Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti

Sendiherra Þýskalands á Íslandi skrifar um landsleik kvennalandsliða Íslands og Þýskalands sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, 1. september.

Herbert Beck
Auglýsing

Þann 1. sept­em­ber munu kvenna­lands­lið Íslands og Þýska­lands í fót­bolta mæt­ast á Laug­ar­dals­velli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heims­meist­ara­mótið í Frakk­landi á næsta ári. Ein­ungis sig­ur­liðið kemst beina leið á HM.

Íslenska lands­liðið er nú stiga­hæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóð­verjum í Wies­baden í októ­ber síð­ast­liðnum og er með eins stigs for­ystu á Þýska­land í riðl­in­um. Það liggur því ljóst fyrir að sig­ur­liðið í Laug­ar­dalnum mun fara áfram til Frakk­lands.

Kvenna­lið Þýska­lands hefur unnið Ólymp­íu­leik­ana, eru tvö­faldir heims­meist­arar og átt­faldir Evr­ópu­meist­arar í knatt­spyrnu. Það er því óvenju­legt fyrir það að sitja í öðru sæti rið­ils­ins. Þýsku kon­urnar ásamt þjálf­ara sínum Horst Hru­besch, sem er afar far­sæll leik­maður og þjálf­ari, finna greini­lega að Þjóð­verjar bera miklar vænt­ingar til þeirra, ekki síst eftir mikil von­brigði með karla­lands­liðið núna í sum­ar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðla­keppn­inni kom­ast í umspil fyrir sein­asta evr­ópska sætið fyrir HM í Frakk­landi, en mark­mið þýska liðs­ins er klár­lega að sigra riðil­inn. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna ein­vígið hér í Reykja­vík.

Auglýsing

„Næsti úrslita­leikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í for­keppn­inn­i“, segir mark­vörður þýska land­liðs­ins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfs­burg, en Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­ir­liði íslenska lands­liðs­ins, er liðs­fé­lagi hennar þar. Á hinn bóg­inn hafa íslensku kon­urnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfs­ör­yggis í „úr­slita­leik­inn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafn­tefli gegn Tékk­um, gæti staða íslensku kvenn­anna varla verið væn­legri.

Þegar leik­ur­inn hefst næst­kom­andi laug­ar­dag, þann 1. sept­em­ber kl. 14.55, mun fara fram hörku spenn­andi leikur með fót­bolta­konum sem munu berj­ast af öllu afli til sig­urs. Vegna þess hve mik­il­vægur leik­ur­inn er, þá verður hann sýndur í beinni útsend­ingu í þýsku rík­is­sjón­varpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sam­eina allt það sem gerir knatt­spyrnu að vin­sæl­ustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sig­ur­vilja, dálítið drama og þá mögu­lega sorg.

Fyrir utan keppn­ina sjálfa (og við­skipta­legu hlið henn­ar) má ekki gleyma öðrum hliðum knatt­spyrn­unn­ar: fót­bolti hefur alltaf verið leikur sem bygg­ist á virð­ingu og regl­um. Á meðan keppnin sjálf vekur sam­sömun og ástríðu í okk­ur, eru það reglur um sann­girni sem gera það að verkum að sig­ur­inn lít­ils­virði hvorki and­stæð­ing­inn né að tap leiði til örvænt­ing­ar. Það gildir einnig í þessu til­felli. Þrátt fyrir alla við­leitni til að sigra þennan leik, þá þurfum við að muna að í enda dags þá er þetta leik­ur.

Næst­kom­andi laug­ar­dag kemur svo einn þáttur til við­bótar við sögu – kynja­jafn­rétti. Þegar litið er á sögu alþjóð­lega kvenna­fót­bolt­ans er greini­legt að hún end­ur­speglar sam­fé­lagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heim­styrj­aldar varð kvenna­fót­bolti vin­sæll, en hann var síðan að hluta til bann­aður á ára­tugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni end­ur­óm­uðu kunn­ug­leg stef úr öðrum kimum sam­fé­lags­ins, ljóst er að áhug­inn á raun­veru­legu jafn­vægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fót­bolta­konur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vit­inu fyrir karl­ana. Árið 1970 ákvað Þýska knatt­spyrnu­sam­bandið (DFB) að lyfta leik­bann­inu við kvenna­fót­bolta og það sama gerði Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu (UEFA) ári síð­ar. Hann­elore Ratzeburg, núver­andi vara­for­seti DFB, er til fyr­ir­myndar þegar kemur að bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna í knatt­spyrnu í Þýska­landi, en

hún hefur beitt sér fyrir kvenna­fót­bolta bæði í Þýska­landi og á alþjóð­legum vett­vangi síð­ustu 40 árin.

Þegar ég hugsa til kvenna­fót­bolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsi­lega aug­lýs­inga­mynd­skeið „Un­stoppa­ble for Iceland“, sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdrag­anda Evr­ópu­móts­ins í kvenna­fót­bolta 2017. Þetta tveggja mín­útna mynd­skeið tekur saman á snilld­ar­legan hátt þær áskor­anir sem stelpur verða að sigr­ast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fót­bolta!

Íslenska knatt­spyrnu­sam­bandið er búið að setja sér það metn­að­ar­fulla mark­mið að fylla Laug­ar­dals­völl þann 1. sept­em­ber. Það yrði í fyrsta skipti sem upp­selt yrði á leik í kvenna­fót­bolta á Íslandi. Þetta er mark­mið styð ég heils­hug­ar, ekki síst þar sem það mun vera góð aug­lýs­ing fyrir kvenna­fót­bolta, bæði hér­lendis og erlend­is.

Hvernig sem leik­ur­inn næst­kom­andi laug­ar­dag fer, von­umst við öll til þess að sjá fót­bolta­veislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþrótta­þrek­virki og fagna jafn­rétti karla og kvenna í fót­bolta. Ég er sann­færður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heims­mótið á næsta ári. „Fyllum völl­inn!“ – Hjálp­aðu til við að fylla völl­inn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þess­ari glæsi­legu sögu! Sjá­umst í Laug­ar­daln­um!

Höf­undur er sendi­herra Þýska­lands á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar