Besta aðhaldið er gagnsæi í krónuveröldinni

Auglýsing

Um nokk­urt skeið hefur sam­an­burður á alþjóð­legum vörum eins og iPho­ne-símum (yfir millj­arður slíkra síma er í umferð í heim­in­um) sýnt að verð á vörum og þjón­ustu á Íslandi er grun­sam­lega hátt. Þar bein­ist kast­ljósið að gengi krón­unnar gagn­vart alþjóð­legum mynt­um.

Mun­ur­inn á verð­inu sýnir að á Íslandi er 30 til 40 pró­sent hærra verð heldur en algengt er í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Þetta bitnar síðan beint og milli­liða­laust á allri alþjóð­legri starf­semi þar sem aðeins einn landamæra­laus mark­aður er fyrir hend­i. 

Krónan eins og kork­tappi í ólgu­sjó

Á honum er ekki spurt um krónur og aura, heldur evrur og Banda­ríkja­dali. Til­raunin íslenska um að halda út eigin mynt og pen­inga­mála­kerfi, á ein­angr­uðum 200 þús­und manna vinnu­mark­aði, þekk­ist hvergi í ver­öld­inn­i. 

Auglýsing

Spurn­ingar um skyn­semi þess verða sífellt stærri, ekki síst eftir að gjald­eyr­is­á­hættan hefur magn­ast upp enn meira með upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar á und­an­förnum árum og síðan sífellt meira alþjóða­væddum heimi við­skipta.

Stjórn­mála­mönnum og Seðla­bank­anum hefur eflaust liðið vel í hafta­ver­öld­inni, þegar krónan styrkt­ist hratt, en það kemur að skulda­dög­um, eins og dæmin sanna.

Van­traustið gagn­vart krón­unni birt­ist með alls konar hætti erlend­is. Einn les­andi Kjarn­ans sendi þessa sögu á dög­un­um: „Við fjöl­skyldan dvöldum í Portú­gal í sumar og fengum son okkar og fjöl­skyldu frá Nor­egi í heim­sókn. Þau keyptu evrur í Nor­egi á 9,7 NKR. Í hrað­banka í Portú­gal greiddu þau 9,8 NKR. fyrir hverja evru. Þegar þau greiddu með kredit­korti þá kost­aði evran fra 9,73 til 9,79 NKR. Sem­sagt með góðum vilja má segja að gengið hafi flökt um 1% á þessum tíma. Hjá okkur sem komu frá Íslandi, þá er stað­reyndin þessi. Við keyptum € á 125,65 ISK. Í hrað­banka kost­aði € frá 137,27 ISK til 142,40 ISK hver €. Þegar við greiddum með kredit­kort var gengið frá 125,01 ISK til 127,96 ISK hver €. Mun­ur­inn að kaupa € í hrað­banka er því allt að 13,6% dýr­ara. Vil vara við að kaupa € fyrir ISK í hrað­banka. Þetta er auð­vita ekki bara grín, þetta er mjög alvar­legt mál.“

Svo mörg voru þau orð.

Það kann að vera að geng­is­sveiflur krón­unnar séu í miklu upp­á­haldi hjá valda­mönn­um, en til fram­tíðar litið getur varla verið eft­ir­sókn­ar­vert að búa við þetta. Von­andi mun unga kyn­slóðin í land­inu breyta þessu þegar valda­þræð­irnar fara að fær­ast meira þang­að. 

Veik­ist vegna óvissu

Á fjórum mán­uðum hefur verðið á evr­unni hækkað úr 120 krónum í 131 krónu og verðið á Banda­ríkja­dal úr 99 krónum í 113,5 krón­ur. 

Seðla­bank­inn greip með afger­andi hætti inn í gjald­eyr­is­markað í dag þegar gengi krón­unnar féll hratt. 

Titr­ingur er nú á mörk­uðum vegna þess að tíð­indi hafa ekki borist enn af því að WOW Air hafi tryggt sér 50 til 100 millj­ónir evra til að styrkja fjár­hag­inn og styðja við frek­ari vöxt, meðal ann­ars þegar kemur að flugi milli Evr­ópu og Asíu. Eins og fram hefur komið er tíð­inda að vænta af þessu, og of snemmt að segja til um hvernig mála­lyktir verða.

Greini­legt er að ein­hverjir fjár­festar hafa áhyggjur af því að þetta muni ekki ganga vel, og þess vegna hefur hluta­bréfa­verð Icelanda­ir, stærsta sam­keppn­is­að­il­ans, hækkað í dag og krónan gefið eft­ir. 

Vantar upp­lýs­ingar

Hvernig sem þessi staða mun teikn­ast upp, á næstu dög­um, þá er aug­ljóst mál að yfir­völd hafa sofið á verð­inum hvað einn þátt varð­ar. Hann snýr að nauð­syn þess að skapa umgjörð á mark­aði þar sem gagn­sæi er meg­in­regla. Það er alltaf best að hafa sem mest af upp­lýs­ingum opin­berar svo að ákvarð­ana­taka - bæði hjá hinu opin­bera og hjá fyr­ir­tækj­um, fjár­festum og öðrum á mark­aði - sé tekin á sem áreið­an­leg­ustum for­send­um.

Ótrú­legt er að hugsa til þess núna, að engar ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi WOW Air hafi birst opin­ber­lega mán­uðum saman (fram að birt­ingu Par­eto á fjár­festa­kynn­ing­unni), í ljósi kerf­is­lægs mik­il­vægis fyr­ir­tæk­is­ins fyrir íslenska hag­kerf­ið. Ástæðan fyrir því er samt ein­föld. Yfir­völd hafa ekki gert kröfur um að gagn­sæi ríki á þessum mark­aði. Sam­göngu­stofa, sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og á að hafa eft­ir­lit með flug­geir­an­um, hefur ekki gert þessar kröf­ur. Þess vegna hefur þetta fengið að vera svona. Besta aðhaldið og eft­ir­litið er samt fólgið í þessu, að skylda opin­bera upp­lýs­inga­gjöf. 

Fram­vegis hljóta að verða breyt­ingar á þessu, svo að það liggi fyrir hvernig mál eru að þróast, bæði þegar vel gengur og líka þegar þrengir að. Það á ekki að vera einka­mál fárra heldur varðar þetta allan almenn­ing sem býr við geng­is­á­hætt­una alla daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari