„Ég ætla að segja þér upp“

Auglýsing

„Mér líkar ekki lengur við þig,” eða „Þú talar oft hátt í síma,” eða „Þú ert ekki nógu smart klædd,” eða „Þú ert of áhuga­sam­ur,” eða „Þú ert ekki nógu hress,” eða „Þú ert alltof hress”, eða bara hvað sem er gefur atvinnu­rek­anda leyfi til að segja starfs­manni upp störf­um. Launa­fólk hefur engan rétt þegar kemur að upp­sögn­um. 

Það er alger­lega háð duttl­ungum atvinnu­rek­enda eða yfir­manna hvenær og á hvaða for­sendum starfs­manni er sagt upp. Ef yfir­maður mætir eitt­hvað önungur í vinn­una einn dag­inn og finnur hvöt hjá sér til að segja ein­hverjum upp, þá getur hann bara gert það og ef starfs­mað­ur­inn spyr afhverju, þarf hann ekki að segja neitt nema „af því bara”.

Nið­ur­brot­inn starfs­maður getur leitað til síns stétt­ar­fé­lags eftir upp­sögn og beðið um aðstoð en eina hjálpin sem stétt­ar­fé­lögin geta veitt er að fara fram á að starfs­mað­ur­inn fái frek­ari rök fyrir upp­sögn­inni. En í sjálfu sér breytir það engu, vinnan er töpuð og farin og starfs­mað­ur­inn atvinnu­laus. Opin­berir starfs­menn hafa ögn meiri rétt, því skylt er að veita þeim áminn­ingu áður en til upp­sagnar kemur en á und­an­förnum árum hefur alltof oft verið skautað fram­hjá þessu með ýmis­konar trixum eins og að vísa í skipu­lags­breyt­ingar eða til hag­ræð­ing­ar­kröfu og nið­ur­skurð­ar. Þá hefur það verið mjög mikið í tísku und­an­farið hjá atvinnu­rek­end­um, bæði á hinum almenna og opin­bera mark­aði, að hafa lög­fræð­ing við­staddan upp­sögn og vísa síðan starfs­mann­inum út í beinu fram­haldi svona eins og hann hafi framið lög­brot.

Auglýsing

Yfir­burð­ar­staða atvinnu­rek­enda hvað varðar upp­sagnar er sam­þykkt í þjóð­fé­lag­inu eins og nátt­úru­lög­mál. Það segir eng­inn neitt. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ekk­ert gert til að reyna að breyta þessu. Það er hægt að eyði­leggja líf, afkomu­mögu­leika og heilsu launa­fólks með því að segja ein­göngu, „af því bara”. Þetta er auð­vitað þyngra en tárum taki og í raun stórfurðu­legt að verka­lýðs­hreyf­ingin skuli sam­þykkja þetta.

Á vinnu­mark­aði eru atvinnu­rek­endur ann­ars vegar og launa­menn hins vegar sem gera með sér samn­ing um verk­efni. Atvinnu­rek­andi kemst ekk­ert ef hann fær ekki til liðs við sig starfs­fólk. Hvers vegna í ósköp­unum er það við­ur­kennt og sam­þykkt að annar aðil­inn hafi fullan rétt á að valta yfir hinn, ráða hann og reka að vild. Hvað er að? Hvers vegna hafa stétt­ar­fé­lög launa­fólks ekki barist fyrir því að þessu verði breytt með lög­um? Vinnu­lög­gjöfin er að mestu hund­göm­ul. Til dæmis eru lögin um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur síðan 1938. Þetta er með öllu óskilj­an­legt.

Þau eru ófá skiptin sem launa­menn koma hágrát­andi inn á skrif­stofur stétt­ar­fé­lag­ana vegna þess að þeim hefur verið sagt upp. Stafs­menn búast við því að stétt­ar­fé­lögin geti gert eitt­hvað til að hjálpa þeim þannig að upp­sögnin verði dregin til baka. Auð­vitað eru til ein­hver dæmi um það en almenna reglan er sú að stétt­ar­fé­lögin hafa engar heim­ildir til að gera nokkurn skap­aðan hlut. Vinnan er glöt­uð.

Það er sorg­legt hvernig farið er með launa­fólk. Fólk sem hefur lagt sig fram um að vinna vel, mæta á réttum tíma, sýnt holl­ustu og jafn­vel starfað hjá sama atvinnu­rek­anda í tugi ára. Eitt „af því bara”, getur umturnað lífi þessa fólks. Fót­unum er kippt undan því efna­hags­lega sem getur haft mjög skað­leg áhrif á afkomu fjöl­skyld­unnar í heild, maka og börn. Oft leiðir þetta til alvar­legra veik­inda og síðan örorku. Alls óvíst er að fólk fái aftur vinnu sér­staka­lega ekki þeir sem komnir eru að fimm­tugu. Og þá einkum kon­ur.

Þau örfáu rétt­indi sem launa­menn hafa þegar kemur að upp­sögnum eru til dæmis að ekki má segja upp trún­að­ar­mönnum á vinnu­stað. Þessi lög eru oft brotin af atvinnu­rek­end­um. Þá má ekki segja upp barns­haf­andi konum og konum í fæð­ing­ar­or­lofi nema gildar ástæður séu til þess. Því miður eru oft dæmi um að þessi lög séu brotin eða að konum sé sagt upp strax eftir fæð­ing­ar­or­lof. Þá má sam­kvæmt lögum ekki segja upp fólki sem ber ein­hverja fjöl­skyldu­á­byrgð, t.d ef veik börn búa á heim­il­inu.

Upp­sagn­ar­frestur er oft­ast 3 mán­uðir en getur farið upp í 6 mán­uði eftir 10 ára sam­fellt starf. Eins og fyrr segir hefur það verið vin­sælt und­an­farin ár að hafa lög­fræð­ing við­staddan upp­sagn­ar­við­tal og starfs­manni síðan hent út með skít og skömm í beinu fram­haldi jafn­vel eftir ára­tuga starf. Fyr­ir­tæk­inu eða stofn­un­inni ber þó að borga upp­sagn­ar­frest­inn. Og það er allt og sumt! Ef atvinnu­rek­endur standa ekki við að borga lög­boð­inn upp­sagn­ar­frest geta stétt­ar­fé­lögin stótt það fyrir starfs­mann­inn.

Að sjálf­sögðu geta verið góðar og gildar ástæður fyrir upp­sögn­um. En málið er að atvinnu­rek­and­inn hefur allan rétt sín megin til að meta það. Valdið er alfarið hans. Starfs­mað­ur­inn situr uppi með nið­ur­læg­ing­una og fær ekki rönd við reist. Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að vakna og beita sér fyrir því að lögum og reglum um upp­sagnir verði breytt og afstýra þar með þess­ari stöð­ugu og sam­felldu kúgun á launa­fólki.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og með MA próf í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar