Umhverfisvæn uppbygging

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er þriðja greinin.

Auglýsing

Fisk­eldi er umdeild atvinnu­grein og trauðla mun nokkurn tím­ann nást um hana full­komin sátt. Það er hins vegar skylda stjórn­mála­manna að forð­ast ekki umdeild mál, heldur reyna að vinna öll mál þannig að sem best verði um þau búið, óháð því hvort það skapar sjálfum þeim óvin­sæld­ir.

Ég hef þá sýn að eftir ákveðið langan tíma verðum við ekki lengur með neta­poka nema í þeim sé geldur lax. Frjór lax sé í lok­uðum kvíum eða uppi á landi.

Farið hefur verið um víðan völl í þessum grein­um, enda er af nógu að taka. Þar sem málið er umdeilt, ákvað ég að setja fram sýn mína á hvernig mér fynd­ist best að búa um fisk­eld­ið. Ýmis­legt af því sem ég hef komið inn á er þegar fyrir hendi, annað má finna í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um fisk­eldi, en hér er einnig margt sem ekki er þar að finna.

Allt of lengi hefur umræðan verið í skot­gröfum og of mörg talað eins og það sé annað hvort eða; annað hvort ströng­ustu umhverfis­kröfur eða upp­bygg­ing. Ekki bæði. Það er ágætt að hafa í huga að Norð­menn hyggj­ast fimm­falda lax­eldi sitt á næstu ára­tug­um, eftir að hafa gert mun strang­ari kröfur til umhverf­is­mála en áður var gert. Þetta snýst því ekki um að annað hvort verði gerðar auknar kröfur og ekk­ert verði af upp­bygg­ingu, eða að slakað verði á kröfum og upp­bygg­ing leyfð, heldur að upp­bygg­ingin verði öll eftir ströng­ustu kröf­um. Þar eigum við ekki að hika við að standa fast í lapp­irn­ar, setja reglur um besta bún­að, beita hag­rænum hvötum en um leið að greinin greiði fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind.

Auglýsing
Þetta er sett hér fram til umræðu. Ég efast ekki um að margir sér­fræð­ingar hafi aðrar hug­myndir um hvernig best sé að haga málum og raunar er alls­endis óvíst hvort aðrir stjórn­mála­menn deila þess­ari sýn minni. En þetta er mín sýn.

Skrif mín eru þegar farin að skila til­ætl­uðum árangri. Þannig hef ég fengið fjöl­margar athuga­semdir sem ég tek fullt mark á. Til að mynda hefur komið fram mikil gagn­rýni á áhættu­mat Hafró, úr ýmsum átt­um. Mér finnst sjálf­sagt að setj­ast yfir hana, því mik­il­vægt er að eins mikil sátt ríki um vís­inda­grunn­inn og mögu­legt er. Þann grunn þarf hins vegar á end­anum að lög­festa.

Mála­miðl­anir þykja ekki mjög sexí, en lífið og hvers­dag­ur­inn eru full af mála­miðl­un­um, mis­stór­um. Ég set þessa sýn mína fram með þá von í brjósti að kannski tak­ist að ná meiri sátt um upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Hættan er nefni­lega sú að ef málið verður keyrt áfram í ósátt, þá verði nið­ur­staðan á end­anum ekki nógu góð. Að önnur hlið­in, ef svo má að orði kom­ast, verði ofan á og of lítið verði hugað að mál­efna­legum athuga­semd­um.

Það á að vera leið­ar­stef í fisk­eldi á Íslandi að það verði eins umhverf­is­vænt og kostur er. Hvað sumt varðar tekur tíma að kom­ast þang­að, en það á að vera skýr stefna stjórn­valda að þangað skuli stefnt. Annað á að vera ský­laus krafa frá upp­hafi. Það er allra hag­ur. Fyrst og fremst umhverfis og nátt­úru, en einnig gefur það kost á vist­vænni fram­leiðslu með hærra afurða­verði og lægri rekstr­ar­kostn­aði.

Lyk­il­at­riði:

Hér hefur varið farið um víðan völl og enn er af nógu að taka. Mál er þó að linni, en að lokum vil ég taka saman þá punkta sem ég tel nauð­syn­legt að verði í lög­gjöf um fisk­eldi.

Auð­linda­gjald

Sjálf­sagt er að horfa til gjalds við útgáfu leyfa, en eðli­legt er einnig að greinin greiði auð­linda­gjald. Með þessu næst fram sann­gjörn greiðsla fyrir nýt­ingu auð­lindar á öll fyr­ir­tæki, ekki bara þau sem fá leyfi eftir gild­is­töku lag­anna.

Umhverf­is­mál og besta fáan­leg tækni 

Gera þarf kröfu um að allur bún­aður sé umhverf­is­vænn og eftir bestu fáan­legu tækni. Það þýðir að við stefnum á að allt eldi á frjóum fiski fari fram í lok­uðum kví­um. Það þarf að gefa fyr­ir­tæki í rekstri tíma til að upp­færa búnað sinn.

Hag­rænir hvatar

Veita fyr­ir­tækjum afslátt af auð­linda­gjald­i/­sér­stökum tekju­skatti þegar þau:

- Skipta yfir í umhverf­is­vænni búnað

- Fara í lokað eldi

- Fari í land­eldi

- Nýta ófrjóan fisk í eldi

- Merkja alla fiska þannig að hægt sé að rekja til þá ef sleppi

- Fram­leiðslan er laus við lús og um leið þau fyr­ir­tæki sem nota sem minnst af lyfjum

Með þessu er hægt að hvetja fyr­ir­tæki til umhverf­is­vænni fram­leiðslu. Það þarf bæði að setja ákveð­inn tíma­punkt um hvenær fram­leiðslan á að vera orðin eftir ströng­ustu umhverfis­kröfum og einnig veita afslátt á meðan fyr­ir­tækin laga sig að því.

Lög­festa vís­inda­grunn­inn

Mik­il­vægt er að vís­inda­legt mat Hafró verði lög­fest, því fisk­eldi verður að byggja á vís­inda­legum grunni. Hins vegar verður að ríkja meiri sátt um áhættu­matið og sjálf­sagt er að setj­ast yfir athuga­semdir sem fram hafa komið við það.

Eft­ir­lit

Það er mik­il­vægt að jafn umdeild atvinnu­grein og fisk­eldi, þar sem umhverf­is­leg áhætta er mikil ef allt fer á versta veg, lúti skil­virku og gagn­sæju eft­ir­liti á meðan verið er að byggja upp og þangað til meira jafn­vægi fæst í grein­ina.

- Sér­stakur sjóður vegna mögu­legra slepp­inga

Nýsköp­un­ar­leyfi

Að norskri fyr­ir­mynd á að veita leyfi til nýsköp­unar í fisk­eldi, bæði hvað varðar nýja tækni og einnig þar sem koma á upp nýrri starf­semi. Það brúar bilið á milli rann­sókna og starf­semi og má svo breyta í starfs­leyfi á auð­veldan máta. Þar er hægt að gera kröfur um umhverf­is­væna fram­leiðslu og tækni, t.d. til­raunir með lokað eld­i/land­eldi.

Að lokum vil ég ítreka það sem ég hef áður komið inn á í þessum greina­flokki. Hér er gerð til­raun til að finna sátta­grund­völl um fisk­eld­i. Kannski mis­heppn­ast hún og þá verður svo að vera. Umræðan er hins vegar alltaf til góðs og málið of mik­il­vægt til að stjórn­mála­menn geti leyft sér að forð­ast umræð­una þó hún sé oft og tíðum erf­ið.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar