Mamma færðu mér pabba aftur

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um tálmun og kallar eftir því að gert sé betur í þeim málum, barnanna vegna.

Auglýsing

Mögu­leiki föður að sjá börn sín aftur eftir FALSKA ÁKÆRU um ofbeldi er ekki mik­ill. Í Dan­mörku virð­ist sann­leik­ur­inn ekki skipta máli. Mæður hafa völd­in. Jafn­rétti? Gleymið því!

Svona hefst grein í Berl­inske tidende sem Claus Fonn­es­bech skrifar 2010 og minnir á margt um stöð­una hér á landi, árið 2018. Feður sem berj­ast fyrir umgengni við börn sín eru oft sak­aðir um ofbeldi og þaðan af verra, að hafa beitt barnið sitt kyn­ferði­legu ofbeldi. Hversu vondar geta mæður ver­ið, ég spyr nú bara. Greinin heldur áfram.

Þetta er ákall um hjálp þegar góður vin­ur, í örvænt­ingu, skrif­aði á fés­bók­ar­vegg sinn „Vissir þú, að feð­ur, þrátt fyrir sam­eig­in­lega for­sjá, hafa engan laga­lega rétt ef barns­mæður þeirra ákveða að hag­ræða sann­leik­an­um? Lífið er ömur­legt! En ég gef ALDREI ALDREI ALDREI eftir rétt minn til að vera með barni mín­u.“

Auglýsing

Sá sem þetta skrifar heitir laus, rólegur og vin­gjarn­legur maður sem ég hef þekkt til fjölda ára sem hefur sýnt og sannað ást sína til barna sinna. Nú er hann í miðri martröð eftir útspil barns­móður eftir skiln­að. Til að hefna sín kærði hún hann til yfir­valda fyrir að slá son þeirra sem gæti ekki verið fjarri raun­veru­leik­an­um. Yfir­völd klippa á umgengni og málið rann­sak­að. Það þýðir lög­fræð­ing, fundi og rann­sóknir og á meðan hittir hann ekki börn­in. Og enn mik­il­væg­ara, börnin fá ekki að vera með pabba sín­um. Útlitið fyrir að Klaus hitti börn sín að nýju er dökkt því í Dan­mörku skiptir sann­leik­ur­inn ekki máli. Mæð­urnar hafa völd­in. Jafn­rétti? Gleymið því!

Klaus er einn af þeim mörgum feðrum sem gjalda fyrir æru­meið­ingar mæðra því yfir­völd í næstum öllum til­fellum dæma kon­unni í vil, um leið og þær stofna til vand­ræða.

Það eru stutt síðan að svipað mál var tekið fyrir í sjón­varp­inu. Þar sagði full­trúi yfir­valda að þeir yrðu að velja á milli með það að leið­ar­ljósi hvað sé barni fyrir bestu þegar for­eldrar deila. Það er líka gott. En hver hefur komið því inn í stjórn­sýsl­una að for­eldrið sem logið er uppá sé sett til hliðar og börn fái ekki að sjá föður sinn, er það best fyrir barn­ið? Að auki, sagði full­trú­inn að það gæti borgað sig fyrir mæður að koma ágrein­ingi af stað og blanda kerf­inu inn í mál­ið.

Ég veit vel að það finnst faðir sem kann að vera slæmur og klæðir börn sín í ranga sokka. Meira að segja geta feður verið ofbeld­is­fullir og aðrir sem vilja sem minnst af börnum sínum vita. En þetta er mik­ill minni­hluti feðra. Og feður klæða börn í ranga sokka af því mæð­urnar upp­lifa það þannig. Barn hefur gott af því annað slagið að velja sjálft upp á sjálfs­traustið að gera. En það er allt önnur Ella og umræða. En hvers vegna eru við komin í þá stöðu að mæður hafi vald til að taka börn frá feðrum sínum með leyfi yfir­valda?

Klaus er sá fimmti sem ég þekki sem líður fyrir slík hryðju­verk. Sömu sögu segir Jesper sem þarf  að sætta sig við að sjá ekki börn sín meira en aðra hvora helgi. Og það gerð­ist eftir að mamman varð ósátt við fyr­ir­komu­lagið og þrátt fyrir að börnin segðu starfs­mönnum kerf­is­ins að þau vilji vera meira hjá pabba sín­um. Tim sagði mér að hann segi ekki fyrr­ver­andi konu sinni frá stöðu­hækkun því hún myndi um leið senda beiðni um hærra með­lag með börn­unum þrátt fyrir að það hafi verið hækkað í þrí­gang. Mark segir að hann hafi tapað bar­átt­unni um meira en fjög­urra daga sam­veru með börn­unum á mán­uði því móð­irin sagði frá ein­hverju sem átti að hafa gerst sem börnin kann­ast ekki við.

Sjálfur er ég skil­inn og á fimm ára gamla dótt­ur. Þegar ég heyri þessar sögur þakka ég fyrir að eiga gott sam­band við dóttur og barns­móður og ekki síður vit­rænar sam­ræður um hag dóttur okk­ar. Sem betur fer eru það líka margar mæður sem myndu aldrei taka börn frá feðrum þeirra. Ég vel að trúa því, alla­vega þrátt fyrir hið gagn­stæða í kringum mig. Nokkrum sinnum hef ég heyrt sögur af börn­um, jafn­vel litl­um, sem spyrja af hverju þau eiga ekki að fara til pabba á morgun og skilja hvorki upp né nið­ur. Feður reyna eftir fremsta megni að halda frið­inn og svara barn­inu „að þau mamma hafi ákveðið það“ eða „við sjá­umst um næstu helg­i.“ Þegar börnin verða ágeng­ari og spyrja af hverju þau eiga alltaf að vera hjá mömmu er ekki óeðli­legt að út úr særðum föður lau­mist „af því mamma þín ákvað það.“ Ég undr­ast enn og aftur alla lyg­ina sem mæður nota gagn­vart kerf­inu sem bitnar á börn­un­um. Þegar mæður eru spurðar sömu spurn­inga frá börn­unum hverju svara þær þá? Hent­ug­ast er að ljúga, „pabbi vill ekki“ eða „af því pabbi ákvað það.“ Halda mæður virki­lega að sökn­uður barna eftir föður sínum verði frið­aður á þann hátt? Eins og að börnin haldi ekki áfram að spyrja eftir því sem þau stækka. Og þegar barnið verður nógu gam­alt til að skilja sam­hengið og pabbi getur sýnst gögn frá lög­fræð­ingum og kerf­inu sem byggj­ast á fölskum upp­lýs­ingum s.s. ofbeldi sem aldrei átti sér stað má spyrja hvaða til­finn­ingar það skilur eftir hjá barni gagn­vart móður sinni. Með því að nota kerfið í eigin þágu skaða mæður þá ekki börn sín til lengri tíma lit­ið? Þegar sama barn, sem hefur upp­lifað ást frá móður í barn­æsku, leitar upp­lýs­inga um pabba sinn og finnur út að mamma hafi svikið sig sem barn (með því að taka pabba frá því) verður það þá ekki lang­vinn með­ferð við áfall­inu?

Ég gæti alveg hugsað mér að vita um mæð­ur, sem íhuga hug­mynd­ina, hvort þær hugsi virki­lega um börn sín með þessum gjörð­um. Ég er næstum viss um, að þær haldi, að þetta sé það besta fyrir börnin því pabbi var erf­iður eða særði þær á ein­hvern hátt. Í raun og veru er þetta sjálf­hverfur gjörn­ingur sem skapar mikla sorg hjá barni. Sam­viskan (ef þær hafa hana) sér kerfið um og gefur þeim með­byr, dæmir þeim í hag. Með dóm­stóla á bandi mæðra (oftast) má spyrja hvernig þær eigi að breyta hegðun og vita hvað sé rétt og hvað sé rangt? Barn á rétt á báðum for­eldrum heitir það í nýju for­eldra­lög­un­um. Eitt er víst, skrifað orð er annað en raun­veru­leiki.

Kæru mæð­ur. Þið sem stundið tálmun án þess að hafa ástæðu til þess! Hvað haldið þið að börnin hugsi um ykkur síðar á lífs­leið­inni? Gefið börnum ykkar pabba þeirra aftur á meðan tími er til. Inn­leiðið nýjar sam­ræðu­leið með feðr­un­um, þannig að öllum líði bet­ur. Ekki síst börn­un­um.

Ekki er laust við að ég per­sónu­lega þekki hverja sögu sem Claus segir frá og er raun­veru­leiki hjá mörgum íslenskum feðr­um. Mæður hafa sakað barns­feður sína um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart barni, til þess eins að stöðva umgengni, og þið getið ímyndað ykkur ferlið sem fer í gang. Mikið er langt á blessuð börnin og kerfið spilar með. Getum við virki­lega ekki gert bet­ur, barn­anna vegna? Enn og aftur standa spjótin á þing­mönnum og sér í lagi þeim sem slá sér á brjóst og segj­ast bera hag barna fyrir brjósti í þing­störfum sín­um. Hvar eru þið nú?

Grein Claus má sjá hér.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.        

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar