Takmarkað framsal á fullveldi og ESB

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar greinaflokk um hnattvæðinguna og vestrænt lýðræði. Hér birtist þriðji hluti af fjórum.

Auglýsing

Þrátt fyrir van­mátt þjóð­ríkj­anna að glíma við sam­tvinn­aðar flækjur hnatt­væddra mark­aða og strauma flótta­manna, þá má ekki kenna þjóð­ern­is­hyggj­unni um allt það nei­kvæða sem flæðir yfir hinn vest­ræna heim um þessar mund­ir. Þjóð­ern­is­hyggjan hefur ekki náð póli­tískum und­ir­tökum í álf­unni. Hún skemmir vissu­lega út frá sér, en ræður ekki ferð.

­Evr­ópu­sam­bandið er ból­virkið gegn þjóð­ern­is­remb­ingi og hamlar gegn því að þjóðir álf­unnar fari aftur að troða illsakir hver við aðra. Þetta  merki­lega ESB-­sam­starf hefur dregið víg­tenn­urnar úr stór­bokka­skap og hroka þjóð­ríkj­anna. Stór­veldi Evr­ópu, sem áður beittu smærri þjóðir ofríki, eru nú bundin á bás gagn­kvæmra, skuld­bind­andi samn­inga. 

Með­lima­ríki ESB eru svokölluð póst­klass­ísk þjóð­ríki, sem með vel­yf­ir­veg­aða eigin hags­muni að leið­ar­ljósi, hafa ákveðið að deila einum hluta full­veldis síns með öðrum með­lima­ríkj­um. Annan hluta þess hafa þau afhent yfir- eða sam­þjóð­legum stofn­unum s.s. Fram­kvæmda­stjórn ESB og Evr­ópska Seðla­bank­an­um. En stærsti hluti full­veldis þeirra er þó áfram heima í þjóð­þingum hvers rík­is.

Auglýsing

Lýð­ræð­is­lega kosin þjóð­þing eru sá póli­tíski vett­vangur þess­ara sam­tengdu ESB þjóða, þar sem lýð­ræðið er skýr­ast. Þjóð­þingin ein gera rík­is­stjórnir lög­mæt­ar. Aðild að ESB breytir þessu ekki. Þrátt fyrir marga ófull­kom­leika og mis­bresti, þá eru þjóð­ríkin enn þær stofn­anir sem raun­gera og standa vörð um grunn­reglur rétt­ar­rík­is­ins, lýð­ræð­is­ins og að mestu leyti því sem við köllum vel­ferð­ar­ríki.

Víða blása þeir vindar sem vilja afbaka og umsnúa þessum grunn­reglum hins vest­ræna þjóð­rík­is. Í tveimur ESB löndum Ung­verja­lendi og Pól­landi hefur þeim orðið nokkuð ágengt.

Þjóð­ræði og ann­ars konar lýð­ræði

Umræðan um vest­ræna  þjóð­ríkið snýst einkum um tvenns konar sjón­ar­mið. Innan Evr­ópu er í fyrsta lagi um að ræða við­horf, sem lengst eru til hægri og vilja færa full­veldi  þjóð­rík­is­ins aftur til þess tíma, þegar ekk­ert fram­sal var á full­veld­is­þáttum til yfir­þjóð­legra stofn­ana. Stuðn­ings­fólk þeirra vill ganga úr ESB og end­ur­heimta gamla þjóð­veldið án nokk­urra samnn­ings­bund­inna tak­mark­ana á full­veldi þess.Hér heima heyr­ast raddir sem harma full­veld­is­skerð­ingu, sem þeir segja afleið­ingu EES samn­ings­ins og hvetja til þess að honum verði sagt upp. Innan Banda­ríkj­anna eru stjórn­mála­öfl sem telja ótæka þá tak­mörkun full­veldis sem felst í skuld­bind­andi alþjóð­legum samn­ingum og krefj­ast upp­sagnar þeirra samn­inga sem tak­marka fullt for­ræði rík­is­ins til sjálf­stæðra athafna á alþjóða­vett­vangi, óháð þeim afleið­ingum sem það kann að hafa. Þarna eru rót­tækir lýð­skrumarar áber­andi en þjóð­ern­is­sinnar  úr öðrum áttum hafa sleg­ist í för með þeim.

Í öðru lagi eru þeir sem vilja breyta einni af stoðum vest­ræns þjóð­ríkis í það horf að koma sterk­ari póli­tískum sjón­ar­miðum til áhrifa innan dóms- og fjöl­miðla­kerf­is­ins. Þeir vilja láta rík­is­stjórnir hafa afger­andi áhrif á skipun dóm­ara. Það dregur úr sjálf­stæði þeirra og veikir þrí­skipt­ingu valds­ins. Þessi til­hneig­ing er vel þekkt hér heima og hefur lengi við­geng­ist. Svip­aðrar ættar er sú stefna sem temja vill fjöl­miðla til hlýðni og und­ir­gefni. Þetta leiðir að lokum til þess að lýð­ræðið verður einnar vídd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar