Pabbi og barn mega ekki hittast vegna hættu á mamma brjálist

Helga Dögg Sverrisdóttir segir nauðsynlegt að hindra að foreldri, eftir skilnað, geti flæmt hitt foreldrið út úr lífi barns.

Auglýsing

Ég er skelk­uð! Ég sit og les um tálmun í skiln­að­ar­málum og las úrk­urð þar sem faðir fær ekki að hitta barn sitt, af því ,,and­staða móð­ur­innar er svo mikil á þessum tíma­punkti að ekki er hægt að fram­fylgja umgengni þannig að það sé barn­inu fyrir best­u.”

Það kemur samt fram í úrskurð­inum að ,,það er ekki vegna sam­bands milli föð­urs og barns sem úrskurð­ur­inn byggir á, því tals­maður barns­ins hafði ekk­ert út á það að setja sam­kvæmt athugun á meðan málið var í gang­i.”

Það vil segja: Pabbi og barn mega ekki hitt­ast því þá er hætta á að mamma brjálist. Og rök­stuðn­ing­ur­inn er að það sé barn­inu fyrir bestu.

Auglýsing

End­ur­tökum þetta: Kerfið metur það betra fyrir barnið að missa föður sinn, en að upp­lifa móður sína brjál­aða. Hvað í ósköp­unum er að ger­ast? Þetta er mis­notun á hug­tak­inu þarfir barns­ins og ætti ekki að finn­ast í rétt­ar­rík­inu Dan­mörk.

Tálmun er gjörð sem ein­blínt hefur verið á í mörg ár. Þrátt fyrir að stjórn­mála­menn hafa gripið í taumana og hert lögin er það enn stað­reynd að annað for­eldrið, eftir skiln­að, getur áreitt hitt og með stjórn­semi komið því út úr lífi barns. Og takið eftir þar sem úrskurð­inum er pakkað inn í hug­tak ,,barn­inu fyrir best­u.”

Oft er málin ekki aug­ljós, líkt og það sem ég sagði frá í byrj­un. Oft­ast er talað um að annað for­eldrið dregur málið á lang­inn, býr til falska ákæru eða hindrar lög­lega umgengni þannig að barnið missir smá saman sam­bandið við annað for­eldr­ið.

Þegar meta á þarfir barns­ins er sam­band þess við annað for­eldrið svo veik­byggt að það vinnur gegn því. Sumir for­eldrar vinna mark­visst að því grafa undan öryggi barns­ins gagn­vart hinu for­eldr­inu. Það er óskilj­an­legt að þess konar áreiti þrí­fist. Og það er alger­lega óskilj­an­legt að kerfið sé skrúfað þannig saman að svona áreiti sé verð­laun­að.

Þegar starfs­menn kerf­is­ins eru spurðir þá hljómar svarið að það sé erfitt að koma upp um áreiti áður en skað­inn er skeður og þá þarf að taka stöð­una eins og hún er þegar metið er hvað sé barn­inu fyrir bestu.

Fram að þessu hafa stjórn­mála­menn látið undir höfuð liggja að upp­lýsa okk­ar, kannski af því við viljum ekki blanda okkur í vinnu­ferli kerf­is­ins. Kannski af því við gefum okkur á vald fag­mennsk­unar þegar hug­tak eins ,,það er barn­inu fyrir bestu” og ,,þarfir barns­ins” er til umræðu. En það gengur ekki leng­ur.

Auð­vitað er hægt að koma upp um tálmun og hindra að for­eldri seinki máls­með­ferð. Það er ekki ásætt­an­legt að full­orðið fólk afboði sig aftur og aftur án til­efn­is. Í alvöru. Hve erfitt getur það ver­ið?

Maður gæti byrjað á að læra af öðrum mál­um. Til dæmis vitnum í dóms­málum sem eru skyldug að mæta á stað og stund, eins og stendur í boð­un­inni. Fjar­vera er bara sam­þykkt ef maður hefur gilda ástæðu eða lækn­is­vott­orð. Ann­ir, við­skipta­fundir og annað því um líkt telst ekki gild ástæða. Mæti maður ekki sækir lög­reglan við­kom­andi eða hann fær sekt­ar­greiðsl­ur. Er nú ekki of langt gengið myndi ein­hver hugsa. En í alvöru: Finnst eitt­hvert jafn alvar­legt sam­fé­lags­brot og að vera tek­inn frá barni sínu eða for­eldri sínu? (feit­letrun er mín)

Og svo er matið um þarfir barns­ins. Í mál­inu sem ég sagði frá í upp­hafi mat  tals­maður barns­ins að það væri ekk­ert að hæfni föð­urs sem for­eldri og það væri best fyrir barnið að hafa sam­band við hann. Samt sem áður fékk hann ekki umgengni undir þeim for­merkjum að það væri barn­inu fyrir bestu.

En: Með allri virð­ingu fyrir fag­mennsk­unni. Er þetta ekki skamm­sýni að gera þarfir barns upp á þennan hátt? Það má vel vera að það sé ekki barni fyrir bestu hér og nú þar sem vand­kvæði gætu komið upp. En hvernig gerir maður upp missi barns af for­eldri sínu til lengri tíma lit­ið? Fyrir barn er það eins og að pabbi eða mamma hafi verið fjar­lægð. Og fyrir for­eld­rana er það eins og barn sé tekið frá því án ígrund­un­ar. Þetta er sam­fé­laga­sof­beldi sem má líkja við dóms­morð. En fyrir börn og for­eldra í Dan­mörku er þetta hvers­dags­leik­inn.

Ég efast ekki: Svo lengi sem for­eldri er ekki í lagi er ekk­ert sem rétt­lætir að sam­fé­lagið taki barn frá pabba eða mömmu.

Í stað­inn fyrir að byggja undir deild­una eða óör­yggið sem veldur aðskiln­aði barns og for­eldri ætti að bjóða hjálp til að leysa deil­una milli for­eldra og end­ur­byggja sam­bandið við hitt for­eldr­ið. Og ef annað for­eldrið heldur áfram með leið­indi og áreiti má aldrei nota það gegn hinu for­eldr­inu. Heldur þvert á móti.

Það er ekki ofsögum sagt að margar greinar hafa verið skrif­aðar í Dana­veldi til að vekja athygli á tálm­un, sem er ekk­ert annað en ofbeldi á hendur barni. Við getum og ættum ekki að sætta okkur við, frekar en Dan­ir, að for­eldri missi sam­band og tengsl við barn sitt af því hitt for­eldrið ákveður það. Okkur vantar dug­legt fólk á þing sem er til­búið að berj­ast fyrir þessi börn, sem eru ekki fá, og færa þeim brottrekna for­eldrið aft­ur, í flestum til­fellum föð­ur. Hvenær vakna þing­menn þessa lands upp og stoppa ofbeldið sem blessuð börnin verða fyr­ir?

Greinin er bygg á þessum skrifum :https://politi­ken.dk/debat/profiler/zeni­a-stampe/­art5562814/Far-og-­barn-m%C3%A5-ikk­e-­se-hin­and­en-­for­di-mor-s%C3%A5-risi­ker­er-at-g%C3%A5-­ban­anas

 Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar