Dánaraðstoð og líknandi meðferð, algjörar andstæður eða órofa heild?

Ingrid Kuhlman segir Íslendinga vera mjög skammt komna í umræðunni um meðferðir við lífslok og dánaraðstoð.

Auglýsing

Föstu­dag­inn 21. sept­em­ber verður haldið mál­þing sem ber yfir­skrift­ina Dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, algjörar and­stæður eða órofa heild?  Fyrir mál­þing­inu standa End­ur­menntun Háskóla Íslands og Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð. Tveir inn­lendir fyr­ir­les­arar halda erindi á ráð­stefn­unni, ann­ars vegar Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir sem er þing­maður Pírata og for­maður laga- og mann­réttinda­ráðs Evr­ópu­ráðs­þings­ins en hún mun fjalla um rétt­inn til að deyja. Einnig tekur til máls Svanur Sig­ur­björns­son sem er lækn­is- og heim­speki­mennt­aður og hefur verið for­maður sið­fræði­ráðs Lækna­fé­lags Íslands frá árinu 2015. Svan­ur, sem talar sem óháður fag­að­ili, mun fjalla um sjálf­ræði og hlut­lægt mat og hvort það ætti að leyfa dán­ar­að­stoð öðrum en þeim deyj­andi.

Tveir erlendir fyr­ir­les­arar taka til máls á mál­þing­inu, ann­ars vegar Rob Jonquire, sem starf­aði sem hol­lenskur heim­il­is­læknir í Hollandi frá 1972-1985 og hefur síðan 2008 verið fram­kvæmda­stjóri World Feder­ation of Right to Die Soci­eties. Rob var í for­ystu í bar­átt­unni fyrir sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti fólks í Hollandi við setn­ingu laga um dán­ar­að­stoð þar­lendis árið 2001. Í erindi sínu mun hann fjalla um dán­ar­að­stoð og líkn­andi með­ferð, sem hann kallar gát­una um eggið og hæn­una, og segja frá því hvernig Hol­lend­ingar leystu það. Hins vegar tekur til máls Jan Bern­heim, belgískur krabba­meins­læknir og pró­fessor emeritus í læknasið­fræði. Hann var einn af stofn­endum sam­tak­anna um líkn­andi með­ferð á meg­in­landi Evr­ópu árið 1979. Jan vinnur við rann­sóknir á myndun krabba­meins, lækn­is­fræði­legri sið­fræði, lífsloka­málum og gæðum lífs í rann­sókn­arteym­inu End-of-Life Care Res­e­arch Group við háskól­ann í Brus­sel og Liè­ge. Hann mun segja frá reynslu Belga sem líta á dán­ar­að­stoð sem hluta af líkn­andi með­ferð. Á mál­þing­inu verður einnig lesin upp reynslu­saga aðstand­anda af því þegar sjúk­lingur var svæfður líkn­ar­svefni meðan hann var að deyja úr sjúk­dómi sín­um. Í lok mál­þings­ins verða pall­borðsum­ræð­ur. Fund­ar­stjóri er Telma Tóm­as­son, fjöl­miðla­kona.

Í umræð­unni hér­lendis hefur oft og tíðum mátt heyra ýmsar full­yrð­ingar um dán­ar­að­stoð, eins og til dæmis þær að að líkn­andi með­ferð sé mun lak­ari í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfð og því kjósi margir að enda líf sitt. Hefur verið bent á Holland, Belgíu og Lúx­em­borg í þessu sam­hengi. Ljóst er að þessi full­yrð­ing á ekki við rök að styðjast; í skýrslu um gæði líkn­andi með­ferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Rank­ing palli­ative care accross the world) kemur fram að Hol­land og Belgía standa sig mjög vel í veit­ingu líkn­andi með­ferðar en Belgía er í fimmta sæti á heims­vísu og Hol­land í því átt­unda. Ef bara Evr­ópu­löndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Hol­land í því fjórða.

Auglýsing

Oft er einnig full­yrt að það séu engin tak­mörk fyrir því að hægt er að veita góða og full­nægj­andi líkn­andi með­ferð. Það þurfi því eng­inn að ótt­ast að líða þján­ingar á dán­ar­beð­inu og dán­ar­að­stoð sé því óþarfur val­kost­ur. Því miður er ósk­hyggja að halda að líkn­andi með­ferð geti afmáð alla þján­ingu. Það hverfur ekki öll þján­ing þótt hægt sé að stilla flesta lík­am­lega verki. Rann­sókn í Hollandi sýndi að lík­am­legir verkir voru ástæða beiðni um dán­ar­að­stoð í aðeins 36% til­fella. Aðrar og mik­il­væg­ari ástæður voru ótti við að missa sjálf­stæði sitt (90%), að halda ekki reisn (70%) og að vera háður öðrum (52%). Þess ber að geta að í Oregon og Was­hington fylkjum hafa yfir 70% af þeim sem fá dán­ar­að­stoð fengið líkn­andi með­ferð áður. Dán­ar­að­stoð þýðir ekki að líkn­ar­með­ferð hafi mis­tek­ist heldur er dán­ar­að­stoð stundum enda­punkt­ur­inn á ferli líkn­andi með­ferð­ar.

Við erum mjög skammt komin í umræð­unni um með­ferðir við lífs­lok og dán­ar­að­stoð. Von­andi verður mál­þingið mál­efna­legt inn­legg inn í þessa mik­il­vægu umræðu sem við Íslend­ingar verðum að taka.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar