Tifandi tímasprengja í Helguvík

Þórólfur Júlían Dagsson oddviti Pírata í Reykjanesbæ skrifar um umhverfis- og slysahættuna sem fylgir því að blanda saman olíubirgðastöð og málmbræðsluiðnaði í Helguvík.

Auglýsing

Stór­slys hafa orðið erlendis þegar kviknað hefur í elds­neyti fyrir flug­vél­ar, heilu hverfin hafa verið jöfnuð við jörðu við spreng­ingar af þessu tagi og því spyr maður sig, hvers vegna er þessi áhætta tekin í Helgu­vík þar sem málm­bræðslu­iðn­aði og olíu­birgða­stöð er skellt sam­an? Píratar í Reykja­nesbæ ætla að beita sér fyrir því í bæj­ar­stjórn að stór­slysa­nefnd verði kölluð saman svo gera megi heild­stætt mat á við­brögðum og áhættu vegna mis­taka fyrri bæj­ar­stjórna við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins.

Öll ættum við að geta verið sam­mála um að olíu­birgða­stöð stapp­full af flug­véla­elds­neyti og málm­bræðslu­iðn­aður fara ekk­ert sér­stak­lega vel sam­an. Þetta virð­ist þó ekki hafa verið skipu­lags­yf­ir­völdum í Reykja­nesbæ ofar­lega í huga þegar skipu­lags­mál í Helgu­vík voru til umfjöll­un­ar. Þar var eld­hættu og elds­mat hrúgað saman án umhugs­un­ar. Ekk­ert óháð mat hefur farið fram um sam­verk­andi þætti og áhættu frá þessum iðn­aði sem fyr­ir­hugað er að rísi í Helgu­vík og ef tekið er mið af verstu mögu­legu útkomu um stór­slys í Helgu­vík þá er nán­ast allur bær­inn í stór­hættu.

Helgu­vík­ur­höfn var hönnuð fyrir her­inn á sínum tíma til þess að geyma og flytja elds­neyti fyrir Kefla­vík­ur­flug­völl og er einnig notuð fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl. Áður hafði elds­neyti fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl verið geymt í Örfiris­ey. Elds­voð­inn í Buncefi­eld olíu­birgða­stöð í Bret­landi árið 2005 varð til þess að hér á landi kvikn­aði mikil umræða um ágæti þess að geyma mikið magn elds­neytis svo nálægt íbúða­byggð. Í kjöl­farið var svo gerði breyt­ing á og olíu­birgðir Reykja­vík­ur­flug­vallar færðar til Helgu­vík­ur. Þetta virð­ist þó alveg hafa farið fram hjá bæj­ar­stjórn­ar­full­trúum Reykja­nes­bæjar þegar þau sett­ust niður og skipu­lögðu málm­bræðslu eftir málm­bræðslu í næsta nágrenni við olíu­birgða­stöð.

Auglýsing

Punkt­ur­inn yfir i-ið; ekk­ert heild­stætt óháð áhættu­mat hefur verið gert þar sem litið er til sam­spils þess­ara mála. „Þrjú málm­bræðslu fyr­ir­tæki hefja störf við hlið­ina á olíu­birgða­stöð flug­vall­ar­ins.“ Þessi fyr­ir­sögn hefði kannski átt að vera í frétta­miðlum þegar áætl­anir um tvö stærstu kís­il­ver í heim­inum og álver voru teiknuð hliðin á olíu­birgða­stöð. Van­hugsuð skipu­lags­til­raun er það fyrsta sem manni dettur í hug. Ólýs­an­legt ábyrgð­ar­leysi.

Í áhættu­mati birgða­stöðv­ar­innar í Helgu­vík sem gert er 2015, segir að það sé fátítt að stór­brunar verði í olíu­birgða­stöðvum á frið­ar­tímum en aðal áhættan á frið­ar­tímum sé yfir­fyll­ingar eða leki við dæl­ingu elds­neyt­is, áhætta af neista mynd­andi vinnu, bilun í bún­aði, blossar út frá eld­ingum eða utan­að­kom­andi eldur frá skipum sem eru að lesta eða losa.

Í aðgerð­ar­á­ætlun stöðv­ar­innar frá árinu 2014 er eft­ir­far­andi að finna um við­brögð vegna spreng­ing­ar: „Ef spreng­ing yrði í stóru gufu­skýi við verstu aðstæður er það hættu­legt nágrenn­inu og getur valdið skaða á tals­verðu svæði. Líkur á slíku atviki eru afar litl­ar, bæði vegna örygg­is­ráð­staf­ana í stöð­inni og vegna veð­ur­fars þar sem oft­ast er nægur vindur sem kemur í veg fyrir að slíkar aðstæður geti skap­ast. Allur raf­bún­aður á sprengi­hættu­svæðum er neista frír og verk­lag við allar aðgerðir miða að því að lág­marka líkur á spreng­ing­u.”

Á öllu svæð­inu er fyr­ir­hugað að reisa 8 málm­bræðslu­ofna, þá veltir maður fyrir sér hvað gæti hugs­an­lega farið úrskeið­is?

Í áhættu­mati frá Thors­ill segir að ef bún­aður bilar þá gæti í versta til­felli 1,6 tonn af 500 gráðu heitri ösku á klukku­tíma fresti borist frá kís­il­ver­inu ef bún­aður bil­ar. Þarna er greini­lega ekki gert ráð fyrir olíu­birgða­stöð, því ofn­arnir ná marg­falt því hita­stigi sem þarf til þess að kveikja í þeim gufum sem gætu mynd­ast ef leiðsla rofnar og það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef það ger­ist á stað þar sem margir bræðslu­ofnar eru starf­rækt­ir. Fyrir utan kís­il­verin sjálft er einnig gríð­ar­legur elds­matur í formi við­arkurls og kola sem geymt er óvarið við hlið­ina á verk­smiðj­unni. Þar er hætta á sjálfsíkveikju all­nokkur og með réttu ætti að fjar­læga hana hið fyrsta því aug­ljós­lega er verið að bjóða upp á mikla áhættu.

Með allt þetta í huga og sam­spil þess­ara þátta þá er ekki laust við að draga þá ályktun að um stórt skipu­lags­slys sé að ræða. Raunar stór­kost­legt hirðu­leysi. Píratar á Suð­ur­nesjum krefj­ast þess að Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar kalli saman Stór­slysa­nefnd og óski eftir að gert verði heild­stætt mat í Helgu­vík um áhættu þætti áður en farið verður í frek­ari fram­kvæmdir á svæð­inu.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Reykja­nes­bæ.



Heim­ildir og ítar­efni:

https://www.giek.no/­get­file.php/133565/web/Doku­menter/Prosjekt­er%20und­er%20v­urder­ing/EI­A-T­horsil_L­ingu­a-2-%20­kon­sekvensutredn­ing.pdf

htt­p://www.vinnu­eft­ir­lit.is/­medi­a/or­ygg­is­skyr­sl­ur/or­ygg­is­skyr­sla_­fyr­ir­_oliu­birgda­stod­var_odr_helgu­vik.pdf

htt­p://www.vinnu­eft­ir­lit.is/­medi­a/or­ygg­is­skyr­sl­ur/Or­ygg­is­skyr­sla_Helgu­vik_2014.pdf

htt­p://www.vinnu­eft­ir­lit.is/­medi­a/or­ygg­is­skyr­sl­ur/Ytri­_­Neydaraaetl­un_Helgu­vik_2014.pdf

Heim­ild­ar­mynd um Buncefi­eld Brunan https://www.youtu­be.com/watch?v=tEy5G­U7Pt4E&t=

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar