Ég er skelkuð! Ég sit og les um tálmun í skilnaðarmálum og las úrkurð þar sem faðir fær ekki að hitta barn sitt, af því ,,andstaða móðurinnar er svo mikil á þessum tímapunkti að ekki er hægt að framfylgja umgengni þannig að það sé barninu fyrir bestu.”
Það kemur samt fram í úrskurðinum að ,,það er ekki vegna sambands milli föðurs og barns sem úrskurðurinn byggir á, því talsmaður barnsins hafði ekkert út á það að setja samkvæmt athugun á meðan málið var í gangi.”
Það vil segja: Pabbi og barn mega ekki hittast því þá er hætta á að mamma brjálist. Og rökstuðningurinn er að það sé barninu fyrir bestu.
Endurtökum þetta: Kerfið metur það betra fyrir barnið að missa föður sinn, en að upplifa móður sína brjálaða. Hvað í ósköpunum er að gerast? Þetta er misnotun á hugtakinu þarfir barnsins og ætti ekki að finnast í réttarríkinu Danmörk.
Tálmun er gjörð sem einblínt hefur verið á í mörg ár. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafa gripið í taumana og hert lögin er það enn staðreynd að annað foreldrið, eftir skilnað, getur áreitt hitt og með stjórnsemi komið því út úr lífi barns. Og takið eftir þar sem úrskurðinum er pakkað inn í hugtak ,,barninu fyrir bestu.”
Oft er málin ekki augljós, líkt og það sem ég sagði frá í byrjun. Oftast er talað um að annað foreldrið dregur málið á langinn, býr til falska ákæru eða hindrar löglega umgengni þannig að barnið missir smá saman sambandið við annað foreldrið.
Þegar meta á þarfir barnsins er samband þess við annað foreldrið svo veikbyggt að það vinnur gegn því. Sumir foreldrar vinna markvisst að því grafa undan öryggi barnsins gagnvart hinu foreldrinu. Það er óskiljanlegt að þess konar áreiti þrífist. Og það er algerlega óskiljanlegt að kerfið sé skrúfað þannig saman að svona áreiti sé verðlaunað.
Þegar starfsmenn kerfisins eru spurðir þá hljómar svarið að það sé erfitt að koma upp um áreiti áður en skaðinn er skeður og þá þarf að taka stöðuna eins og hún er þegar metið er hvað sé barninu fyrir bestu.
Fram að þessu hafa stjórnmálamenn látið undir höfuð liggja að upplýsa okkar, kannski af því við viljum ekki blanda okkur í vinnuferli kerfisins. Kannski af því við gefum okkur á vald fagmennskunar þegar hugtak eins ,,það er barninu fyrir bestu” og ,,þarfir barnsins” er til umræðu. En það gengur ekki lengur.
Auðvitað er hægt að koma upp um tálmun og hindra að foreldri seinki málsmeðferð. Það er ekki ásættanlegt að fullorðið fólk afboði sig aftur og aftur án tilefnis. Í alvöru. Hve erfitt getur það verið?
Maður gæti byrjað á að læra af öðrum málum. Til dæmis vitnum í dómsmálum sem eru skyldug að mæta á stað og stund, eins og stendur í boðuninni. Fjarvera er bara samþykkt ef maður hefur gilda ástæðu eða læknisvottorð. Annir, viðskiptafundir og annað því um líkt telst ekki gild ástæða. Mæti maður ekki sækir lögreglan viðkomandi eða hann fær sektargreiðslur. Er nú ekki of langt gengið myndi einhver hugsa. En í alvöru: Finnst eitthvert jafn alvarlegt samfélagsbrot og að vera tekinn frá barni sínu eða foreldri sínu? (feitletrun er mín)
Og svo er matið um þarfir barnsins. Í málinu sem ég sagði frá í upphafi mat talsmaður barnsins að það væri ekkert að hæfni föðurs sem foreldri og það væri best fyrir barnið að hafa samband við hann. Samt sem áður fékk hann ekki umgengni undir þeim formerkjum að það væri barninu fyrir bestu.
En: Með allri virðingu fyrir fagmennskunni. Er þetta ekki skammsýni að gera þarfir barns upp á þennan hátt? Það má vel vera að það sé ekki barni fyrir bestu hér og nú þar sem vandkvæði gætu komið upp. En hvernig gerir maður upp missi barns af foreldri sínu til lengri tíma litið? Fyrir barn er það eins og að pabbi eða mamma hafi verið fjarlægð. Og fyrir foreldrana er það eins og barn sé tekið frá því án ígrundunar. Þetta er samfélagasofbeldi sem má líkja við dómsmorð. En fyrir börn og foreldra í Danmörku er þetta hversdagsleikinn.
Ég efast ekki: Svo lengi sem foreldri er ekki í lagi er ekkert sem réttlætir að samfélagið taki barn frá pabba eða mömmu.
Í staðinn fyrir að byggja undir deilduna eða óöryggið sem veldur aðskilnaði barns og foreldri ætti að bjóða hjálp til að leysa deiluna milli foreldra og endurbyggja sambandið við hitt foreldrið. Og ef annað foreldrið heldur áfram með leiðindi og áreiti má aldrei nota það gegn hinu foreldrinu. Heldur þvert á móti.
Það er ekki ofsögum sagt að margar greinar hafa verið skrifaðar í Danaveldi til að vekja athygli á tálmun, sem er ekkert annað en ofbeldi á hendur barni. Við getum og ættum ekki að sætta okkur við, frekar en Danir, að foreldri missi samband og tengsl við barn sitt af því hitt foreldrið ákveður það. Okkur vantar duglegt fólk á þing sem er tilbúið að berjast fyrir þessi börn, sem eru ekki fá, og færa þeim brottrekna foreldrið aftur, í flestum tilfellum föður. Hvenær vakna þingmenn þessa lands upp og stoppa ofbeldið sem blessuð börnin verða fyrir?
Greinin er bygg á þessum skrifum :https://politiken.dk/debat/profiler/zenia-stampe/art5562814/Far-og-barn-m%C3%A5-ikke-se-hinanden-fordi-mor-s%C3%A5-risikerer-at-g%C3%A5-bananas
Höfundur er grunnskólakennari, móðir og amma.