Páskar - exodus - mannréttindi - lausn úr viðjum

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina skrifar um páskahátíðina, baráttu fyrir mannréttindum og trúverðugleika Þjóðkirkjunnar.

Auglýsing

Exodus þemað er bakgrunnur hinnar gyðing-kristnu páskahátíðar. Varla er hægt að skilja merkingu páskahátíðar kristinna manna án þess að þekkja hinn hebresk-gyðinglega bakgrunn.  Það er einstakt að fá að upplifa þessar tvær systur trúarhefðir halda hvor sína páskahátíðina í Landinu Helga, svo til á sama tíma. Móse leiddi þjóð sína, stolta af sínum umskornu sveinbörnum, brott úr þrældómi í Egyptalandi. Leiðin lá um Rauðahafið. Stór dramatísk helgisögn annarar Mósebókar í gamla Testamenntinu greinir frá því hvernig Móse rétti út stafinn svo að sjálft hafið opnaðist og fólkið gekk yfir.  En hinir kúgandi Egyptar fórust er þeir reyndu að veita eftirför og hafið lokaðist á ný. Fjöldi kvikmynda hefur verið gerður um þetta þema, þúsund bækur ritaðar um eða vísa til, vitna í eða fá að láni frá.

Hinir kúguðu fengu frelsi á ný. Hinir undirokuðu fengu lausn undan þrúandi oki kúgarans. Páskahátíðin er hátíð óvæntrar lífsvonar og mannréttinda. Hún boðar öllum, óháð trúarbrögðum, litarhætti, þjóðerni, eða aldri, hvar sem þeir eru, lausn úr viðjum. Það geta verið börn fljótandi á Miðjarðarhafinu eða í Sýrlandi eða Jemen undir stöðugu og djöfullegu sprengjuregni Sauda, þar sem íslenskt fyrirtæki með leyfi okkar ríkisstjórnar flutti Saudunum vopnin pent og auðmjúklega í hendur og fengu góða Saudi - greiðlu fyrir.

Þrælahald Bandaríkjanna  - Sr.Martin Lúther King

Exodus þemað með Móse gamla í fararbroddi átti sinn þátt í því að efla von um frelsi og lausn undan þrældóms oki, meðal svartra þræla í suðurfylkjum Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldarinnar. Fjöldi negarsálma og bluse-slagara vitna þar um.

Auglýsing

Og á sjöunda áratug síðustu aldar átti exodus þemað sinn þátt í því að hrinda mannréttindahreyfingu svartra af stað í Bandaríkjunum undir forsvari sr. Martin Lúther King. Fjöldi vel þekktra gospel söngtexta vitna þar um.

Apartheid Suður-Afríku

Í Suður-Afríku átti exodus þemað drjúgan þátt afnámi aðskilnaðarstefnunnar alræmdu.  Það eru forréttindi að hafa á síðasta ári fengið að heimsækja fangelsið þar sem Mandela dvaldi á Robin eyju og vitja þeirra staða sem honum voru mikilvægir en ferðamenn fá almennt ekki að heimsækja. Mandela var ekki kirkjunnar maður en hann leiddi exodus vegferð sinnar þjóðar úr þrúgandi fjötrum yfir í raunverulegt frelsi.  Hann var sem Móse er klauf Rauðahafið og virtist geta gengið ósnertur í gegnum þykka fangelsisveggi er hann sagði „Þegar ég loks gekk út um hlið fangelsisins sem myndi veita mér endalegt frelsi eftir 27 ára innilokun og fangavist – þá sá ég að ef ég skildi ekki eftir biturleika minn og hatur, að þá yrði ég enn fjötraður maður, í fangelsi hugans áfram haldandi“.

Þvert á trúarbrögð - Tutu, Dalaí Lama, Mandela og Gandhi

Á meðan Nelson Mandela var í fangelsi barðist hinn kristni Desmond Tutu erkibiskup utan fangelsismúranna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda með exodus þemað að leiðarljósi og leiddi m.a. áhrifamiklar mótmælagöngur út frá St. George Dómkirkjunni í Höfðaborg og fjölmiðlar heimsins greindu frá. Tutu erkibiskup og búddíski trúarleiðtoginn Dalaí Lama sem hefur um árabil verið helsti talsmaður Tíbeta í baráttu þeirra við ofríki kínverska heimsveldisins eru miklir vinir.  Þeir hafa í raun brotið blað í samskiptum stóru trúarhefðanna búddisma og kristni með gagnkvæmri viðurkenningu og samtengingu trúarhefðanna.

Hindúinn friðelskandi Mahatma Gandhi pólitískur leiðtogi Indverja er fór fyrir friðsamlegri sjálfstæðishreyfingu Indlands, starfaði einnig í Suður-Afríku árin 1893-1914. Gandhi lagði vissan grunn að þeirri mannréttindabaráttu sem Mandela og Tutu voru síðar svo öflugir í, enda var Gandhi fyrirmynd þeirra beggja.  Allir þessir heimskunnu leiðtogar ólíkra trúarbragða og sögulegu mikilmenni sem hér eru nefnd hafa unnið með afgerandi hætti að framgangi mannréttinda með friðsamlegum hætti.

Exodus – boðskapurinn um óvænta von í þrengingum er óháður trúarbrögðum og kynþáttum  

Allt frá upphafi hefur Fríkirkjan við tjörnina verið helguð mannréttindabaráttu. Slíkt er frekar óvenjulegt meðal trúfélaga.  Því miður er auðvelt að finna ótal söguleg dæmi um hið gagnstæða. Kirkjustofnanir hafa oft hindrað lífsskoðana, trúar og tjáningarfrelsi milljóna manna, karla sem kvenna.  Það er sérlega eftirtektarvert að strax á upphafsárum skyldu konur njóta sömu réttinda í söfnuðinum og karlar. Í þá daga höfðu konur aldrei haft kosningarrétt á Íslandi. Og konur höfðu ekki rétt til skólagöngu hvað þá til æðri menntunar á við karla.  Innan safnaðarins var því að finna helstu meginreglur lýðræðis og jafnræðis og því ljóst að þarna fann fólkið vilja sínum farveg og fann rödd sína í samfélaginu – hugsanlega í fyrsta sinn á Íslandi.

Fríkirkjan og lausn úr viðjum

Sr. Ólafur Ólafsson var annar prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík og auk þess alþingismaður.  Hann lagði ríka áherslu á réttindi alþýðunnar til skólagöngu sem og réttindi kvenna bæði til mennta sem og að konur fengju kosningarrétt til jafns á við karla. En margir töldu þá bæði óraunhæft og ókristilegt að ala á slíkum vonum.  Þegar í lok nítjándu aldar ritaði sr. Ólafur „Það á að koma og kemur einhvern tíma sá tími, að konur sitja hér á þingmannabekkjum og taka þátt í löggjöf lands og þjóðar, að konur sitja í dómarasætum, boða guðsorð, gegna læknastörfum, kenna við skóla og rækja hver önnur störf, sem karlmennirnir nú hafa einkarétt til að hafa með höndum...Það kemur að því einhvern tíma, að þetta sem nú þykja öfgar, mun þykja í alla staði eðlilegt.“ 

Það sem þá taldist öfgar þykir nú í alla staði eðlilegt. Það sem  þá taldist óraunsæ draumsýn er nú hluti af okkar hversdagsveruleika.  Það sem áður var talið ganga í berhögg við Guðs vilja og skikkan skaparans og rótgrónar hefðir, telst nú kristilegt og alveg aldeilis sjálfsagt.  Þegar konur fengu loks kosningarrétt á Íslandi árið 1915 þakkaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir sr. Ólafi Ólafssyni Fríkirkjupresti sérstaklega hans mikla brautryðjanda starf og vinnu í þágu kvenréttinda hreyfingarinnar.

Lausn úr viðjum trúarbragða

Nú á páskum árið 2018 býr Fríkirkjan við Tjörnina við þrúgandi drottnun milljarða ríkistrúarstofnunar/þjóðkirkjunnar sem reynir að þagga niður þessa arfleifð Fríkirkjunnar. Sú stofunun virðist með framgöngu sinni undanfarin ár vera að éta upp allan trúverðugleika gyðing - kristinnar trúarhefðar og þar með exodus þemans í okkar samfélagi.   

En exodus þemað eins og Nelson Mandela sýndi með því að ganga gegnum þétta fangelsisveggina á Robin eyju; leitast við að frelsa okkur frá okkar eigin dimmu veggjum okkar eigin kassalöguðu takmarkanna.  Það er hinn byltingarkenndi boðskapur. Frelsun, frá skammsýni okkar, okkar eigin kvíða og ótta. Við eigum að vona, dreyma og þrá, langt, langt umfram það sem við höfum hingað til getað eða þorað að vona!  Í því felst exodus fagnaðarerindið.

Karp um kirkjur og trúfélög er niðurdrepandi.  Hér á landi fjölgar þeim sem skrá sig utan allra trúfélaga.  Kannske Jesú myndi gera það líka ef hann gengi hér um á meðal okkar. Þegar kirkjan er misnotuð og reynist ótrúverðug þá eigum við að leita út fyrir kirkjustofnunina, út fyrir trúarjátningar, þegar þær eru notaðar til að draga fólk í dilka.  Við eigum að leita handan útilokandi og þröngsýnnar stofnunarhyggju, handan bókstafshyggju og jafnvel handan trúarbragða, þegar þau eru misnotuð. Lausnin, okkar æðri sameinandi máttur, frumglæði ljóssins er ofar og æðra öllu þessu. Einungis þar, mun ásjóna okkar sameiginlegu mennsku snúa að því undri sem lífið er, að því undri sem lífið er í öllum sínum fjölbreytileika.

Gleðilega páska.

Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar