Rangfærslur verkfræðings um Hvalárvirkjun

Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd, svarar grein Þorbergs Steins Loftssonar verkfræðings um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Hinn 20. maí skrif­aði Þor­bergur Steinn Leifs­son verk­fræð­ingur hjá Ver­kís grein í Kjarn­ann um Hval­ár­virkj­un. Í grein Þor­bergs eru margar rang­færslur sem oft hafa verið leið­réttar áður, sbr. skrif Berg­steins Birg­is­son­ar, Pét­urs Húna Björns­son­ar, Snorra Bald­urs­son­ar, Tómasar  Guð­bjarts­sonar o.fl. Hér verða nokkur atriði end­ur­tekin til þess að íbúar Árnes­hrepps hafi það sem sann­ara reyn­ist á kjör­dag.

Þor­bergur seg­ir: „Hval­ár­virkjun er þannig lyk­il­inn að við­un­andi raf­orku­ör­yggi heils lands­hluta. “ Hið rétta er að raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum er á engan hátt háð stórri virkjun í Árnes­hreppi enda er á Íslandi fram­leitt raf­magn sem dugir öllum raf­magns­not­endum utan stór­iðju fjór­falt. Raf­orku­ör­yggi er fólgið í öruggum línum og tryggri teng­ingu við fleiri en eina virkjun og því má koma við t.d. með smá­virkjun eða vind­orku­garði í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Það er engin ástæða til að fórna stór­kost­legri nátt­úru Árness­hrepps og víð­ernum Ófeigs­fjarð­ar­heið­ar, byggja tengi­virki og leggja í gríð­ar­legar línu- og sæstrengslagnir fyrir raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga. Í skýrslu sem kanadíska ráð­gjafa­fyr­ir­tækið METSCO vann fyrir Land­vernd kemur fram að Hval­ár­virkjun bæti raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga svo til ekki neitt. Aftur á móti má tífalda raf­orku­ör­yggið með lagn­ingu jarð­strengja á erf­ið­ustu línu­leið­un­um.

Þor­bergur segir um ósnortin víð­erni: „Það er þó erfitt að skilja að það sé mik­il­vægt mark­mið að halda slíkum jað­ar­víð­ernum sem aldrei hafa verið nýtt til neins sem stærst­um. Hefur slík fer­metra­taln­ing eitt­hvert raun­veru­legt gildi? Skerð­ingin á víð­ernum er auk þess mjög mild, og fæstir myndu, eftir virkj­un, upp­lifa þetta svæði öðru­vísi en sem óskert víð­ern­i.“

Auglýsing

Skipu­lags­stofnun telur aftur á móti að helstu umhverf­is­á­hrif Hval­ár­virkj­unar felist m.a. í „um­fangs­mik­illi skerð­ingu óbyggðs víð­ernis og breyttri ásýnd fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda­svæðis og lands­lagi þess, þar sem nátt­úru­legt umhverfi verður mann­gert á stóru svæði. ..... Sam­legð með áhrifum fyr­ir­hug­aðrar háspennu­línu yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og mögu­legrar Aust­ur­gils­virkj­unar á Langa­dals­strönd eykur enn á áhrif Hval­ár­virkj­unar á lands­lag og víð­ern­i.“ Sam­kvæmt frum­mats­skýrslu Ver­kís minnka víð­erni Vest­fjarða við þessar fram­kvæmdir um 21%. Fara úr 1635 km2 í 1290 km2. Minnkun um fimmt­ung eru mild áhrif að mati Þor­bergs. Mundu ekki flestir finna fyrir því að missa fimmt­unga af eigum sín­um?

Flestum er nú orðið ljóst að mjög mikil verð­mæti eru fólgin í óspilltri nátt­úru og eins og fram kom á fjöl­sóttri ráð­stefnu "Vernd­ar­svæði og þróun byggð­ar" sem haldin var í lok síð­asta mán­aðar geta friðuð svæði skilað marg­földum tekjum á við rösk­uð. Hver króna sem lögð er í vernd­ar­svæði skilar sér tífalt til baka í Finn­landi og ein­dregin nið­ur­staða masters­rit­gerðar Jukka Siltanen er að nátt­úru­vernd og nátt­úru­miðuð ferða­þjón­usta séu efna­hags­lega afar sterkir val­kostir við nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Hver króna sem farið hefur í Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul hefur skilar sér fimm­tug­falt til baka, sam­kvæmt rann­sókn­inni.

Tím­arnir eru breytt­ir, verð­mæti ósnort­inna víð­erna eru meiri villt en virkj­uð. Ósnortin víð­erni eru verð­mæt einmitt af því að þau eru ósnortin og víð. Virði þeirra eykst með stærð ekki með minnk­un. Ef grípa má til orða Berg­sveins Birg­is­sonar (Stundin 16.05). „Málið er að það land sem er verið að gefa erlendu auð­valdi, mun verða dýr­mæt­ara með hverju árinu sem líður sam­kvæmt skýrslu frá OECD sem gefin var út í fyrra um víð­erni Evr­ópu – þar sem kallað er eftir því að lönd Evr­ópu geri sitt ítrasta til að varð­veita slík svæði sem eftir eru. Ef af virkjun verður mun 1600 fer­kíló­metra svæði af ósnortnum víð­ernum verða rofið – teng­ingin frá­bæra milli Stranda og þjóð­garðs­ins á Horn­strönd­um.“

Þor­bergur segir að virkj­unin hafi farið eðli­lega leið í stjórn­kerf­inu og svo: „Nefnd sér­fræð­inga í Ramma­á­ætlun 2 og 3 mat Hval­ár­virkjun einu vatns­afls­virkj­un­ina á nýju óvirkj­uðu svæði sem bæri að nýta til orku­fram­leiðslu frekar en verndar [und­ir­strikun höf­und­ar]. Við lög­form­legt umhverf­is­mat sum­arið 2016 barst aðeins ein athuga­semd og var hún frá Land­vernd. Engir lög­bundnir umsagn­ar­að­ilar sem Skipu­lags­stofnun lét vinna álit á mat­inu, sér­fræð­ingar hver á sínu sviði, gerðu athuga­semdir við mat virkj­un­ar­að­ila, um til­tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif virkj­un­ar­inn­ar.“

Hið und­ir­strik­aða í til­vitn­un­inni hér að ofan er alrangt eins og oft hefur verið bent á, m.a. af Pétri Húna Björns­syni á vef Rjúkanda (rjúk­and­i.is). Flokkun virkj­ana­kosts í nýt­ing­ar­flokk þýðir ekki hann megi nýta skil­yrð­is­laust, heldur aðeins að halda megi áfram vinnu við und­ir­bún­ing mögu­legrar virkj­un­ar. Hluti af þeim und­ir­bún­ingi er að láta fara fram umhverf­is­mat sem er hinn eig­in­legi próf­steinn á því hvort for­svar­an­legt sé að virkja.

Á þetta var bent m.a. af virkj­un­ar­að­ilum þegar þáver­andi rík­is­stjórn hugð­ist færa nokkra svo­kall­aða virkj­un­ar­kosti í orku­nýt­ing­ar­flokk með handafli. Þá var haft eftir Gústaf Adolf Skúla­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­orku: „Að lok­inni röðun í nýt­ing­ar­flokk tekur við vand­að, fag­legt og lýð­ræð­is­legt stjórn­sýslu­ferli mats á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda, auk skipu­lags­ferla og ferla leyf­is­veit­inga. Út úr þeim ferlum getur hæg­lega komið sú nið­ur­staða að ekk­ert verði af umræddum fram­kvæmd­um”.  Nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar um áhrif Hval­ár­virkj­unar á umhverfi og sam­fé­lag er eins og fyrr er rakið nán­ast sam­felldur áfell­is­dómur yfir fram­kvæmd­inni og því ber að hætta við hana. Orð Þor­bergs um til „tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif virkj­un­ar­inn­ar“ eru röng.

Þor­bergur segir „Erfitt er að sjá að það hafi verðið byggð, eða verði byggð virkjun á Íslandi sem gæti haft jafn­mikil jákvæð áhrif á nær­sam­fé­lagið og heilan lands­hluta.“ Þetta er líka alrangt. Það er ekk­ert sem bendir til að Hval­ár­virkjun muni hafa jákvæð áhrif á byggð í Árnes­hreppi til lengri tíma. Vissu­lega verða aukin umsvif í hreppnum á 2-3 ár virkj­un­ar­tíma, en eftir að búkoll­urnar eru horfnar og ham­ars­höggin hljóðn­uð, stendur eftir mann­laus virkjun og Strand­ir, sem áður voru eitt magn­að­asta svæði lands­ins, í sár­um.  Aftur á móti gæti þjóð­garður eða álíka vernd­ar­svæði haft veru­leg jákvæð áhrif eins og bent var á hér að fram­an.

Margt fleira mætti tína til, en hér verður staðar numið. Þó má að lokum halda því til haga að "virkj­un­ar­að­il­inn" sem Þor­bergur talar um í grein­inni er HS orka, einakfyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu erlendra aðila. Þessir aðilar munu hagn­ast veru­lega á fram­kvæmd­inni.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar