengi hér um á meðal okk­ar. Þegar kirkjan er mis­notuð og reyn­ist ótrú­verðug þá eigum við að leita út fyrir kirkju­stofn­un­ina, út fyrir trú­ar­játn­ing­ar, þegar þær eru not­aðar til að draga fólk í dilka.  Við eigum að leita handan úti­lok­andi og þröng­sýnnar stofn­un­ar­hyggju, handan bók­stafs­hyggju og jafn­vel handan trú­ar­bragða, þegar þau eru mis­not­uð. Lausn­in, okkar æðri sam­ein­andi mátt­ur, frum­glæði ljóss­ins er ofar og æðra öllu þessu. Ein­ungis þar, mun ásjóna okkar sam­eig­in­legu mennsku snúa að því undri sem lífið er, að því undri sem lífið er í öllum sínum fjöl­breyti­leika.

Gleði­lega páska.

Höf­undur er prestur og for­stöðu­maður Frí­kirkj­unnar við Tjörn­ina

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar