Síðustu orð mín um rangfærslur verkfræðings vegna Hvalárvirkjunar – samtals 4:0 mér í vil

Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd, svarar annari grein Þorbergs Steins Loftssonar verkfræðings um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Þor­bergur Steinn Leifs­son, verk­fræð­ing­ur, svar­aði í gær, 25. maí, grein minni í Kjarn­anum frá 20. maí sl. þar sem ég vændi hann um nokkrar rang­færslur vegna Hval­ár­virkj­un­ar. Hann var kurt­eis í skrifum sín­um, en ákveð­inn í að hafa ekki farið með neitt fleipur heldur hefði verið um mis­skiln­ing að ræða hjá mér í tveimur til­vikum og ágrein­ing um leiðir í hin­um.

Hann svarar þó t.d. ekki þeirri ábend­ingu minni að flokkun virkj­un­ar­kosts í nýt­ing­ar­flokk  þýddi ekki að hann „bæri að nýta til orku­fram­leiðslu frekar en vernd­ar“, eins og Þor­bergur orð­aði það. Flokkun í nýt­ing­ar­flokk þýðir aðeins leyfi stjórn­valda til frek­ari skoð­unar á til­teknum virkj­un­ar­kosti sem m.a. felur í sér rann­sóknir og umhverf­is­mat. Umhverf­is­matið er hinn end­an­legi mæli­kvarði á hvort nýta eig­i/beri til­tekin virkj­un­ar­kost til orku­fram­leiðslu. Þarna var því um klára rang­færslu að ræða hjá Þor­bergi. Eitt stig fyrir mig.

Til að bæta raf­orku­ör­yggi Vest­fjarða nefndi ég þá mögu­leika að leggja bil­ana­gjörn­ustu loft­línur í jörð (sbr. skýrslu METSCO) og tengja þétt­býlið við utan­vert Ísa­fjarð­ar­djúp í báðar áttir með „t.d smá­virkjun eða vind­orku­garði í Ísa­fjarð­ar­djúpi“. Þarna við­ur­kenni ég að hafa notað óná­kvæmt orða­lag í fyrra til­vik­inu og e.t.v. óraun­hæfan kost í því seinna (vind­myll­ur). Það sem ég átti við með „smá­virkj­un“ er rétt­ara að kalla litla vatns­afls­virkjun 10-25 MW eða þar um bil.  Vest­ur­verk er m.a. að skoða mögu­leika á þremur slíkum virkj­unum í sunn­an­verðu Ísa­fjarð­ar­djúpi í Hest­firði, Skötu­firði og Ísa­firði. Haft er eftir Gunn­ari Gauki Magn­ús­syni, fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­verks á RÚV (09.03.16) að það sé „ljóst að í Djúp­inu séu miklir mögu­leikar á orku­öfl­un“. Það er ansi mikið styttri línu­leið frá Hest­firði inn á Ísa­fjörð en alla leið frá Hvalá og því engin þörf á að fórna stór­brot­inni nátt­úru Stranda. Segjum 0 stig fyrir þetta vegna óná­kvæmni minnar en þó réttrar hugs­un­ar.

Auglýsing
Þorbergur segir mig hafa mis­skilið orð sín um mild áhrif virkj­un­ar­innar á víð­erni. Hann hafi átt við að mann­virkin sem slík (stífl­ur, veg­ir, lón, lín­ur) hefðu á sér milt yfir­bragð í nátt­úr­unni og þess vegna væri „skerð­ingin á víð­ernum [....] mjög mild, og fæstir myndu, eftir virkj­un, upp­lifa þetta svæði öðru­vísi en sem óskert víð­ern­i“. Þarna mis­skil ég ekki neitt og stend við það að Þor­bergur fari rangt með.  Hug­takið óbyggt víð­erni er skil­greint svo í nátt­úru­vernd­ar­lög­um: „Svæði í óbyggð­um, að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um“. Land er því annað hvort óbyggt víð­erni eða ekki og virkjun með öllu til­heyr­andi er risa­vaxið inn­grip. Það er ekki hægt að tala um t.d. mild víð­erni, miðl­ungs víð­erni og ströng víð­erni. Aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir mig líka hafa mis­skilið orð sín um að fram­kvæmdin sé ekki umdeild í mati á umhverf­is­á­hrif­um. Umhverf­is­mat virkj­un­ar­að­il­ans reynir eðli máls sam­kvæmt að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum og umsagnir umsagn­ar­að­ila eru bara það, umsagnir sem Skipu­lags­stofnun hefur til hlið­sjónar þegar hún birtir álit sitt á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar. Álit Skipu­lags­stofn­un­ar, óháðrar rík­is­stofn­un­ar, er því hinn eini gildi mæli­kvarði á umhverf­is­á­hrif til­tek­innar fram­kvæmd­ar. Það álit var áfell­is­dómur yfir Hval­ár­virkjun eins og þegar hefur verið lýst. Eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur telur það kok­hreysti að segja að „ekk­ert bendi til að Hval­ár­virkjun muni hafa jákvæð áhrif í Árnes­hreppi til lengri tíma“. Sjálfur sagði hann „Erfitt er að sjá að það hafi verðið byggð, eða verði byggð virkjun á Íslandi sem gæti haft jafn­mikil jákvæð áhrif á nær­sam­fé­lagið og heilan lands­hluta“.  Ég læt les­and­anum um að meta hvort er meiri kok­hreysti. Hval­ár­virkjun verður rekin án fastrar við­veru manna þannig að hún skapar engin lang­tíma­störf. Hval­ár­virkjun tryggir ekki raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga, eins og margoft hefur verið bent á; raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga má tryggja með mun minna raski ef vilji er fyrir hendi. Vegi og veg­slóða má leggja vegna ferða­mennsku án þess að til virkj­unar komi og í því til­viki er auð­veld­ara að fella þá að landi og lands­háttum (hér er ég ekki að mæla með vega­lagn­ingu út og suður um Ófeigs­heiði, bara að benda á að vegur og virkjun eru aðskilin fyr­ir­bæri). Enn og aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir að ég telji mig betri spá­mann en jafn­vel mestu sér­fræð­inga á orku­mark­aði því ég lauk fyrri grein minni með eft­ir­far­andi full­yrð­ingu. „Þessir aðilar (HS-Orka) munu hagn­ast veru­lega á fram­kvæmd­inn­i“.  Þegar hann talar um sér­fræð­inga á hann vænt­an­lega m.a. við Ketil Sig­ur­jóns­son sem hefur sagt að „Hval­ár­virkjun virð­ist varla geta verið mjög hag­kvæmur virkj­un­ar­kostur (Kjarn­inn 08.11.17). Þetta er vissu­lega spá­dómur hjá mér, en velta má fyrir sér af hverju einka­fyr­ir­tæki sækir svo fast að fá að virkja þarna ef það telur sér ekki hagn­að­ar­von í því? Spá­dómur og hagn­að­ar­von veg­ast á, 0 stig.

Loka­nið­ur­staðan í þess­ari „rang­færslu­rann­sókn“ minni á skrifum Þor­bergs er því 4:0 mér í hag.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar