Dánaraðstoð og líknandi meðferð, algjörar andstæður eða órofa heild?

Ingrid Kuhlman segir Íslendinga vera mjög skammt komna í umræðunni um meðferðir við lífslok og dánaraðstoð.

Auglýsing

Föstu­dag­inn 21. sept­em­ber verður haldið mál­þing sem ber yfir­skrift­ina Dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, algjörar and­stæður eða órofa heild?  Fyrir mál­þing­inu standa End­ur­menntun Háskóla Íslands og Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð. Tveir inn­lendir fyr­ir­les­arar halda erindi á ráð­stefn­unni, ann­ars vegar Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir sem er þing­maður Pírata og for­maður laga- og mann­réttinda­ráðs Evr­ópu­ráðs­þings­ins en hún mun fjalla um rétt­inn til að deyja. Einnig tekur til máls Svanur Sig­ur­björns­son sem er lækn­is- og heim­speki­mennt­aður og hefur verið for­maður sið­fræði­ráðs Lækna­fé­lags Íslands frá árinu 2015. Svan­ur, sem talar sem óháður fag­að­ili, mun fjalla um sjálf­ræði og hlut­lægt mat og hvort það ætti að leyfa dán­ar­að­stoð öðrum en þeim deyj­andi.

Tveir erlendir fyr­ir­les­arar taka til máls á mál­þing­inu, ann­ars vegar Rob Jonquire, sem starf­aði sem hol­lenskur heim­il­is­læknir í Hollandi frá 1972-1985 og hefur síðan 2008 verið fram­kvæmda­stjóri World Feder­ation of Right to Die Soci­eties. Rob var í for­ystu í bar­átt­unni fyrir sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti fólks í Hollandi við setn­ingu laga um dán­ar­að­stoð þar­lendis árið 2001. Í erindi sínu mun hann fjalla um dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, sem hann kallar gát­una um eggið og hæn­una, og segja frá því hvernig Hol­lend­ingar leystu það. Hins vegar tekur til máls Jan Bern­heim, belgískur krabba­meins­læknir og pró­fessor emeritus í læknasið­fræði. Hann var einn af stofn­endum sam­tak­anna um líkn­andi með­ferð á meg­in­landi Evr­ópu árið 1979. Jan vinnur við rann­sóknir á myndun krabba­meins, lækn­is­fræði­legri sið­fræði, lífsloka­málum og gæðum lífs í rann­sókn­arteym­inu End-of-Life Care Res­e­arch Group við háskól­ann í Brus­sel og Liè­ge. Hann mun segja frá reynslu Belga sem líta á dán­ar­að­stoð sem hluta af líkn­andi með­ferð. Á mál­þing­inu verður einnig lesin upp reynslu­saga aðstand­anda af því þegar sjúk­lingur var svæfður líkn­ar­svefni meðan hann var að deyja úr sjúk­dómi sín­um. Í lok mál­þings­ins verða pall­borðsum­ræð­ur. Fund­ar­stjóri er Telma Tóm­as­son, fjöl­miðla­kona.

Í umræð­unni hér­lendis hefur oft og tíðum mátt heyra ýmsar full­yrð­ingar um dán­ar­að­stoð, eins og til dæmis þær að að líkn­andi með­ferð sé mun lak­ari í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfð og því kjósi margir að enda líf sitt. Hefur verið bent á Holland, Belgíu og Lúx­em­borg í þessu sam­hengi. Ljóst er að þessi full­yrð­ing á ekki við rök að styðjast; í skýrslu um gæði líkn­andi með­ferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Rank­ing palli­ative care accross the world) kemur fram að Hol­land og Belgía standa sig mjög vel í veit­ingu líkn­andi með­ferðar en Belgía er í fimmta sæti á heims­vísu og Hol­land í því átt­unda. Ef bara Evr­ópu­löndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Hol­land í því fjórða.

Auglýsing

Oft er einnig full­yrt að það séu engin tak­mörk fyrir því að hægt er að veita góða og full­nægj­andi líkn­andi með­ferð. Það þurfi því eng­inn að ótt­ast að líða þján­ingar á dán­ar­beð­inu og dán­ar­að­stoð sé því óþarfur val­kost­ur. Því miður er ósk­hyggja að halda að líkn­andi með­ferð geti afmáð alla þján­ingu. Það hverfur ekki öll þján­ing þótt hægt sé að stilla flesta lík­am­lega verki. Rann­sókn í Hollandi sýndi að lík­am­legir verkir voru ástæða beiðni um dán­ar­að­stoð í aðeins 36% til­fella. Aðrar og mik­il­væg­ari ástæður voru ótti við að missa sjálf­stæði sitt (90%), að halda ekki reisn (70%) og að vera háður öðrum (52%). Þess ber að geta að í Oregon og Was­hington fylkjum hafa yfir 70% af þeim sem fá dán­ar­að­stoð fengið líkn­andi með­ferð áður. Dán­ar­að­stoð þýðir ekki að líkn­ar­með­ferð hafi mis­tek­ist heldur er dán­ar­að­stoð stundum enda­punkt­ur­inn á ferli líkn­andi með­ferð­ar.

Við erum mjög skammt komin í umræð­unni um með­ferðir við lífs­lok og dán­ar­að­stoð. Von­andi verður mál­þingið mál­efna­legt inn­legg inn í þessa mik­il­vægu umræðu sem við Íslend­ingar verðum að taka.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar