Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti

Sendiherra Þýskalands á Íslandi skrifar um landsleik kvennalandsliða Íslands og Þýskalands sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, 1. september.

Herbert Beck
Auglýsing

Þann 1. sept­em­ber munu kvenna­lands­lið Íslands og Þýska­lands í fót­bolta mæt­ast á Laug­ar­dals­velli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heims­meist­ara­mótið í Frakk­landi á næsta ári. Ein­ungis sig­ur­liðið kemst beina leið á HM.

Íslenska lands­liðið er nú stiga­hæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóð­verjum í Wies­baden í októ­ber síð­ast­liðnum og er með eins stigs for­ystu á Þýska­land í riðl­in­um. Það liggur því ljóst fyrir að sig­ur­liðið í Laug­ar­dalnum mun fara áfram til Frakk­lands.

Kvenna­lið Þýska­lands hefur unnið Ólymp­íu­leik­ana, eru tvö­faldir heims­meist­arar og átt­faldir Evr­ópu­meist­arar í knatt­spyrnu. Það er því óvenju­legt fyrir það að sitja í öðru sæti rið­ils­ins. Þýsku kon­urnar ásamt þjálf­ara sínum Horst Hru­besch, sem er afar far­sæll leik­maður og þjálf­ari, finna greini­lega að Þjóð­verjar bera miklar vænt­ingar til þeirra, ekki síst eftir mikil von­brigði með karla­lands­liðið núna í sum­ar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðla­keppn­inni kom­ast í umspil fyrir sein­asta evr­ópska sætið fyrir HM í Frakk­landi, en mark­mið þýska liðs­ins er klár­lega að sigra riðil­inn. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna ein­vígið hér í Reykja­vík.

Auglýsing

„Næsti úrslita­leikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í for­keppn­inn­i“, segir mark­vörður þýska land­liðs­ins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfs­burg, en Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­ir­liði íslenska lands­liðs­ins, er liðs­fé­lagi hennar þar. Á hinn bóg­inn hafa íslensku kon­urnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfs­ör­yggis í „úr­slita­leik­inn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafn­tefli gegn Tékk­um, gæti staða íslensku kvenn­anna varla verið væn­legri.

Þegar leik­ur­inn hefst næst­kom­andi laug­ar­dag, þann 1. sept­em­ber kl. 14.55, mun fara fram hörku spenn­andi leikur með fót­bolta­konum sem munu berj­ast af öllu afli til sig­urs. Vegna þess hve mik­il­vægur leik­ur­inn er, þá verður hann sýndur í beinni útsend­ingu í þýsku rík­is­sjón­varpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sam­eina allt það sem gerir knatt­spyrnu að vin­sæl­ustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sig­ur­vilja, dálítið drama og þá mögu­lega sorg.

Fyrir utan keppn­ina sjálfa (og við­skipta­legu hlið henn­ar) má ekki gleyma öðrum hliðum knatt­spyrn­unn­ar: fót­bolti hefur alltaf verið leikur sem bygg­ist á virð­ingu og regl­um. Á meðan keppnin sjálf vekur sam­sömun og ástríðu í okk­ur, eru það reglur um sann­girni sem gera það að verkum að sig­ur­inn lít­ils­virði hvorki and­stæð­ing­inn né að tap leiði til örvænt­ing­ar. Það gildir einnig í þessu til­felli. Þrátt fyrir alla við­leitni til að sigra þennan leik, þá þurfum við að muna að í enda dags þá er þetta leik­ur.

Næst­kom­andi laug­ar­dag kemur svo einn þáttur til við­bótar við sögu – kynja­jafn­rétti. Þegar litið er á sögu alþjóð­lega kvenna­fót­bolt­ans er greini­legt að hún end­ur­speglar sam­fé­lagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heim­styrj­aldar varð kvenna­fót­bolti vin­sæll, en hann var síðan að hluta til bann­aður á ára­tugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni end­ur­óm­uðu kunn­ug­leg stef úr öðrum kimum sam­fé­lags­ins, ljóst er að áhug­inn á raun­veru­legu jafn­vægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fót­bolta­konur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vit­inu fyrir karl­ana. Árið 1970 ákvað Þýska knatt­spyrnu­sam­bandið (DFB) að lyfta leik­bann­inu við kvenna­fót­bolta og það sama gerði Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu (UEFA) ári síð­ar. Hann­elore Ratzeburg, núver­andi vara­for­seti DFB, er til fyr­ir­myndar þegar kemur að bar­átt­unni fyrir jafn­rétti kynj­anna í knatt­spyrnu í Þýska­landi, en

hún hefur beitt sér fyrir kvenna­fót­bolta bæði í Þýska­landi og á alþjóð­legum vett­vangi síð­ustu 40 árin.

Þegar ég hugsa til kvenna­fót­bolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsi­lega aug­lýs­inga­mynd­skeið „Un­stoppa­ble for Iceland“, sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdrag­anda Evr­ópu­móts­ins í kvenna­fót­bolta 2017. Þetta tveggja mín­útna mynd­skeið tekur saman á snilld­ar­legan hátt þær áskor­anir sem stelpur verða að sigr­ast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fót­bolta!

Íslenska knatt­spyrnu­sam­bandið er búið að setja sér það metn­að­ar­fulla mark­mið að fylla Laug­ar­dals­völl þann 1. sept­em­ber. Það yrði í fyrsta skipti sem upp­selt yrði á leik í kvenna­fót­bolta á Íslandi. Þetta er mark­mið styð ég heils­hug­ar, ekki síst þar sem það mun vera góð aug­lýs­ing fyrir kvenna­fót­bolta, bæði hér­lendis og erlend­is.

Hvernig sem leik­ur­inn næst­kom­andi laug­ar­dag fer, von­umst við öll til þess að sjá fót­bolta­veislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþrótta­þrek­virki og fagna jafn­rétti karla og kvenna í fót­bolta. Ég er sann­færður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heims­mótið á næsta ári. „Fyllum völl­inn!“ – Hjálp­aðu til við að fylla völl­inn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þess­ari glæsi­legu sögu! Sjá­umst í Laug­ar­daln­um!

Höf­undur er sendi­herra Þýska­lands á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar