Opið bréf til þeirra sem neita flóttafólki um vernd

Elínborg Harpa Önundardóttir segir að þú berir ábyrgð á öllum þeim þjáningum sem Mohammad, Abbas og allt flóttafólk sem þú hefur neitað um vernd mun upplifa héðan af.

Auglýsing

„no one lea­ves home until home is a sweaty voice in your ear

say­ing-

lea­ve,

run away from me now

i dont know what i’ve become

but i know that anywhere

is safer than her­e.“

Brot úr ljóð­inu Home eftir Warsan Shire

Ein­stak­lingar bera ábyrgð á ákvörð­unum sín­um. Til dæmis berð þú ábyrgð á öllum þeim þján­ingum sem Mohammad, Abbas og allt flótta­fólk sem þú hefur neitað um vernd mun upp­lifa héðan af. Kannski ekki þú ein/n/tt en ábyrgð þín er jafn­mikil fyrir því. Ef þau deyja í aðstæð­um, sem þau hefðu ekki lent í hefðu þau hlotið vernd, þá berð þú ábyrgð á dauða þeirra. Þetta er svona ein­falt.

Auglýsing
Að öllum lík­indum ertu strax kom­in/n/ð í vörn og finnst þetta afar ósann­gjarnt. Það finnst flestum í sam­fé­lag­inu okkar þegar það er beðið um að axla ábyrgð. Hugs­aðu þig samt um. Hver ber ábyrgð­ina? Flótta­fólkið sjálft fyrir að eiga ekki rétta teg­und vega­bréfs? fyrir að vera rík­is­fangs­laust? fyrir að hag­ræða sann­leik­anum örlítið því það heldur að það eigi kannski meiri mögu­leika á lífi? Eða berð þú og öll þau sem taka þátt í ákvörð­unum um að neita fólki um vernd ábyrgð­ina?

Kannski seg­ist þú ein­ungis vera að fram­fylgja lög­um, en sú afsökun hefur aldrei dugað til að losa fólk undan þeirri ábyrgð sem fylgir vali okkar og athöfn­um. Vegna þess að til­vist okkar fylgir frelsi og frelsi fylgir ábyrgð. Þú ert til, þú ert frjáls og þú átt ekki annað val en að axla ábyrgð á sjálfum þér og því sem þú ger­ir.

Og þetta er það sem þú ger­ir:

Þú ert einn af þeim aðilum sem tekur ákvörðun um að senda börn og full­orðna í aðstæður þar sem þau þurfa raun­veru­lega að ótt­ast um líf sitt. Þú ert einn af þeim aðilum sem tekur ákvarð­anir um líf ann­arra sem þú myndir aldrei taka um þitt eigið líf eða um líf þeirra sem þér þykir vænt um.

Þú ert enn ein hindr­unin á leið fólks til örugg­ara lífs: þú ert vél­byssan í höndum landamæra­varð­ar­ins,

þú ert gadda­vírs­girð­ing­in,

kylfan,

veg­tálm­inn,

jarð­sprengj­an.

Þú ert lög­reglu­mað­ur­inn sem lemur fólk sem hleypur yfir ósýni­leg mörk með aleig­una á bak­inu og litla hönd í lófa. Þú ert stoð­deildin sem rekur hjarta­veikt barn og fjöl­skyldu út af heim­ili þeirra hér, í land þar sem þau eiga nær enga mögu­leika á nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu.

Þú ert enn einn full­trúi ríkj­anna sem hafa skotið sprengjum í garða fólks­ins sem þú neitar um vernd. Þú ert enn einn full­trúi fyrrum nýlendu­herra sem þótt­ust eiga rétt á að draga ósýni­legar línur á jörð­ina, línur mark­aðar af pen­ingum og olíu. Þú ert enn ein mann­eskjan sem þyk­ist búa yfir rétt­mætu valdi til að taka ákvarð­anir um líf ann­arra.

Það neyðir þig eng­inn til að gegna þessu starfi, það neyðir þig eng­inn til að taka þessar ákvarð­an­ir. Þú berð ábyrgð, því er ekki hægt að neita sama hvaða reglu­verk eða stofn­anir þú reynir að fela þig á bak­við til að rétt­læta störf þín.

Hættu að vera tölva, rifj­aðu upp hvað það þýðir að vilja lifa, að gleðjast, að syrgja, að finna fyrir von, að vera úrkula von­ar, að hræðast, að syrgja.

Ég vona að þig skorti ekki sam­kennd og ég vona að þú sért fær um að setja þig í spor ann­arra. Stundum hugsa ég til Páls Skúla­sonar og velti því fyrir mér hvort þú hafir ein­fald­lega aldrei sest niður og hugsað yfir­vegað um hvað það þýðir að vera frjáls og axla ábyrgð. Og ef þú hefur aldrei gert það þá er tími til kom­inn. Ef þú hefur gert það, svar­aðu þá núna af ein­lægni og frá eigin hjarta, ein­föld­ustu spurn­ing­unni, sem jafn­framt er sú mik­il­vægasta: hvers vegna mega þau ekki vera hér?

Svar­aðu án þess að vitna í lög og vega­bréf. Svar­aðu líkt og þú stæðir augliti til auglitis við mann­eskju sem grát­biður þig um að fá að vera.

Þú hefur engu að tapa en allt að vinna.



Við­bót: 3. júní 2018 fór höf­undur ásamt vin­konu heim til dóms­mála­ráð­herra, for­set­is­ráð­herra, for­manns Útlend­inga­stofn­unar og flestra þeirra sem sitja í núver­andi Kæru­nefnd útlend­inga­mála og afhenti þeim bréf þetta per­sónu­lega. Með því að fara á heim­ili fólks­ins, en ekki skila bréf­inu á skrif­stofur þeirra, vill höf­undur leggja áherslu á valda­ó­jafn­vagið sem felst í því að þau taka afger­andi ákvarð­anir um líf fólks á milli 9-16 á virkum dög­um, en fólkið þarf að bera afleið­ingar þess­arra ákvarð­ana neyð­ast til að gera svi allan sól­ar­hring­inn, alla daga, allt sitt líf. Einnig vitum við flest að nær ómögu­legt er að tala um sið­fræði og ábyrgð inni á skrif­stof­um, þar sem tölvu­stýrt skrifræði ræður ríkjum (í bók­staf­legri merk­ing­u). Mann­eskjan sem mætir á skrif­stof­una er ekki önnur og ótengd þeirri sem fer heim til sín á kvöld­in. Hún er ekki önnur og ótengd þeirri mann­eskju sem neitar öðru fólki um heim­ili.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar