Menntun stúlkna vinnur gegn barnahjónaböndum

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir, formaður CLF á Íslandi og Tómas Ingi Adolfsson, gjaldkeri og varaformaður CLF á Íslandi, skora á lesendur að heita á hlaupara félagsins.

Friðsemd og Tómas
Auglýsing

Sam­tökin CLF á Íslandi hafa fjár­magnað starf­semi verk­mennta­skóla rétt fyrir utan Kampala í Úganda frá árinu 2004 en sam­tökin hétu áður Alnæm­is­börn. Í fyrstu var mennt­unin hugsuð fyrir stúlkur sem áttu erfitt upp­dráttar í sam­fé­lag­inu vegna alnæm­is­far­ald­urs í Úganda. Starf­semin hefur síðan þá nýst breið­ari hópi stúlkna sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og hafa ekki haft tök á að klára hefð­bundið nám vegna erf­iðra aðstæðna, t.a.m. vegna for­eldramiss­is, fátæktar eða ann­arra félags­legra erf­ið­leika. Þrátt fyrir að meg­in­hlut­verk verk­mennta­skóla Candle Light Founda­tion (CLF) í Úganda sé að veita verk­menntun sem komi til með að skapa stúlkum aukin tæki­færi á atvinnu­mögu­leikum og sjálf­stæðu lífi, gegnir mennt­unin einnig stærra hlut­verki.

Nýlega var birt grein á heima­síðu sam­tak­anna ABC á Íslandi þar sem fram kemur að í dag er ein af hverjum fjórum ung­lings­stúlkum í Vestur – og Mið – Afr­íku í hjóna­bandi. Í Úganda hafa 10% stúlkna undir 15 ára aldri gengið í hjóna­band og 40% stúlkna undir 18 ára aldri. For­eldrar ungra stúlkna telja hjóna­band oft á tíðum vera eina mögu­leik­ann fyrir dætur þeirra. Telja þeir stúlk­urnar vera betur varðar fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að fjár­hags­legt öryggi þeirra sé meira þegar þær eru í hjóna­bandi. Upp­lifun ungra stúlkna af hjóna­bandi skar­ast hins vegar oft á við þessar ríkj­andi hug­myndir for­eldr­anna um aukið öryggi þeirra innan hjóna­bands­ins. Þær upp­lifa oft á tíðum mikið ofbeldi sem kann að vera lík­am­legt, and­legt og kyn­ferð­is­legt.

Sam­tökin Girls Not Brides berj­ast gegn barna­hjóna­böndum og á heima­síðu sam­tak­anna er þar fjallað um menntun sem einn af lyk­il­þátt­unum í því að sporna gegn barna­hjóna­bönd­um. Menntun er því ekki aðeins mik­il­væg til þess að sporna gegn fátækt og auka sjálf­stæði ein­stak­linga heldur er hún einnig afar mik­il­væg til þess að draga út tíðni barna­hjóna­banda, en þegar talað er um barna­hjóna­bönd er í lang­flestum til­fellum um að ræða hjóna­bönd milli stúlkna undir 18 ára aldri og eldri karl­manna.

Auglýsing

Þegar ungar stúlkur hafa gengið í hjóna­band er oft­ast ætl­ast til þess af þeim að þær hætti námi og helgi sig barn­eign­um, heim­il­is­lífi og hús­verk­um. Þetta getur leitt til hringrásar fátæktar þar sem kyn­slóð eftir kyn­slóð stúlkna hafa ekki þau tæki og tól sem til þarf til að vinna sig upp úr fátækt og erf­iðum aðstæð­um. Að útvega stúlkum þekk­ingu og skapa þeim færni sem nýt­ist þeim í líf­inu er eitt það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr líkum á því að þær gift­ist ung­ar. Með því að sýna fram á gildi mennt­unar má svo smám saman breyta þeim við­horfum sem oft eru ríkj­andi gagn­vart menntun stúlkna.

Í verk­mennta­skóla CLF fá stúlk­urnar menntun í hann­yrð­um, tölvu­notk­un, mat­reiðslu og hár­greiðslu. Nýlega fengu stúlk­urnar þar að auki nám­skeið um kyn­heil­brigði frá sam­tök­unum WoMena. Stefnt er að því að allar stúlkur sem stunda nám við verk­mennta­skól­ann komi til með fá slík nám­skeið í fram­tíð­inni með­fram annarri kennslu, þar sem slík fræðsla er gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir ungar kon­ur.

Á laug­ar­dag­inn fer fram Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka þar sem hlauparar á vegum CLF á Íslandi munu hlaupa til styrktar verk­mennta­skóla CLF í Úganda. Öll fram­lög munu renna óskipt til starf­semi skól­ans þar sem sam­tökin eru rekin í sjálf­boða­starfi. Framundan hjá sam­tök­unum er að stuðla að auk­inni sjálf­bærni í rekstri skól­ans og koma á hænsna­rækt og kerta­gerð auk þess sem frek­ari áhersla verður lögð á kennslu í hand­mennt. Þessi verk­efni munu hafa mikið fræðslu­gildi fyrir stúlk­urnar í verk­mennta­skól­anum auk þess sem þau munu skapa skól­anum mik­il­vægar tekj­ur. Vörur sem stúlk­urnar vinna hafa t.d. verið seldar á mörk­uð­um, bæði í Íslandi og Úganda, en þær verða jafn­framt til sölu í gegnum heima­síðu CLF á Íslandi. Þar má t.d. nefna fjöl­nota­poka, svunt­ur, skart­gripi, kerti o.fl.

Hér má heita á hlaupara CLF á Íslandi í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu og um leið gefa stúlkum í Úganda aukin tæki­færi til þess að lifa frjálsu og sjálf­stæðu lífi.

Heim­ild­ir:

https://www.abc.is/33-000-­barna­hjona­bond-a-dag/

https://www.girlsnot­brides.org­/how-can-we-end-child-marri­age/

Jen­sen, R. og Thornt­on, R. (2003). Early female marri­age in the develop­ing world. Gender and Develop­ment, 11(2).

Otoo-Oyortey, N. og Pobi, S. (2003). Early marri­age and pover­ty: Explor­ing links and key policy issu­es. Gender and develop­ment, 11(2).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar