Siðmenningarlag húðarinnar

Reynir Tómas Geirsson þýddi grein eftir Christine Nöstlinger sem fékk Astrid Lindgren barnabókarverðlaunin og var margheiðraður rithöfundur. Hún lést í byrjun júní síðastliðnum.

Auglýsing

Flest höfum við hin síð­ari ár haft trú á að frjáls­lynt og opið lýð­ræði mundi fest­ast í sessi og breið­ast út um heims­byggð­ina. Að gervi­lýð­ræði og ógn­ar­stjórnir mundu undan síga. Samt gæti sagan kennt okkur að sókn í völd, græðgi og til­hneig­ingin til að skara eld að eigin kökum er býsna seig. Nú stendur mörgum beygur af til­raunum valda­mannna til að gera lítið úr lýð­ræð­inu, grafa undan því með því að sá fals­frétt­um, hag­ræða stað­reyndum í þágu eigin orð­ræðu, ein­falda umræð­una niður á slag­orða­plan og afla sér fylgis með óheið­ar­legum hætti. Gera lítið úr fjöl­miðlum og per­són­um, koma tagl­hnýt­ingum sínum í óverð­skuld­aðar valda­stöður og að kjöt­kötlum og hefta fram­gang ann­ara skoð­ana og við­horfa. Þetta eru lönd eins og Banda­rík­in, Pól­land, Ung­verja­land, Rúss­land, Kína. Í öðrum löndum er fólk með svip­aðar skoð­anir og aðferðir lýð­skrums­ins áber­andi, svo sem í Sví­þjóð, Dan­mörku, Austur­ríki, Hollandi, Frakk­landi. Partur af því er að ala á ótta, þar á meðal við það sem menn þekkja ekki eða aðeins með tak­mörk­uðum hætti. Jafn­vel hér á landi má verða var við skoð­ana­systkin slíkra manna. Sið­menn­ing­in, sem er áunnin afurð hug­mynda um frelsi, jafn­rétti, jöfnuð og bræðra­lag, er í þeirri stöðu að þurfa að verj­ast þegar hún ætti að vera í sókn.

Þá getur verið gott að hug­leiða hvar og hvernig mann­rétt­indi og mann­leg reisn fór illa for­görðum fyrir ekki svo löngu síð­an. Þegar sið­menn­ing sem þróuð hafði verið gegnum nokkur hund­ruð ár var mis­notuð og svo látin hverfa fyrir fals­hug­myndum um yfir­burði sumra og rétt hins sterka, á kostnað þeirra sem illa eða ekki gátu varið sig. Þetta ræddi Christine Nöst­lin­ger, þekktur aust­ur­rískur rit­höf­undur sem lést í lok júni sl.. Hún var þekkt­ust sem barna­bóka­höf­und­ur. Nokkrar bóka hennar hafa verið þýddar á íslensku. Á árinu 2015 var henni boðið að ávarpa fund til minn­ingar um að 70 ár voru frá því að fanga­búða­kerfi nas­ista­stjórn­ar­innar í Aust­ur­ríki, sem kennt var við bæinn Maut­hausen í norð­ur­hluta lands­ins, höfðu verið yfir­tekin af banda­mönnum og þeir sem lifðu þar enn fengu frelsi sitt. Í erindi sínu í aðal­sal aust­ur­ríska þings­ins aðvar­aði þessi lífs­reyndi og merki rit­höf­undur umheim­inn við ras­isma og kynþátta­stefnu og við því að ótt­ast aðkomu­fólk sem þá streymdi inn í Aust­ur­ríki. Ræða hennar er þannig að tím­anum til að lesa hana er vel var­ið, hvort sem menn ótt­ast hið óþekkta, - stundum skilj­an­lega, - eða ekki.

Auglýsing

Christine Nöstlinger Mynd: Wiki CommonsÞegar fanga­búð­irnar Maut­hausen voru reistar var ég nær tveggja ára að aldri, en þegar síð­asta fólkið sem lifði af dvöl þar var frelsað af banda­ríska hern­um, var ég nær átta ára. Það mætti þannig ætla að í minn­ingu minni væru þessar fanga­búðir varla til stað­ar. Það er samt ekki svo.

Ég þekkti að vísu ekki orðið Maut­hausen, en hins­vegar var orðið fanga­búðir mér vel kunn­ugt (Konzenta­tionsla­ger, skamm­stafað KZ á þýzku, þýð.). Ótal sinnum heyrði ég skamm­stöfun þessa þegar amma mín skamm­að­ist út í nazista við mjólk­ur­sölu­kon­una eða búð­ar­mann­inn á horn­inu. Þá var svarað í aðvör­un­ar­tón ann­að­hvort „Ekki hætta höfð­inu með svona tali“ eða „Þér gætuð lent í fanga­búðum með því að tala svona“.

Og minn­ingin er skýrt inn­prentuð í huga mér um það þegar frændi minn, „lit­li“ bróðir hennar mömmu, var í heim­sókn. Hann stendur þarna, stór og herða­breið­ur, í SS-ein­kenn­is­bún­ingi við hlið­ina á mömmu sem var lítil vexti og seg­ir: „Ella, júð­arnir fara allir upp gegnum reyk­háf­inn!“, Og litla mamma mín verður dreyrrauð í and­lit­inu af reiði og rekur stóra litla­bróður sinum kinn­hest. Ég held það hafi verið eini löðr­ung­ur­inn sem frið­elsk­andi móðir mín nokkrun tíma veitti ann­ari mann­eskju.

Hvað það þýddi að „fara upp gegnum reyk­háf­inn“ var mér auð­vitað ekki ljóst. Ég vissi bara að í því hlyti að fel­ast ein­hver hræði­leg vonska. Og frá þeim degi var líka á hreinu að Herra Fischl fór upp um reyk­háf­inn. Herra Fischl hafði haft skó­smíða­verk­stæði í stræt­inu okk­ar, hafði smíðað nýjan skó ef annan vant­aði, gerði nýja hæla og lengdi skó­sóla og tásvæð­in, sem þá var ódýr lausn fyrir fátækar fjöl­skyldur og hratt vax­andi barna­fæt­ur.

Á árinu 1938, rétt eftir „inn­limun­ina“ (þegar Aust­ur­ríki var sam­einað Þýska­landi, þýð.), sá mamma, sem var að ganga heim úr vinn­unni, hroll­vekj­andi atburð: SA-­menn höfðu dregið Herra Fischl út af vinnu­stofu sinni og þving­uðu hann til að skrúbba með tann­bursta burt þrjár hvítar pílur sem and­stæð­ingar nas­ista­stjórn­ar­innar höfðu málað á stétt­ina. Úti á göt­unni stóð vöru­bíll með glott­andi SA-­mönnum á pall­in­um. Og allt í kringum Herra Fischl sem var á hnjánum við þetta, stóðu nágrannar og horfðu á með kát­inu í fas­inu. Mamma mín gekk með bank­andi hjart­slátt fram­hjá á gagn­stæðu gang­stétt­inni. Seinna heyrði hún að Herra Fischl hefði loks verið fluttur á brott með vöru­bíln­um.

Nokkrum dögum síðar yfir­tók „arískur“ skó­smiður vinnu­stofu og íbúð Herra Fischl. Og eng­inn minnt­ist lengur á Herra Fischl. Nema mamma mín!. Hún sagði mér og systur minni aftur og aftur hvað hafði verið gert á hlut Herra Fischl. Hún gat ekki sætt sig við að hafa ekki sjálf gripið inn í atburða­rás­ina og rétt­lætti sig sjálfa ætíð með þeirri skýr­ingu að „hefði ég ekki haft ykkur börnin heima, þá hefði ég rokið yfir göt­una og hefði rekið pakkið í burt­u!“

Miðað við aldur minn á þessum tíma, þá verður maður að líta á mömmu sína sem stóra og sterka, eig­in­lega mátt­uga, ekki síst þegar pabbi hafði þá þegar verið lengi og langt í burtu með hernum í Rúss­landi. Og að full­orðnir ljúgi stundum að sjálfum sér hafði ég enn ekki gert mér grein fyr­ir. Það var því sann­fær­ing mín að mamma hefði bjargað Herra Fischl ef ég hefði ekki verið til. Og þar sem svarið við spurn­ingu minni um hvert hefði nú eig­in­lega verið farið með Herra Fischl var bara stutt­legt „nú í fanga­búð­ir“, þá trúði ég því að sjálf hefði ég átt ein­hvern þátt í dauða Herra Fischl.

Þessi fárán­lega til­finn­ing um mína eigin sök hvarf ekki fyrr en ég gerði mér grein fyrir að mamma mín var hvorki sterk eða mátt­ug, heldur var hún lítil og hefði reynst tals­vert hjálp­ar­vana og ekki mátt sín mik­ils gagn­vart „pakk­in­u“.

Að vera laus við sekt þýðir samt ekki það að vera ábyrgð­ar­laus! Margt fólk hefur reynt að standa undir ábyrgð­inni og hafa sem sam­tíma vitni reynt að segja nýjum kyn­slóðum frá því til hvers kyn­þátta­for­dómar geta leitt, eða hafa tekið til máls með skýrum rómi þegar enn einu sinni var verið að sveigja almenn­ing gegn þeim sem eru í minni­hluta­hóp­um.

Þeim hinum sömu and­mæl­endum var svo sem ekki gert auð­velt að stíga fram. Mörgum fannst þetta ein­fald­lega óþægi­legt. And­mæl­endur trufl­uðu mann í því að gleyma, við að halda því fram að maður hefði ekki haft hug­mynd um hvað fram fór, við að kvarta yfir því hvað maður hefði sjálfur mátt þola og hverju maður tap­aði í stríð­inu. Ekki síst trufl­aði þetta sjálfs­á­nægj­una yfir hinni „nýju byrj­un“ eftir stríðið og ógn­ar­stjórn­ina.

Í takt við þessa „nýju byrj­un“ voru margar af rík­i­s­tjórnum okkar eftir aðra heim­styrj­öld­ina ekki sér­lega áfjáðar í að reyna að hafa upp á þeim sem höfðu unnið ódæði með nas­ista­stjórn­inni. Þeir voru, - ef litið er kalt á mál­in, - ein­fald­lega alltof margir til þess að hægt væri að reka starf­hæft rík­is­bákn án starfs­krafta þeirra. Hvaðan hefði átt að fá að loknu stríð­inu nægi­lega marga kenn­ara eða emb­ætt­is­menn án for­sögu?

Til­raunir til að fá heim til Aust­ur­ríkis gyð­inga og and-fas­ista sem hafði tek­ist að flýja úr landi skil­uðu líka litlum árangri. Og að velta vöngum yfir því hvernig hægt væri að fá fólk af sígauna-ætt­erni sem hafði lifað af, til að aðlag­ast bet­ur, - það hafði alls enga þýð­ingu. Mín kyn­slóð og barna minna lifði því og óx úr grasi í landi þar sem kyn­þátta­for­dómar voru alls ekki tengdir við slæmar minn­ing­ar, heldur voru þeir rétt eins og áður fyrr við­horf mjög margra, hefð­bundin hugsun í mörgum fjöl­skyld­um.

Jákvæðar breyt­ingar hafa þó fram til dags­ins í dag ekki verið alltof mikl­ar. Nú koma kyn­þátta­for­dómar bara fram undir öðrum kápu­faldi. Hug­tök eins og herra­þjóð, úrhrök, erfða­skömm og loka­lausn þorir eng­inn að nefna lengur og varla hugsa. Þetta er nokkuð sem ekki má segja.

Kyn­þátta­for­dómar nútím­ans hafna bara öllu sem er útlent, líta á eigin þjóð sem ver­andi í hættu vegna útlend­inga sem vaða yfir heima­menn, grunar auk þess að verið sé að taka útlend­inga fram yfir þjóð­ina sjálfa og þegar allt komi til alls „vilji þeir bara lifa á okk­ur, taka frá okkur það sem okkur til­heyr­ir“!

Þeir sem hugsa svona og tala svona meðal sinna skoð­ana­bræðra og –systra, þeir eru auð­vitað ekki að krota slag­orð með kyn­þátta­hatri á veggi, þeir velta ekki um koll leg­steinum gyð­inga, veita konum ekki aðkast ef þær eru með höf­uð­klút, lemja ekki fólk sem er dökkt á hör­und og þetta er ekki fólkið sem kveikir í heim­ilum fyrir hæl­is­leit­end­ur. Þeir veita hins vegar þeim mönnum sem svo­leiðis gera full­vissu um að slík fólsku­verk séu unnin í þágu fleiri en þeirra sjálfra, heldur líka í þágu ann­ars fólks. Þar er jarð­veg­ur­inn sem ofbeldið vex upp úr.

Fjöldi og sam­setn­ing minni­hluta­hópa sem maður í besta falli, hefur „eitt­hvað á móti“ og, í versta falli „lætur til skarar skríða gegn“, eru nú mun fleiri en áður. Við hefð­bundnar ímyndir sem mátti hafna og snú­ast gegn koma nú til við­bótar hæl­is­leit­endur og flótta­fólk, sama hvaðan það kem­ur, - far­and­fólk án til­lits til þess hvort um er að ræða aust­ur­ríska borg­ara eða ekki. Að ekki sé nú talað um fólk með annan húð­lit en maður sjálf­ur.

Að vísu er nú til vörn gegn beinum fjand­skap nas­ista­tím­ans. Hún felst í orð­inu „eins­leitn­i“. Ég ótt­ast að flestir lands­menn meini eins­leitni þegar þeir krefj­ast meiri „að­lög­un­ar“. Menn vilja ekki kynna sér það sem þeir ekki þekkja, heldur óska sér þess að þeir sem hingað hafa fluttst aðlag­ist og taki upp hér­lenda og vana­bundna lífs­hætti. Það verður þó sjaldn­ast að fullu. Þess vegna verða til vanda­mál við það að lifa við hlið fólks úr fjar­lægum menn­ing­ar­heim­um.

Að bíða eftir því að þessi vanda­mál minnki með tím­anum með vax­andi umburð­ar­lyndi hinna gam­al­grónu sem fyrir voru og með síauk­inni aðlögum þeirra sem fluttu hing­að, var aug­sýni­lega lengi megin lausnin fyrir marga af stjórn­mála­mönnum okk­ar. Oft hefur þetta við­horf reyndar gef­ist vel, en að minnsta kosti jafn­oft hefur sú ekki verið reynd­in.

Það sem var látið undir höfuð leggj­ast verður nú að reyna að bæta fyr­ir, til dæmis með skyldu­við­vist í leik­skólum og með heils­dag­skóla, með leik­skóla­kenn­urum sem í raun og veru hafa hlotið menntun til að kenna börn­um, sem hafa þýsku ekki að móð­ur­máli, hið nýja mál svo vel að þegar þau koma í barna- og ung­linga­skóla hafi þau sömu mál­getu og þar með nokk­urn­vegin sömu tæki­færi til mennt­unar og aðr­ir. Aðeins með því móti er unnt að koma í veg fyrir að það mynd­ist sam­hliða sam­fé­lög með tölu­verðum mun.

Með sama hætti er betri menntun eina not­hæfa með­alið til að mýkja harðan skráp kyn­þátta­for­dóma í meiri­hluta­sam­fé­lag­inu. Því sá sem ekk­ert veit, neyð­ist til að trúa öllu. Líka mestu firrum og skammar­leg­ustu við­snún­ingum stað­reynda. Það er auð­vitað spurn­ing hvers vegna svo margir trúa heldur ras­istum en þeim sem segja að frið­sam­leg til­vera hlið við hlið sé mögu­leiki, að ekki sé talað um sam­búð.

Kannski er málið þetta: Yfir hinum vel­þekktu sjö frumu­lögum húð­ar­innar hefur mann­skepnan sem átt­unda lag það sem kalla mætti sið­menn­ing­ar­lag­ið. Maður fæð­ist ekki með það lag. Það byrjar að vaxa eftir fæð­ing­una. Þykkt eða þunnt lag, allt eftir því hvernig hugsað er um yfir­borð húð­ar­innar og hvernig þetta lag er nært. Ef nær­ingin er ekki góð verður lagið þunnt og rifnar auð­veld­lega. Það sem þá vellur fram úr rif­unum gæti haft afleið­ingar sem svo yrði sagt um í fyll­ingu tím­ans: „Auð­vitað vildi eng­inn að þetta hefði ger­st“!

For­máli og þýð­ing: Reynir Tómas Geirs­son, fyrr­ver­andi pró­fessor og yfir­lækn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar