Karlar, hjálpið okkur að bera skömmina!

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um þessa innri pressu sem margar konur finna fyrir varðandi það hvernig þær eiga að hugsa og haga sér og hvetur karla til að hjálpa konum að bera skömmina.

Auglýsing

Vin­konur mínar eru nokkuð ólík­ar. Þær eiga þó flestar, ef ekki all­ar, sam­eig­in­legt að vera skemmti­lega breyskar – eins og ég. Um dag­inn kom æsku­vin­kona til mín á björtu vor­kvöldi. Hún hafði sent mér skila­boð kvöld­inu áður til að tæla mig út með sér­. Ég er hætt að fara út og hætt að reykja, skrif­aði ég sem hafði þremur mán­uðum áður tekið upp á því á full­orð­ins­árum að fikta við reyk­ingar eins og eng­inn væri morg­un­dag­ur­inn.

Nú! skrif­aði hún. Alltaf skrefi á und­an, ég var að byrja! Og hún sendi mér mynd af sér að kveikja í sígar­ettu úr fyrsta sígar­ettu­pakk­anum sem hún hafði keypt sér síðan hún var á að giska tutt­ugu og eins. Við erum báðar frekar nýfrá­skild­ar, nýorðnar fjöru­tíu og fimm ára, og höfum fundið upp á ýmsu síð­ustu mán­uði sem okkur hefði ekki órað fyrir að við myndum gera fyrir aðeins tólf mán­uðum síð­an.

Njóttu! skrif­aði ég og fór heilög í hátt­inn.

Auglýsing

Sjokkið að kynn­ast sjálfri sér

Kvöldið eftir bauð ég henni í mat, ofn­bak­aða bleikju, með­vituð um að hún ætti í fórum sínum sígar­ettu­pakka sem mig lang­aði að fikta í, sjálf búin að strengja þess heit að kaupa ekki aftur pakka af slíkum lík­kistu­nögl­um. Hún mætti, svo stelpu­lega kát og flissandi að fæstir hefðu grunað hana um að vera hámenntuð móðir í þunga­vigt­ar­starfi.

Af hverju ertu hætt að fara út? spurði hún þegar við vorum búnar að borða nógu mikla bleikju til að geta rétt­lætt fyrir okkur að tendra sígar­ettu úti í garði.

Af því að ég fór út á galeið­una með XX (les­ist: önnur breysk mið­aldra vin­kona í þunga­vig­ar­starfi) og del­er­aði.

Vin­kona mín fliss­aði djúpt og sagði: Þú ert með ofvirka blyðg­un­ar­kennd. Þér finnst þú alltaf vera að del­era! En má það ekki? Nú höfum við öðl­ast tæki­færi til að kynn­ast sjálfum okk­ur. Ef við værum ekki svona ringlaðar í lausu lofti hefðum við ekki fengið færi á að vita að við ættum þetta allt til! Og hún veif­aði sígar­ett­unni orðum sínum til áherslu, ein­læg­lega glöð eins og ferm­ing­ar­stúlka.

Það eru tak­mörk fyrir því hversu vel mig langar til að kynn­ast sjálfri mér, sagði ég.

For­rétt­indi og skömm

Þessi ágæta vin­kona mín, spreng­lærð úr frægum háskólum í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, hefur lag á að greina allt okkar versta atferli með akademískum gler­augum svo eftir grein­ing­una virð­umst við ákjós­an­lega sjálf­stæðar í hugsun en um leið fyr­ir­sjá­an­legar sam­kvæmt félags­fræði­legum rann­sókn­um; dæmi­gerðar fyrir félags­legt mengi utan um konur á okkar aldri. Með þessum gler­augum erum við svo fyr­ir­sjá­an­legar að við hættum nán­ast að vera ein­stak­ling­ar.

Þannig nær hún að umbreyta hvers konar blygð­un, sjálfs­nið­ur­rifi eða ráð­villu í dæmi­gert hegð­un­ar­mynstur kvenna sem séu í senn umvafðar for­rétt­indum og þjak­aðar af inn­rættri skömm kven­leggs síns – já, og óheppi­legri inn­ræt­ingu af ýmsum sortum – í bland við alla­vega rang­hug­myndir og kyn­bundið mis­rétti sem megi rekja í hinar og þessar félags­legar breyt­ur. Raunar er ágætis sjálfs­hjálp fólgin í því að til­einka sér lærðan hugs­un­ar­hátt henn­ar.

Eins og ég ætti að vera

Áður en hún kom í heim­sókn var ég búin að hanna líf mitt upp á nýtt í hug­an­um. Heppi­legt líf fyrir fjöru­tíu og fimm ára konu í því félags­lega mengi sem henni finnst hún til­heyra. Drögin að því svona:

  • Fá vinnu á alvöru vinnu­stað og vera innan um fólk (frekar en sitja ein heima með úfið hár í jogg­ing­buxum – á milli þess sem ég geng í hringi – að reyna skrifa eitt­hvað nógu gáfu­legt til að rétt­læta að ég minni á vit­stola mann­eskju).

  • Hætta að standa í mála­ferlum við hrossa­bónda af því að kona gat ekki haldið sér saman (eitt­hvað ekki alveg nógu kven­legt við það).

  • Inn­rétta leigu­í­búð með ein­hverju öðru en bráða­birgðar­edd­ingu úr Góða hirð­inum (af því að búslóðin gleymd­ist í öðru land­i).

  • Finna sér mann í straujaðri skyrtu og nógu tal­naglöggan til að kona þurfi ekki að vera með end­ur­skoð­anda (fyr­ir­staða að konu líkar sífellt betur lífið einni í sinni nýtilfundnu Góða-hirð­is­-hönnun þar sem hún ræður alfarið hvað og hvort eitt­hvað yfir höfuð sé í kvöld­mat­inn).

  • Hætta skrifum um við­kvæm mál í örsam­fé­lagi sem fæða af sér harð­snúna óvild­ar­menn (við­kvæm kven­sál má ekki við því að hitta tvo óvild­ar­menn í einni og sömu Bón­us­ferð­inn­i).

  • Hætta að reykja (ast­ma­vottur er merki um að kona við þessa iðju sé greind­ar­skert).

  • Hætta að fara út með vin­konum sem hafa líka rambað út fyrir ákjós­an­legt félags­legt mengi og stunda áhættu­sama sjálfskönnun (ber að var­ast ein­hleypar konur í þunga­vigt­ar­störfum því þær hafa óæski­leg áhrif og bera með sér smit­andi breysk­leika).

  • Hætta að tjá sig í sífellu um allt og ekk­ert (til að vera ekki aftur konan í stór­veisl­unni sem var kynnt svona undir borð­um: Þetta er Auður sem er alltaf með skoðun á öllu – og hund­rað gestir hlógu vand­ræða­lega).

Konugelgjan strækar

En svo, dag­inn eftir heim­sókn­ina, fór ég í göngutúr. Ég átti að vera að vinna meðan sonur minn var í skól­anum en þess í stað rambaði ég með Siu í eyr­unum niður að Tjörn og stalst þar til að reykja enn eina óæski­lega sígar­ettu. Þá allt í einu kom konugelgjan upp í mér og spurði: Til hvers að hafa lesið þessar bækur eftir Fay Weldon og Mar­lene French og allar skrudd­urnar sem ung­lings­stúlka fann í bóka­skáp móður sinnar átta­tíu og eitt­hvað og fengu hana til að langa að verða allt annað en ster­íótýpísk ímynduð hug­mynd um hvernig ákjós­an­leg, vel heppnuð kona í vest­rænu feðra­veldi ætti að vera og fún­kera?

Þessar skáld­konur hafa reyndar fyrir löngu fallið í skugg­ann af femínískum hugs­uðum nýrra tíma og alls­konar nýj­um, ferskum vanga­velt­um. Og yngri konur í íslensku sam­fé­lagi virð­ast raunar ólíkt frjáls­ari undan rang­hug­myndum um að þurfa að upp­fylla staðalí­myndir ellegar blygð­ast sín en þessar mið­aldra í þunga­vigt­ar­stör­f­unum – sem eru sumar hverjar mæður þeirra og bara stutt síðan þær þótt­ust vera af hinni end­an­legu X-kyn­slóð eða hvað hún nú hét – eitt­hvað löngu úrelt.

Málið er að þessar kröfur búa ekki lengur í sam­fé­lag­inu á sama hátt og áður. Þær búa í hausnum á konu. Inn­rætt hugs­un­ar­villa, mantra sem ósýni­legt afl gróð­ur­setti þar í frum­bernsku, í öðrum tíð­ar­anda, og hin spreng­lærða vin­kona mín með lang­lærða akademíska með­vit­und sér svo glöggt en gleymir meira að segja sjálf inn á milli – eins og ég. Af því að við erum konur af okkar kyn­slóð.

Reynsla okkar lík­amn­ast

Þegar karlar kvarta undan því að orð­ræða dags­ins geri þá sak­lausu seka því það að vera karl­maður með hvatir og fýsnir í dag sé orðið þrungið inn­rættri skömm – þá hugsa ég: En við höfum alltaf þurft að bera skömm­ina. Kon­ur. Hjálpið okkur að bera hana frekar en kvarta – því við erum líka sak­laus­ar. Við erum öll sak­laus en sek.

Eins og hún vin­kona mín sagði þegar hún drap í sígar­ett­unni: Vand­inn við mann­eskj­una er að hún safnar reynslu sem lík­amnast, hún getur orðið svo inn­gró­in. Við erum gang­andi gagna­safn um ástir og örlög, sorgir, þrár og gleði. Þannig að þótt konur hendi úreltum hug­myndum á haug­ana sitja þessar hug­myndir í lík­am­anum (mjöðmun­um) og herja á þær eins og vírusar sem vakna úr dvala þegar kona lendir í vissum aðstæð­um. Blygð­un­ar­vírus­inn verst­ur! Og við þurfum stöðugt að hafa alls kyns ráð til að halda vírusnum niðri, eins og femínískar bók­menntir og rót­tæk fræði. Lækn­inga­mátt­ur­inn er umtals­verð­ur!

Og þannig land­aði hún til­veru­rétti okkar – eina ferð­ina enn.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit