Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti

Sendiherra Þýskalands á Íslandi skrifar um landsleik kvennalandsliða Íslands og Þýskalands sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, 1. september.

Herbert Beck
Auglýsing

Þann 1. sept­em­ber munu kvenna­lands­lið Íslands og Þýska­lands í fót­bolta mæt­ast á Laug­ar­dals­velli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heims­meist­ara­mótið í Frakk­landi á næsta ári. Ein­ungis sig­ur­liðið kemst beina leið á HM.

Íslenska lands­liðið er nú stiga­hæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóð­verjum í Wies­baden í októ­ber síð­ast­liðnum og er með eins stigs for­ystu á Þýska­land í riðl­in­um. Það liggur því ljóst fyrir að sig­ur­liðið í Laug­ar­dalnum mun fara áfram til Frakk­lands.

Kvenna­lið Þýska­lands hefur unnið Ólymp­íu­leik­ana, eru tvö­faldir heims­meist­arar og átt­faldir Evr­ópu­meist­arar í knatt­spyrnu. Það er því óvenju­legt fyrir það að sitja í öðru sæti rið­ils­ins. Þýsku kon­urnar ásamt þjálf­ara sínum Horst Hru­besch, sem er afar far­sæll leik­maður og þjálf­ari, finna greini­lega að Þjóð­verjar bera miklar vænt­ingar til þeirra, ekki síst eftir mikil von­brigði með karla­lands­liðið núna í sum­ar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðla­keppn­inni kom­ast í umspil fyrir sein­asta evr­ópska sætið fyrir HM í Frakk­landi, en mark­mið þýska liðs­ins er klár­lega að sigra riðil­inn. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna ein­vígið hér í Reykja­vík.

Auglýsing

„Næsti úrslita­leikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í for­keppn­inn­i“, segir mark­vörður þýska land­liðs­ins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfs­burg, en Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­ir­liði íslenska lands­liðs­ins, er liðs­fé­lagi hennar þar. Á hinn bóg­inn hafa íslensku kon­urnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfs­ör­yggis í „úr­slita­leik­inn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafn­tefli gegn Tékk­um, gæti staða íslensku kvenn­anna varla verið væn­legri.

Þegar leik­ur­inn hefst næst­kom­andi laug­ar­dag, þann 1. sept­em­ber kl. 14.55, mun fara fram hörku spenn­andi leikur með fót­bolta­konum sem munu berj­ast af öllu afli til sig­urs. Vegna þess hve mik­il­vægur leik­ur­inn er, þá verður hann sýndur í beinni útsend­ingu í þýsku rík­is­sjón­varpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sam­eina allt það sem gerir knatt­spyrnu að vin­sæl­ustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sig­ur­vilja, dálítið drama og þá mögu­lega sorg.

Fyrir utan keppn­ina sjálfa (og við­skipta­legu hlið henn­ar) má ekki gleyma öðrum hliðum knatt­spyrn­unn­ar: fót­bolti hefur alltaf verið leikur sem bygg­ist á virð­ingu og regl­um. Á meðan keppnin sjálf vekur sam­sömun og ástríðu í okk­ur, eru það reglur um sann­girni sem gera það að verkum að sig­ur­inn lít­ils­virði hvorki and­stæð­ing­inn né að tap leiði til örvænt­ing­ar. Það gildir einnig í þessu til­felli. Þrátt fyrir alla við­leitni til að sigra þennan leik, þá þurfum við að muna að í enda dags þá er þetta leik­ur.

Næst­kom­andi laug­ar­dag kemur svo einn þáttur til við­bótar við sögu – kynja­jafn­rétti. Þegar litið er á sögu alþjóð­lega kvenna­fót­bolt­ans er greini­legt að hún end­ur­speglar sam­fé­lagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heim­styrj­aldar varð kvenna­fót­bolti vin­sæll, en hann var síðan að hluta til bann­aður á ára­tugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni end­ur­óm­uðu kunn­ug­leg stef úr öðrum kimum sam­fé­lags­ins, ljóst er að áhug­inn á raun­veru­legu jafn­vægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fót­bolta­konur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vit­inu fyrir karl­ana. Árið 1970 ákvað Þýska knatt­spyrnu­sam­bandið (DFB) að lyfta leik­bann­inu við kvenna­fót­bolta og það sama gerði Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu (UEFA) ári síð­ar. Hann­elore Ratzeburg, núver­andi vara­for­seti DFB, er til fyr­ir­myndar þegar kemur að bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna í knatt­spyrnu í Þýska­landi, en

hún hefur beitt sér fyrir kvenna­fót­bolta bæði í Þýska­landi og á alþjóð­legum vett­vangi síð­ustu 40 árin.

Þegar ég hugsa til kvenna­fót­bolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsi­lega aug­lýs­inga­mynd­skeið „Un­stoppa­ble for Iceland“, sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdrag­anda Evr­ópu­móts­ins í kvenna­fót­bolta 2017. Þetta tveggja mín­útna mynd­skeið tekur saman á snilld­ar­legan hátt þær áskor­anir sem stelpur verða að sigr­ast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fót­bolta!

Íslenska knatt­spyrnu­sam­bandið er búið að setja sér það metn­að­ar­fulla mark­mið að fylla Laug­ar­dals­völl þann 1. sept­em­ber. Það yrði í fyrsta skipti sem upp­selt yrði á leik í kvenna­fót­bolta á Íslandi. Þetta er mark­mið styð ég heils­hug­ar, ekki síst þar sem það mun vera góð aug­lýs­ing fyrir kvenna­fót­bolta, bæði hér­lendis og erlend­is.

Hvernig sem leik­ur­inn næst­kom­andi laug­ar­dag fer, von­umst við öll til þess að sjá fót­bolta­veislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþrótta­þrek­virki og fagna jafn­rétti karla og kvenna í fót­bolta. Ég er sann­færður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heims­mótið á næsta ári. „Fyllum völl­inn!“ – Hjálp­aðu til við að fylla völl­inn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þess­ari glæsi­legu sögu! Sjá­umst í Laug­ar­daln­um!

Höf­undur er sendi­herra Þýska­lands á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar