Menntun stúlkna vinnur gegn barnahjónaböndum

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir, formaður CLF á Íslandi og Tómas Ingi Adolfsson, gjaldkeri og varaformaður CLF á Íslandi, skora á lesendur að heita á hlaupara félagsins.

Friðsemd og Tómas
Auglýsing

Sam­tökin CLF á Íslandi hafa fjár­magnað starf­semi verk­mennta­skóla rétt fyrir utan Kampala í Úganda frá árinu 2004 en sam­tökin hétu áður Alnæm­is­börn. Í fyrstu var mennt­unin hugsuð fyrir stúlkur sem áttu erfitt upp­dráttar í sam­fé­lag­inu vegna alnæm­is­far­ald­urs í Úganda. Starf­semin hefur síðan þá nýst breið­ari hópi stúlkna sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og hafa ekki haft tök á að klára hefð­bundið nám vegna erf­iðra aðstæðna, t.a.m. vegna for­eldramiss­is, fátæktar eða ann­arra félags­legra erf­ið­leika. Þrátt fyrir að meg­in­hlut­verk verk­mennta­skóla Candle Light Founda­tion (CLF) í Úganda sé að veita verk­menntun sem komi til með að skapa stúlkum aukin tæki­færi á atvinnu­mögu­leikum og sjálf­stæðu lífi, gegnir mennt­unin einnig stærra hlut­verki.

Nýlega var birt grein á heima­síðu sam­tak­anna ABC á Íslandi þar sem fram kemur að í dag er ein af hverjum fjórum ung­lings­stúlkum í Vestur – og Mið – Afr­íku í hjóna­bandi. Í Úganda hafa 10% stúlkna undir 15 ára aldri gengið í hjóna­band og 40% stúlkna undir 18 ára aldri. For­eldrar ungra stúlkna telja hjóna­band oft á tíðum vera eina mögu­leik­ann fyrir dætur þeirra. Telja þeir stúlk­urnar vera betur varðar fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að fjár­hags­legt öryggi þeirra sé meira þegar þær eru í hjóna­bandi. Upp­lifun ungra stúlkna af hjóna­bandi skar­ast hins vegar oft á við þessar ríkj­andi hug­myndir for­eldr­anna um aukið öryggi þeirra innan hjóna­bands­ins. Þær upp­lifa oft á tíðum mikið ofbeldi sem kann að vera lík­am­legt, and­legt og kyn­ferð­is­legt.

Sam­tökin Girls Not Brides berj­ast gegn barna­hjóna­böndum og á heima­síðu sam­tak­anna er þar fjallað um menntun sem einn af lyk­il­þátt­unum í því að sporna gegn barna­hjóna­bönd­um. Menntun er því ekki aðeins mik­il­væg til þess að sporna gegn fátækt og auka sjálf­stæði ein­stak­linga heldur er hún einnig afar mik­il­væg til þess að draga út tíðni barna­hjóna­banda, en þegar talað er um barna­hjóna­bönd er í lang­flestum til­fellum um að ræða hjóna­bönd milli stúlkna undir 18 ára aldri og eldri karl­manna.

Auglýsing

Þegar ungar stúlkur hafa gengið í hjóna­band er oft­ast ætl­ast til þess af þeim að þær hætti námi og helgi sig barn­eign­um, heim­il­is­lífi og hús­verk­um. Þetta getur leitt til hringrásar fátæktar þar sem kyn­slóð eftir kyn­slóð stúlkna hafa ekki þau tæki og tól sem til þarf til að vinna sig upp úr fátækt og erf­iðum aðstæð­um. Að útvega stúlkum þekk­ingu og skapa þeim færni sem nýt­ist þeim í líf­inu er eitt það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr líkum á því að þær gift­ist ung­ar. Með því að sýna fram á gildi mennt­unar má svo smám saman breyta þeim við­horfum sem oft eru ríkj­andi gagn­vart menntun stúlkna.

Í verk­mennta­skóla CLF fá stúlk­urnar menntun í hann­yrð­um, tölvu­notk­un, mat­reiðslu og hár­greiðslu. Nýlega fengu stúlk­urnar þar að auki nám­skeið um kyn­heil­brigði frá sam­tök­unum WoMena. Stefnt er að því að allar stúlkur sem stunda nám við verk­mennta­skól­ann komi til með fá slík nám­skeið í fram­tíð­inni með­fram annarri kennslu, þar sem slík fræðsla er gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir ungar kon­ur.

Á laug­ar­dag­inn fer fram Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka þar sem hlauparar á vegum CLF á Íslandi munu hlaupa til styrktar verk­mennta­skóla CLF í Úganda. Öll fram­lög munu renna óskipt til starf­semi skól­ans þar sem sam­tökin eru rekin í sjálf­boða­starfi. Framundan hjá sam­tök­unum er að stuðla að auk­inni sjálf­bærni í rekstri skól­ans og koma á hænsna­rækt og kerta­gerð auk þess sem frek­ari áhersla verður lögð á kennslu í hand­mennt. Þessi verk­efni munu hafa mikið fræðslu­gildi fyrir stúlk­urnar í verk­mennta­skól­anum auk þess sem þau munu skapa skól­anum mik­il­vægar tekj­ur. Vörur sem stúlk­urnar vinna hafa t.d. verið seldar á mörk­uð­um, bæði í Íslandi og Úganda, en þær verða jafn­framt til sölu í gegnum heima­síðu CLF á Íslandi. Þar má t.d. nefna fjöl­nota­poka, svunt­ur, skart­gripi, kerti o.fl.

Hér má heita á hlaupara CLF á Íslandi í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu og um leið gefa stúlkum í Úganda aukin tæki­færi til þess að lifa frjálsu og sjálf­stæðu lífi.

Heim­ild­ir:

https://www.abc.is/33-000-­barna­hjona­bond-a-dag/

https://www.girlsnot­brides.org­/how-can-we-end-child-marri­age/

Jen­sen, R. og Thornt­on, R. (2003). Early female marri­age in the develop­ing world. Gender and Develop­ment, 11(2).

Otoo-Oyortey, N. og Pobi, S. (2003). Early marri­age and pover­ty: Explor­ing links and key policy issu­es. Gender and develop­ment, 11(2).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar