„Land tækifæranna“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir tal stjórnvalda lýsa ekki bara ábyrgðarleysi valdhafa gagnvart þeim íbúum landsins sem minnstu afkomu hafa, heldur einnig því að vera algjörlega úr tengslum við þann þjóðfélagshóp.

Auglýsing

Í ljósi umræðu síð­ustu vikna bendi ég á þá nöt­ur­legu stað­reynd að líf­eyr­is­tekjur örorku­líf­eyr­is­þega eru langt undir lág­marks­laun­um. Þær eru nú mun lægri en lág­marks atvinnu­leys­is­bætur í dag (270 þús. kr. á mán­uði fyrir skatt). Örorku­líf­eyr­is­þegar geta náð því að fá 300.000 kr. á mán­uði fyrir skatt frá Trygg­inga­stofn­un, en bara ef þeir fá svo­nefnda heim­il­is­upp­bót. Hún er bundin því að fólk búi eitt, í eigin hús­næði eða sé með þing­lýstan leigu­samn­ing. Innan við þriðj­ungur örorku­líf­eyr­is­þega er í þess­ari stöðu og fær því þessa heim­il­is­upp­bót.

Hreppsómaga­kerfi nútím­ans

Um helm­ingur örorku­líf­eyr­is­þega hefur úr enn minna að spila; lægri upp­hæð en 270 þús­und á mán­uði fyrir skatt, til að lifa af. Það segir sig sjálft að það fólk þarf að stórum hluta að leita til sveit­ar­fé­lags­ins í von um að geta kannski náð endum sam­an. Það er ekki eft­ir­sókn­ar­vert að þurfa að biðja um fjár­hags­að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu, hjálp­ar­stofnun eða þurfa að leita á náðir ætt­ingja og vina. Þetta eru því miður ekki und­an­tekn­ing­ar, heldur venja í allt of mörgum til­vik­um. Er von að fólk spyrji hversu aum þau stjórn­völd séu sem leyfa svona að við­gangast?

Lof­orð gefin á atkvæða­veiðum fyrir kosn­ingar hafa litla merk­ingu þegar stjórn­völd skirr­ast við að afnema skerð­ingar og tekju­teng­ingar og gera þar með fötl­uðu fólki ill­mögu­legt að bæta hag sinn t.d. með vinnu­fram­lagi.

Auglýsing

Gild­is­hlaðin orð um „land tæki­færanna“ (eins og það er orðað í stjórn­ar­sátt­mál­an­um) hafa enga merk­ingu þegar aðgerðir og aðgerð­ar­leysi halda í raun við gamla hreppsómaga­kerf­inu.

Aft­ur­för

Stærstur hluti örorku­líf­eyr­is­þega á að baki langan feril á vinnu­mark­aði. Þetta fólk sem sann­ar­lega hefur skilað sínu, er jað­ar­sett, í sam­fé­lagi sem það sjálft tók þátt í að halda uppi með vinnu­fram­lagi sínu árum og ára­tugum sam­an. Þannig er kerf­is­bundið stuðlað að auk­inni stétt­ar­skipt­ingu og ójöfn­uði.

Og það er aft­ur­för þegar bilið milli sára­fá­tæktar og ofur­ríkra fer breikk­andi. Þetta ger­ist skjóli stjórn­valda og síbylju um pró­sentu­jöfnuð og kaup­mátt­ar­aukn­ingu sem engin örorku­líf­eyr­is­þegi sér í sínu veski.

Nærð þú endum sam­an?

Lág­launa­fólk hvort sem það eru örorku­líf­eyr­is­þegar eða fólk á vinnu­mark­aði hefur beðið of lengi, of lengi reynt að lifa af krónu­tölu sem allir vita að dugar ekki. Tími þol­in­mæði er á þrot­um. Blá­kaldur veru­leik­inn er sá að allt of stór hluti þjóð­ar­innar býr við fátækt og sára­fá­tækt. Við sjáum þetta í nýlegum tölum Hag­stof­unnar um heild­ar­laun. Mið­gildi þeirra er rétt rúmar 400 þús­und krónur á mán­uði fyrir skatt. Það þykir ekki mik­ið. Hvernig á þá að vera hægt að lifa af helm­ingnum af þeirri upp­hæð?

Jarð­sam­band óskast

Ég tala máli fólks sem aldrei hefur átt þess kost að taka þátt á vinnu­mark­aði eða er ekki lengur á vinnu­mark­aði, fólks sem getur unnið en fær ekki vinnu og fólks sem útslitið og útbrunnið vegna lík­am­legs og and­legs álags við að reyna að sjá sér og sínum far­borða. Annað hvort þurfa lág­marks­laun, hvort sem það eru atvinnu­tekjur eða líf­eyr­is­tekj­ur, að hækka umtals­vert eða kostn­aður við að lifa, að lækka veru­lega.

Tal stjórn­valda lýsir ekki bara ábyrgð­ar­leysi vald­hafa gagn­vart þeim íbúum lands­ins sem minnstu afkomu hafa, heldur einnig því að vera algjör­lega úr tengslum við þann þjóð­fé­lags­hóp. Koma svo stjórn­völd, þið getið lagað þetta!

Höf­undur er for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar