Möguleiki föður að sjá börn sín aftur eftir FALSKA ÁKÆRU um ofbeldi er ekki mikill. Í Danmörku virðist sannleikurinn ekki skipta máli. Mæður hafa völdin. Jafnrétti? Gleymið því!
Svona hefst grein í Berlinske tidende sem Claus Fonnesbech skrifar 2010 og minnir á margt um stöðuna hér á landi, árið 2018. Feður sem berjast fyrir umgengni við börn sín eru oft sakaðir um ofbeldi og þaðan af verra, að hafa beitt barnið sitt kynferðilegu ofbeldi. Hversu vondar geta mæður verið, ég spyr nú bara. Greinin heldur áfram.
Þetta er ákall um hjálp þegar góður vinur, í örvæntingu, skrifaði á fésbókarvegg sinn „Vissir þú, að feður, þrátt fyrir sameiginlega forsjá, hafa engan lagalega rétt ef barnsmæður þeirra ákveða að hagræða sannleikanum? Lífið er ömurlegt! En ég gef ALDREI ALDREI ALDREI eftir rétt minn til að vera með barni mínu.“
Sá sem þetta skrifar heitir laus, rólegur og vingjarnlegur maður sem ég hef þekkt til fjölda ára sem hefur sýnt og sannað ást sína til barna sinna. Nú er hann í miðri martröð eftir útspil barnsmóður eftir skilnað. Til að hefna sín kærði hún hann til yfirvalda fyrir að slá son þeirra sem gæti ekki verið fjarri raunveruleikanum. Yfirvöld klippa á umgengni og málið rannsakað. Það þýðir lögfræðing, fundi og rannsóknir og á meðan hittir hann ekki börnin. Og enn mikilvægara, börnin fá ekki að vera með pabba sínum. Útlitið fyrir að Klaus hitti börn sín að nýju er dökkt því í Danmörku skiptir sannleikurinn ekki máli. Mæðurnar hafa völdin. Jafnrétti? Gleymið því!
Klaus er einn af þeim mörgum feðrum sem gjalda fyrir ærumeiðingar mæðra því yfirvöld í næstum öllum tilfellum dæma konunni í vil, um leið og þær stofna til vandræða.
Það eru stutt síðan að svipað mál var tekið fyrir í sjónvarpinu. Þar sagði fulltrúi yfirvalda að þeir yrðu að velja á milli með það að leiðarljósi hvað sé barni fyrir bestu þegar foreldrar deila. Það er líka gott. En hver hefur komið því inn í stjórnsýsluna að foreldrið sem logið er uppá sé sett til hliðar og börn fái ekki að sjá föður sinn, er það best fyrir barnið? Að auki, sagði fulltrúinn að það gæti borgað sig fyrir mæður að koma ágreiningi af stað og blanda kerfinu inn í málið.
Ég veit vel að það finnst faðir sem kann að vera slæmur og klæðir börn sín í ranga sokka. Meira að segja geta feður verið ofbeldisfullir og aðrir sem vilja sem minnst af börnum sínum vita. En þetta er mikill minnihluti feðra. Og feður klæða börn í ranga sokka af því mæðurnar upplifa það þannig. Barn hefur gott af því annað slagið að velja sjálft upp á sjálfstraustið að gera. En það er allt önnur Ella og umræða. En hvers vegna eru við komin í þá stöðu að mæður hafi vald til að taka börn frá feðrum sínum með leyfi yfirvalda?
Klaus er sá fimmti sem ég þekki sem líður fyrir slík hryðjuverk. Sömu sögu segir Jesper sem þarf að sætta sig við að sjá ekki börn sín meira en aðra hvora helgi. Og það gerðist eftir að mamman varð ósátt við fyrirkomulagið og þrátt fyrir að börnin segðu starfsmönnum kerfisins að þau vilji vera meira hjá pabba sínum. Tim sagði mér að hann segi ekki fyrrverandi konu sinni frá stöðuhækkun því hún myndi um leið senda beiðni um hærra meðlag með börnunum þrátt fyrir að það hafi verið hækkað í þrígang. Mark segir að hann hafi tapað baráttunni um meira en fjögurra daga samveru með börnunum á mánuði því móðirin sagði frá einhverju sem átti að hafa gerst sem börnin kannast ekki við.
Sjálfur er ég skilinn og á fimm ára gamla dóttur. Þegar ég heyri þessar sögur þakka ég fyrir að eiga gott samband við dóttur og barnsmóður og ekki síður vitrænar samræður um hag dóttur okkar. Sem betur fer eru það líka margar mæður sem myndu aldrei taka börn frá feðrum þeirra. Ég vel að trúa því, allavega þrátt fyrir hið gagnstæða í kringum mig. Nokkrum sinnum hef ég heyrt sögur af börnum, jafnvel litlum, sem spyrja af hverju þau eiga ekki að fara til pabba á morgun og skilja hvorki upp né niður. Feður reyna eftir fremsta megni að halda friðinn og svara barninu „að þau mamma hafi ákveðið það“ eða „við sjáumst um næstu helgi.“ Þegar börnin verða ágengari og spyrja af hverju þau eiga alltaf að vera hjá mömmu er ekki óeðlilegt að út úr særðum föður laumist „af því mamma þín ákvað það.“ Ég undrast enn og aftur alla lygina sem mæður nota gagnvart kerfinu sem bitnar á börnunum. Þegar mæður eru spurðar sömu spurninga frá börnunum hverju svara þær þá? Hentugast er að ljúga, „pabbi vill ekki“ eða „af því pabbi ákvað það.“ Halda mæður virkilega að söknuður barna eftir föður sínum verði friðaður á þann hátt? Eins og að börnin haldi ekki áfram að spyrja eftir því sem þau stækka. Og þegar barnið verður nógu gamalt til að skilja samhengið og pabbi getur sýnst gögn frá lögfræðingum og kerfinu sem byggjast á fölskum upplýsingum s.s. ofbeldi sem aldrei átti sér stað má spyrja hvaða tilfinningar það skilur eftir hjá barni gagnvart móður sinni. Með því að nota kerfið í eigin þágu skaða mæður þá ekki börn sín til lengri tíma litið? Þegar sama barn, sem hefur upplifað ást frá móður í barnæsku, leitar upplýsinga um pabba sinn og finnur út að mamma hafi svikið sig sem barn (með því að taka pabba frá því) verður það þá ekki langvinn meðferð við áfallinu?
Ég gæti alveg hugsað mér að vita um mæður, sem íhuga hugmyndina, hvort þær hugsi virkilega um börn sín með þessum gjörðum. Ég er næstum viss um, að þær haldi, að þetta sé það besta fyrir börnin því pabbi var erfiður eða særði þær á einhvern hátt. Í raun og veru er þetta sjálfhverfur gjörningur sem skapar mikla sorg hjá barni. Samviskan (ef þær hafa hana) sér kerfið um og gefur þeim meðbyr, dæmir þeim í hag. Með dómstóla á bandi mæðra (oftast) má spyrja hvernig þær eigi að breyta hegðun og vita hvað sé rétt og hvað sé rangt? Barn á rétt á báðum foreldrum heitir það í nýju foreldralögunum. Eitt er víst, skrifað orð er annað en raunveruleiki.
Kæru mæður. Þið sem stundið tálmun án þess að hafa ástæðu til þess! Hvað haldið þið að börnin hugsi um ykkur síðar á lífsleiðinni? Gefið börnum ykkar pabba þeirra aftur á meðan tími er til. Innleiðið nýjar samræðuleið með feðrunum, þannig að öllum líði betur. Ekki síst börnunum.
Ekki er laust við að ég persónulega þekki hverja sögu sem Claus segir frá og er raunveruleiki hjá mörgum íslenskum feðrum. Mæður hafa sakað barnsfeður sína um kynferðislega áreitni gagnvart barni, til þess eins að stöðva umgengni, og þið getið ímyndað ykkur ferlið sem fer í gang. Mikið er langt á blessuð börnin og kerfið spilar með. Getum við virkilega ekki gert betur, barnanna vegna? Enn og aftur standa spjótin á þingmönnum og sér í lagi þeim sem slá sér á brjóst og segjast bera hag barna fyrir brjósti í þingstörfum sínum. Hvar eru þið nú?
Höfundur er grunnskólakennari, móðir og amma.