Breytingar hjá Dönum í skilnaðarmálum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um nýjar leiðir sem Danir fara í skilnaðarmálum í aðsendri grein.

Auglýsing

Karla­list­inn er eini flokk­ur­inn sem hefur það á stefnu­skrá sinni að breyta mála­flokki barna­verndar börnum til heilla. Flokk­ur­inn vill fag­fólk til að taka á mál­efnum skiln­að­ar­barna og barna sem beitt eru ofbeldi, and­legu sem lík­am­legu. Í dag er póli­tískt skipað í barna­vernd­ar­nefndir víða um land og má með sanni segja að mis­jafn sauður er í mörgu fé. Tel það virð­ing­ar­vert að feður (að mestum hluta) skuli rísa upp á aft­ur­fæt­urna og krefj­ast úrbóta í mála­flokknum enda vita allir sem það vilja vita að hann er í mol­um, um allt land.

Dönum bar gæfa til að breyta verk­ferlum í tengslum við skilnað for­eldra, með fókus á börn­in. Þeir hafa sett þarfir og rétt­indi barna í fyrsta sæti, eitt­hvað sem margir íslenskir for­eldrar mættu taka sér til fyr­ir­mynd­ar, svo ekki sé talað um kerfið hér á landi. Ekki síður ættu þing­menn lands­ins að horfa til frænda vorra Dana og taka núver­andi kerfi til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar. Nýtt kerfi í Dan­mörku tekur gildi á vor­dögum 2019 því svona kerf­is­breyt­ingar eru sein­virk­ar.

Danir skipta nýja kerf­inu upp í fimm leið­ir. Fjöl­skyldu­rétt­ar­hús­ið, þar hefja allir ferl­ið. Fjöl­skyldu­rétt­ur, en hér afgreiðir dóm­ari í málum sem ósætti eru um. Barna-ein­ing, hér er um nýja deild að ræða sem hugsar ein­göngu um vel­ferð barns. Þá má finna End­ur­gjöf til for­eldris sem er með barnið og að lok­um, Jafn­gild staða for­eldra.

Auglýsing

Fjöl­skyldu­rétt­ar­húsið

Hér byrja öll pör en um nýtt úrræði er að ræða. Á þessum stað er málið skoð­að. Eftir það er hægt að vísa úrræð­inu í þrjár ólíkar leiðir sem Danir kalla, græn, gul og rauð leið rétt eins og umferð­ar­ljós­in. Segja má að það virki eins, áfram á grænu, stoppa og doka við á gulu og svo stöðva á rauðu.

Græna leiðin er fyrir auð­veld mál þar sem par/­fjöl­skylda þarf litla sem enga hjálp.

Gula leiðin er fyrir fjöl­skyldu sem þarf hjálp með ráð­gjöf og leysa vanda­mál sem eru ekki komin í hnút og ef það tekst ekki fer málið áfram.

Rauða leiðin fer fyrir fjöl­skyldu­rétt­inn þar sem fjöl­skylda þarf veru­leg afskipti frá yfir­völdum til að tryggja vel­ferð barns.

Skoða og ígrunda þarf hvert mál til að mæta þörf hverrar fjöl­skyldu fyrir sig og skoð­unin ger­ist sjálf­krafa þegar fólk sækir um skilnað þar sem hluti spurn­ing­anna sem þau svara sýna fram á hver vand­inn er og þörf fjöl­skyld­unn­ar. Skoð­unin er grund­völlur heim­sóknar starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar.

Danir áætla að í grænu leiðin fari um 60.000 mál, í gulu leið­ina um 30.000 og um 7000 mál þurfa á rauðu leið­inni að halda.

Erf­ið­ustu mál­in, þar sem sveit­ar­fé­lag­inu er blandað inni í, á að vinna með þver­fag­legum og heil­stæðum hætti. Þess vegna á að styrkja sam­vinnu á milli stofn­anna meðal ann­ars með skjót­virk­ari upp­lýs­inga­gjöf og íhlut­un. Sveit­ar­fé­lagi er heim­ilt að vísa máli inn í Fjöl­skyldu­rétt­ar­húsið í sér­stökum til­fellum telji þeir þörf á frek­ari íhlut­un.

Fjöl­skyldu­réttur

Annar hluti í nýja kerf­inu er fjöl­skyldu­rétt­ur. Hann hefur aðsetur hjá hér­aðs­dómi og dóm­ari tekur ákvörðun í erf­iðum mál­um. Hér eru vanda­málin mik­il, m.a. ofbeldi og mis­notkun vímu­gjafa. Fjöl­skyldu­rétt­ur­inn afgreiðir líka þau mál sem Fjöl­skyldu­húsið ræður ekki við. Hægt er að áfrýja öllum mál­unum til dóm­stóls­ins.

Fjöl­skyldu­rétt­ur­inn á fram­vegis að með­höndla þau mál þar sem annað for­eldrið fer ekki eftir úrskurði yfir­valda, t.d. umgengni eða for­eldri notar for­eldra­úti­lok­un/tálm­un. Rétt­ur­inn fær verk­færi til að vinna með til að tryggja barn­inu umgengni við báða for­eldra og hann getur sent mál aftur til Fjöl­skyldu­rétt­ar­húss­ins.

Rétt­ur­inn fær fleiri og fjöl­breytt­ari verk­færi í hendur til að finna lausn á máli og ljóst að dag­sekt­ir, m.t.t. tekna tálm­un­ar­for­eldris, verða not­aðar þannig að við­kom­andi finni fyrir því. Hægt verður að fjar­lægja for­eldri sem betir tálmun til að tryggja að hitt for­eldrið geti sótt barn sitt í eðli­legri aðstæðum en for­eldrar hafa skap­að.

Barna-ein­ing

Skiln­aður getur verið barni mjög erf­iður og því verður að tryggja stöðu þess við skilnað for­eldra. Ný grein í lögum um for­eldra­á­byrgð kveður á um að barn vegi þyngra en nokkuð ann­að. Fókus á líðan barns er í öllu ferl­inu og því verður nokk­urs konar barna-ein­ing sem passar upp á barn og tryggir að það hafi alltaf ein­hvern full­orð­inn til að tala við og spyrja, allt eftir líðan þess. Á þessum stað kemur tals­maður barns inn í mynd­ina sem gætir þess að íhlutun komi snemma en hlífi barni eins og hægt er.

Tími end­ur­gjafar

Skil­aður hefur áhrif á líðan og hvers­dags­leika allra sem að honum koma. Inn­leiða á þriggja mán­aða tíma­bil þar sem barn er hjá hvoru for­eldri fyrir sig hafi þau ákveðið að skilja. Á þessum tíma gefst for­eldrum kostur að íhuga stöð­una. Á þessu þremur mán­uðum býðst for­eldrum og barni ráð­gjöf. For­eldrum verður líka boðin ráð­gjöf þar sem þeim er gerð grein fyrir áhrifum skiln­aðar á barnið og á hvern hátt þau geta hagað málum þannig að það komi því best og hvernig þau geta stutt barnið á erf­iðri stundu.

Jafnir for­eldrar

Þetta nýja kerfi er til að jafna stöðu for­eldra þegar kemur að skiln­aði. Því eiga for­eldrar sem eru sam­mála að geta skipt lög­heim­ili barns á milli sín. Sam­tímis verður fjár­hagur beggja skoð­aður og for­eldrar deila barna­bótum og öðrum greiðslum frá rík­inu.

Það verður fróð­legt að fylgj­ast með þegar Danir inn­leiða nýtt kerfi. Þegar lesið er í gegnum breyt­ing­arnar er rauði þráð­ur­inn vel­ferð barns, rétt­ar­staða þess að hafa aðgengi að báðum for­eldrum og afleið­ingar af tálm­un. Gætu íslensk börn óskað sér ein­hvers meira en að þau kom­ist í fókus í skiln­að­ar­mál­um, held varla.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar