Dánaraðstoð og líknandi meðferð, algjörar andstæður eða órofa heild?

Ingrid Kuhlman segir Íslendinga vera mjög skammt komna í umræðunni um meðferðir við lífslok og dánaraðstoð.

Auglýsing

Föstu­dag­inn 21. sept­em­ber verður haldið mál­þing sem ber yfir­skrift­ina Dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, algjörar and­stæður eða órofa heild?  Fyrir mál­þing­inu standa End­ur­menntun Háskóla Íslands og Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð. Tveir inn­lendir fyr­ir­les­arar halda erindi á ráð­stefn­unni, ann­ars vegar Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir sem er þing­maður Pírata og for­maður laga- og mann­réttinda­ráðs Evr­ópu­ráðs­þings­ins en hún mun fjalla um rétt­inn til að deyja. Einnig tekur til máls Svanur Sig­ur­björns­son sem er lækn­is- og heim­speki­mennt­aður og hefur verið for­maður sið­fræði­ráðs Lækna­fé­lags Íslands frá árinu 2015. Svan­ur, sem talar sem óháður fag­að­ili, mun fjalla um sjálf­ræði og hlut­lægt mat og hvort það ætti að leyfa dán­ar­að­stoð öðrum en þeim deyj­andi.

Tveir erlendir fyr­ir­les­arar taka til máls á mál­þing­inu, ann­ars vegar Rob Jonquire, sem starf­aði sem hol­lenskur heim­il­is­læknir í Hollandi frá 1972-1985 og hefur síðan 2008 verið fram­kvæmda­stjóri World Feder­ation of Right to Die Soci­eties. Rob var í for­ystu í bar­átt­unni fyrir sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti fólks í Hollandi við setn­ingu laga um dán­ar­að­stoð þar­lendis árið 2001. Í erindi sínu mun hann fjalla um dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, sem hann kallar gát­una um eggið og hæn­una, og segja frá því hvernig Hol­lend­ingar leystu það. Hins vegar tekur til máls Jan Bern­heim, belgískur krabba­meins­læknir og pró­fessor emeritus í læknasið­fræði. Hann var einn af stofn­endum sam­tak­anna um líkn­andi með­ferð á meg­in­landi Evr­ópu árið 1979. Jan vinnur við rann­sóknir á myndun krabba­meins, lækn­is­fræði­legri sið­fræði, lífsloka­málum og gæðum lífs í rann­sókn­arteym­inu End-of-Life Care Res­e­arch Group við háskól­ann í Brus­sel og Liè­ge. Hann mun segja frá reynslu Belga sem líta á dán­ar­að­stoð sem hluta af líkn­andi með­ferð. Á mál­þing­inu verður einnig lesin upp reynslu­saga aðstand­anda af því þegar sjúk­lingur var svæfður líkn­ar­svefni meðan hann var að deyja úr sjúk­dómi sín­um. Í lok mál­þings­ins verða pall­borðsum­ræð­ur. Fund­ar­stjóri er Telma Tóm­as­son, fjöl­miðla­kona.

Í umræð­unni hér­lendis hefur oft og tíðum mátt heyra ýmsar full­yrð­ingar um dán­ar­að­stoð, eins og til dæmis þær að að líkn­andi með­ferð sé mun lak­ari í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfð og því kjósi margir að enda líf sitt. Hefur verið bent á Holland, Belgíu og Lúx­em­borg í þessu sam­hengi. Ljóst er að þessi full­yrð­ing á ekki við rök að styðjast; í skýrslu um gæði líkn­andi með­ferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Rank­ing palli­ative care accross the world) kemur fram að Hol­land og Belgía standa sig mjög vel í veit­ingu líkn­andi með­ferðar en Belgía er í fimmta sæti á heims­vísu og Hol­land í því átt­unda. Ef bara Evr­ópu­löndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Hol­land í því fjórða.

Auglýsing

Oft er einnig full­yrt að það séu engin tak­mörk fyrir því að hægt er að veita góða og full­nægj­andi líkn­andi með­ferð. Það þurfi því eng­inn að ótt­ast að líða þján­ingar á dán­ar­beð­inu og dán­ar­að­stoð sé því óþarfur val­kost­ur. Því miður er ósk­hyggja að halda að líkn­andi með­ferð geti afmáð alla þján­ingu. Það hverfur ekki öll þján­ing þótt hægt sé að stilla flesta lík­am­lega verki. Rann­sókn í Hollandi sýndi að lík­am­legir verkir voru ástæða beiðni um dán­ar­að­stoð í aðeins 36% til­fella. Aðrar og mik­il­væg­ari ástæður voru ótti við að missa sjálf­stæði sitt (90%), að halda ekki reisn (70%) og að vera háður öðrum (52%). Þess ber að geta að í Oregon og Was­hington fylkjum hafa yfir 70% af þeim sem fá dán­ar­að­stoð fengið líkn­andi með­ferð áður. Dán­ar­að­stoð þýðir ekki að líkn­ar­með­ferð hafi mis­tek­ist heldur er dán­ar­að­stoð stundum enda­punkt­ur­inn á ferli líkn­andi með­ferð­ar.

Við erum mjög skammt komin í umræð­unni um með­ferðir við lífs­lok og dán­ar­að­stoð. Von­andi verður mál­þingið mál­efna­legt inn­legg inn í þessa mik­il­vægu umræðu sem við Íslend­ingar verðum að taka.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar