Síðustu orð mín um rangfærslur verkfræðings vegna Hvalárvirkjunar – samtals 4:0 mér í vil

Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd, svarar annari grein Þorbergs Steins Loftssonar verkfræðings um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Þor­bergur Steinn Leifs­son, verk­fræð­ing­ur, svar­aði í gær, 25. maí, grein minni í Kjarn­anum frá 20. maí sl. þar sem ég vændi hann um nokkrar rang­færslur vegna Hval­ár­virkj­un­ar. Hann var kurt­eis í skrifum sín­um, en ákveð­inn í að hafa ekki farið með neitt fleipur heldur hefði verið um mis­skiln­ing að ræða hjá mér í tveimur til­vikum og ágrein­ing um leiðir í hin­um.

Hann svarar þó t.d. ekki þeirri ábend­ingu minni að flokkun virkj­un­ar­kosts í nýt­ing­ar­flokk  þýddi ekki að hann „bæri að nýta til orku­fram­leiðslu frekar en vernd­ar“, eins og Þor­bergur orð­aði það. Flokkun í nýt­ing­ar­flokk þýðir aðeins leyfi stjórn­valda til frek­ari skoð­unar á til­teknum virkj­un­ar­kosti sem m.a. felur í sér rann­sóknir og umhverf­is­mat. Umhverf­is­matið er hinn end­an­legi mæli­kvarði á hvort nýta eig­i/beri til­tekin virkj­un­ar­kost til orku­fram­leiðslu. Þarna var því um klára rang­færslu að ræða hjá Þor­bergi. Eitt stig fyrir mig.

Til að bæta raf­orku­ör­yggi Vest­fjarða nefndi ég þá mögu­leika að leggja bil­ana­gjörn­ustu loft­línur í jörð (sbr. skýrslu METSCO) og tengja þétt­býlið við utan­vert Ísa­fjarð­ar­djúp í báðar áttir með „t.d smá­virkjun eða vind­orku­garði í Ísa­fjarð­ar­djúpi“. Þarna við­ur­kenni ég að hafa notað óná­kvæmt orða­lag í fyrra til­vik­inu og e.t.v. óraun­hæfan kost í því seinna (vind­myll­ur). Það sem ég átti við með „smá­virkj­un“ er rétt­ara að kalla litla vatns­afls­virkjun 10-25 MW eða þar um bil.  Vest­ur­verk er m.a. að skoða mögu­leika á þremur slíkum virkj­unum í sunn­an­verðu Ísa­fjarð­ar­djúpi í Hest­firði, Skötu­firði og Ísa­firði. Haft er eftir Gunn­ari Gauki Magn­ús­syni, fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­verks á RÚV (09.03.16) að það sé „ljóst að í Djúp­inu séu miklir mögu­leikar á orku­öfl­un“. Það er ansi mikið styttri línu­leið frá Hest­firði inn á Ísa­fjörð en alla leið frá Hvalá og því engin þörf á að fórna stór­brot­inni nátt­úru Stranda. Segjum 0 stig fyrir þetta vegna óná­kvæmni minnar en þó réttrar hugs­un­ar.

Auglýsing
Þorbergur segir mig hafa mis­skilið orð sín um mild áhrif virkj­un­ar­innar á víð­erni. Hann hafi átt við að mann­virkin sem slík (stífl­ur, veg­ir, lón, lín­ur) hefðu á sér milt yfir­bragð í nátt­úr­unni og þess vegna væri „skerð­ingin á víð­ernum [....] mjög mild, og fæstir myndu, eftir virkj­un, upp­lifa þetta svæði öðru­vísi en sem óskert víð­ern­i“. Þarna mis­skil ég ekki neitt og stend við það að Þor­bergur fari rangt með.  Hug­takið óbyggt víð­erni er skil­greint svo í nátt­úru­vernd­ar­lög­um: „Svæði í óbyggð­um, að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um“. Land er því annað hvort óbyggt víð­erni eða ekki og virkjun með öllu til­heyr­andi er risa­vaxið inn­grip. Það er ekki hægt að tala um t.d. mild víð­erni, miðl­ungs víð­erni og ströng víð­erni. Aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir mig líka hafa mis­skilið orð sín um að fram­kvæmdin sé ekki umdeild í mati á umhverf­is­á­hrif­um. Umhverf­is­mat virkj­un­ar­að­il­ans reynir eðli máls sam­kvæmt að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum og umsagnir umsagn­ar­að­ila eru bara það, umsagnir sem Skipu­lags­stofnun hefur til hlið­sjónar þegar hún birtir álit sitt á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar. Álit Skipu­lags­stofn­un­ar, óháðrar rík­is­stofn­un­ar, er því hinn eini gildi mæli­kvarði á umhverf­is­á­hrif til­tek­innar fram­kvæmd­ar. Það álit var áfell­is­dómur yfir Hval­ár­virkjun eins og þegar hefur verið lýst. Eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur telur það kok­hreysti að segja að „ekk­ert bendi til að Hval­ár­virkjun muni hafa jákvæð áhrif í Árnes­hreppi til lengri tíma“. Sjálfur sagði hann „Erfitt er að sjá að það hafi verðið byggð, eða verði byggð virkjun á Íslandi sem gæti haft jafn­mikil jákvæð áhrif á nær­sam­fé­lagið og heilan lands­hluta“.  Ég læt les­and­anum um að meta hvort er meiri kok­hreysti. Hval­ár­virkjun verður rekin án fastrar við­veru manna þannig að hún skapar engin lang­tíma­störf. Hval­ár­virkjun tryggir ekki raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga, eins og margoft hefur verið bent á; raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga má tryggja með mun minna raski ef vilji er fyrir hendi. Vegi og veg­slóða má leggja vegna ferða­mennsku án þess að til virkj­unar komi og í því til­viki er auð­veld­ara að fella þá að landi og lands­háttum (hér er ég ekki að mæla með vega­lagn­ingu út og suður um Ófeigs­heiði, bara að benda á að vegur og virkjun eru aðskilin fyr­ir­bæri). Enn og aftur eitt stig fyrir mig.

Þor­bergur segir að ég telji mig betri spá­mann en jafn­vel mestu sér­fræð­inga á orku­mark­aði því ég lauk fyrri grein minni með eft­ir­far­andi full­yrð­ingu. „Þessir aðilar (HS-Orka) munu hagn­ast veru­lega á fram­kvæmd­inn­i“.  Þegar hann talar um sér­fræð­inga á hann vænt­an­lega m.a. við Ketil Sig­ur­jóns­son sem hefur sagt að „Hval­ár­virkjun virð­ist varla geta verið mjög hag­kvæmur virkj­un­ar­kostur (Kjarn­inn 08.11.17). Þetta er vissu­lega spá­dómur hjá mér, en velta má fyrir sér af hverju einka­fyr­ir­tæki sækir svo fast að fá að virkja þarna ef það telur sér ekki hagn­að­ar­von í því? Spá­dómur og hagn­að­ar­von veg­ast á, 0 stig.

Loka­nið­ur­staðan í þess­ari „rang­færslu­rann­sókn“ minni á skrifum Þor­bergs er því 4:0 mér í hag.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Land­vernd.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar