Skrautlegar staðreyndir Pírata í umhverfismálum

René Biasone frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavík svarar grein Valgerðar Árnadóttur Pírata. René segir áherslu flokksins í loftslagsmálum þungamiðju stefnu hans.

Auglýsing

Vinstri græn og Píratar hafa átt mjög gott sam­starf í Borg­ar­stjórn Reykja­víkur þar sem flokk­arnir starfa með Sam­fylk­ingu og Bjartri fram­tíð í meiri­hluta. Saman hafa þessir flokkar komið mörgu góðu til leið­ar, og ég vona að við munum halda því áfram að kosn­ingum loknum ef við fáum til þess umboð kjós­enda.

Það er því mjög leið­in­legt að þurfa að bregð­ast við og leið­rétta grein Val­gerðar Árna­dóttur, sem skipar sjötta sæti á fram­boðs­lista Pírata til borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingnna. Í grein­inni, sem fjallar að vísu að uppi­stöðu um lands­málin og stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, frekar en borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, er farið mjög skraut­lega með stað­reynd­ir. Ég sé mig því knú­inn til að leið­rétta nokkur atriði í grein­inni og árétta stefnu og árangur okkar Vinstri grænna í umhverf­is­mál­um.

Hækkun kolefn­is­gjalds

Það sem fyrst stingur í augu er sú full­yrð­ing Val­gerðar að aðeins eigi að hækka kolefn­is­gjaldið um 10%. Hið rétta er að rík­is­stjórnin hækk­aði kolefn­is­gjaldið um 50% þann 1. jan­úar 2018. Það mun svo hækka um 10% til við­bótar ÞANN DAGS og svo önnur 10% árið eft­ir. Það er einnig ein­kenni­legt að tala um „lækkun kolefn­is­gjalds­ins“ í tíð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, með vísan til fjár­laga Bene­dikts Jóhanns­son­ar. Þau fjár­lög voru aldrei sam­þykkt, sem betur fer, og því hefur kolefn­is­gjaldið ekki verið lækk­að. Hið rétta er að það hækkar ívið hægar en gert hafði verið ráð fyr­ir.

Auglýsing

Ástæða þess var að skörp hækkun hefði komið mjög þungt við margt tekju­lagt lands­byggð­ar­fólki, sem þarf að keyra langar leið­ir. Á lands­byggð­inni eru lengri fjar­lægð­ir, til skóla, til vinnu og að sækja þjón­ustu.

Við í Vinstri grænum erum ein­dregið fylgj­andi grænum sköttum á borð við kolefn­is­gjald. En slíkir skattar þurfa að grund­vall­ast á bestu fáan­legri þekk­ingu og taka með í reikn­ing­inn efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega þætti.

Kolefn­is­hlut­laus Reykja­vík og kolefn­is­hlut­laust Ísland

Stefna okkar í Vinstri grænum er að Ísland vinni að því mark­miði að gera landið kolefn­is­hlut­laust árið 2040, og er kveðið á um það mark­mið í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Er það ein metn­að­ar­fyllsta stefna sem nokk­urt land hefur sett sér í lofts­lags­mál­um, en þar er borgin engu að síður að feta í fót­spor Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í tíð núver­andi meiri­hluta í Reykja­vík var samin metn­að­ar­full stefna í lofts­lags­málum sem kveður á um að Reykja­vík­ur­borg verði kolefn­is­hlut­laus árið 2040. Sú stefna var unnin af full­trúum Vinstri grænna og Pírata, ásamt sam­starfs­flokkum þeirra í meiri­hluta. Við í Vinstri grænum erum mjög stolt af þess­ari stefnu, en teljum að borgin geti gert enn bet­ur, og við vonum að við getum átt gott sam­starf við Pírata og hina sam­starfs­flokk­ana um að knýja á um að borgin setji sér enn metn­að­ar­fyllri mark­mið og bretti upp ermarnar til að ná þeim.

Áhersla á umhverf­is­mál og aukin útt­gjöld til mála­flokks­ins

Í núver­andi meiri­hluta í borg­ar­stjórn höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á umhverf­is­mál og nátt­úru­vernd. Við höfum þannig beitt okkur fyrir því að efla nátt­úru­vernd í borg­ar­land­inu og að fram­lög til umhverf­is­mála væru auk­in, og erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð í sam­vinnu við sam­starfs­flokka okk­ar, ekki síst Pírata. Umhverf­is­málin eru einn af þeim mála­flokkum þar sem við höfum átt sam­leið með Píröt­um. Lýð­ræð­is­málin er annar slíkur mála­flokk­ur.

Ég er líka mjög ánægður að sjá að rík­is­stjórnin stefni á að auka útgjöld til nátt­úru­verndar og umhverf­is­mála aukast um 35% á næstu fimm árum. Fram­lög til mála­flokks­ins hafa aldrei áður verið aukin jafn hratt. Vinstri græn aldeilis ekki skilað auðu í umhverf­is­mál­um, hvorki í lands­mál­unum né í höf­uð­borg­inni. Að bera ábyrgð á stjórn lands­ins og borg­ar­innar þýðir að sækja fram á öllum sviðum sam­tímis og að vinna með ólíkum flokkum sem oft hafa ger­ó­líka sýn í grund­vall­ar­at­riðum að því að ná mark­miðum sem skipta máli.

Stefna og skraut

Val­gerður nefnir að lokum að lofts­lags­stefna Pírata hafi fengið hæstu ein­kunn í sam­an­tekt lofts­lag.is fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar, en bætir svo við, að vísu rang­lega, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi haft næst bestu stefn­una sam­kvæmt þessu mati. Hið rétta er að lofts­lag.is mat það svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn félli á próf­inu, en að ekki væri mark­tækur munur á þeim fjórum flokkum sem starfa saman í meiri­hluta í borg­ar­stjórn:

„Í toppi rýn­is­ins eru svo VG, Sam­fylk­ing­in, Björt Fram­tíð og Píratar sem telj­ast sig­ur­veg­arar rýn­is­ins. Á milli þess­ara fjög­urra efstu flokka er vart hægt að tala um mark­tækan mun út frá aðferða­fræð­inni og eru þeir á svip­uðum nótum en með mis­jafn­lega útfærð svör og stefnur sem veldur mun­inum á flokk­un­um.“

En eins og Val­gerður bendir sjálf á skiptir ein­kunna­gjöf á net­inu í raun litlu í stóra sam­heng­inu, því það sem skiptir máli er hvaða verk standa eft­ir. Við í Vinstri grænum höfum sýnt það og sannað að þegar við vinnum með öðrum flokkum þá leggjum við höf­uð­á­herslu á lofts­lags­mál og umhverf­is­mál, og við munum gera það hér eftir sem hingað til.

Áherslan sem við leggjum á lofts­lags­mál í stefnu okkar er ekki upp á skraut, heldur er hún bein­línis ein helsta þunga­miðja henn­ar. Eitt brýn­asta verk­efni okkar næstu ár og ára­tugi er að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ingum af manna­völd­um. Það verk­efni er alvar­legra en svo að pláss sé fyrir met­ing milli flokka sem eru þegar allt kemur til alls sam­mála um mik­il­vægi aðgerða.  

Reykja­vík verði leið­andi í lofts­lags­málum

Við í VG viljum að Reykja­vík­ur­borg verði leið­andi í að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skorum á aðra flokka að leggja okkur lið í þerri bar­áttu. Meðal þeirra aðgerða sem við teljum að ráð­ast verði í á næsta kör­tíma­bili er:

  • Reykja­vík á að vera leið­andi meðal íslenskra sveit­ar­fé­laga í því að minnka losun frá meng­andi starf­semi og að binda kolefni með ýmsum mót­væg­is­að­gerð­u­m. 

  • Reykja­vik á að halda áfram að tryggja að almenn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar og ganga verði raun­hæfir val­kostir í öllum hverfum borg­ar­inn­ar. Beita þarf hag­rænum hvötum og íviln­unum til að græn sam­göngu­tæki verði hag­kvæm­asti kost­ur­inn. 

  • Reykja­vík á að styðja við orku­skipti í sam­göngum með því að greiða fyrir upp­bygg­inu inn­viða fyrir vist­væn fara­tæki. Reykja­vík á að beita sér fyrir því að mengun frá skipum sé minnkuð m.a. með að hefja raf­væð­ingu Faxa­flóa­hafna. 

  • Reykja­vík­ur­borg á að móta sér metn­að­ar­fulla stefnu um kolefn­is­bind­ing­u. 

  • Reykja­vík­ur­borg á að meta allar meiri­háttar fram­kvæmdir með til­lit til áhrifa þeirra á þróun lofts­lags, t.d. með því að koma á fót lofts­lags­ráði í stíl við það sem sam­þykkt var á Alþingi í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu árið 2016. 

Þessi listi er engan veg­inn tæm­andi, og auk aðgerða í lofts­lags­málum höfum við í VG með ítar­legar aðgerða­á­ætlunir um nátt­úru­vernd, plast­meng­un, vatns­vernd og verndun vatns­bola, um frá­veitu­mál, um loft­gæði, svo fátt sé nefnd.

Ég vona að við í Vinstri grænum getum áfram unnið með Pírötum á næsta kjör­tíma­bili að því að koma þessum góðu málum í fram­kvæmd, og vona að kosn­inga­bar­áttan verði mál­efna­leg.

Umhverf­is­málin og lofts­lags­málin eru alvar­legri en svo að flokkar sem hafa unnið náið saman í þeim málu, og deila sýn í mála­flokkn­um, séu að eyða orku í að deila hvor við ann­an.

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Umhverf­is­stofnun og í fimmta sæti á lista fyrir VG í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar