Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið

Unnur Rán Reynisdóttir bíður sig fram til formanns Neytendasamtakanna. Hún segist hafa heillast af kraftinum sem leynist í samstöðu fólks og það sé einmitt þessi trú á samstöðunni sem varð til þess að hún ákvað að gefa kost á mér til formannsins.

Auglýsing

Eftir að ég hóf störf sem hár­snyrtir upp úr alda­mótum fór ég smám saman að gefa því gaum hversu mikil eit­ur­efni leyn­ast oft í hár­snyrti­vör­um. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn ákvað ég loks að snúa alfarið baki við hinum hefð­bundnu hár­snyrti­vör­um. Ég átt­aði mig á því að barn­inu mínu gæti verið hætta búin af þess­ari miklu snert­ingu minni við eit­ur­efni. Ég rak mína eigin hár­snyrti­stofu á þessum tíma og fór á stúf­ana að reyna að byggja upp græna hár­snyrt­ingu, það er að segja hár­snyrti­stofu án efna sem eru skað­leg starfs­fólki, við­skipta­vinum og umhverf­inu.

Þetta var ekk­ert ein­föld aðgerð og hefði aldrei gengið upp hefði ég ekki kom­ist í sam­band við dönsk vott­un­ar­sam­tök, sem bæði fræða hár­snyrta og votta grænar stofur á Norð­ur­lönd­un­um. Ég gekk á fjölda veggja hér heima því fjöldi fyr­ir­tækja og fram­leið­enda hika ekki við að segja hrein­lega ósatt til um vör­urnar sem þau selja. Með öðrum orð­um, var það fyrir til­stilli erlendra almanna­sam­taka og sam­vinnu við stétta­fé­lagið mitt að ég gat inn­leitt græna hár­snyrt­ingu á stof­unni minni. Sam­taka sem höfðu inn­an­borðs bæði starfs­fólk og með­limi sem trúðu það sterkt á hug­sjónir sínar um að bæta hag starfs­fólks, neyt­enda og umhverfis að þegar þau fréttu af því að ég ætl­aði að breyta hár­snyrti­stof­unni minni á Íslandi hopp­uðu þau hæð sína af gleði og buðu mér alla aðstoð sem ég þyrfti. Með sam­taka­mætti breið­ist stefnan smátt og smátt til ann­ara landa og stétt hár­snyrta verður smám saman upp­lýst­ari og getur verndað sig og neyt­endur á nýjan máta.

Þarna heill­að­ist ég af kraft­inum sem leyn­ist í sam­stöð­unni. Ein og sér gat ég lít­ið, en sem hluti af hópi fólks tókst mér að þróa þetta áfram. Og það er einmitt þessi trú á sam­stöð­unni sem varð til þess að ég ákvað að gefa kost á mér til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, ásamt hópi fólks sem býður sig fram til stjórn­ar­setu til að stór­efla sam­tök­in.

Auglýsing

Við verðum að horfast í augu við að staða neyt­enda á Íslandi er veik og það getur af sér óheil­brigðan markað þar sem fyr­ir­tæki, bankar og leigusalar eru marg­falt sterk­ari en neyt­end­ur. Ef við viljum ekki að valtað sé yfir okk­ur, þurfum við að taka höndum sam­an. Þrátt fyrr öfl­ugt starfs­fólk og margt gott fólk sem lagt hefur Neyt­enda­sam­tök­unum lið í gegnum tíð­ina, þá eru sam­tökin mun veik­ari en þekk­ist í nágranna­löndum okk­ar. Félags­fólki hefur fækkað og þjón­ust­samn­ingar við hið opin­bera eru svo illa fjár­magn­aðir að almennir félags­menn eru í raun að nið­ur­greiða þá. Þessu þarf að snúa við.

Fjár­hags­grund­völl sam­tak­anna þarf því að styrkja, bæði með fjölgun félags­fólks og með aðkomu stjórn­valda. Sam­tökin þurfa að teygja sig til fólk­is­ins, því sam­einuð getum við allt, sundruð munum við engu áorka.

Sam­hliða þurfa sam­tökin að skoða hvernig hægt er að efla starf­sem­ina enn frek­ar. Verður það best gert í sam­vinnu við verka­lýðs­hreyf­ing­una? Verður það best gert með sam­starfi við önnur neyt­enda­sam­tök, svo sem sam­tök leigj­enda, skuld­ara og bif­reiða­eig­enda? Verður það best gert með því að byggja upp land­sam­tök með neyt­enda­fé­lögum í hverju lands­hluta? Þurfum við að end­ur­skoða innra starfs sam­tak­anna og virkja fólk meira til þátt­töku?

Ég kann ekki svör við öllum þessum spurn­ing­um. Ég er ekki að bjóða mig fram til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna vegna þess að ég hafi öll svör­in. Ég býð mig fram sem for­mann Neyt­enda­sam­tak­anna vegna þess að ég vil, með góðu fólki, setja mark­mið­in, móta stefn­una og finna styrk­inn meðal félags­fólks. Og þegar mark­miðin liggja fyrir og stefnan hefur verið mótuð, langar mig að nýta styrk sam­tak­anna til að láta þá stefnu móta íslenskt sam­fé­lag. Það er kom­inn tími til að almenn­ingur móti sam­fé­lagið eftir sínum hags­munum og vænt­ing­um.

Við höfum góðar fyr­ir­mynd­ir, ekki síst á hinum Norð­ur­lönd­un­um, eltum þær. Byggjum upp sterk og öflug Neyt­enda­sam­tök.

Höf­undur er í fram­boði til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar