Íbúð er ekki vara heldur heimili

Anna Garðarsdóttir, sem búsett er í Þýskalandi, skrifar um húsnæðismál og hvetur til þess að horft verði á það sem vel er gert í öðrum löndum.

Auglýsing

Ástandið á íslenskum hús­næð­is­mark­aði er ólíð­andi og óferj­andi og hefur þegar náð því stigi að vera neyð­ar­á­stand. Það eru einkum fjórar ástæður sem valda því að ungt fólk, tekju­lægra fólk og milli­tekju­fólk með mörg börn á í erf­ið­leikum með að eign­ast hús­næði eða að borga húsa­leigu. Það er mik­ill skortur á hús­næði til sölu og leigu, risa­leigu­fé­lög með ofsa­gróða að leið­ar­ljósi gína yfir leigu­mark­aðn­um, stór hluti íbúða er leigður út til ferða­manna og stjórn­völd hafa verið algjör­lega verk­laus hvað þennan mála­flokk varðar mörg und­an­farin ár. Það eykur líka á vand­ann á Íslandi að lán­tak­endur búa við mun hærri vexti en þekkj­ast í nágranna­lönd­unum og svo eru lánin verð­tryggð í þokka­bót. Það er erfitt að útskýra fyrir útlend­ingum hvers vegna vextir á hús­næð­is­lánum á Íslandi eru svo háir sem raun ber vitni og þeim er gjör­sam­lega fyr­ir­munað að skilja hvernig hægt sé að taka lán sem séu þannig að ekki sé vitað hvað maður þarf á end­anum að borga til baka.

Allir flokkar á hinu háa Alþingi eru sam­mála um að grípa þurfi til aðgerða. Þing­menn og ráð­herrar eru sam­mála um að svona geti þetta ekki gengið leng­ur. En ekk­ert ger­ist samt. En þeir þurfa ekki að finna upp hjól­ið. Í nágranna­löndum okkar eru til kerfi sem virka vel og auð­velda fólki að kom­ast undir þak. Í Hollandi eru hús­næð­is­lán með lágum vöxtum fyrir þá sem kaupa hús­næði til eigin nota en sé ætl­unin að leigja íbúð­ina út eru kjörin önn­ur. Í Skand­in­avíu eru líka ýmsir mögu­leikar sem auð­velda fólki að eign­ast hús­næði eða að vera á leigu­mark­aði, s.s. hús­næð­is­fé­lög og leigu­fé­lög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni. Þýska rík­is­stjórnin hyggst nú greiða fjöl­skyldum með lágar og milli­tekjur svo­kall­aða hús­næð­is-­barna­pen­inga eða „Baukind­erg­eld" til íbúð­ar­kaupa, aft­ur­virkt til 1. jan­úar 2018. Upp­hæðin nemur 1.200 evrum á ári með hverju barni í 10 ár. Fjöl­skyldur með heim­il­is­tekjur upp á 75.000 evrur á ári plús 15.000 evrur fyrir hvert barn eiga rétt á þessum greiðslum í 10 ár þannig að fjöl­skylda með þrjú börn getur haft tekjur allt að 120.000 evrur á ári til að eiga rétt á þessum greiðslum og fær þá 3.600 evrur á ári í 10 ár eða sam­tals 36.000 evr­ur.

Þess má geta að nú þegar eru í Þýska­landi greiddir barna­pen­ingar með hverju barni, óháð tekjum for­eldra, með fyrsta og öðru barni 194 evrur á mán­uði með hverju barni, 200 evrur fyrir þriðja barn og 225 evrur fyrir fjórða barn og hvert barn umfram það. Þannig að fjöl­skylda með þrjú börn fær 588 evrur á mán­uði. Barna­pen­ingar eru greiddir með öllum börnum til 18 ára ald­urs en til 26 ára ald­urs séu börnin í námi og svo lengur með fötl­uðum börn­um. Í Neðra-­Saxlandi og Hes­sen mun þegar á þessu ári, leik­skóli verða gjald­frjáls fyrir öll börn þriggja til sex ára. Að sjálf­sögðu er heil­brigð­is­þjón­usta, lyf þjón­usta tann­lækna gjald­frjáls. Í þýsku skatta­kerfi eru svo sex skatt­þrep þar sem tekið er til­lit til fjöl­skyldu­stöðu og fjöl­skyldu­stærð­ar. Almennt gildir að hærri laun bera hærri skatt­pró­sentu og skattar lækka með auknum fjölda barna í fjöl­skyldu.

Auglýsing

Til við­bótar þessu verður veru­lega hert á leigu­verðs­brems­unni sem komið var á 2015, til að koma í veg fyrir óeðli­legar hækk­anir á leigu­verði á svæðum þar sem eft­ir­spurn eftir leigu­hús­næði er mik­il. Leigu­verðs­bremsan á að skapa jafn­vægi á milli hags­muna leigu­sala og leigj­enda. Sá sem vill fjár­festa á áfram að geta haft arð af sinni fjár­fest­ingu en íbúðir eru ekki vara heldur heim­ili fólks. Þegar nýr leigu­samn­ingur er gerður getur hækkun á leigu­verði mest farið 10 % fram úr með­alleigu­verði á við­kom­andi svæði. Láti leigu­sali gera umtals­verðar end­ur­bætur á íbúð­inni getur hann hækkað árs­leigu um sem nemur 8 % af kostn­aði við end­ur­bæt­urn­ar.

Einnig mun þýska ríkið að leggja allt að tvo millj­arða evra til bygg­ingar félags­legra íbúða og skulu allt að 1,5 milljón nýrra íbúða verða byggðar í félags­lega kerf­inu til 2021. 

Það eru til ýmsar leiðir til að greiða götu fólks að öruggu hús­næði til kaups eða leigu og við hljótum öll að geta verið sam­mála um að aðgerða er þörf. Það er búið að tala nóg, gera grein­ingar og skrifa skýrsl­ur. Horfum til þess sem vel er gert í öðrum lönd­um, veljum úr það besta og sjáum til þess að allir hafi öruggt þak yfir höf­uð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar