Við þurfum að tala um tjáningarfrelsið

Auður Jónsdóttir segir að á meðan að ekki sé betur búið að starfsskilyrðum fjölmiðlafólks sé vegið að tjáningarfrelsinu í landinu.

Auglýsing

Við þurfum að tala um tján­ing­ar­frels­ið. En við þurfum líka að tala um hvernig við búum sem best að því.

„Að­al­­málið í öll­um frum­vörp­un­um er rýmk­un tján­ing­­ar­frels­is,“ sagði Ei­­rík­­ur Jóns­­son, pró­­fess­or og for­maður nefnd­ar um um­bæt­ur á sviði tján­ing­­ar-, fjöl­miðla- og upp­­lýs­inga­frels­is, þegar nefnd­in kynnti til­­lög­ur að um­­bót­­um.

En tján­ing­ar­frelsið er eitt, aðstaða fjöl­miðla­fólks ann­að. Meðan ekki er betur búið að starfs­skil­yrðum fjöl­miðla­fólks er vegið að tján­ing­ar­frels­inu.

Auglýsing

Það er vegið að þeirri lífæð upp­lýs­inga sem sam­fé­lagið þarfn­ast að sé gagn­sæ, virk og marg­slungin – og fag­mann­leg – til að við séum sem best upp­lýst. Og að þær upp­lýs­ingar séu fram­reiddar eftir til­skyldum sið­ferð­is­við­miðum og af raun­veru­legri fag­mennsku. Það þarf líka að auð­velda blaða­mönnum að nálg­ast upp­lýs­ing­ar, hið opin­bera má ekki stuðla að slíkri upp­lýs­inga­leynd innan stjórn­sýsl­unnar að fjöl­miðla­fólk geti ekki unnið vinn­una sína.

Upp­lýs­ingar eru eitt, að vinna úr þeim ann­að. Við lifum á tímum upp­lýs­inga­meng­un­ar, fals­frétta og svo örrar tækni­þró­unar að okkur ber­ast stans­laust og ofur­hratt upp­lýs­ing­ar. En mis­áreið­an­leg­ar.  Við höfum varla við að skilja allt sem við heyrum og sjá­um. Við skiljum ekki allar þessar upp­lýs­ingar né getum alltaf greint eftir hvaða leiðum og af hverju þær ber­ast okk­ur.

Eitt eru upp­lýs­ingar úr gagna­leka, annað upp­lýs­ingar sem fag­legar rit­stjórnir eru búnar að vinna úr svo við fáum skilið þær almenni­lega og getum greint hismið frá kjarn­an­um.

Áhrifa­að­ilar út um allt reyna að hafa áhrif á hvernig unnið er úr upp­lýs­ing­um. Sumir reyna að skrum­skæla upp­lýs­ingar og aðrir reyna að stöðva þær. Það er reynt að hafa áhrif á í hvaða ljós og í hvaða sam­hengi þær eru sett­ar.

Því verða styrkar rit­stjórnir að fá að þríf­ast. Rit­stjórnir sem búa yfir nægi­legri fag­mennsku og reynslu til að  vinna úr þessum upp­lýs­ingum og setja þær í sam­hengi fyrir okk­ur. Rit­stjórnir sem láta ekki mata sig. Rit­stjórnir sem þora að standa undir nafni, þrátt fyrir smæð kunn­ingja­sam­fé­lags­ins.

Rit­stjórnir þurfa að hafa bol­magn til að geta stundað nauð­syn­lega og tíma­freka heim­ilda­vinnu. Þurfa ráð­rými til að fram­leiða eitt­hvað meira en smellu­fréttir – sem aug­lýsendur styrkja. Því er svo mik­il­vægt að til­lögur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um end­ur­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla nái í gegn. Að það verði ekki staðið í vegi fyrir þeim.

Það er líka mik­il­vægt að Rík­is­út­varp­inu verði tryggður starfs­grund­völlur ef umsvif þess eru minnkuð á aug­lýs­inga­mark­aði. Þannig samt að stofn­unin haldi sjálf­stæði sínu.

Úrlausn­ar­efnin eru flókin á flóknum tím­um. Rekstr­ar­skil­yrði fjöl­miðla hafa breyst og halda áfram að breyt­ast. Þau eru erfið og ófyr­ir­sjá­an­leg. Við stöndum á bjarg­brún nýrra tíma, tíma tækni­breyt­ingar og alþjóð­legra áhrifa, og eng­inn veit hver verða rekstr­ar­skil­yrði morg­un­dags­ins. Því verðum við að vera með­vit­aðir fjöl­miðla­neyt­end­ur. Við verðum að hugsa um fjöl­miðl­ana og stuðla að heil­brigði þeirra og marg­breytni. Fjöl­miðl­arnir erum við – þeir eru um okkur og þeir eru sam­tal okk­ar. Birt­ing­ar­mynd sam­fé­lags­ins. Og ef fjöl­miðlaum­hverfið er ekki heil­brigt þýðir það að sam­fé­lagið er ekki heil­brigt.

Í óheil­brigðu sam­fé­lagi þykir sjálf­sagt að það sé ráð­ist per­sónu­lega á fjöl­miðla­fólk, því hótað og vafa­samar leiðir not­aðar til að þagga niður í því. Það má ekki líð­ast. Og það má ekki vera eins konar þjóð­ar­sport. Við sem almenn­ingur getum for­dæmt það.

Við getum for­dæmt það að stjórn­mála­menn neiti að tala við ákveðna blaða­menn. Getum for­dæmt stjórn­sýslu­leynd. Getum for­dæmt þöggun og kæl­ing­ar­á­hrif. Við getum for­dæmt það að fjár­sterkir sér­hags­muna­að­ilar nýti fjöl­miðla sem áróð­urstæki. Við þurfum að for­dæma slíkt en líka styðja við vand­aða fjöl­miðl­un. Með því að kaupa hana og styrkja hana. Og styðja stjórn­mála­menn sem vilja styðja við starfs­grund­völl fjöl­miðla.

Fjöl­miðl­arnir eru tækið okk­ar. Aðhaldið okk­ar. Tækið sem við höfum til að skilja sam­fé­lagið og heim­inn og hjálpa okkur að hafa rödd. Ef það er veiklað veikl­ast sam­fé­lag­ið. Frjáls­lynt heil­brigt sam­fé­lag þrífst ekki án heil­brigðrar fjöl­miðl­un­ar.

Það er okkar að móta þetta sam­fé­lag. Og það gerum við í gegnum fjöl­miðl­ana. En þeir verða að vera nógu burð­ugir til að geta staðið undir hlut­verki sín­um. Að standa vörð um virkt lýð­ræði og gagn­sætt sam­fé­lag.  

Höf­undur var ræðu­maður á bar­áttufundi fyrir fjöl­miðla­frelsi sem hald­inn var á Aust­ur­velli í gær. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit