Landsbyggðin, útlendingar og við

Guðjón Sigurbjartsson, sem býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna, segir að opinn markaður með jarðir stuði að sanngjörnu verði og að erlendir kaupendur slíkra færi með sér fleira en bara fjármagn.

Auglýsing

Bráðum eru 100 ár síðan athafna­mað­ur­inn Thor Jen­sen setti upp mynd­ar­legt mjólk­urbú á Korp­úlfs­stöð­um. Starf­semin stóð frá 1929 til 1934 með um 300 kýr í fjós­inu. Mjólkin var unnin á býl­inu af stakri fag­mennsku og dreift beint til við­skipta­vina í Reykja­vík á gler­flöskum, það er „beint frá býli“ og sá meiri­hluta bæj­ar­búa fyrir mjólk.

Margir ótt­uð­ust afleið­ingar þessa stór­bú­skapar í nágrenni þétt­býlis og 1934 stöðv­aði Alþingi til­raun­ina með mjólk­ur­sölu­lögum og lög­festi þar með smáan fjöl­skyldu­bú­skap um allt land.  

Síð­asta ára­tug hafa mjólk­urbú verið að stækka og þeim að fækka með til­komu mjalta­þjóna. Nokkur bú slaga nú orðið upp í Korp­úlfs­staða­búið að stærð. Mjólk­ur­sölu­lögin gerðu ekki annað en tefja fram­þró­un­ina um 100 ár eða svo.

Auglýsing

En nú er komin ný ógn frá „ríkum útlend­ing­um“. Þeir eru nefni­lega „að kaupa upp heilu lands­hlut­ana“. Margir ótt­ast að hefð­bund­inn búskapur legg­ist af á stórum land­svæðum og sumir heimta lög sem stöðva upp­kaup­in. Rökin eru vel þekkt. Tryggja þarf: full­veldi þjóð­ar­inn­ar; auð­lind­irnar áfram í eigu þjóð­ar­inn­ar; næga mat­væla­fram­leiðslu í land­inu og; byggða­festu.

Norður Kórea hvað?

Breyt­inga er þörf

Á næstu ára­tugum mun mjólk­ur­búum halda áfram að fækka úr nú um 600 í trú­lega um 200 með áfram­hald­andi mjalta­þjóna­væð­ingu og vinnan verður fjöl­skyldu­vænni og nútíma­legri. 

Sauð­fjár­búum þarf líka að fækka veru­lega. Þau eru nú um 2000, mest smá­bú­skapur með annarri vinnu. Lamba­kjöts­fram­leiðslan er um 35% umfram inn­an­lands­þörf og mis­mun­ur­inn seldur til útlanda á verðum sem ekki duga fyrir fram­leiðslu­kostn­aði. Neysla lamba­kjöts á mann fer minnk­andi og lausa­ganga búfjár veldur umhverf­is­skaða og slysa­hættu.

Í sjáv­ar­út­vegi verða einnig miklar breyt­ingar á næstu árum kenndar við fjórðu iðn­bylt­ing­una og fram­leiðslu­störfum mun fækka en störfum við tækn­ina fjölga eitt­hvað á móti.

Til mat­væla­öfl­unar þurfti um 90% af vinnu­aflsins fyrir 100 árum, en nú fram­leiða um 10% mun meiri mat en þörf er á. Útlit er fyrir áfram­hald­andi fækkun næstu ára­tugi sam­hliða tækni­væð­ing­u.  

Hvað tekur þá við? Við þurfum virki­lega að spá í það.

Nýsköpun á lands­byggð­inni

Það sem tekur við eru auð­vitað störf sem byggja á mennt­un, sköp­un, vilja og kjarki til að gera það sem gera þarf.

Upp­fært land­bún­að­ar­kerfi þarf að styðja virka bændur óháð búgreinum og magni fram­leiðslu, að vissum skil­yrðum upp­fyllt­um. Fyr­ir­myndin í Evr­ópu kall­ast CAP, Sam­eig­in­lega land­bún­að­ar­stefn­an. Nýja stefnan nýtir mark­aðs­öflin neyt­endum og bændum í hag og er umhverf­is­væn en það hljóta að vera meg­in­mark­mið end­ur­skoð­unar búvöru­samn­inga sem nú unnið er að.

Svo und­ar­legt sem það nú er þá er matur eina varan sem er tolluð inn í land­ið! Nið­ur­fell­ing mat­ar­toll­anna mun lækka verð kjöts, eggja og mjólk­ur­vara um 35% eða svo. Lækk­unin nemur um 100.000kr. á mann á ári eða 400.000kr. á fjög­urra manna fjöl­skyldu. Hátt mat­væla­verð er stóral­var­legt fyrir fátækt barna­fólk og tekju­lága bóta­þega. Svo hamlar það vexti ferða­þjón­ust­unnar um land allt því ferða­menn eru líka neyt­end­ur. Í Evr­ópu er almennt opinn mark­aður með mat­væli og verð mikið lægri en hér og svo hefur verið lengi.

Annað stór­mál er lækkun vaxta með alþjóð­legum gjald­miðli sem einnig mun koma lands­byggð­inni vel.

Tökum vel á móti fram­tíð­inni

Síð­ustu 100 ár sýna að þeir sem standa gegn þró­un­inni tapa. Opinn mark­aður með jarðir stuðlar að sann­gjörnu verði. Gott verð nýt­ist selj­endum í nýjum verk­efnum og stuðlar að greið­ari þróun atvinnu­lífs og mann­lífs. Erlendir kaup­endur færa með sér fleira en fjár­magn. Þeir auðga mann­lífið í eins­leitu fámenn­inu, eins og dæmin sanna.

Verum hug­rökk og tökum vel á móti fram­tíð­inn­i. 

Guð­jón Sig­ur­bjarts­son, við­skipta­fræð­ing­ur, í fram­boði til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, sem kosið verður til í októ­ber 2018. Að þessu sinni verður net­kosn­ing. Þeim sem hafa hug á að taka þátt í vali stjórnar og for­manns er bent á að ganga í sam­tökin á ns.is og greiða þarf félags­gjöld vel í tíma fyrir Lands­þing­ið.

Til­vís­an­ir: 

betriland­buna­d­ur.wordpress.com/



graf­ar­vogs­bu­ar.is/korpulfs­sta­dir/

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar