Staðreyndir um MND

Formaður MND félags Íslands vill þakka Íslendingum fyrir stuðninginn við hlutverk félagsins.

mnd
Auglýsing

Það að grein­ast með MND sjúk­dóm­inn er ekk­ert grín. Samt er það mögu­lega húmor­inn sem hjálpar okkur mest við að takast á við verk­efni dags­ins. Það tekur á að fara framúr á morgn­ana, klæða sig, þrífa sig og borða morg­un­mat. Bara þetta tekur langan tíma og sé þráð­ur­inn stuttur getur sá pirr­ingur lagt dag­inn í rúst, það er að segja ef við veljum þá leið. Flest okkar veljum líf­ið, brosum að klaufa­gang­inum og tökum af æðru­leysi því sem að höndum ber.

Það má segja að það sé í raun full vinna að halda sér frá þung­lyndi alla daga. Það getur verið erfitt með þessa grein­ingu á bak­inu, eig­andi við svikula stjórn­mála­menn alla daga og tala ekki um emb­ætt­is­menn sem eru nær dauða en lífi af ákvarð­ana­fælni, sjúk­dómur sem er ban­vænn fyrir alla aðra en þá sem þjást af hon­um. Ákvarð­ana­fælni þjáir og leggst á emb­ætt­is­menn ríkis og sveit­ar­fé­laga. Hann virð­ist vera ólækn­andi og bráðsmit­andi.

Hér eru nokkrar stað­reyndir sem við sem fáum MND erum neydd til að horfast í augu við:

Auglýsing

Stað­reyndir um MND sjúk­dóminn: 

 1. MND er ban­vænn og hrað­gengur sjúk­dómur sem leggst á mænu og heila.

 2. Um þriðj­ungur sjúk­linga sem grein­ast með MND deyr innan árs og helm­ingur innan tveggja ára frá grein­ingu.

 3. MND ræðst á taug­arnar sem stýra hreyf­ingum þannig að vöðvarnir hætta að starfa. Yfir­leitt hefur þetta ekki áhrif á skyn­færin líkt og sjón, heyrn, snert­iskyn o.þ.h.

 4. MND lokar fólk inni í hrörn­andi lík­ama sín­um, það getur ekki hreyft sig, getur ekki tjáð sig, getur ekki kyngt og að lokum getur fólk ekki and­að.

 5. Yfir 80% fólks með MND á við tjá­skipta­örðu­leika að stríða, sumir missa rödd­ina alveg.

 6. Um 35% fólks með MND glímir við vægar vits­muna­legar skerð­ingar sem valda erf­ið­leikum með skipu­lag, ákvarð­ana­töku og tal.

 7. 15% sem grein­ast glíma við „elli­glöp“ sem geta valdið frek­ari breyt­ingum á hegðun við­kom­andi.

 8. 2 af hverjum 100.000 fá MND – þegar þú situr í með­al­stórum bíó­sal þá er 1 þar inni sem mun fá MND ein­hvern tím­ann á ævinni.

 9. MND gerir hvorki greina­mun á kyni né kyn­þætti – allir geta fengið MND.

 10. Á Íslandi grein­ast í kringum 6 mann­eskjur á ári með MND og 6 deyja. Að með­al­tali eru 30 með sjúk­dóm­inn á hverjum tíma.

 11. MND er ÓLÆKN­ANDI.

Við hjá MND félagi Íslands viljum þakka Íslend­ingum fyrir stuðn­ing­inn við hlut­verk félags­ins sem eru: „Hlut­verk félags­ins er að vinna að vel­ferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfi­tauga­hrörn­un, eða öðrum vöðva og tauga­sjúk­dómum með sömu eða svip­aðar afleið­ing­ar. Einnig fjöl­skyldum þeirra og fag­fólki sem vinnur að mál­efnum þessa hóps.“

Við eins og aðrir Íslend­ing­ar, við erum nefni­lega Íslend­ingar líka, munum öskra okkur hás við að styðja lands­liðin okkar í kom­andi leikj­um. ÁFRAM ÍSLAND!! HÚ, hú.

Höf­undur er for­maður MND félags­ins á Íslandi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar