Við þurfum að tala um tjáningarfrelsið

Auður Jónsdóttir segir að á meðan að ekki sé betur búið að starfsskilyrðum fjölmiðlafólks sé vegið að tjáningarfrelsinu í landinu.

Auglýsing

Við þurfum að tala um tján­ing­ar­frels­ið. En við þurfum líka að tala um hvernig við búum sem best að því.

„Að­al­­málið í öll­um frum­vörp­un­um er rýmk­un tján­ing­­ar­frels­is,“ sagði Ei­­rík­­ur Jóns­­son, pró­­fess­or og for­maður nefnd­ar um um­bæt­ur á sviði tján­ing­­ar-, fjöl­miðla- og upp­­lýs­inga­frels­is, þegar nefnd­in kynnti til­­lög­ur að um­­bót­­um.

En tján­ing­ar­frelsið er eitt, aðstaða fjöl­miðla­fólks ann­að. Meðan ekki er betur búið að starfs­skil­yrðum fjöl­miðla­fólks er vegið að tján­ing­ar­frels­inu.

Auglýsing

Það er vegið að þeirri lífæð upp­lýs­inga sem sam­fé­lagið þarfn­ast að sé gagn­sæ, virk og marg­slungin – og fag­mann­leg – til að við séum sem best upp­lýst. Og að þær upp­lýs­ingar séu fram­reiddar eftir til­skyldum sið­ferð­is­við­miðum og af raun­veru­legri fag­mennsku. Það þarf líka að auð­velda blaða­mönnum að nálg­ast upp­lýs­ing­ar, hið opin­bera má ekki stuðla að slíkri upp­lýs­inga­leynd innan stjórn­sýsl­unnar að fjöl­miðla­fólk geti ekki unnið vinn­una sína.

Upp­lýs­ingar eru eitt, að vinna úr þeim ann­að. Við lifum á tímum upp­lýs­inga­meng­un­ar, fals­frétta og svo örrar tækni­þró­unar að okkur ber­ast stans­laust og ofur­hratt upp­lýs­ing­ar. En mis­áreið­an­leg­ar.  Við höfum varla við að skilja allt sem við heyrum og sjá­um. Við skiljum ekki allar þessar upp­lýs­ingar né getum alltaf greint eftir hvaða leiðum og af hverju þær ber­ast okk­ur.

Eitt eru upp­lýs­ingar úr gagna­leka, annað upp­lýs­ingar sem fag­legar rit­stjórnir eru búnar að vinna úr svo við fáum skilið þær almenni­lega og getum greint hismið frá kjarn­an­um.

Áhrifa­að­ilar út um allt reyna að hafa áhrif á hvernig unnið er úr upp­lýs­ing­um. Sumir reyna að skrum­skæla upp­lýs­ingar og aðrir reyna að stöðva þær. Það er reynt að hafa áhrif á í hvaða ljós og í hvaða sam­hengi þær eru sett­ar.

Því verða styrkar rit­stjórnir að fá að þríf­ast. Rit­stjórnir sem búa yfir nægi­legri fag­mennsku og reynslu til að  vinna úr þessum upp­lýs­ingum og setja þær í sam­hengi fyrir okk­ur. Rit­stjórnir sem láta ekki mata sig. Rit­stjórnir sem þora að standa undir nafni, þrátt fyrir smæð kunn­ingja­sam­fé­lags­ins.

Rit­stjórnir þurfa að hafa bol­magn til að geta stundað nauð­syn­lega og tíma­freka heim­ilda­vinnu. Þurfa ráð­rými til að fram­leiða eitt­hvað meira en smellu­fréttir – sem aug­lýsendur styrkja. Því er svo mik­il­vægt að til­lögur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um end­ur­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla nái í gegn. Að það verði ekki staðið í vegi fyrir þeim.

Það er líka mik­il­vægt að Rík­is­út­varp­inu verði tryggður starfs­grund­völlur ef umsvif þess eru minnkuð á aug­lýs­inga­mark­aði. Þannig samt að stofn­unin haldi sjálf­stæði sínu.

Úrlausn­ar­efnin eru flókin á flóknum tím­um. Rekstr­ar­skil­yrði fjöl­miðla hafa breyst og halda áfram að breyt­ast. Þau eru erfið og ófyr­ir­sjá­an­leg. Við stöndum á bjarg­brún nýrra tíma, tíma tækni­breyt­ingar og alþjóð­legra áhrifa, og eng­inn veit hver verða rekstr­ar­skil­yrði morg­un­dags­ins. Því verðum við að vera með­vit­aðir fjöl­miðla­neyt­end­ur. Við verðum að hugsa um fjöl­miðl­ana og stuðla að heil­brigði þeirra og marg­breytni. Fjöl­miðl­arnir erum við – þeir eru um okkur og þeir eru sam­tal okk­ar. Birt­ing­ar­mynd sam­fé­lags­ins. Og ef fjöl­miðlaum­hverfið er ekki heil­brigt þýðir það að sam­fé­lagið er ekki heil­brigt.

Í óheil­brigðu sam­fé­lagi þykir sjálf­sagt að það sé ráð­ist per­sónu­lega á fjöl­miðla­fólk, því hótað og vafa­samar leiðir not­aðar til að þagga niður í því. Það má ekki líð­ast. Og það má ekki vera eins konar þjóð­ar­sport. Við sem almenn­ingur getum for­dæmt það.

Við getum for­dæmt það að stjórn­mála­menn neiti að tala við ákveðna blaða­menn. Getum for­dæmt stjórn­sýslu­leynd. Getum for­dæmt þöggun og kæl­ing­ar­á­hrif. Við getum for­dæmt það að fjár­sterkir sér­hags­muna­að­ilar nýti fjöl­miðla sem áróð­urstæki. Við þurfum að for­dæma slíkt en líka styðja við vand­aða fjöl­miðl­un. Með því að kaupa hana og styrkja hana. Og styðja stjórn­mála­menn sem vilja styðja við starfs­grund­völl fjöl­miðla.

Fjöl­miðl­arnir eru tækið okk­ar. Aðhaldið okk­ar. Tækið sem við höfum til að skilja sam­fé­lagið og heim­inn og hjálpa okkur að hafa rödd. Ef það er veiklað veikl­ast sam­fé­lag­ið. Frjáls­lynt heil­brigt sam­fé­lag þrífst ekki án heil­brigðrar fjöl­miðl­un­ar.

Það er okkar að móta þetta sam­fé­lag. Og það gerum við í gegnum fjöl­miðl­ana. En þeir verða að vera nógu burð­ugir til að geta staðið undir hlut­verki sín­um. Að standa vörð um virkt lýð­ræði og gagn­sætt sam­fé­lag.  

Höf­undur var ræðu­maður á bar­áttufundi fyrir fjöl­miðla­frelsi sem hald­inn var á Aust­ur­velli í gær. 

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit