Síðustu orð mín um rangfærslur verkfræðings vegna Hvalárvirkjunar – samtals 4:0 mér í vil

Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd, svarar annari grein Þorbergs Steins Loftssonar verkfræðings um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Þor­bergur Steinn Leifs­son, verk­fræð­ing­ur, svar­aði í gær, 25. maí, grein minni í Kjarn­anum frá 20. maí sl. þar sem ég vændi hann um nokkrar rang­færslur vegna Hval­ár­virkj­un­ar. Hann var kurt­eis í skrifum sín­um, en ákveð­inn í að hafa ekki farið með neitt fleipur heldur hefði verið um mis­skiln­ing að ræða hjá mér í tveimur til­vikum og ágrein­ing um leiðir í hin­um.

Hann svarar þó t.d. ekki þeirri ábend­ingu minni að flokkun virkj­un­ar­kosts í nýt­ing­ar­flokk  þýddi ekki að hann „bæri að nýta til orku­fram­leiðslu frekar en vernd­ar“, eins og Þor­bergur orð­aði það. Flokkun í nýt­ing­ar­flokk þýðir aðeins leyfi stjórn­valda til frek­ari skoð­unar á til­teknum virkj­un­ar­kosti sem m.a. felur í sér rann­sóknir og umhverf­is­mat. Umhverf­is­matið er hinn end­an­legi mæli­kvarði á hvort nýta eig­i/beri til­tekin virkj­un­ar­kost til orku­fram­leiðslu. Þarna var því um klára rang­færslu að ræða hjá Þor­bergi. Eitt stig fyrir mig.

Til að bæta raf­orku­ör­yggi Vest­fjarða nefndi ég þá mögu­leika að leggja bil­ana­gjörn­ustu loft­línur í jörð (sbr. skýrslu METSCO) og tengja þétt­býlið við utan­vert Ísa­fjarð­ar­djúp í báðar áttir með „t.d smá­virkjun eða vind­orku­garði í Ísa­fjarð­ar­djúpi“. Þarna við­ur­kenni ég að hafa notað óná­kvæmt orða­lag í fyrra til­vik­inu og e.t.v. óraun­hæfan kost í því seinna (vind­myll­ur). Það sem ég átti við með „smá­virkj­un“ er rétt­ara að kalla litla vatns­afls­virkjun 10-25 MW eða þar um bil.  Vest­ur­verk er m.a. að skoða mögu­leika á þremur slíkum virkj­unum í sunn­an­verðu Ísa­fjarð­ar­djúpi í Hest­firði, Skötu­firði og Ísa­firði. Haft er eftir Gunn­ari Gauki Magn­ús­syni, fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­verks á RÚV (09.03.16) að það sé „ljóst að í Djúp­inu séu miklir mögu­leikar á orku­öfl­un“. Það er ansi mikið styttri línu­leið frá Hest­firði inn á Ísa­fjörð en alla leið frá Hvalá og því engin þörf á að fórna stór­brot­inni nátt­úru Stranda. Segjum 0 stig fyrir þetta vegna óná­kvæmni minnar en þó réttrar hugs­un­ar.

Auglýsing
Þorbergur segir mig hafa mis­skilið orð sín um mild áhrif virkj­un­ar­innar á víð­erni. Hann hafi átt við að mann­virkin sem slík (stífl­ur, veg­ir, lón, lín­ur) hefðu á sér milt yfir­bragð í nátt­úr­unni og þess vegna væri „skerð­ingin á víð­ernum [....] mjög mild, og fæstir myndu, eftir virkj­un, upp­lifa þetta svæði öðru­vísi en sem óskert víð­ern­i“. Þarna mis­skil ég ekki neitt og stend við það að Þor­bergur fari rangt með.  Hug­takið óbyggt víð­erni er skil­greint svo í nátt­úru­vernd­ar­lög­um: „Svæði í óbyggð­um, að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um“. Land er því annað hvort óbyggt víð­erni eða ekki og virkjun með öllu til­heyr­andi er risa­vaxið inn­grip. Það er ekki hægt að tala um t.d. mild víð­erni, miðl­ungs víð­erni og ströng víð­erni. Aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir mig líka hafa mis­skilið orð sín um að fram­kvæmdin sé ekki umdeild í mati á umhverf­is­á­hrif­um. Umhverf­is­mat virkj­un­ar­að­il­ans reynir eðli máls sam­kvæmt að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum og umsagnir umsagn­ar­að­ila eru bara það, umsagnir sem Skipu­lags­stofnun hefur til hlið­sjónar þegar hún birtir álit sitt á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar. Álit Skipu­lags­stofn­un­ar, óháðrar rík­is­stofn­un­ar, er því hinn eini gildi mæli­kvarði á umhverf­is­á­hrif til­tek­innar fram­kvæmd­ar. Það álit var áfell­is­dómur yfir Hval­ár­virkjun eins og þegar hefur verið lýst. Eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur telur það kok­hreysti að segja að „ekk­ert bendi til að Hval­ár­virkjun muni hafa jákvæð áhrif í Árnes­hreppi til lengri tíma“. Sjálfur sagði hann „Erfitt er að sjá að það hafi verðið byggð, eða verði byggð virkjun á Íslandi sem gæti haft jafn­mikil jákvæð áhrif á nær­sam­fé­lagið og heilan lands­hluta“.  Ég læt les­and­anum um að meta hvort er meiri kok­hreysti. Hval­ár­virkjun verður rekin án fastrar við­veru manna þannig að hún skapar engin lang­tíma­störf. Hval­ár­virkjun tryggir ekki raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga, eins og margoft hefur verið bent á; raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga má tryggja með mun minna raski ef vilji er fyrir hendi. Vegi og veg­slóða má leggja vegna ferða­mennsku án þess að til virkj­unar komi og í því til­viki er auð­veld­ara að fella þá að landi og lands­háttum (hér er ég ekki að mæla með vega­lagn­ingu út og suður um Ófeigs­heiði, bara að benda á að vegur og virkjun eru aðskilin fyr­ir­bæri). Enn og aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir að ég telji mig betri spá­mann en jafn­vel mestu sér­fræð­inga á orku­mark­aði því ég lauk fyrri grein minni með eft­ir­far­andi full­yrð­ingu. „Þessir aðilar (HS-Orka) munu hagn­ast veru­lega á fram­kvæmd­inn­i“.  Þegar hann talar um sér­fræð­inga á hann vænt­an­lega m.a. við Ketil Sig­ur­jóns­son sem hefur sagt að „Hval­ár­virkjun virð­ist varla geta verið mjög hag­kvæmur virkj­un­ar­kostur (Kjarn­inn 08.11.17). Þetta er vissu­lega spá­dómur hjá mér, en velta má fyrir sér af hverju einka­fyr­ir­tæki sækir svo fast að fá að virkja þarna ef það telur sér ekki hagn­að­ar­von í því? Spá­dómur og hagn­að­ar­von veg­ast á, 0 stig.

Loka­nið­ur­staðan í þess­ari „rang­færslu­rann­sókn“ minni á skrifum Þor­bergs er því 4:0 mér í hag.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Land­vernd.

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar